Morgunblaðið - 22.06.2011, Side 30

Morgunblaðið - 22.06.2011, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Það eru ár og aldir síðan éghef notað þetta orð, „harð-kjarni“, í dómi um tónleikahér á landi og skýringin er einföld. Íslenska harðkjarnasenan, sem var geysiöflug árin 2000-2003, er svo gott sem horfin, í dag ræður þunga- og nýbylgjurokkið ríkjum. Það var því nett rölt niður stræti minninganna að sækja tónleika með harðkjarnakóngunum í Converge, sem höfðu gríðarleg áhrif á senuna hér á landi og hafa reyndar verið mjög áhrifaríkir í harðkjarnarokkinu almennt, þau tuttugu ár sem kóng- arnir hafa eigrað um harðkjarnal- endur. Ég fékk því með öðrum orð- um hálfgert endurlit eða „deja vu“ þegar ég labbaði inn í salinn. Con- verge er á einhvern skringilegan hátt bæði íhaldssöm og framsækin. Með- limir vinna af natni með harðkjarna- hljóðheiminn og eru óhræddir við til- raunastarfsemi en um leið vinna þeir af ríkri hugsjón og af mikilli einurð með pönk/harðkjarnahugsjónirnar. Þetta voru því harðkjarnatónleikar með stóru H-i, sveitin, með hinn sjarmerandi Jacob Bannon í forvígi, svipti upp tónleikum þar sem hvergi var slegið af og ástríða bundin í hvern svitadropa. Converge-menn virðast alveg jafn áhugasamir og orkuríkir og þeir voru í upphafi og mikið óskaplega græddu áhorfendur á því. Það er eitthvað við harðkjarna- tónleikaformið sem er svo fallegt, mörkin á milli listamanna og áhorf- enda eru þurrkuð út og orkan sem myndast á vel heppnuðum tónleikum af því taginu er mögnuð og eiginlega ekki hægt að lýsa henni í orðum. Sveitin trukkaði af stað með upphafs- lagi Jane Doe, „Concubine“ og minniháttar atómsprenging varð í salnum. Hún hélt svo þræðinum glæsilega allt til loka, fyllti upp í alla þá kosti harðkjarnatónleika sem far- ið var í hér að framan. Lokað var með „Last Light“ af You Fail Me og áhorfendur tóku undir, allir sem einn. Á ein- um stað sagði Ban- non: „Höfum það á hreinu að við erum alveg eins og þið. Bara kolklikkaðir krakkar sem eru að reyna að átta sig á lífinu með tilstuðlan tónlistarinnar.“ Ban- non meinti hvert orð, og uppskar mik- ið lof fyrir. Einstök hljómsveit. „Bara kolklikkaðir krakkar …“ Ljósmynd/Höskuldur Þ.H. Ofsagleði Jacob Bannon vafði áhorfendum um fingur sér … Sódóma Reykjavík Converge bbbbn Tónleikar bandarísku harðkjarnasveit- arinnar Converge, mánudaginn 20. júní. For a Minor Reflection og Logn hituðu upp. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Morgunblaðið króaði Nate New- ton, hinn stuðvæna bassaleikara sveitarinnar, af eftir tónleika og fékk hann í lauflétt spjall. Þið spiluðuð hérna árin 2004 og 2005. Hvað fannst þér um hérlenda harðkjarnasenu? „Þetta var mjög jákvæð reynsla, senan hérna virtist ekki einsleit, spillt af karlmennsku- hormónum og egóflippurum. Ork- an í salnum minnti mig á senuna úti í Bandaríkjunum upp úr 90, þegar hún var lítil og þéttofin, mynduð af fólki sem passaði hvergi annars staðar. Það var hreinsandi að spila fyrir fólk sem var einfaldlega hungrað í tónlist og jákvæða strauma. Það var enginn að horfa flóttalega í kringum sig og passa sig á því að hann væri örugglega í rétta bolnum. Ný plata á leið- inni? „Við er- um að semja á fullu en hljóðritun fer ekki nærri því strax í gang. Ætli við smell- um okkur ekki í hljóðver á næsta ári. Nú er plata ykkar Jane Doe, frá árinu 2001, álitin tíma- mótaverk í öfgarokkstónlist. Veistu af hverju og ertu sam- mála þessu? „Tja … þetta var sannarlega tímamótaplata á okkar ferli en ég á erfitt með að gægjast út fyrir okkar heim og meta þetta kalt. Fyrir okkur small allt saman þarna, hlutir sem við vorum að reyna að ná fram gengu upp þarna. Ég skoða ekki gagnrýni mikið en er þakklátur ef þessi plata er að gera eitthvað fyrir fólk.“ Hvað heldur þér gangandi? „Lífið. Ef maður hægir á sér deyr maður. Við erum eins og há- karlar.“ En hvað segir þú um þróun harðkjarnarokks almennt? „Tónlistin þarf að taka eitt skref aftur á bak ef hún ætlar að taka einhver skref fram á við. Mér finnst of margir rembast við að finna eitt- hvað „nýtt“ og sjá ekki hversu mikill hafsjór af tónlist er til sem hægt er að vinna jákvætt úr. Þeg- ar þú þekkir ekki ræturnar ertu dálítið í ruglinu. Ég fíla bönd sem þekkja greinilega söguna en nýta þá þekkingu til að búa til eitthvað nýtt.“ Hver er uppáhaldsteikni- myndapersónan þín? „Jacob Bannon.“ Ef maður hægir á sér þá deyr maður SPJALLAÐ VIÐ NATE NEWTON BASSALEIKARA CONVERGE Sænsk-íslenska tvíeykið Sandström/ Gunnarsson Duo heldur tónleika í sumartónleikaröð Fella- og Hóla- kirkju í kvöld og hefur þar með stutta tónleikaferð um landið. Dúett- inn skipa sænski gítarleikarinn Vikt- or Sandström og íslenski kontra- bassaleikarinn Leifur Gunnarsson. Þeir kynntust er þeir stunduðu nám við Rythmiska konservatoríið í Kaupmannahöfn og tóku upp sam- starf í framhaldi af því. Þess má geta að Leifur starfar líka með djass- tríóinu The Tiny Trio. Tónlist þeirra Viktors og Leifs er í grunninn djass, en á efnisskrá dú- ettsins eru bæði hefðbundir djass- slagarar og íslensk þjóðlög sem þeir hafa útsett með það í huga að gera þau djassvæn, álíka og sænski djasspíanistinn Jan Johanson gerði á sínum tíma, en þó eftir þeirra höfði. Ferð Sandström/Gunnarsson dú- ettsins er styrkt af sænsk-íslenska samstarfssjóðnum sem hefur það að markmiði að styrkja tvíhliða sam- starf Svíþjóðar og Íslands, fyrst og fremst á sviði menningar, mennt- unar og rannsókna. Hluti af sam- starfsverkefni þeirra Viktors og Leifs er að starfa með öðru listafólki og því mun Magnús Tryggvason Elí- assen koma fram með þeim á tón- leikunum í kvöld og einnig er fyr- irhugsað samstarf við þjóðlaga- sveitina Korku. Þeir hyggjast fara álíka tónleikaferð um Svíþjóð á næsta ári. Fyrstu tónleikar Sandström/ Gunnarsson Duo verða á Sum- artónum í Elliðaárdal í Fella- og Hólakirkju í kvöld og hefjast kl. 20:00, en síðan verður tónleikahald þeirra svo: Á fimmtudag kl. 20:00 leika þeir í Listasal Mosfellsbæjar í Þverholti, á föstudag kl. 20:00 í Sögusetrinu Hvolsvelli og á laug- ardag kl. 14:00 í Gallerýi Gónhól á Eyrarbakka. Dúett Félagarnir Viktor Sandström gítarleikari og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson skipa tvíeykið Sandström/Gunnarsson Duo.  Sandström/Gunnarsson tvíeykið heldur í tónleikaferð um landið  Hefðbundnir djassslagarar og íslensk þjóðlög í boði Sænsk-íslenskur sumardjassbræðingur Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson var valinn bæjarlistamaður Garða- bæjar árið 2011, en valið var kynnt við hátíðlega athöfn í Vídal- ínskirkju 17. júní sl. Ómar er fæddur árið 1978 og byrjaði píanónám um átta ára aldur en sneri sér að gítarnum er hann var tólf ára gamall. Hann stundaði síðan nám við Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2003. Meðal kennara hans voru Hilmar Jensson, Jón Páll Bjarnason og Sig- urður Flosason. Ómar lék með hljómsveitinni Mími í Músíktil- raunum 1998 og var valinn besti gítarleikari tilraunanna. Hann var einnig meðlimur í kvartettnum Off Minor sem spilaði í Norðurlanda- djasskeppni ungliða í Helsinki árið 2002 á vegum „Young Nordic Jazz Comets“ og leiddi síðan HOD, eigin sveit, 2003 í Ósló í sömu keppni. Ómar hefur starfað sem atvinnu- tónlistarmaður sl. tólf ár og hefur leikið með mörgum af fremstu tón- listarmönnum og hljómsveitum landsins. Hann er sem stendur með- limur í Jagúar, ADHD, Latinsveit Tómasar R. Einarssonar og Sjs big band. Fyrsti sólóhljómdiskur Óm- ars, Varma Land, kom út árið 2003 og var tilnefndur til Íslensku tón- listarverðlaunanna. Hann fékk Ís- lensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu plötu ársins í djassflokki árið 2009, plötuna „Fram af“ / Ómar Guðjónsson tríó, og árið 2010 fyrir verkið ADHD með samnefndri hljómsveit. Ljósmynd/Björn Pálsson Heiðraður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Ómar Guð- jónsson, bæjarlistamaður Garðabæjar og Gunnar Einarsson bæjarstjóri. Ómar valinn bæjarlistamaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.