Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011
Öryggi sjúklinga ógnað
Landlæknir mun gera sérstaka úttekt á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri
Andri Karl
andri@mbl.is
Landlæknisembættið mun gera sérstaka úttekt á
starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Þar verður
meðal annars farið yfir öryggi sjúklinga en í
skýrslu ríkisendurskoðunar sem birt var í gær
kemur fram að á sumum deildum starfi svo fáir
læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað.
Skortur á læknum, sem hefur verið viðvarandi um
nokkurt árabil, er talinn einn helsti vandi sem
sjúkrahúsið glímir við.
Velferðarráðuneytið óskaði eftir úttekt á
sjúkrahúsinu í desember síðastliðnum eftir álykt-
un læknaráðs tveimur mánuðum áður. Í henni
sagði að læknar væru að hverfa frá spítalanum og í
vaxandi mæli reyndist erfitt að manna þær stöður.
„Læknum spítalans líst illa á þróunina og sjá fyrir
sér mikla erfiðleika nú þegar og versnandi ástand í
bráð og lengd.“
Lögbundinni skráningu ábótavant
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að lækna-
skorturinn hafi haft í för með sér mikið álag á
starfandi lækna og fyrir hefur komið að hjúkr-
unarfræðingar verði að ganga í störf þeirra. Jafn-
framt segir að í viðtölum við starfsmenn sjúkra-
hússins hafi komið fram að á sumum deildum
sjúkrahússins sé lögbundinni skráningu í sjúkra-
skrá og frágangi læknabréfa ábótavant vegna
mikils álags.
Þetta virðist hafa komið stjórnendum sjúkra-
hússins á óvart því í umsögn þeirra segir að deild-
arlæknar hafi að öllu jöfnu ríkulegan tíma til að
skrá í sjúkraskrá. Þá beri öllum læknum að færa
sjúkraskrá og margoft hafi verið áréttað að þeir
geri það jafnóðum. Þá sé ámælisvert ef yfirmenn
séu ekki upplýstir um brotalamir í því efni.
Um læknaskortinn segir svo að jafn marga
lækna vanti til starfa árið 2011 eins og 2010 og árin
þar á undan.
Í viðbrögðum embættis Landlæknis segir að frá
árinu 2009 hafi verið fylgst með niðurskurðar-
áformum stjórnenda heilbrigðisstofnana og emb-
ættið hafi ekki talið ástæðu til að gera athuga-
semdir við aðgerðir stjórnenda Sjúkrahússins á
Akureyri. Hins vegar verða þær hafðar til hlið-
sjónar við þá úttekt sem gerð verður.
Tökum lauk í gær á þriðju myndinni um ævintýri
Sveppa og vina hans en hún ber nafnið Algjör Sveppi
og töfraskápurinn. Tekur nú eftirvinnslan við en mynd-
in verður frumsýnd í byrjun september. Hennar er ef-
laust beðið með mikilli óþreyju af yngstu kynslóðinni,
og jafnvel þeirri eldri líka, en fyrstu tvær myndirnar
nutu gríðarmikilla vinsælda.
Kvikmyndin er tekin víða um Reykjavík, m.a. á Þjóð-
minjasafninu, í Nauthólsvík og í Fornbókabúð Braga
Kristjónssonar. Leikararnir sem stilltu sér upp fyrir
ljósmyndara eru Egill Ólafsson, Guðjón Karlsson (Gói),
Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Þröstur Leó Gunnars-
son og Vilhelm Anton Jónsson (Villi) en nær óþekkj-
anleg fyrir miðju myndar er Ragnhildur Gísladóttir.
Tökum lokið á þriðju Sveppa-mynd
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Kvartbuxur verð frá 10.900
Gallabuxur verð frá 11.900
Flottar í fríiðSt. 36-52
Rýmum fyrir
nýjum vörum
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
30% afsláttur af öllu í verslun
sendum frítt úr vefverslun
www.lindesign.is
Bikini - Tankini
Sundbolir
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan
Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
A-FF
skálar
www.noatun.is
www.noatun.is
Pantaðu veisluna þína á
eða í næstu Nóatúns verslun
Grillveislur
1299
Á MANN
VERÐ FRÁ
MEÐ MEÐL
ÆTI
Grísahnakkasneiðar
Lambalærissneiðar
Kjúklingabringur
Lambafille
Þín samsetning
Grillveislur Nóatúns
Kreditkort ætlar að kæra til áfrýj-
unarnefndar þá niðurstöðu Neyt-
endastofu að framkvæmd greiðslu-
dreifingar sem korthöfum hefur verið
boðið upp á frá 1991 brjóti í bága við
ákvæði laga um neytendalán.
Vegna fjölda kvartana frá neyt-
endum tók Neytendastofa til skoð-
unar greiðsludreifingu sem Kredit-
kort býður upp á og komst að þeirri
niðurstöðu að Kreditkort bryti bæði
gegn ákvæðum laga um neytendalán
og laga um eftirlit með viðskiptahátt-
um og markaðssetningu með
greiðsludreifingunni. Telur stofnunin
að greiðsludreifingin sé neytendalán
sem gera verði sjálfstæðan skriflegan
samning um þar sem fram koma allar
þær upplýsingar sem lánveitandi á að
veita neytanda.
Kreditkort segir mikið óhagræði
hljótast af fyrir neytendur ef niður-
staðan verður staðfest. Litið sé á
dreifinguna sem greiðslufrest og tíðk-
ist hún hjá öllum kortaútgefendum.
Kæra til
áfrýjunar-
nefndar
Hæstiréttur hefur staðfest tveggja
ára fangelsisdóm yfir 53 ára karl-
manni, Auðuni Þorgrími Þorgríms-
syni, fyrir að kveikja eld í húsi við
Tryggvagötu í janúar á síðasta ári.
Talið var að líta yrði svo á að elds-
voði í húsinu hefði einn og sér haft í
för með sér augljósa hættu á yf-
irgripsmikilli eyðingu á eignum ann-
arra.
Maðurinn hellti bensíni úr plast-
brúsa inn í stigagang hússins og á
gólf á jarðhæð og kveikti síðan í.
Íbúi í húsinu komst út um útidyrnar
áður en eldurinn kviknaði, en hann
breiddist út með þeim afleiðingum
að húsið varð alelda en slökkviliðinu
tókst þó að slökkva eldinn fljótlega.
Fram kemur í dómnum, að mað-
urinn játaði sök. Sagðist hann hafa
komist að því að fyrrverandi eig-
inkona hans, sem þarna bjó, hefði
verið í tygjum við tvo aðra karl-
menn. Sjálfur hefði hann verið á
nokkurra daga fylliríi þegar þetta
gerðist og eftir símtal við konuna
tekið þá skyndiákvörðun í reiði, „að
loka þessu greni“ með því að
kveikja í því. Hann hefði þó áður
gætt að því hvort fleiri væru í hús-
inu með því að líta inn í íbúðar-
herbergin.
Fangelsi
fyrir að
kveikja í
Hæstiréttur hefur tekið til greina
kröfu Íslandsbanka um að kaupandi
hlutabréfa í Glitni 1. október 2008
greiði kaupverðið til baka, tæpar
tvær milljónir króna. Fyrir lá að
bankinn reyndi margsinnis að skuld-
færa reikning mannsins fyrir við-
skiptunum án árangurs.
Glitnir greiddi kaupverðið fyrir
manninn 7. október 2008 og að mati
Hæstaréttar getur engu skipt að
Fjármálaeftirlitið hafi daginn áður
stöðvað viðskipti með hlutabréf í
Glitni, enda hafi kaupin verið gerð
áður og bankinn ekki getað losnað
undan skyldu til greiðslu kaupverðs.
Greiðir fyrir
verðlaus bréf