Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 ✝ Ragnar Borgfæddist á Ísa- firði 4. apríl 1931. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 15. júní 2011. Hann var sonur hjónanna Óskars Jóhanns Borg, lögmanns, f. 10.12. 1896 í Reykjavík, d. 6.4. 1978, og Elísabetar Flygenring, tungumálakennara, f. 15. 11. 1901 í Hafnarfirði, d. 13.6. 1983. Systir Ragnars er Anna Borg, ritari, f. 20.10. 1933, maður hennar Stefán Krist- jánsson, f. 27.4. 1927, d. 22.5. 1970, sambýlismaður hennar Halldór Birgir Olgeirsson, f. 21.10. 1931, d. 29.4. 2005. 23. júní 1956 kvæntist Ragnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingigerði Þórönnu Melsteð Borg, hjúkrunarfræðingi, f. 27.11. 1933. Foreldrar hennar voru Páll Melsteð, forstjóri, f. 28.10. 1894, d. 4.1. 1961, og Elín Jónsdóttir, húsmóðir, f. 14.3. 1898, d. 14.9. 1976. Börn Ragn- ars og Ingigerðar eru 1) Anna Elísabet, leikkona og kennari í Svíþjóð, f. 26.6. 1957, m. Rein Norberg, rithöfundur og listmál- sinni frá Ísafirði á Laufásveg 5 í Reykjavík 1942. Ragnar varð stúdent frá MR 1951 og cand. oe- con frá Háskóla Íslands 1955. Ragnar lagði stund á ítölskunám og var vararæðismaður Ítalíu á Íslandi 1982-1986 en aðalræð- ismaður 1986-1991 ásamt því að vera varaforseti Stofnunar Dante Alighieri um margra ára skeið. Ragnar varð riddari af orðunni Al Merito della Repu- blicca Italiana 1982, stórriddari 1987 og stórriddari með stjörnu 1991. Hann varð heiðursfélagi Myntsafnarafélags Íslands og heiðursfélagi í Félagi viðskipta- fræðinga og hagfræðinga. Ragn- ar gegndi mörgum stjórn- unarstörfum í Lionsklúbbnum Baldri, sinnti margvíslegum störfum fyrir Frímúrararegluna í Reykjavík og sá um minjasafn reglunnar í 15 ár. Ragnar safn- aði mynt og ritaði greinar í dag- blöð og tímarit. Hann flutti einn- ig fjölda erinda um sögu og menningu fyrri tíma. Ragnar starfaði hjá G. Helgason & Mel- steð hf. frá 1955 og varð for- stjóri 1964, en fyrirtækið flutti m.a. inn áfengi, tóbak, úr, skrif- stofuvélar, fatnað, sjónvarps- og útvarpssenda og var umboðs- aðili fyrir Pan American á Ís- landi. Útför Ragnars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 22. júní 2011, kl. 15. ari, f. 20.3. 1943; fyrri maður Önnu er Magnús Gylfi Þorsteinsson, lög- fræðingur f. 23.6. 1957. 2) Elín, hjúkr- unarfræðingur og húsmóðir í Reykja- vík, f. 22.5. 1959, m. Benedikt Hjart- arson, bakarameist- ari, f. 9.7. 1957, börn þeirra eru a) Eva Dögg Benediktsdóttir, sagn- fræðingur, f. 8.6. 1980, m. Stefán Þórhallur Björnsson, endurskoð- andi, dætur þeirra eru Hildur Emma f. 20.5. 2007 og Elín Ósk, f. 22.1. 2010, b) Rakel Björk Benediktsdóttir, f. 29.10. 1982, c) Thelma Hrund Benedikts- dóttir, f. 5.6. 1987. 3) Óskar Borg, framkvæmdastjóri hjá Al- coa Fjarðaál, f. 31.8. 1963, maki Berglind Hilmarsdóttir, kenn- ari, f. 10.3. 1964, fyrri kona Ósk- ars er Ingibjörg Ólafsdóttir, kynningafulltrúi, f. 25.5. 1962, dóttir þeirra er Inga, nemi, f. 14.6. 1996. 4) Páll Borg, fram- kvæmdastjóri hjá Astraeus, f. 30.3. 1971, m. Ingunn Ingimars- dóttir, kerfisfræðingur, f. 14.12. 1975. Ragnar fluttist með fjölskyldu Ég kynntist Ragnari tengda- föður mínum árið 1994 þegar ég tók saman við yngsta son hans, Pál. Ég var þá 18 ára og þótt nærri hálf öld skildi okkur Ragnar að, tókst strax með okkur innileg- ur vinskapur. Í hvert sinn sem við hittumst og gat verið oft á dag í fjölskylduhúsinu okkar, mætti mér alltaf bros, hlýja, faðmlag og léttur koss á kinn eða handarbak. Ragnar var einstaklega ljúfur maður og yndislegur lífskúnstner sem lá lengi í baði með sérvalin baðsölt, lagði sig oft á dag, naut samvista með fjölskyldunni, las góðar bækur, hlustaði á tónlist á hæsta styrk, laumaðist í lakkrís og rækjusalat þrátt fyrir háan blóð- þrýsting, ók um á drossíu konsúls- ins og gerði óspart grín að sjálfum sér. Á efri árum gerði hann sér ótal sendiferðir til dægrastytting- ar, hitti menn og ræddi heimsmál- in. Á miðvikudögum færði hann svo Ingu blómvönd, tímarit og góðgæti úr bakaríinu sem þau deildu með öllum í húsinu. Ragnar var af þeirri kynslóð að lýsingarorðið ágætur var hið mesta hrós. Er hann lýsti sérstök- um mönnum sagði hann: „Hann er ágætur maður og hann er vinur minn“. Ragnari reyndist auðvelt að einblína á hið góða í fari fólks og sá hann alltaf ljósið og vonina í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann var aukinheldur bóngóð- ur og höfðingi heim að sækja. Ragnar var montnasti maður sem ég hef kynnst í allra jákvæð- asta og fallegasta skilningi þess orðs. Þegar hann klæddi sig fyrir fundi frímúrara eða annan fögnuð var jafnan uppi fótur og fit í hús- inu og svo hringdi Inga tengda- móðir niður og tilkynnti að „það mætti koma upp núna“ sem þýddi að við öll stukkum til, dáðumst að Ragnari, tókum myndir af honum „í skrautútgáfu“ og hrósuðum. Hann hafði einnig einstakt lag á því að finna myndavél í marg- menni og brosa svo undurblítt framan í ljósmyndarann. Fræg er orðin sagan af því þegar Ragnar keypti ævisögu Guðrúnar Á. Sím- onar í jólagjöf handa Ingu og er hann beið eftir áritun í bókabúð- inni bar þar að blaðaljósmyndara sem smellti af og Ragnar varð að- alfréttaefnið daginn eftir. Þetta þýddi þó að hann þurfti að útvega aðra gjöf handa konu sinni með hraði á síðustu stundu. Honum leið sannarlega vel í eigin skinni, var stoltur af lífsverki sínu en þó var hann stoltastur af fjölskyldu sinni, börnunum sínum fjórum, sem hann sagði að væru „lagleg og lík föður sínum“, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þrátt fyrir að hafa í gríni útveg- að vottorð frá lækni að hann mætti ekki sinna heimilisstörfum þá reyndi hann eftir megni á átt- ræðisaldri að ganga í störf Ingu er heilsu hennar hrakaði og var hon- um mjög hugleikið fram á hinsta dag að hún fengi góða aðhlynn- ingu og að vel væri hugsað um hana þegar hann gat það ekki lengur. Ekki er hægt að kveðja Ragnar án þess að þakka Elínu dóttur hans fyrir alla þá umönnun og styrk sem hún hefur veitt foreldr- um sínum og fjölskyldunni á liðn- um árum og var Ragnari tíðrætt um hana Ellu sína sem hann mat svo mikils. Ég vísa í orð Ragnars þegar ég segi að Ragnar var ágætur maður og vinur minn þegar ég kveð hann með miklum söknuði. Ingunn Ingimarsdóttir tengdadóttir. Þegar æskuvini Ragnars voru sögð tíðindin af andláti hans, sagði hann, „Þið skuluð gleðjast með pabba ykkar“. Þetta verður haft að leiðarljósi og er í anda Ragnars. Ragnar tók mér strax sem vini með opinn faðminn er ég fór að venja komur mínar á Freyjugöt- una. Reyndar sagði hann ná- grönnunum að hann skildi vel áhuga Elínar dóttur sinnar á því að læra að skíða en hann skildi hinsvegar ekki þessa skíða- kennslu sem fram fór á heimilinu á kvöldin og næturnar, en ég var þá skíðakennari Elínar. Hann var skemmtilega hégómlegur og eins og hann sagði sjálfur: „ef þú ert að ræða um mig hafðu þá allt í efsta- stigi“. Myndavél nálægt Ragnari þýddi að hann var mættur til að láta taka af sér myndir og alltaf með sama myndavélabrosið. Tengdapabbi hafði líka sérlega gaman af því að vera þar sem ver- ið var að tala um hann. Gilti þá einu hvort verið var að hæla hon- um eða gera grín. Sjálfur var hann snillingur í því að hæðast að eigin gjörðum. Börnum mínum var hann meira en afi. Hann var besti vinur þeirra og fengu eins og þeir fullorðnu að heyra frægðarsögur hans. Sögur frá því er hann var að boxa eða vinna í Hvalnum, að ekki sé talað um jakahlaupin á Ísafirði. Var oft erfitt að greina hver lifði sig meira inn í söguna, börnin eða afi. Mottóið var: góð saga má ekki líða fyrir sannleikann. Hann átti það líka til að bæta við leikrænum til- þrifum. Þá hefðu leikkonurnar í lífi hans: amma hans, frú Stefanía Guðmundsdóttir, föðursystur: Emilía, Anna og Þóra Borg og dóttir hans Anna getað lært mikið. Þegar börnin urðu eldri og lærðist að sögurnar hans afa voru ekki all- ar sannar kölluðu þau sögurnar Lygasögur Ragnars Borg. Ekki minnkaði samt áhuginn á þeim. Konsúlnum leiddist nú ekki ef hann gat kallað fram óþekkt í krökkunum og látið þau gera eitt- hvað sem þau áttu ekki að gera. „Afar hafa leyfi til þess.“ Síðla sumars 2010 var tengda- mamma orðin það lasin að Ragnar gat ekki séð um hana eins og hann vildi. Hann fékk þá að fara í hvíld- arinnlögn á Grund. Þar leið hon- um vel og vel var fyrir honum séð. Hann bað um að þurfa ekki að fara aftur heim nema bara í heimsókn og var það úr. Síðustu árin hafa Elín og Páll, börnin hans og tengdadóttirin, Ingunn, sinnt hon- um alla daga og gengið erfiða braut öldrunarkerfisins. Mikið var hann þakklátur þeim. Með Ragnari Borg er genginn einn mesti maður sem ég hef kynnst og ég er svo lánsamur að hafa verið samferða honum í rúm þrjátíu ár. Viskubrunnur og mannvinur sem hægt var að fletta upp í. Öðlingsmaður sem þarf ekki heimferðinni að kvíða. Benedikt Hjartarson tengdasonur. Elsku afi minn. Ég talaði við systur mína í sím- ann á þriðjudagskvöld. Hún sagði mér að þú værir búinn að vera veikur og það væri ekki alveg víst með framhaldið. Ég sagði henni að sem betur fer hefði ég kvatt þig vel áður en ég flutti til Stokkhólms og eflaust væri þinn tími kominn. Mig óraði samt ekki fyrir því að ég myndi fá símtal deginum eftir, sitjandi í lest á leiðinni heim eftir vinnuna, um að núna væri þessu lokið. Ég vissi ekki hvernig mér átti að líða, þakklát fyrir þau for- réttindi að hafa átt þig sem afa og hafa alist upp í sama húsi og þú bjóst í og líka að það væri gott að þú hafir fengið af fara núna. Þessi fjölskyldutengsl sem ég hef alist upp með eru ómetanleg, að hafa alltaf haft greiðan aðgang að ykk- ur ömmu alla daga. Ein af mínum fyrstu minningum með þér er frá vinnunni þinni á Rauðarárstíg. Ég fékk reglulega að fara út í sjoppu og kaupa kassa af prins póló og kók í gleri og skrifa það á þig. Þá var ég rétt búin að læra að skrifa nafnið mitt. Þegar ég varð ögn eldri fékk ég að vera yfirmaður í ljósritun og senda fax. Seinna lærði ég á ritvélarnar þínar og lærði að skipta um borða á þeim ef nauðsyn var. Um daginn stóð ég fyrir framan ritvélasafnið þitt og fór að fikta í vélunum, ég mundi ennþá hvernig þetta virkaði. Ég held þú hafir smitað mig af þínum áhuga á þeim og enn þann dag í dag langar mig í Olivetti-ritvél. Ég hef meira að segja skrifað ritgerð á ritvél, bara af því að mér fannst það svo flott. Þegar ég flutti til Spánar gaf afi mér umslag með peningastyrk. Þegar ég labba inní herbergi til ömmu og ætla að þakka fyrir mig rykkir hann í hendina á mér og segir usss, hún heldur að þetta séu 20 þús. kr. Fyrir tveim árum kom það í minn hlut að fara með þér 2x í viku í sjúkraþjálfun, kaupa í matinn og fara í bakaríið. Í staðinn fékk ég eins greiðan aðgang að bílnum þínum og ég vildi. Þetta eru mér gríðarlegar mikilvægar stundir. Meðan þú varst í þjálfun sat ég og las hönnunarblöðin á biðstofunni mér til mikillar skemmtunar. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þín Thelma. Afi var alveg einstakur maður og seinustu daga hef ég hlegið mikið við að rifja upp sögur sem tengjast honum. Þegar ég átti fjögurra ára afmæli bjuggum við á Ítalíu og afi var í heimsókn. Eitt- hvað hafði það farist fyrir hjá hon- um að kaupa afmælisgjöf og ég var þess vegna drifin í næsta dýragarð. Þar benti afi mér á ljón- in og sagði að eitt ljónið væri af- mælisgjöfin mín. Ég tók víst stór- an sveig framhjá búrinu af því að ég var svo hrædd við ljónin en í mörg ár á eftir gat enginn krakki toppað þá afmælisgjöf að hafa fengið lifandi ljón í afmælisgjöf. Afi leyfði okkur systrunum og krökkunum í hverfinu að taka virkan þátt í garðyrkjustörfunum. Gott dæmi um það er þegar kart- öflurnar voru teknar upp. Allir voru í startholunum þegar afi stakk gafflinum í moldina og þeg- ar moldarhaugnum var lyft þutum við til og tíndum sem flestar kart- öflur á sem stystum tíma. Atgang- urinn gat orðið mikill. Launin voru heldur ekki af verri endan- um. Að uppskeru lokinni var okk- ur öllum hrúgað inn í drossíuna hans afa og ekið í næstu ísbúð. Á leiðinni heim var svo að áeggjan afa farið í kapp við að borða ísinn og það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég áttaði mig á því hvað þetta var ótrúlega sniðug leið til að ísinn læki ekki í bílsætin. Við afi áttum það sameiginlegt að vera miklir áhugamenn um sögu. Fyrir hans tilstilli þekki ég vel lygasögur Münchhausens bar- óns en skemmtisögurnar hans afa voru ekkert minna flúraðar og voru af þeim sökum oft kallaðar lygasögur Ragnars Borg. Afi var alltaf til í að lesa yfir ritgerðir og við áttum margar uppbyggilegar rökræður um form þeirra og mál- far. Hann var líka mjög hreinskil- inn og sagði eitt sinn við mig: „Eva mín, þetta er ofsalega vel skrifað hjá þér og vel unnið en þetta er al- veg rosalega þurrt.“ Afi fylgdist vel með nýjustu tækni og það vakti alltaf mikla undrun þegar ég sagði frá því að afi minn væri ekki bara með tón- listarforritið Napster, heldur kynni vel á það. Að alast upp með ömmu og afa á næstu hæð fyrir of- an eru forréttindi. Ég er mjög heppin að hafa fengið að eyða svona miklum tíma með afa og eiga þess vegna margar fallegar og góðar minningar um hann. Eva Dögg Benediktsdóttir. Elsku afi uppi. Þín eigin orð voru að þú hefðir verið heppinn og ættir allt sem hægt væri að finna. Núna værir þú hættur. Eins sorg- legt og það er að missa afa þá get ég ekki annað en glaðst yfir að hafa haft hann og það í sama húsi. Hann bjó á hæðinni fyrir ofan mig og þaðan kemur nafnbótin afi uppi. Afi var vandaður maður. Hann var svo klár að hægt var að nota hann sem alfærðiuppflettirit sem og við gerðum. Það var einstak- lega gaman að hlusta á hann segja sögur. Stundum fylltist kontórinn hans af krökkunum úr hverfinu sem öll voru mætt til að hlusta á hann segja Lygasögur Ragnars Borgs. Hann tók öllum með opn- um örmum og gaf sér alltaf tíma fyrir okkur, ekkert vesen. Afi var mjög stoltur maður og ekki að ástæðulausu sem hann fékk viðurnefnið greifinn af Monte Rasso. En hann var ekki bara stoltur af sjálfum sér, hann var einnig afskaplega stoltur af af- kvæmum sínum og sýndi okkur mikið traust. Ég var ennþá að læra að skrifa þegar ég fékk að hjálpa til við símsvörun á skrif- stofunni. Ef afi var upptekinn þá átti að taka niður skilaboð og ef aðilinn talaði útlensku þá kenndi hann mér að segja „one moment please“ og senda símann inn til hans. Átta ára gömul fór ég að hafa áhuga á skák. Afi, sem var þekktur fyrir annað en að vera hógvær, sagðist vera meistari í skák og vildi taka leik. Þegar ég drap drottninguna hans stóð hann upp og sagði að nú þyrftum við að ganga frá taflinu því það væri kominn matur. Þegar ég benti honum á að amma væri ekki einu sinni búin að setja svuntuna á sig þá glotti hann til mín og ég sá hvað hann var montinn af mér og skildi líka að hann ætlaði ekki að láta átta ára krakka vinna sig í skák. Ég þreytist seint á að segja sögur af afa. Hann var mikill húm- oristi og það var stundum löngu seinna sem ég fattaði að hann hafði hrekkt mig. Ég var örugg og ófeimin með honum. Eitt sinn vor- um við að kaupa í matinn. Fyrir framan eina hilluna stendur koll- ur. Vitandi hversu gaman ég hef af söng þá dregur hann kollinn út á mitt gólf og segir að svona kollar séu í öllum búðum fyrir sex ára stelpur eins og mig til að syngja á. Ég læt ekki segja mér tvisvar, stekk upp á kollinn, syng tvö lög og hlýt lof í lófa frá viðskiptavin- um búðarinnar. Ég hneigi mig eins og hann hafði kennt mér, hoppa niður og við höldum áfram að versla. Svona nokkuð var dæmigert fyrir afa. Þegar ég var lítil var ég sann- færð um að ég væri alvöru prins- essa. Afi minn sagði mér að ég væri það. Hann var konsúll, sem var næsti bær við að vera kóngur og því væri ég prinsessa. Ég stóð föst í þessari trú minni þrátt fyrir mótmæli nokkurra vinkvenna minna. Þrátt fyrir að ég viti betur núna þá hef ég aldrei sleppt titl- inum alveg því ég var og mun jú alltaf vera prinsessan hans afa míns. Ég hef verið svo heppin að eiga besta afa sem hægt var að finna. Arrivederci. Rakel Björk prinsessa. Greinar Ragnars Borg um mynt og myntsöfnun sem birtar voru í Morgunblaðinu á árunum 1974-1978 voru svo áhugaverðar að ég safnaði þeim. Ekki var ég eða er myntsafnari en mér fannst nauðsynlegt að eiga greinarnar. Þarna voru leiðbeiningar fyrir byrjendur í myntsöfnun, um virði seðla eftir meðhöndlun og ýmis fróðleikur. Seinna átti ég eftir að kynnast greinahöfundinum er hann varð tengdafaðir dóttur minnar og ég var þá spurð: „og fékkstu gott tengdafólk?“ og ég gat svarað með áherslu: „Jahá, yndislegt fólk“. Ragnar var í aldri á milli mín og foreldra minna og var gaman að kynnast þeim hjón- um, Ingu og Ragnari, sem voru miklir heimsborgarar, víðreist og tóku þátt í menningarlífinu í Reykjavík. Þau þekktu kynslóð foreldra minna en voru jafnframt með unga fólkið í kringum sig á öllum hæðum. Ragnar var hár og glæsilegur, ítalskur konsúll og elskaði Ítalíu og allt sem ítalskt var, sjentilmaður fram í fingur- góma, fagurkeri og var með eti- ketturnar á hreinu. Ragnar naut þess að búa í fjölskylduhúsinu með eiginkonu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum í sátt, samlyndi og með gagnkvæmri virðingu. Hann var mikið ljúf- menni, skapgóður, bjartsýnn og jákvæður. Það var gott að eiga samleið með Ragnari. Ég votta Ingu og fjölskyldu hennar samúð mína. Kristín Mjöll Kristinsdóttir. Ragnar Borg verður öllum sem kynntust honum ógleymanlegur. Þessi skemmtilegi og jákvæði maður hefur nú yfirgefið þetta jarðlíf. Hann hafði af miklu að miðla til komandi kynslóða. Ragnar var margfróður, með ríka frásagnargáfu og gerði stundirnar ógleymanlegar og inni- haldsríkar. Við sem störfuðum með honum á safninu erum for- sjóninni þakklátir. Það var ekki ónýtt að hafa slíkan „mentor“ á Minjasafni reglunnar. Nú er sann- arlega skarð fyrir skildi. Þetta var kennslustund, ómetanleg og ómælanleg í prófstigum talið. Án Ragnars verður samveran á sunnudagsmorgnum mun fátæk- legri. Ragnar reyndist öllum vel, sem leituðu til hans vegna starfa hans og sem aðalræðismanns Ítalíu. Hann var greiðvikinn, það var honum eðlislægt. Margt ungt fólk naut greiðvikni hans og ráða, enda sjálfur alltaf ungur í anda. Félagsmálaáhuga Ragnars var við brugðið. Hann átti stóran þátt í að endurreisa Félag viðskipta- fræðinema á námsárum sínum og varð síðar formaður í hinu samein- aða Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Þá er ónefndur áhugi hans á myntsöfnun hér á landi. Hann var stjórnarmaður og formaður í Myntsafnarafélagi Íslands og síð- ar formaður Norræna myntsafn- arasambandsins, svo fátt eitt sé nefnt af þeim vettvangi. Hann var ræktarsamur upp á gamla mát- ann. Ragnar átti fína, rauða drossíu og í henni mun heiðursmaðurinn og konsúllinn taka sig vel út, á þeim vegum sem ófarnir eru, á öðru tilverustigi. Vonandi fá bræður og vinir far með honum, þó síðar verði. Megi höfuðsmiðurinn fylgja honum, vernda hann og gefa eig- inkonu, börnum og fjölskyldunni allri styrk á þessum erfiðu tímum. Jón Þór Hannesson og bræður á Minjasafni frímúrarareglunnar. Ragnar Borg HINSTA KVEÐJA „Veistu ef vin þú átt, þann er þú vel trúir“. Hugljúfs vinar mun ég minnast, svo lengi sem ég lífsanda dreg. Verði mínum kæra fé- laga hvíldin vær. Magnús Erlendsson.                         

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.