Morgunblaðið - 22.06.2011, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 173. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Kynþokkafull kærasta Clooney …
2. Hvernig fór Beatrice að því að …
3. Þriggja ára stúlka slapp ómeidd
4. Dótakassi á Klambratúni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hróarskelduhátíðin fer fram dag-
ana 30. júní-3. júlí. Allir vikupassar á
Hróarskeldu í ár eru uppseldir en að-
eins eru þrír dagar síðan dagskrá há-
tíðarinnar var opinberuð. Enn eru til
einhverjir Get-a-tent miðar og dag-
passar fyrir fimmtudag, föstudag og
sunnudag, en í litlu magni.
Allt að fyllast á
Hróarskelduhátíð
Íslenska hljóm-
sveitin Endless
Dark er að leggja
lokahönd á und-
irbúning fyrir
hljómleika-
ferðalag sitt um
Evrópu. Sveitin
mun af því tilefni
halda tónleika-
partí á Sódóma Reykjavík í kvöld og
kveðja með alvöru rokktónleikum.
Húsið verður opnað kl. 21 og að-
gangseyrir er 1.000 krónur.
Endless Dark kveður
landann í kvöld
Forsalan á Þjóðhátíð í Eyjum hefst
kl. 18 á þjónustustöðvum N1 um land
allt á morgun en Þjóðhátíð fer fram
29.-31. júlí. Forsölunni verður fagnað
á N1 við Hringbraut á sama tíma en
þar munu Friðrik Dór, Blaz Roca og
Ingó Veðurguð
gleðja gesti með
lifandi tónlist. Einnig
mun N1 gefa Pepsi Max
og ís á meðan birgðir
endast.
Forsala á Þjóðhátíð
hefst á morgun
Á fimmtudag og föstudag N 3-10 m/s, en breytileg átt S-lands.
Skýjað með köflum og sums staðar skúrir, einkum síðdegis. Dálítil
rigning NA-til á föstudag. Hiti 5 til 14 stig, mildast á S- og V-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum og síðdegisskúrir á
sunnanverðu landinu, en dálítil súld austanlands og við norður-
ströndina. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.
VEÐUR
Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir, landsliðskona í hand-
knattleik og besti
leikmaður Íslands-
mótsins, er á leið til
ungverska félagsins
ÉTV-Érdi VSE. Sam-
kvæmt heimildum
Morgunblaðsins eru
samningar í höfn og
Anna yfirgefur því Val eftir
tveggja ára árangursríka
dvöl á Hlíðarenda og tvo Ís-
landsmeistaratitla. »1
Anna Úrsúla á leið
til Ungverjalands
Einar Daði Lárusson er orðinn fjórði
besti tugþrautarmaður Íslands frá
upphafi eftir góða
frammistöðu í Tékk-
landi um síðustu
helgi. Einar segir við
Morgunblaðið að
hann hafi fyrst og
fremst sett sér
skammtíma-
markmið en dreg-
ur ekki dul á að
hann stefni að því
að komast á topp-
inn í greininni.
„Ég ætla að gefa
allt í þetta,“ seg-
ir Einar Daði. »4
Einar Daði ætlar sér á
toppinn í tugþrautinni
Úrslitin á Íslandsmóti karla í ís-
hokkíi eru loksins ráðin. Kæru-
mál Skautafélags Reykjavíkur á
hendur Skautafélagi Akureyrar
vegna þess að síðarnefnda liðið
notaði Josh Gribben í úr-
slitakeppninni í vetur er til
lykta leitt og endanlega ljóst
hvaða lið hampar Íslandsbik-
arnum 2011. »1
Úrslitin í íshokkíinu
eru loksins ráðin
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Félagar í Handraðanum komu að
Fólkvangi Mardallar á Akureyri um
helgina og sýndu gestum og gang-
andi gamalt handverk. „Handraðinn
er kominn með ansi djúpar rætur á
Eyjafjarðarsvæðinu þar sem við höf-
um unnið um árabil að því að við-
halda þekkingunni á hinum fornu, ís-
lensku hefðum,“ segir Guðrún H.
Bjarnadóttir, formaður Handrað-
ans.
Fólkvangur Mardallar fór fram á
Akureyri 19. til 21. júní undir yf-
irskriftinni „Vitið þér enn – eða
hvað? Samtal um rætur“. Mardöll er
félag á Eyjafjarðarsvæðinu um
menningararf kvenna. Tilgangurinn
er „að grafa eftir, finna, safna,
spinna, rýna í, hlúa að, rækta,
dreyma, magna, vefa og miðla menn-
ingararfi og auði kvenna frá fornöld
til framtíðar. Sérstök áhersla er lögð
á þann arf og auð sem býr í rótum ís-
lenskra kvenna, norrænum og kelt-
neskum, en heimurinn allur er þó
vettvangur Mardallar.“
Leikur
Guðrún segir að Handraðinn leggi
áherslu á lifandi safn. Félagsmenn
komi saman og fari í leik. „Þetta er í
rauninni leikþáttur þar sem börn og
fullorðnir leika sér við það að vera
fólk fyrri tíma. Með því að gera það
kennum við hvert öðru handverkið,“
segir hún. Guðrún bætir við að mikið
sé lagt upp úr því að læra að búa til
föt eins og fólk klæddist á árum áð-
ur. Þannig viðhald-
ist handverkið og
þekking á sög-
unni. Hún seg-
ir að fyrir
bankahrun-
ið haustið
2008 hafi
myndast gjá á milli kynslóða í fyrsta
skipti frá upphafi allra tíma, næsta
kynslóð hafi ekki lært af fyrri kyn-
slóð. Útlit hafi verið fyrir að gjáin
yrði óbrúanleg en hrunið hafi valdið
því að fólk hafi fengið áhuga á því að
vita hvaðan það kom. „Fólk vaknaði
af einhverjum dvala sem það var í,“
segir hún.
Mörg verkefni
Um 100 manns eru skráðir í félag-
ið og þar af er um þriðjungur virkur.
Þátttaka í árlegum Gásadögum, sem
verða 16. til 19. júlí í ár, er eitt helsta
verkefnið, en þá eru settar upp búðir
á Gásum skammt utan við Akureyri.
Hópur félagsmanna kemur líka fram
á starfsdögum á Laufási, handverks-
hátíðinni á Hrafnagili og víðar.
Hrunið vakti fólk af dvala
Handraðinn
viðheldur þekk-
ingu og hefðum
Morgunblaðið/Ómar
Handverk Miðaldahópurinn sýndi handverk og fleira í tengslum við Fólkvang Mardallar á Akureyri.
Handraðinn er hópur fólks
sem vinnur að því að við-
halda gömlum hefðum og
þekkingu á þjóðháttum
landsins hvort sem er í
handverki, tónlist, sagna-
hefð eða náttúru. Guðrún
H. Bjarnadóttir kynntist
heimabyggðafélögum í
Svíþjóð og
fyrir um 20
árum kom
hún á laggirnar „lifandi“ safni í
samvinnu við Minjasafnið á Akur-
eyri. Hún byrjaði á því að mæta í
safnið fyrir jól og steypa tólgar-
kerti. Hópurinn stækkaði og byrj-
að var að spinna í safninu. Hóp-
urinn fór að sýna í Laufási og var
þá nefndur Laufáshópurinn. Fé-
lagið var stofnað 2001, Mið-
aldahópurinn varð til og loks var
Handraðinn stofnaður um alla
starfsemina.
Hugmynd frá Svíþjóð
HANDRAÐINN