Morgunblaðið - 27.06.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 27.06.2011, Síða 8
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Blómgunin er mikið seinna á ferð- inni en 2009. Það þarf að verða gott sumar það sem eftir er til að ein- hver árangur náist. Við vonumst þó eftir hálfri uppskeru,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, um ræktun á repju. Kuldar og þurrkar í vor hafa haft áhrif á tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu. Vetrarrepjan sem sáð var í júlí í fyrra kom vel upp um haustið og tók víða ágætlega við sér í vor. Í kuldakastinu drapst hins vegar í mörgum ökrum. Var það þó misjafnt eftir tegundum, sum af- brigðin skila ekki nýtanlegri upp- skeru en önnur þokkalegri. Repjan hefur tekið ágætlega við sér síðustu daga en á greinilega langt í land. Sumir bændur plægðu upp léleg- ustu repjuakrana í vor og sáðu í þá sumarrepju og vonast eftir að hún skili uppskeru í haust. Bændur víða um Evrópu hafa einnig lent í vandræðum með repj- una í ár, eins og Jón Bernódusson, verkefnisstjóri hjá Siglingastofnun, bendir á. Kuldar í Þýskalandi og á Norðurlöndunum hafa seinkað vexti. Verðum að halda áfram „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sái repju og get ekki lagt mat á ár- angurinn. Ég ætla að reyna að þreskja í haust og þurrka upp- skeruna en það fer auðvitað eftir því hvað mikið fæst hvort það borg- ar sig,“ segir Haraldur Magnússon í Belgsholti í Melasveit. „Ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Þetta er tilraun til að athuga hvort repjan lifir og til að læra,“ segir hann. Annað afbrigðið sem Rúnar Atli Gunnarsson í Böðvarsholti í Stað- arsveit sáði í fyrra drapst í kulda- kastinu í maí og er sá hluti rækt- unarinnar nánast eins og ósáinn akur. Hitt afbrigðið er að koma til en repjan er greinilega gisnari en gerist í góðum árum. „Ég sagði þegar ég ákvað að reyna þetta að ég myndi halda áfram þótt þetta mistækist fyrsta árið, til þess að reyna að sjá hvers vegna. Annars væri þetta ekki til- raun,“ segir Rúnar. Bændur sá vetrarrepju á ný í næsta mánuði og vonast til að fá betri uppskeru á næsta ári. „Við ætlum að halda ótrauð áfram. Við erum að læra á þetta og vitum að tíðarfarið hefur sín áhrif,“ segir Ólafur á Þorvaldseyri. Vonast eftir hálfri upp- skeru af olíufræi í haust  Bændur halda áfram tilraunum með ræktun repju til olíuframleiðslu þótt vorið hafi sett strik í reikninginn í ár  Vetrarrepjan drapst í hluta akranna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ræktandi Útlit er fyrir ágætis uppskeru í Belgsholti í Melasveit þar sem best vex. Haraldur Magnússon, sem er að sá repju í fyrsta sinn, vill hinsvegar ekkert fullyrða fyrr en uppskeran er komin í hús. Mismunur Repju af tveimur afbrigðum var sáð sama daginn í þetta stykki í Böðvarsholti. Plönturnar til vinstri eru að ná sér af stað en repjan á hægri hluta akursins hefur drepist svo hann er eins og ósáinn yfir að líta. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Páll Ingólfsson, framkvæmda-stjóri Fiskmarkaðar Íslands, hefur miklar áhyggjur af áformum stjórnvalda um breytingar á fiskveiðikerfinu.    Samkvæmt minna kvótafrumvarp-inu sem búið er að samþykkja sem lög og ákvæðum sem boðuð hafa verið í stærra frumvarpinu verða aflaheimildir í stórauknum mæli bundnar fastar við byggðirnar. Með því er stuðlað að því að fiskur fari út af fiskmarkaði og verði ekki í boði í frjálsri sölu. Hugmyndir stjórnvalda verða til þess að ýta mönnum enn meira út í bein viðskipti eins og var hér áður og misjöfn reynsla var af. Ég tel þessa stefnu stórt skref aftur á bak og að í henni felist hætta á að fiskmarkaðir í minni sjávarþorpum leggist hreinlega af,“ segir Páll í samtali við Fiskifréttir.    Páll bendir einnig á að leigumark-aðurinn hafi verið „nánast botn- frosinn í eitt og hálft ár“ og að „menn hafi ekki þorað að leigja frá sér aflaheimildir af ótta við að verða hegnt fyrir það seinna“.    Jón Þorgeir Einarsson, endurskoð-andi á Vestfjörðum sem þekkir vel til í sjávarútvegi, bendir á í sam- tali við Morgunblaðið um helgina að breytingar sem boðaðar hafi verið í stóra kvótafrumvarpinu komi sér illa fyrir þá sem treyst hafi á leigumark- aðinn. Hann segir að þeir geti þurft að leggja bátunum því ljóst sé að ekki verði mikið til skiptanna.    Er þetta virkilega sú framtíð-arsýn sem ríkisstjórnin vill bjóða upp á, að fiskmarkaðir loki og að bátum verði lagt? Er þetta það sem á að hjálpa byggðunum? Fiskmarkaðir í hættu STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 9 skúrir Vestmannaeyjar 8 alskýjað Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Dublin 22 léttskýjað Glasgow 17 skýjað London 27 léttskýjað París 28 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 21 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Madríd 37 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað Montreal 22 skýjað New York 25 léttskýjað Chicago 23 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:59 24:03 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:15 23:47

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.