Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 11
Jón og Gunna? Algengasta kvenmannsnafnið 1. janúar 2010 var Guðrún og algengasta karlmannsnafnið var Jón.
yfirlestur og annað hjá JPV sem
gefur bókina út.“
Skoðun á nöfnum breytist
Spurð hvort hún eigi sér uppá-
haldsnafn segir Guðrún að hún eigi
erfitt með að segja til um það. „Þeg-
ar maður er búinn að eiga við þessi
nöfn svona óskaplega lengi finnst
mér eiginlega öll nöfn góð og öll
nöfn falleg. Einhvern tíma fannst
mér afskaplega skrítið að vera að
gefa litlu barni nafnið Ronja, því
mér datt alltaf í hug Ronja ræn-
ingjadóttir. Nú talar dóttir mín mik-
ið um dóttur vinkonu sinnar sem
heitir Ronja og þá þykir mér þetta
eðlilegasta nafn í heimi. Maður
venst nöfnum.
Mér þótti hér áður fyrr oft nafn
ferlega ljótt og gamaldags en um
leið og ég kynnist einhverjum sem
mér líkaði við og bar þetta nafn
breyttist skoðunin á því um leið.“
Gömlu íslensku nöfnin vinsæl
Guðrúnu þykir afskaplega
skemmtilegt að velta nöfnum fyrir
sér og tískusveiflum í þeim.
„Eins og kemur fram í bókinni
hafa verið allavega tískusveiflur alla
tíð. Bókasería eins og Ísfólkið hafði
áhrif og nöfn eins og Heikir kom inn
á Mannanafnaskrá þegar allir voru
að lesa hana. Fyrir nokkrum árum
voru það Aron og Benjamín sem
toppuðu en svo döluðu þau aftur.
Það segja mér menn að það beri
meira á því núna en áður að fólk
biðji um gömlu íslensku nöfnin, svo
þetta kemur alltaf aftur.“
Vinnu við mannanafnabók lýkur
aldrei og er Guðrún þegar byrjuð að
safna viðbótum í næstu útgáfu.
„Það er afskaplega gaman að
vinna þetta. Bækur eins og þessi úr-
eldast, hún er aldrei endanlega búin.
Þannig að ég er byrjuð að safna við-
bótum í næstu útgáfu sem kemur
kannski út eftir nokkur ár. Endur-
útgáfan nær til ársloka 2009 svo það
vantar nöfn sem Mannanafnanefnd
hefur samþykkt frá þeim tíma og er
ég byrjuð á þeim. Svona bók þarf
alltaf að vera í endurnýjun.
Allar upplýsingar frá lesendum
um eitthvað sem vantar eða betur
má fara eru að sjálfsögðu afar vel
þegnar.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011
Í bókinni eru um 6.000 nöfn. Öll nöfn sem voru á mannanafnaskrá 1.
janúar 2009 er að finna í bókinni og öll nöfn á skrá yfir millinöfn frá
sama tíma.
Öll nöfn á að fallbeygja samkvæmt íslenskum beygingarreglum óháð
því hvort þau eru notuð sem einnefni eða fyrra eða síðara nafn af
tveimur.
Eiginnafn er það nafn sem maður öðlast við skírn eða nafngjöf.
84,6% barna fá fleiri en eitt nafn 2007 en tíu árum áður var talan
79,7%.
Árið 2007 voru 3.266 börn af 4.533 sem fæddust þá skírð í Þjóðkirkj-
unni. 356 voru skírð í skráðu trúfélagi en 911 fengu nafngjöf.
Algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi 1. janúar 2010 var Guðrún en
5.053 konur hétu það þá. Anna, Sigríður, Kristín og Margrét koma svo.
Algengasta karlmannsnafnið 1. janúar 2010 var Jón en 5.442 karlar
hétu því nafni þá. Næst komu Sigurður, Guðmundur, Gunnar og Ólafur.
Guðrún og Jón algengust
NÖFN ÍSLENDINGA
Litla bifhjólaprófið fylgir fyrstu 5 hjólunum, eða 30 þús. kr. afsláttur!
Ekta Vespa fæst
aðeins hjá Heklu!
www.vespur.is
Piaggio Vespa S 125, verð aðeins: 629.000 kr.
Piaggio Vespa LX 125, verð aðeins: 599.000 kr.
Piaggio Vespa LXV 125 - Afmælisútgáfa, verð: 689.000 kr.
sem ætlar ekki á Landsmót hesta-
manna sem hefst um næstu helgi.
„Mér finnst miklu meira gaman að
ríða út en að horfa á aðra sýna kúnst-
ir. Keppni með hesta og stemningin í
kringum það höfðar ekki til mín, ég vil
miklu frekar vera úti í guðsgrænni
náttúrunni og njóta.“
Syngur með syni Vilhjálms
Þuríður heldur tónleika í kvöld í
Salnum í Kópavogi ásamt hljómsveit-
inni Vönum mönnum undir yfirskrift-
inni Minningar og heldur þar upp á 45
ára tónlistarafmæli sitt. „Það er upp-
selt. Hvert einasta sæti skipað. Ég er
með smá hnút í maganum, þetta átti í
upphafi að vera lítið og sætt, einir
tónleikar í Bátahúsinu á Siglufirði
sem voru um daginn og aðrir á Græna
hattinum á Akureyri. Þar troðfylltist
allt og ákveðið var að hafa líka tón-
leika hér fyrir sunnan. Ég fæ til mín
góðan gest í kvöld, Jóhann Vilhjálms-
son, son Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Hann ætlar að koma og syngja með
mér lagið Minningar, en við pabbi
hans sungum það saman hér forðum.
Þetta verður stór stund því ég man
eftir Jóhanni þegar hann kom með
pabba sínum á æfingar, þá þriggja til
fjögurra ára,“ segir Þuríður og bætir
við að möguleiki sé á að tónleikarnir
verði haldnir í fjórða sinn í haust.
„Hann Grámann er uppáhalds-
hesturinn minn,“ segir hestakonan og
myndlistarkonan Þuríður Sigurðar-
dóttir þegar hún er spurð að því
hvaða hest hún haldi mest upp á. Þur-
íður var rétt nýstigin af baki þegar
náðist í hana, nýkomin heim úr sleppi-
túr þar sem hún reið með hrossin sín
austur í Kjarnholt í Biskupstungum,
en þar heldur hún meira og minna til á
sumrin í sumarhúsinu sínu með hest-
ana við túnjaðarinn, ríður út og nýtur
sveitalífsins.
„Ég kynntist Grámanni fyrir nokkr-
um árum í hestaferðalagi um Víkna-
slóðir, en þá fengum við hjónin láns-
hesta hjá Stefáni á Útnyrðingsstöðum
og nutum hans frábæru leiðsagnar.
Ég varð ástfangin af Grámanni í þess-
ari ferð. Það myndaðist strax einhver
tenging milli okkar, rétt eins og
stundum gerist þegar maður hittir
fólk. Ég sagði við bónda minn að ég
færi ekki heim nema með þennan
hest með mér og það varð úr. Ég
þurfti reyndar að beita mér töluvert
til að ná því fram. Grámann er alger
draumahestur með góðan vilja og
sterkar taugar. Við riðum yfir bratta
hálsa, þröngar götur og utan í hlíðum,
en þessi elska var alltaf pollrólegur.
Hann kippti sér ekki upp við að maður
og hestur duttu úr halla niður á göt-
una við fætur hans,“ segir Þuríður
Uppáhaldshestur Þuríðar Sigurðardóttur
Þetta var ást við fyrstu kynni
Gleði Þuríður í hestaferð á Grámanni ásamt hinu uppáhaldinu sínu, eiginmann-
inum Friðriki sem situr Pardus. Hoffellsjökull skartar sínu fegursta í baksýn.