Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 29

Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 29
Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Björg, ég þakka ykkur hjónunum fyrir alla velvild ykkar í minn garð. Guð geymi ykkur. Jó- hanni, Sigrúnu og fjölskyldu þeirra og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Farðu í friði, elsku Björg. Gunnhildur. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins gangur en þó er alltaf sárt að kveðja einhvern sem manni þykir mjög vænt um og það á við í dag þegar ég kveð þig, elsku Björg. En ég veit að þú og Ólafur hafið hist á ný. Þið Ólafur hafið alltaf verið mér svo góð og eigið pláss í mínu hjarta og mun ég ætíð minn- ast ykkar með hlýhug. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Sigrúnu, Jóhanni, barnabörn- um og öðrum aðstandendum vott- um við okkar dýpstu samúð. Kveðja, Halldóra og börn. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 ✝ Jóhanna Guð-rún Sveins- dóttir fæddist 15. 10. 1932 að Reyni- völlum í Suð- ursveit. Hún lést 21. júní sl. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Mikael Einarsson (1900 – 1988) og Auðbjörg Jóns- dóttir (1896-1993). Bróðir Guðrúnar var Þorgils Bjarni Sveinsson, fæddur að Sandfelli í Öræfum (1934-1996). Hjónin Sveinn og Auðbjörg flytja að Sléttaleiti árið 1935, þegar Guðrún er á þriðja ári, og búa þar fram til 1951 að þau flytjast að Dynjanda í Nesjum en þaðan á Höfn í Hornafirði þar sem þau bjuggu til æviloka. Eig- inmaður Guðrúnar var Jóhann Karl Stefán Albertsson (1904-1992) hafn- sögumaður, frá Lækjarnesi í Nesj- um, þau voru gefin saman 1951 og bjuggu fyrst í Lækjarnesi en fluttu 1954 á Höfn. Fósturdætur þeirra Guðrúnar og Jóhanns eru Jóna Myrtle Ryan (f. 25.11.1955) og Elín Ma- zelma Ryan (f. 12.8.1954). Vinur Guðrúnar og sambýlismaður um tíma síðustu árin var Jón Jó- hannes Sigurðsson (1930-2007). Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey. Guðrún Sveinsdóttir fæddist á Reynivöllum í Suðursveit og var aðeins á þriðja ári er foreldrar hennar fluttu að bænum Slétta- leiti, sem stendur í brattri hlíð undir miklum hömrum Steina- fjalls, og þykir mörgum bæjar- heitið öfugmæli. Þar bjuggu þau Sveinn og Auð- björg fyrst í torfbæ með fjósbað- stofu og síðar í nýju steinsteyptu íbúðarhúsi sem þau byggðu sjálf um 1940 með efnivið sem jörðin gaf, rekavið og möl úr fjörunni, allt flutt upp snarbratta hlíðina. Ávallt stóð smiðja við bæjarhúsin og þaðan bergmáluðu hamars- högg og sungu í hömrunum á kyrrum sumarkvöldum, segja sumir að heyra megi högg í steðj- anum enn. Þótt ekki sé sléttlendinu fyrir að fara, þá var Sléttaleiti á sinni tíð ágæt bújörð og fylgdu hlunnindi eins og reki og silungsveiði. Slétta- leitishjónin voru sístarfandi, þekkt fyrir verklag og útsjónarsemi, og þarna ólu þau upp börnin sín, Guð- rúnu og Bjarna, allt þar til þau fóru öll alfarin frá Sléttaleiti 1951, Guðrún þá tæplega tvítug yngis- mær. Nútímafólk getur aðeins gert sér í hugarlund hvernig var að alast upp í torfbæ við ylinn af húsdýrum, en sú kynslóð er ekki öll gengin sem þessu kynntist. Átti Guðrún aðeins góðar minningar um lífið í fjósbaðstofunni, minntist ekki að hafa nokkru sinni verið kalt, hvað þá leitt hugann að fjósa- lykt, þvert á móti hafi henni liðið vel að heyra í kúnum og finna af þeim yl og ilm. Guðrún giftist árið 1951 Jóhanni Karli Albertssyni hafnsögumanni. Ekki varð þeim barna auðið en tóku í fóstur tvær stúlkur, Jónu og Elínu Ryan. Guðrún bjó og starfaði á Höfn öll sín fullorðinsár, vann meðal annars í kaupfélaginu á Höfn, en einng rak hún hannyrðaverslun. Eftir að Guðrún missti mann sinn bjó hún um skeið ein, en á efri ár- um eignaðist hún góðan vin, Jón Sigurðsson (1930 – 2007) og áttu þau ánægjuleg ár saman og naut Guðrún einnig góðra samskipta við fjölskyldu hans. Guðrún sýndi Sléttaleiti þann sóma að byggja árið 2003 upp bæj- arhúsin sem komin voru í rúst, nýtti húsið sem sumardvalarstað og bauð þangað skyldfólki og vin- um. Af þeim höfðingsskap sem einkenndi hennar fólk, þótt ávallt væri það lítt efnum búið og ríki- dæmi þess frekar mælt í hógværð og lítillæti, ákvað hún síðan að gefa húsið Rithöfundasambandi Íslands í minningu foreldra sinna og bróður, og einnig Einars Braga rithöfundar, en þau voru systkina- börn. Vonaðist hún til að húsið mætti veita skáldum innblástur og þar gætu þeir í framtíðinni dvalið sem frekar yrkja skáldlönd og Bragavelli en hrjóstrugar steina- hlíðar. Guðrún glímdi alla ævi við þunglyndi, en tók því af sama æðruleysinu og einkenndi hana í öðru. Engum vildi hún vera byrði en þurfti nokkrum sinnum að leita sér lækninga til Reykjavíkur þeg- ar þunginn lagðist hvað mest á hana. Setti þetta ákveðinn svip á lífshlaup hennar en hún vann úr því eftir bestu getu. Varð það henni sjálfri mikil lyftistöng að ráðast í að endurbyggja Sléttaleiti og gaman var að upplifa stórhug- inn og framkvæmdagleðina og sjá hve þessi áfangi gladdi hana og efldi. Blessuð sé minning Guðrúnar Sveinsdóttur. Harpa Björnsdóttir. Það bar við haustið 2006 að Rit- höfundasambandi Íslands barst höfðingleg gjöf: fullbúið, nýupp- gert íbúðarhús að Sléttaleiti í Suð- ursveit. Þar var hvorki að verki banki né auðjöfur, né heldur hið opinbera, heldur kona á áttræðis- aldri: Guðrún Sveinsdóttir. Gjöfin var til minningar um foreldra hennar og bróður, en einnig til að heiðra minningu frænda Guðrún- ar, skáldið Einar Braga, sem á unglingsárum hafði verið sumar- strákur þar á bæ. Eins og fyrr segir var húsið búið húsmunum, en einnig bókasafni og gögnum sem tengdust höfundarverki Ein- ars Braga. Ekki spillti fyrir að Sléttaleiti er í túnfæti einhvers sögufrægasta bæjar á Íslandi, Hala í Suðursveit, og nágrennið allt því skrifað í þaula af Þórbergi Þórðarsyni. Bærinn stendur hátt í hlíð með útsýni yfir endalaust ver- aldarhafið og því ekki að undra að Sléttaleiti hefur verið hvalreki mörgum rithöfundi sem þangað hefur sótt ásamt skylduliði til sumardvalar eða vinnutarnar á öllum árstímum. Og nú þegar Guðrún Sveins- dóttir er kvödd fylgja henni hlýjar kveðjur frá Rithöfundasambandi Íslands og þakkir fyrir höfðings- skap sem lengi verður í minnum hafður. Pétur Gunnarsson og Ragnheiður Tryggvadóttir. Guðrún Sveinsdóttir dyrnar hjá sér hafði hún enga trú á að við yrðum vinkonur. Það tók ekki langa tíma þar til við náðum vel saman, ég gerði það sem til var ætlast af mér hjá henni og svo fengum við okkur te saman áður en ég héldi áfram. Þessar 30 mínútur sem við eydd- um saman í spjall voru okkur mikilvægar. Hún var mjög dug- leg að kenna mér íslensku og ís- lenska siði og ennþá í dag heyri ég í henni þegar ég er að kenna börnunum mínum að segja já, takk eða nei, takk. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og það kom mér á óvart að tvær manneskjur með svo ólíkan bak- grunn, menningu og með svo miklu aldursbili ættu svo margt sameiginlegt, til dæmis fórum við báðar í sama skóla í Eng- landi til að læra ensku og við vorum báðar mikið fyrir klass- íska tónlist og héldum mikið upp á sinfóníuhjómsveitir. Ingibjörg var voða dugleg að gera hitt og þetta heima og ég kom til henn- ar og gerði það sem hún gat ekki gert. Það var eitt skipti um haust sem hún sagði við mig að næst þegar ég kæmi vildi hún að ég myndi finna einhver ráð til að þrífa stofugardínurnar en í milli- tíðinni fór hún til læknis sem gaf henni steratöflu og eftir 2 daga á kúrnum fékk hún svo mikla orku að þegar ég mætti til hennar næst var hún uppi í tröppu að pússa gardínukappann og var sjálf búin að taka niður gard- ínurnar bæði í stofu/borðstofu og svefnherbergi, ég var alveg orð- laus og þar sem hún var ákveðin kona tók mig smástund að telja henni trú um að ég ætti frekar að fara upp í stiga, og gat sjálf ekki ímyndað mér hvernig hún fór að því að taka allar gard- ínurnar niður án þess að slasast. Stundum lá mikið á og ég mátti ekki þrífa mikið, til dæmis þegar Friðrik krónprins Dana gifti sig. Ég sat mestallan tím- ann hjá henni með te og appels- ínuostaköku, sem var orðin í uppáhaldi hjá okkur, og saman vorum við að pæla í höttum og kjólum gestanna. Þrátt fyrir að ég hætti í þessu starfi fyrir sex árum hringdi ég alltaf í hana eða kom í heimsókn eins og tækifæri leyfðu og alltaf þegar eitthvað var að gerast í mínu lífi fannst mér sjálfsagt að láta hana vita af nýjustu afrekunum. Ég á eftir að sakna þess að hringja í hana í framtíðinni. Ég kveð Ingibjörgu með gleði í hjarta fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni. Hvíldu þig vel, vinkona, og sjáumst aftur þegar tímanum er náð. Erica do Carmo Ólason. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Borgarvík 24, fnr. 211-1157, Borgarnesi, þingl. eig. Þórunn Björg Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Kaupfélag Borgfirðinga, þriðjudaginn 5. júlí 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 29. júní 2011. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Esjugrund 10, 208-5597, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ingimar Kristinn Czzowitz, gerðarbeiðandi Borgun hf., mánudaginn 4. júlí 2011 kl. 14:00. Skipholt 15, 227-8828, Reykjavík, þingl. eig. Brynjar Smári Þorgeirs- son, gerðarbeiðandi Friðrik Kristjánsson, mánudaginn 4. júlí 2011 kl. 10:00. Þórðarsveigur 17, 226-5901, Reykjavík, þingl. eig. K.R. Bjarnason ehf., gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Þórðarsveigur 19-21, húsfélag, mánudaginn 4. júlí 2011 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. júní 2011. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eyrarhús lóð 2, fastanr. 212-4242,Tálknafjarðarhreppi, þingl. eig. Sigurlaug Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ogTálknafjarðarhreppur, mánudaginn 4. júlí 2011 kl. 13:00. Strandgata 37, fastanr. 212-4571,Tálknafirði, þingl. eig. Eik ehf., trésmiðja, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan ehf., mánudaginn 4. júlí 2011 kl. 13:30. Strandgata 7, fastanr. 212-4058, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Einar Ásgeir Á. Ryggstein, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Orkubú Vestfjarða ohf. og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 4. júlí 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 28. júní 2011. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður. Kæra vinkona, mikið sakna ég þess að sjá þig ekki lengur koma svífandi inn um dyrnar hjá mér og segja, Marta mín, ertu heima, en ég ætla sko ekkert að trufla- .Við fengum okkur svo sæti við eldhúsborðið yfirleitt snerir þú bolla sem þú settir á eldavélina til að flýta fyrir þurrkun, síðan var kveikt á kerti sem ég hafði alltaf á borðinu. Margar góðar samræður átt- um við sem snerust nú oftast um börnin okkar og barnabörn, þau áttu hug þinn allan, Magga mín, og fylgdist þú ekki síður vel með minni fjölskyldu. Það sem var þér efst í huga var að gefa öllum gjafir og fengu mín börn að njóta þess og barnabörnin mín fengu líka fallegu teppin sem þú hekl- aðir. Þá er mér minnistætt, Magga mín, að þótt þú værir sárkvalin sjálf hafðir þú nú meiri áhyggjur af því hvernig hann Gunnar minn hafði það í sínum veikindum, þú varst alltaf að hugsa um þitt fólk. Við eldhúsborðið komu oft upp skondnar umræður, minnist ég þess, Magga mín, að ef þér fannst Margrét Guðfinna Guðmundsdóttir ✝ Margrét Guð-finna Guð- mundsdóttir fædd- ist í Grindavík 18. apríl 1949. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. júní 2011 Jarðarförin fór fram 24. júní 2011 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. vegið að einhverjum þá gastu haft mjög sterk orð um það sem yfirleitt endaði með því að ég kút- veltist um af hlátri því þú varst ekki að skafa utan af hlut- unum. En við áttum líka saman stundir, bæði í sorg og í gleði, eins og gengur og gerist, í dag þakka ég guði fyrir að hafa haft þig til staðar þegar erfiðleik- ar steðjuðu að og ég gat rætt við þig, alltaf hafðirðu tíma fyrir mig. Það sýnir þitt góða hjarta- lag að þegar þú varst veik þá spurðu krakkarnir mínir oft, mamma, ertu búinn að heyra í Möggu? Þú varst góð vinkona þeirra og oft settust þau hjá okk- ur til að spjalla. Vinátta okkar spannar ekki yf- ir marga áratugi, bara 13 ár. Á þau á féll aldrei skuggi. Ef við vorum í útlöndum þá bara hringdumst við á. Magga mín, ég mun nýta mér öll þau góðu ráð sem þú varst bú- in að gefa mér í garðrækt þegar ég fer í minn garð en þið Gylfi gerðuð tvo glæsigarða við heim- ilin ykkar og báru þeir merki um gott handbragð ykkar hjóna. Kæra vinkona, ég kveð þig núna í bili, ég veit að þér líður vel núna, komin til hans Gylfa þíns sem þú saknaðir svo mikið. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Marta María og fjölskylda. Mikið var erfitt að heyra að Bragi frændi væri látinn. Ég minnist þess vel þegar hann kom reglulega í heimsókn upp á Baugholt um helgar í sínum venjubundu göngutúrum. Hann var heilmikill heimspekingur og fróður um hin ýmsu málefni. Hann stoppaði yf- irleitt ekki lengi en skildi eftir sig heilmiklar bollaleggingar og fékk mann virkilega til að brjóta heil- ann. Bragi var öðlingur og góður drengur. Ég á ávallt eftir að Bragi Kristjánsson ✝ Bragi Krist-jánsson, Sólvallagötu 9, Keflavík, fæddist 27. desember 1949. Hann lést á Sjúkra- húsinu í Keflavík 17. júní 2011. minnast hans á af- mælisdegi hans því á síðasta ári fæddi ég Ara Edward, dreng okkar Nat- han’s, á þeim degi. Oft varð mér hugsað til Braga í sjúkralegunni og bað pabba til kveðju til hans. Að búa í annarri heimsálfu er oft erfitt, einkum og sér í lagi á stundum sem þess- um. Ég hefði viljað geta kvatt þig almennilega, elsku frændi. Elsku besta Bubba frænka, ég samhryggist þér svo innilega og þú átt alla mína samúð. Við Nat- han, Sara og Ari sendum þér styrk yfir hafið. Okkar dýpstu samúðarkveðjur einnig til Bald- urs frænda og fjölskyldu. Kær kveðja, Ólafía S. Vilhjálmsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.