Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
Sérfræðingar
telja að síð-
asta kvik-
myndin um
galdrastrák-
inn Harry
Potter
,,Harry Pott-
er and the
Deadly Hall-
ows, part 2“ eigi eftir að slá met
kvikmyndarinnar Avatar sem sölu-
hæsta kvikmynd allra tíma, en í
heildina skilaði Avatar 761 milljón
dala í kassann. The Dark Knight
var sú mynd sem þénaði mest
fyrstu sýningarhelgina, 158 millj-
ónir, en myndin um Harry hefur
slegið það met, en myndin halaði
inn 168,6 milljónum dala. Mynd-
irnar um Harry Potter eru sölu-
hæsti kvikmyndaflokkur allra tíma,
en myndirnar hafa halað inn hvorki
meira né minna en 5,4 milljörðum
dala og á þá eftir að taka með í
reikninginn þessa síðustu mynd. Í
öðru sæti á þessum lista eru mynd-
irnar um James nokkurn Bond, en
þær hafa skilað rúmum 5 millj-
örðum dala..
Áttunda kvikmynd-
in um Harry Potter
slær öll met
Hópur vopnaðra manna myrti Jan
Mohammad Khan, æðsta ráðgjafa
Hamids Karzai, forseta Afganist-
ans, á heimili hans í gærkvöldi. Síð-
astliðin fimm ár hafði Khan starfað
sem ráðgjafi forsetans, en áður
hafði hann gegnt starfi sveitar-
stjóra Uruzgan-héraðs í Afganist-
an. Khan var einn helsti bandamað-
ur forsetans en auk hans lét lífið í
árásinni Mohammad Hashem Wat-
anwal, þingmaður frá Uruzgan.
„Khan var náinn Karzai. Hann var
einnig mikilvægur Ahmed Wali
Karzai,“ sagði ríkisstarfsmaður
sem vildi ekki láta nafns síns getið.
Þetta er því reiðarslag fyrir Karzai
sem syrgir enn hálfbróður sinn, en
hann var myrtur af lífverði sínum
og nánum fjölskylduvini á heimili
sínu í borginni Kandahar, en þang-
að rekja talibanar uppruna sinn.
Þessi tvö dauðsföll eru mikið bak-
slag fyrir Kazai og alþjóðleg sam-
tök sem reyna að afla stuðnings fyr-
ir Kazai og ríkisstjórn hans í Kabúl.
Ráðgjafi Hamids
Karzai myrtur
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
Rebekah Brooks, sem var framkvæmda-
stjóri News International þangað til hún
sagði af sér á föstudaginn, var handtekin í
gær, sunnudag, í tengslum við símahler-
unarmál News of the World sem var eitt
mest lesna blað Bretlands.
Frá því að News of the World var ásakað
um að hafa hlerað síma Milli Dowler, fórn-
arlambs hrottalegs morðs, hefur Brooks
haldið því statt og stöðugt fram að hún hafi
ekki haft neina vitneskju um hleranirnar
þrátt fyrir að hafa verið ritstjóri News of
the World á árunum 2000-2003 eða þegar
hleranirnar áttu sér stað. Þá hafa News Int-
ernational og móðurfélag þess News Cor-
poration haldið uppi vörnum fyrir Brooks
sem og samstarfsmenn hennar og haft var
eftir einum þeirra: „Ef hún er sek um eitt-
hvað þá er það það að hafa ekki haft vitn-
eskju um það sem undirmenn hennar voru
að gera.“ Þetta hlýtur því að vera mikið
áfall fyrir Murdoch-miðla sem hafa haldið
því ötullega fram að hún sé saklaus.
Áfall fyrir Murdoch
Brooks var mjög viðriðin rekstur fyr-
irtækjasamsteypu Murdochs, enda fram-
kvæmdastjóri News International. Þau Bro-
oks og Rupert Mudoch voru mjög náin, en
Murdoch veitti henni eftirtektarverða at-
hygli og haft var eftir einum samstarfs-
manni þeirra að Murdoch liti á hana sem
dóttur sína. Í ljósi þessa hlýtur það að hafa
verið mikið áfall fyrir Murdoch að Brooks
hafi verið handtekin í gær, ekki síst þar sem
næsti yfirmaður hennar var James Mur-
doch, sonur Ruperts Murdoch.
Yfirmaður Scotland Yard segir af sér
Ljóst er að hlerunarmál News of the
World hefur áhrif á marga. Sem dæmi þá
hefur alríkislögreglan í Bandaríkjunum,
FBI, boðað til rannsóknar á því hvort Mur-
doch-miðlar hafi ráðist inn í talhólf fórn-
arlamba hryðjuverkaárásarinnar 11. sept-
ember 2001. Þá hefur sir Paul Stephenson,
yfirmaður Scotland Yard, sagt af sér. Sir
Paul sem hefur verið æðsti yfirmaður Scot-
land Yard frá árinu 2009 sagði ástæðuna
fyrir afsögninni vera m.a. handtöku Neil
Wallis, fyrrum starfsmanns News of the
World, sem síðar starfaði fyrir Scotland
Yard sem almannatengill. „Ég hef tekið
þessa ákvörðun út af þeim ásökunum sem
yfirmenn Scotland Yard hafa þurft að sitja
undir,“ sagði Stephenson í sjónvarpsyfirlýs-
ingu í gærkvöldi.
Rebekah Brooks handtekin
Fyrrum ritstjóri News of the World tekinn höndum í gær vegna símahlerana blaðsins Æðsti yfir-
maður Scotland Yard segir af sér Bandaríska alríkislögreglan ætlar að hefja rannsókn á Murdoch
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
Casey Anthony var látin laus aðfara-
nótt sunnudags eftir að hafa setið í
fangelsi í þrjú ár grunuð um að hafa
orðið tveggja ára gamalli dóttur sinni
að bana. Anthony var ákærð fyrir að
hafa beitt dóttur sína ofbeldi og myrt
hana, en var sýknuð fyrr í þessum
mánuði. Mál hennar hefur vakið mikla
athygli í bandarískum fjölmiðlum og
hefur verið líkt við fjölmiðlasirkus þar
sem beinar sjónvarpsútsendingar
hafa verið frá réttarhöldunum og fátt
meira rætt í vefmiðlum vestanhafs en
málið. Caylee, dóttir Casey Anthony,
hvarf í júní 2008. Lík litlu stúlkunnar
fannst hálfu ári síðar í skógi skammt
frá heimili afa hennar og ömmu.
Lögmenn Anthony sögðu að litla
stúlkan hefði drukknað í sundlaug
fjölskyldunnar og í kjölfarið hefðu
Anthony og faðir hennar, George Ant-
hony, fyrrum lögreglumaður, misst
stjórn á sér og ákveðið að setja á svið
morð með því að setja límband yfir vit
stúlkunnar og skilja lík hennar eftir
úti í skógi. Saksóknarar héldu því
hinsvegar fram að Anthony hefði
drepið dóttur sína og gáfu það sem
skýringu að Anthony hefði fundist
barnið vera byrði á sér og truflað
skemmtana- og ástarlíf hennar. Kvið-
dómendur í Orlando í Flórída féllust á
orð Anthony og verjenda hennar og
sýknuðu hana eftir mjög tilfinn-
ingaþrungin réttarhöld. Ef
Anthony hefði verið fundin
sek af þessum sakargiftum
átti hún yfir höfði sér dauða-
refsingu. Casey var hinsveg-
ar fundin sek um að bera
ljúgvitni í fjögur skipti
og fékk fjögurra ára
dóm sem hún var bú-
in að sitja af sér.
Bókasamningur
Anthony hefur nú
þegar verið boðinn
milljón dollara bóka-
samningur fyrir
sögu sína, en þetta
er fyrsta boð og tal-
ið er að upphæðin
eigi eftir að hækka þegar fram líða
stundir. ,,Með því að koma fram í sjón-
varpsþáttum, blöðum, tímaritum og
auk þess bókaútgáfu gæti hún haft
upp úr þessu um eina milljón dollara,“
sagði Davidson Golin, sérfræðingur í
almannatengslum, í morgunþættinum
„Good Morning America“. Þetta væri
ekki í fyrsta skipti sem að illræmdur
einstaklingur breytti frægð sinni í
auð. Árið 1997 var O.J. Simpson sýkn-
aður af morðákæru eftir að hafa verið
ásakaður um að hafa orðið fyrrver-
andi eiginkonu sinni og elskhuga
hennar að bana. Honum var boðin
milljón dollara bókasamningur sem
varð til þess að bókin „If I Did It“ kom
út þar sem þessi fyrrum ruðnings-
hetja fór yfir það hvernig hann hefði
getað myrt sína fyrrverandi og elsk-
huga hennar Ronald Goldman. Þá gaf
Amy Fisher út bókina „If I Knew
Then“, en hún sat inni í sex ár fyrir
morðtilraun á eiginkonu elskhuga
síns. Frá því hún hlaut reynslulausn
árið 1999 hefur hún selt meira en
32.000 eintök af bók sinni. robert-
@mbl.is
Meintur barnamorðingi
sýknaður eftir þrjú ár í haldi
Hin illræmda Casey Anthony þó fundin sek um að bera ljúgvitni í fjögur skipti
Í hugum margra voru réttar-
höldin ekki spurning um hvort
Casey Anthony væri sek eða
saklaus, heldur hvort hún myndi
hljóta ævilangt fangelsi eða
dauðadóm. Almenningur vest-
anhafs brást því illa við
þegar ljóst var að hún
yrði látin laus og líktu
margir niðurstöðunni
við niðurstöðuna sem
fékkst í máli O.J. Simp-
sons, en hann var sýkn-
aður árið 1995 eftir að
hafa verið ákærður fyrir
morðið á fyrrverandi
eiginkonu sinni og elsk-
huga hennar.
Almenningur
ekki sáttur
LÍKT VIÐ MÁL O.J. SIMPSON
Casey
Anthony
Andlegur leiðtog Tíbet, Dalai Lama, er staddur í
Bandaríkjunum þessa dagana og hefur hitt
nokkra háttsetta embættismenn, þar á meðal
Barack Obama, Bandaríkjaforseta. Kínverjar
eru ekki sáttir við þetta og hafa lagt inn form-
lega kvörtun til sendiráðs Bandaríkjanna í Kína.
Í yfirlýsingu sem kínverska sendiráðið sendi frá
sér í gær segir að bandarísk stjórnvöld hafi með
þessu skaðað samskipti þjóðanna.
Reuters
Heimsókn Dalai Lama til Bandaríkjanna