Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
Oddný G. Harðardóttir, formað-ur fjárlaganefndar, hitti nagl-
ann á höfuðið þegar hún svaraði
spurningu um það hvers vegna ekki
væru veittar upplýsingar um verðið
við einkavæðingu
Byrs: „Það er sjálf-
sagt einhver ástæða
fyrir því.“ Þessi
þingmaður Sam-
fylkingarinnar vildi
ekki ræða þetta
nánar og það er
sjálfsagt einhver
ástæða fyrir því
líka. Og auðvitað eru líka ýmsar
ástæður fyrir öðru pukri og leyni-
makki ríkisstjórnarinnar.
Það er ástæða fyrir því að for-sætisráðherra gat ekki með
nokkru móti fengist til að upplýsa
um launamál seðlabankastjóra. Og
það er ástæða fyrir því að fjár-
málaráðherra veitti þingi og þjóð
rangar og villandi upplýsingar í
Icesave-málinu.
Það ástæða fyrir því að forsætis-ráðherra neitar að segja frá
því hvers vegna hún vildi ekki hitta
kollega sinn frá Kína. Og það er
ástæða fyrir því að fjármálaráð-
herra hefur dælt gríðarlegu fé í
fallin fjármálafyrirtæki.
Það er ástæða fyrir því að Jó-hanna og Steingrímur neita að
gefa upp samningsmarkmið Íslands
í aðlögunarviðræðunum við ESB.
Og það er ástæða fyrir því að for-
sætisáðherra veitir þinginu ófull-
nægjandi upplýsingar svo að kalla
þarf á aðstoð frá Ríkisendurskoðun
við að afla svara.
Og það er sjálfsagt einhverástæða fyrir því líka að
óbreyttir stjórnarþingmenn á borð
við Oddnýju G. Harðardóttur kjósa
að leggja nafn sitt við verk, laumu-
spil og blekkingar ríkisstjórnar-
innar.
Oddný G.
Harðardóttir
Það er einhver
ástæða fyrir því
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.7., kl. 18.00
Reykjavík 17 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 12 skýjað
Kirkjubæjarkl. 15 skýjað
Vestmannaeyjar 12 skýjað
Nuuk 12 skúrir
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 13 skúrir
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 16 þrumuveður
París 17 léttskýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 skúrir
Berlín 22 heiðskírt
Vín 30 léttskýjað
Moskva 18 þrumuveður
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 22 skýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 28 léttskýjað
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 30 skýjað
Montreal 27 léttskýjað
New York 29 léttskýjað
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:50 23:19
ÍSAFJÖRÐUR 3:20 23:59
SIGLUFJÖRÐUR 3:01 23:44
DJÚPIVOGUR 3:12 22:56
VIÐTAL
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Í nótt munu þrír íslenskir tónlistar-
menn, þeir Egill B. Hreinsson,
Kjartan Guðjónsson og Gunnar
Hrafnsson, fara í víking. Þrímenn-
ingarnir munu dvelja í fimm vikur
um borð í skemmtiferðaskipinu The
World og leika tónlist fyrir gesti
skipsins. Eða öllu heldur íbúa, þar
sem íbúðir skipsins eru allar í einka-
eigu.
„Mér bauðst þetta verkefni í
gegnum Egil B. Hreinsson, píanista
og prófessor í Háskóla Íslands í raf-
magnsverkfræði. Hann er píanisti
og er með umboðsmann í Flórdía
sem kom þessu á. Núna aðfaranótt
þriðjudags förum við til Finnlands
og siglum þaðan til Pétursborgar.
Svo heldur þetta áfram niður eftir
strandlengjunni og ég held að okkur
verði hent af í Bilbao,“ segir Gunnar
Hrafnsson kontrabassaleikari.
Leika af fingrum fram
Gunnar segir skipið sigla undir
hentifána Bahamaeyja þaðan sem
það er gert út. Það sé síðan allra
þjóða fólk sem eigi íbúðir á skipinu.
„Á svona ferðum er algengt að
tónlistarmenn séu beðnir að spila
það sem kallað er The Great Am-
erican Songbook. Sumsé djasslög
eða sönglög sem eiga rætur sínar í
amerísku söngleikjunum. Djassspil-
arar opna oft svona Biblíu, sem kall-
að er, með þessum lögum og svo er
bara leikið af fingrum fram,“ segir
Gunnar.
Andlegt detox
Gunnar segir
ferðalagið
leggjast vel
í þá félaga
og segist halda
að þetta verði mjög skemmtileg
reynsla. Gunnar kemur heim daginn
fyrir kennslu en hann kennir í Fé-
lagi íslenskra hljómlistarmanna
(FÍH), Tónlistarskóla Garðabæjar
og Listaháskóla Íslands. Munu þrí-
menningarnir spila fjögur 45 mín-
útna sett á hverju kvöldi en eiga frí
á daginn og hefur Gunnar þá hugsað
sér að nota tímann til að undirbúa
kennslu næsta vetrar. „Ætli maður
þurfi ekki að fara í andlegt detox til
að geta þolað hversdagsleikannn
eftir þetta,“ segir Gunnar í léttum
dúr og bætir við: „Þetta verður
örugglega tískuskóli Gunnars eftir
þetta þar sem ekki verða eingöngu
kenndar staðreyndir um tónlist
heldur líka fáguð framkoma og að
stíga ölduna.“
Þrír íslenskir tónlistar-
menn fara í víking
Leika djasslög á glæsilegu skemmtiferðaskipi þar sem fólk kaupir sér íbúðir
Morgunblaðið/Eggert
Í víking Þeir Gunnar Hrafnsson (t.v.) og Egill B. Hreinsson munu sigla og spila um höfin blá.
Skemmtiferðaskipinu The World er lýst sem fljótandi, vernduðu íbúða-
hverfi, en þar er að finna 165 lúxusíbúðir með allri nútímatækni sem
hugsast getur og hefur útlit íbúðanna verið hannað af frægum innan-
hússarkitektum. Með hverri íbúð fylgja svalir sem á er nuddbaðkar. Þar
er hægt að slappa af og horfa á það land sem fyrir augu ber í hvert skipti.
Í ár siglir skipið um Skandinavíu í júní, Frakkland í september og Suður-
Afríku í desember, svo fáeinir áfangastaðir séu nefndir. Lagt er upp úr
því að vernda einkalíf fólksins um borð á skipinu. Þannig
eru aldrei jafn margir á skipinu og verið gæti til að ör-
tröð myndist ekki. Dæmi eru um að fólk búi í skipsí-
búðum sínum allan ársins hring en aðrir íbúar
koma og fara eftir því sem hentar þeim best.
Fljótandi lúxusíbúðir
SKEMMTIFERÐASKIP