Morgunblaðið - 27.06.2011, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.06.2011, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Repúblikanar á Bandaríkjaþingi sýna engin merki þess að þeir muni láta undan kröfum sínum í samningaviðræðum við ríkisstjórn Baracks Obama forseta og demókrata á þingi um hækkun skuldaþaks alríkisstjórnarinnar. Leiðtogar minni- hluta Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þeir Mitch McConnell og Jon Kyl, ítrekuðu báðir í gær í umræðuþáttum í sjónvarpi að ekki kæmi til greina að hækka skuldaþakið nema stjórnvöld skæru niður útgjöld á móti. Samkvæmt lögum mega skuldir bandarískra stjórnvalda ekki fara yfir 14,3 þúsund milljarða bandaríkjadala. Skuldir hins opinbera munu að óbreyttu fara í rjáfur í sumar og þar af leiðandi þarf að hækka þakið. Náist ekki samstaða um hækkunina á Bandaríkjaþingi fyrir 2. ágúst blasir við greiðslufall stjórnvalda. Afleiðingar þess gætu orðið ískyggilegar og meðal annars hefur Tim- othy Geithner fjármálaráðherra sagt að það myndi leiða til efnahagslegra hamfara í Banda- ríkjunum og áhrifanna myndi gæta um heim all- an. Nafntogaðir hagfræðingar hafa tekið í sama streng og hvatt Bandaríkjaþing til þess að sam- þykkja hækkun skuldaþaksins án nokkurra refja. Hinsvegar hafa margir repúblikanar sagt að um- ræða um greiðslufall í þessu samhengi sé hræðsluáróður sem ekki eigi að taka alvarlega. Michele Bachmann, fulltrúardeildarþingmaður og sá frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar sem þykir hvað lík- legastur til afreka um þessar mundir, sagði í gær að engin ástæða væri til að hækka skuldaþakið og allt tal um greiðslufall í þeim efnum væri áróður ríkisstjórnarinnar. Rætt er um að það þurfi að hækka þakið um 2 þúsund milljarða dala þannig að það haldist fram að næstu forsetakosningum. Repúblikanar eru til viðræðu um slíka hækkun en telja að henni eigi að mæta alfarið með niðurskurði í ríkisút- gjöldum. Demókratar vilja hinsvegar mæta skuldaaukningunni með skattahækkunum ofan á niðurskurð. Sameiningarviðræður flokkanna steyttu á þessu í síðustu viku og stóðu repúblikanar upp frá samningaborðinu. Obama mun funda með leiðtog- um beggja flokka í sitt hvoru lagi í öldungadeild- inni í dag og freista þess að koma á áframhaldandi viðræðum. Repúblikanar draga línu í sandinn  Leiðtogar flokksins á þingi ítreka að hækkun skuldaþaks alríkisstjórnarinnar verði ekki sam- þykkt án stórtæks niðurskurðar  Bandaríkjastjórn óttast greiðslufall í ágúst að öllu óbreyttu Reuters Bandaríkjamenn Skuldsettir en keikir. Þakviðgerðir þingsins » Bandarísk stjórnvöld ótt- ast að lenda í greiðslufalli í ágúst ef þingið samþykkir ekki að hækka skuldaþak alríkis- stjórnarinnar á næstu vikum. » Repúblikanar neita að hækka skuldaþakið nema að til verulegs niðurskurðar komi á móti. Þeir neita hugmyndum um skattahækkanir vegna skuldavandans. » Stjórnvöld líkja greiðslu- falli við efnahagslegar hamfar- ir á meðan repúblikanar tala um hræðsluáróður. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Alþjóðagreiðslubankinn (BIS) segir að seðlabankar heims þurfi að bregðast við vaxandi verðbólgu- þrýstingi í alþjóðahagkerfinu og tryggja fjármálastöðugleika með því að hækka stýrivexti. Þetta kemur fram í árskýrslu BIS sem gefin var út í gær. Í skýrslunni er varað við því að seðlabankar gætu þurft að hækka vexti hraðar en áður hefur þekkst á verðbólguskeiðum til þess að tryggja stöðugleika hagkerfa sinna. Skilaboð skýrslunnar eru þvert á þær vísbendingar sem seðlabankar Bandaríkjanna, Bretland og Japans hafa gefið frá sér að undanförnu. Bandaríski seðlabankinn lýsti yfir í síðustu viku að vöxtum yrði haldið áfram í sögulegu lágmarki í fyrirsjá- anlegri framtíð. Sumir ráðamenn Englandsbanka telja enn svigrúm fyrir frekari peningaprentun vegna ládeyðu í hagkerfinu og fyrr í mán- uðinum ákvað Japansbanki að halda stýrivöxtum áfram við núll og halda áfram beinum skuldabréfakaupum á markaði. Þannig að áframhald verð- ur á þeirri lágvaxtastefnu og pen- ingaprentunarstefnu sem var mótuð þegar fjármálakreppan brast á 2008 í þessum ríkjum. Var þetta gert til að verja fjármálakerfi þessara ríkja og til að örva hagvöxt. Þrátt fyrir að um það sé deilt hvort þessi stefna hafi skilað árangri hafa menn verið sammála um að hún gæti aukið hættuna á að verðbólga fari úr böndunum. Það var einmitt þess vegna sem Evrópski seðlabankinn reið á vaðið, fyrstur stærstu seðla- banka heims, í vetur og hækkaði stýrivexti og boðaði frekari aðgerðir ef verðbólga hjaðnaði ekki. Ljóst er á ársskýrslu BIS að sér- fræðingar bankans telja umtals- verða verðbólguhættu vera til stað- ar. Að sögn Bloomberg-frétta- veitunnar kemur fram í skýrslunni að miklar hækkanir á heimsmark- aðsverði á hrávöru auk þenslu- merkja í stórum hagkerfum kalli á hækkanir vaxtastigs. Minnka þarf efnahagsreikning seðlabanka að nýju Ennfremur segir í skýrslunni að stærstu seðlabankar heims þurfi að vinda ofan af kaupum síðustu ára á skuldabréfum og minnka efnahags- reikning sinn að nýju. BIS segir að nauðsynlegt hafi verið að stækka efnahagsreikninga bankanna vegna fjármálakreppunnar en hinsvegar standi seðlabankar frammi fyrir hættu á miklu tapi vegna skulda- bréfakaupa sem breytingar á gengi gjaldmiðla, vöxtum og á greiðslu- hæfi geti kallað fram. Hinsvegar er tekið fram í skýrslunni að hættulegt sé að draga úr efnahagsreikningn- um í of hröðum skrefum. Vextir um heim allan verða að hækka Átök Heimsmarkaðsverð á landbúnaðarafurðum hefur hækkað mikið.  Alþjóðagreiðslubankinn varar við hættu á verðbólguskeiði í ársskýrslu sinni  Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á hrávöru og þensla kalla á nauðsyn þess að stýrivextir verði hækkaðir Heimsmeistaramótið í mýrarbolta fór fram í Ed- inborg í Skotlandi um helgina. Að því tilefni stillti Sa- rah Smith, liðsmaður Blackhall Bandits, sér upp fyrir ljósmyndara. Að þessu sinni tóku fimmtíu lið þátt í heimsmeistaramótinu en þetta er í sjötta sinn sem það er haldið. Liðin sem tóku þátt í baráttunni um hinn eftirstótta heimsmeistaratitil komu víða að. Auk liða frá Bretlandseyjum tóku lið frá meginlandi Evr- ópu, Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína þátt í keppninni. Reuters Djúpt sokkin í mýrarbolta Bandaríska dagblaðið El Nuevo Herald, sem er ritað á spænsku og gefið út í Miami, full- yrðir að Hugo Chavez, forseti Venesúela, sé þungt haldinn eftir skurðaðgerð en að ástand hans sé hinsvegar stöðugt. Blaðið hefur þetta eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni og að veikindin séu tilkomin vegna krabbameins í ristli. Chavez var lagður inn á sjúkrahús í Havana 10. júní þegar hann var á ferð um Kúbu. Forsetinn hefur legið á sjúkrahúsinu síðan. Ríkisstjórn Venesúela hefur ekki veitt miklar upplýsingar um veikindi forsetans aðrar en þær en að hann sé bata- vegi eftir mjaðmaaðgerð og muni snúa aftur til Venesúela eftir tvær vikur. Ekkert heyrðist frá Chavez sjálfum fyrr en tveim vikum eftir aðgerðina en þá setti hann smá- skilaboð inn á Twitter-síðu sína. Hugo Chavez sagður þungt haldinn  Hermt að ristil- krabbi hrjái Chavez Á spítalanum Castro- bræður í heimsókn. Moussa Ibrahim, talsmaður rík- isstjórnar Múammars Gaddafís ein- ræðisherra Líbíu, ítrekaði í gær til- boð um að haldin verði þjóðaratkvæðisgreiðsla um hvort að hann eigi að vera áfram við völd eður ei. Ibrahim sagði hinsvegar við er- lenda fréttamenn að Gaddafí myndi aldrei yfirgefa Líbíu og fara í útlegð hver sem niðurstaða slíkra kosninga yrði. Hugmyndin að þessari lausn var fyrst viðruð af Saif al-Islam, syni einræðisherrans, fyrr í þessum mán- uði. Henni var ekki vel tekið, hvorki af uppreisnarmönnum í landinu né af ríkisstjórn Bandaríkjanna. Fréttaskýrandi Reuters segir hins- vegar að líklegt sé að Gaddafí sé með þessu útspili að reyna að reka fleyg í samstöðu Atlantshafs- bandalagsins. Efasemdir hafa farið vaxandi beggja vegna Atlantsála undanfarið um gildi hernaðar- aðgerða NATO. Þær hafa nú staðið yfir í þrjá mánuði án þess að grafa endanlega undan valdastöðu Gad- dafís. Fram kemur í fréttaskýringu Reuters að hugsanlegt sé að þessi hugmynd falli í frjóari jarðveg í að- ildarríkjum NATO en áður. Ekki síst vegna þess að nokkrir óbreyttir borgarar féllu nýverið í loftárás bandalagsins á höfuðborgina Trípólí. Eftir þá árás lýstu til að mynda ítölsk stjórnvöld því yfir að leysa ætti deiluna með samkomulagi við Gaddafí. Gaddafí fer ekki fet

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.