Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
Silfurristar neglur
minna á sporð hafmeyj-
unnar eða glóandi fjár-
sjóð. Það er því varla
tilviljun að nýjasta
vörulína naglalakks-
framleiðandans OPI sé
tileinkuð sjóræningjum
Karíbahafsins, úr sam-
nefndum kvikmyndum.
Í tengslum við frum-
sýningu fjórðu mynd-
arinnar um Jack Spar-
row og félaga kom
línan á markað, en hún
samanstendur af sex
nýjum litum auk töfra-
lakksins Silver Shatter.
OPI-naglalakkið er
borið á neglurnar eins
og venjulega og látið
þorna alveg. Þá er ein væn umferð af Silver Shatter-lakkinu borin á og
árangurinn kemur í ljós skömmu síðar. Neglurnar verða silfurslegnar með
fallegri áferð.
Lökkin sex heita svo að sjálfsögðu afar sjóræningjalegum nöfnum, eitt
kallast Skull & Glassbones, annað Planks a Lot og það þriðja Sparrow me
the Drama. birta@mbl.is
Naglalakk
Morgunblaðið/Ómar
Silfurristar Hér sést lokaútgáfan þegar búið er að nota naglalökkin saman.
Silfur og sjóræningjar
Fyrsta umferð Neglurnar eru lakkaðar grænar.
legt en sumum þykir óþægilegt að
láta nudda vissan stað líkamans eins
og andlitið eða hendurnar.
„Maður getur alveg lesið úr
viðbrögðunum hvort barninu líkar
nuddið eða ekki. Eins þarf maður
ekki að hafa áhyggjur af því að vera
of harðhentur þar sem maður hefur
strokurnar ómeðvitað léttari. Síðar
meir þegar börnin eru farin að
þyngjast getur maður farið að
nudda dýpra. Mér finnst gott að
nota þetta áfram á börnin eftir því
sem þau stækka. Mín börn hafa
beðið um nuddið og þá verið akk-
úrat með verki í fótunum. Þau segja
manni ekki endilega að þau séu með
verki en biðja um nudd á tilteknum
stað. Þannig verða börnin meðvit-
aðri um almenna líðan sína í gegn-
um nuddið og læra betur að þekkja
hvað er kvilli. Ég hef líka kennt
börnunum mínum að nudda hvert
annað sem er skemmtilegt og svo
fær maður stundum nudd sjálfur
sem er ósköp notalegt,“ segir Elsa
Lára. Bókin er skemmtilega mynd-
skreytt með myndum af börnum
Elsu Láru. Sú yngsta er aðeins
fimm mánaða á fyrstu myndunum
sem teknar voru árið 2006. Segir
Elsa Lára að ljósmyndarinn hafi
ekki átt orð yfir það hversu dugleg
börnin voru í myndatökunni og
hafði konan hans á orði að það væri
allt nuddinu að þakka.
Músa- og tölvukvilli
Almennt séð um nudd segir
Elsa Lára að meiri vakning sé um
það í dag að drífa sig í nudd og láta
ekki alla vöðva fara í nudd. „Fólk er
farið að hugsa um sjálft sig og sér
að það getur ekki haldið áfram í
þessu samfélagi nema það setji
sjálft sig í forgang. Það halda marg-
ir að maður eigi ekkert að koma
þegar manni líður vel en það er
náttúrlega mjög gott að koma þá.
Nudd er fyrirbyggjandi og þá getur
maður unnið dýpra og sigrast á
meininu. Helsti nútímavandinn sem
ég glími við núna er músa- og töl-
vukvilli, ef svo má kalla,“ segir Elsa
Lára.
Notalegt Elsa Lára hefur kennt börnunum sínum að nudda hvert annað.
koma í einn tíma til að læra hvað
hann geti gert til að hjálpa konunni
sinni í fæðingunni. Þannig færir hún
sína þekkingu yfir á pabbann.
„Sumir vita ekki alveg hvað þeir
eiga að gera og þetta veitir þeim
aukið öryggi um hvernig þeir geta
orðið að gagni. Konur koma í slíkt
nudd bæði ef ekkert er að en líka ef
þær eru með grindargliðnun. Þá
nota ég heita og kalda steina í með-
ferðinni. Þeir hjálpa mjög vel fyrir
grindina en ég bætti við mig stein-
anuddi fyrir tveimur árum og hef
notað þá í og með nuddinu,“ segir
Elsa Lára.
Léttari strokur
Elsa Lára lætur sér ekki nægja
að nudda mæðurnar til að auðvelda
börnunum þeirra að koma í heiminn
heldur fer hún líka í heimahús
og kennir foreldrum að nudda barn-
ið sitt. Bókin Nudd fyrir barnið þitt
er samansafn af reynslu Elsu Láru
af ungbarnanuddi í bland við
heimildir af námskeiðum í
Kanada og svo hefur hún
bætt við strokum sem
henni hafa fundist góð-
ar á börnin sín. Ung-
barnanudd getur unnið
á magakveisum og
hjálpað börnunum að
ná betri svefni auk
þess sem nuddið eyk-
ur líkamsmeðvitund
og tengsl á milli for-
eldra og barna.
Flestum börn-
um finnst
nuddið nota-
„Maður getur alveg les-
ið úr viðbrögðunum
hvort barninu líkar
nuddið eða ekki.“
Babl og tal
lýsir ánægju
LEIÐBEININGAR
Í bókinni Nudd fyrir barnið þitt
er að finna allar helstu leiðbein-
ingar um það hvernig nudda eigi
barnið og hvað hafa þarf í huga.
Það er meðal annars þetta.
Veljið tíma þegar ykkur líður
vel.
Veljið ykkur stað þar sem
ykkur líður vel.
Gefið ykkur góðan tíma í
nuddið, þá fáið þið mest út úr
því.
Sitjið í þægilegri stellingu,
breytið um stellingu ef þið
þreytist.
Auðvelt er að sjá á við-
brögðum barnsins hvort
því líkar nuddið eð-
ur ei. Viðbrögð
barns sem vill
ekki nudd eru
meðal annars
þau að barnið
snýr höfðinu
undan eða
fettir sig aftur.
Barn sem líkar
nudd færir meðal
annars hendur að
munni, bablar og talar
og horfir framan í þig.
Gaman er að smakka og prófa nýjan
mat. Þó er ekki ólíklegt að nokkuð
margir myndu fúlsa við þessari dýr-
indis súpu sem veitingamaður í Seoul
í Suður-Kóreu er að bera á borð. Súp-
an kallast þar „Bosintang“ og er í
henni hundakjöt. Eins og gefur að
skilja eru dýraverndunarsinnar mjög
á móti slíku áti og vafalaust margir
sem deila skoðun þeirra á því að
grimmúðlegt sé að borða „gæludýr“.
Í Suður-Kóreu og víðar í Asíu er
hundakjöt þó enn vinsælt lostæti og
hundar ræktaðir sérstaklega til átu.
Sinn er siður í hverju landi og líkleg-
ast einhverjum sem þætti jafn ólyst-
ugt að borða súrmatinn okkar.
Matargerð
Óvenjuleg súpa
vinsæl í Seoul
Reuters
Lostæti Rjúkandi hundakjötssúpa.
fyrst og fremst ódýr
ÓDÝRT
Í ÚTILE
GUNA