Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sigurður treysti sér ekki tilað vera með í þessu núnasvo ég ákvað að gera þettaein. Það eru tuttugu ár síð- an fyrri bókin kom út, hún var prentuð þrisvar sinnum og er löngu uppseld. Ég hef verið mikið spurð að því hvort hún fari ekki að koma aftur. Ég byrjaði á endurskoð- uninni fyrir um þremur árum og vann að þessu eldsnemma á morgnana áður en ég fór í vinn- una og á kvöld- in,“ segir Guðrún sem er stofustjóri hjá orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum en einnig prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Henni fannst mikilvægt að bókin yrði aðgengileg aftur og endurbætt. „Það er búið að samþykkja svo mörg ný nöfn. Ég gæti trúað að það væru fast að hundrað nöfn á ári samþykkt hjá Mannanafnanefnd, bæði ný nöfn og nafnmyndir. Við vorum frjálsari í því í fyrri útgáfunni að hafa með nöfn úr fornu máli sem voru aldrei notuð en nú er ég ekki með þau, bara með nöfn sem hafa verið notuð eða eru á Manna- nafnaskrá.“ Skemmtilegt grúsk Guðrún segir nafnahefðina hér á landi hafa breyst á þeim tuttugu árum sem liðið hafa á milli bókanna. „Já hún hefur gert það, það er kom- ið meira af nafnmyndum af því að samkvæmt lögum mega erlendar nafnmyndir fara inn ef hefð er fyrir rithættinum. Svo sér maður að það er meira sótt í erlend nöfn, bæði hjá Íslendingum og fólki sem hefur sest hér að.“ Guðrún sótti sér aðallega heim- ildir hjá Hagstofunni, Þjóð- skjalasafni og Þjóðskrá. „Ég fór yfir hverja einustu grein og allar tölur eru nýjar. Nú eru fleiri manntöl komin í rafrænt form hjá Þjóð- skjalasafni og þá gat ég borið saman hvort tölurnar úr fyrri útgáfunni væru réttar. Ég notaði grunninn að gömlu bókinni, bar hann saman við upplýsingar frá Hagstofunni og við allar tilvísanir til manntala. Aðrar heimildir fékk ég héðan og þaðan, úr bókum og nafnaskrám. Ég hef verið að bæta í þetta og safna í tutt- ugu ár. Þetta er skemmtilegt grúsk og vinnst smám saman, undir lokin fékk ég afskaplega góða hjálp með Þykir öll nöfn góð og öll nöfn falleg Á stofuborðinu hjá nýbökuðum foreldrum má gjarnan sjá bókina Nöfn Íslend- inga. Öll kríli þurfa nöfn og því hvergi betra að leita hugmynda en í „alfræðiriti“ íslenskra nafna. Bókin kom fyrst út árið 1991 og voru það Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson sem tóku hana saman. Nöfn Íslendinga hefur nú verið endur- útgefin með þónokkrum endurbótum. Guðrún stóð ein að þeirri endurútgáfu. Morgunblaðið/Ómar Skírnarfontur Árið 2007 voru 3.266 börn af 4.533 sem fæddust þá skírð í Þjóðkirkjunni. 356 voru skírð í skráðu trúfélagi en 911 fengu nafngjöf. Guðrún Kvaran Nútímamaðurinn lifir og hrærist í hröðum tækni- framförum, svo ekki sé talað um græjuæðið sem hamrar á honum. Eilíf krafa um nýtt og fullkomn- ara getur verið harla þreytandi fyrir suma og þá er Johns-síminn himnasending. Hann hefur verið kynntur sem heimsins einfald- asti sími og má með sanni segja að hann standi undir því. Þetta er sími fyrir þá sem vilja einvörðungu hringja og svara í síma. Engin myndavél og engin símaskrá er í honum en aftan á honum er lítil sæt bók og penni og því hægt er að skrá þar niður símanúmer. Rafhlaðan end- ist í þrjár vikur. Takkarnir eru stórir og letrið stórt, alveg fullkomið fyrir þá sem hættir eru að sjá eins vel og þeir gerðu áður. Fyrir áhugasama er tilvalið að kíkja inn á heimsíðuna jo- hnsphones.com og líta nánar á grip- inn. Fæst í versluninni Macland í Reykjavík. Vefsíðan www.johnsphones.com Gargandi snilld Johns síminn er flottur og frábær. Einfaldleikinn snýr aftur Viðey mun loga af gleði og söng í mið- nætursólinni annað kvöld, fimmtudags- kvöld. Þá munu djassdívan Kristjana Stefánsdóttir og trúbadúrinn Svavar Knútur leggja saman raddir sínar á dú- ettakvöldi. Þar taka þau saman fjöl- breytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsamdra laga og sígildra perla. Tónleikarnir eru tvennir. Þeir fyrri hefjast kl. 20 og er mæting á Hafn- arbakkann um sjöleytið. Þeir síðari hefjast kl. 23. Miðaverð er 3000 kr. fyr- ir fullorðna og fylgir far með ferjunni með. Börn borga 1000 kr. Endilega … … farið á tónleika í Viðey Út í Viðey Kristjana og Svavar syngja saman annað kvöld úti í Viðey. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. „Við erum í sumarstarfi hjá ÍTR og þetta var eitt af verkefnunum okkar, að nýta gamla hluti úr Góða hirðinum. Við fundum allskonar hluti eins og kaffivél og dúkku og bjuggum til lampa úr því. Gáfum dótinu nýtt líf,“ segir Hera Leifsdóttir. Hera er hluti af tíu manna hópi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára úr frístundamiðstöðinni Kringlumýri sem vinnur við listsköpun í sumar á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavík- urborgar. Þetta er fyrsta sumarið sem boðið er upp á slíkt starf fyrir ungmenni og eru fjórir tíu manna hópar að störfum víða um borgina. „Við verðum með allskonar skemmtileg verkefni í sumar sem borgarbúar verða varir við,“ segir Hera. Fyrsta verkefni hópsins var að vinna með notaða hluti úr Góða hirðinum og gera úr þeim lampa. Hópurinn vann saman fjóra lampa og eru þeir nú til sýnis á nytjamarkaði Góða hirðisins í Fellsmúla. „Markmið okkar var að gefa gömlum hlutum nýtt líf og sýna fólki hvað er hægt að gera við gam- alt dót. Það þarf ekki endilega að henda því. Hug- myndin var að gera eitthvað skemmtilegt sem fólk hefur ekki séð áð- ur,“ segir Hera sem bjó til lampa úr dúkku og hátalara. ingveldur@mbl.is Sumarstarf Kaffivél Það er sniðugt að nota gömlu kaffivél- ina sem lampa í eld- húsið. Gáfu gamla dótinu nýtt lampa-líf Morgunblaðið/Árni Sæberg Lampalið Hópurinn í Góða hiðinum; Þórir, Hera, Valgeir, Hrafnhildur og Kol- finna. Fyrir aftan standa Bjarki og Hera sem sjá um hópinn. Dúkkuljós Svolítið óhugnan- legur en flottur lampi gerður úr dúkku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.