Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is 16 ára Verkfæralagerinn Garðslanga 15 mtr kr.1.970 Sláttuorf frá kr.4.245 Reiðhjólafestingar á kúlu F/2-hjól kr.4.785 Sláttuvél rafmagns frá kr. 17.999 Framlengingarsnúra 20 mtr kr.3.995 Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Veður var með eindæmum gott þegar árlegt Laugavegshlaup fór fram um helgina. Að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur, verkefna- stjóra hjá Reykjavíkurmaraþoni, varð hinn mikli hiti til þess að nokkrir hlauparar þurftu að fá vökva í æð þegar þeir komu í mark. „Sumir eru bara búnir að yfirkeyra sig svo mikið að þeir þurfa að fá vökva í æð frá lækni.“ Hlaupið hófst við skála Ferða- félags Íslands í Landmannalaugum um níuleytið á laugardagsmorgun og lauk um kvöldmatarleytið sama dag. Þátttakendur voru 306, 76 konur og 228 karlar. Alexandre Vuistiner frá Sviss kom fyrstur í mark í ár. Hann hljóp 55 kílómetra á tímanum 4:59:21, sem er 16. besti tíminn í 15 ára sögu hlaupsins. Í kvennaflokki var Guðbjörg Mar- grét Björnsdóttir í fyrsta stæti, en hún var á tímanum 5:50:54. Í karlaflokki var svo Örvar Steingrímsson í öðru sæti, en hann hljóp á 5:02:22 og Paul Sadjak í því þriðja. Í kvennaflokki var Ósk Vil- hjálmsdóttir í öðru á tímanum 6:01:04 og Elísabet Margeirsdóttir, veðurfréttmaður, í því þriðja. Elsti keppandinn var 72 ára Einnig voru veitt verðlaun til fyrsta hlaupara í hverjum aldurs- flokki fyrir sig og Ingólfur Sveins- son, 72 ára, sló þar met. Ingólfur er jafnframt elsti maðurinn sem hefur hlaupið Laugavegshlaupið, en þetta mun vera í fimmta skipti sem hann hleypur hlaupið. Hann hljóp á 8:01:32 klukkustundum. Þrír hlauparar fengu viðurkenn- ingu fyrir að hafa lokið fleiri en tíu Laugavegshlaupum. Það voru þeir Pétur Valdimarsson sem hefur lok- ið fjórtán hlaupum, Gottskálk Frið- geirsson sem á tólf hlaup að baki og Höskuldur Kristvinsson sem var að klára sitt ellefta Laugavegs- hlaup. Keppendur þurftu vökva í æð eftir Laugavegshlaupið  Yfir þrjú hundruð keppendur tóku þátt í hlaupinu sem lauk á laugardag Keppendur Á áttunda tug kvenna tók þátt í Laugavegshlaupinu í ár. Lögreglan á Suðurnesjum hafði um miðjan gærdag afskipti af karlmanni sem gekk um Kefla- vík með bjór- kúta. Þótti lög- reglumönnum maðurinn grun- samlegur og reyndist hann hafa stolið kútunum af veitingastað í bænum. Hann var færður til skýrslutöku og hald lagt á bjórkút- ana. Að sögn lögreglunnar er rann- sókn málsins lokið og var mann- inum sleppt að lokinni skýrslutöku. Á gangi um Keflavík með stolna bjórkúta Öldunkar Maður- inn stal tveimur. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við kúabændur þurfum hærra af- urðaverð, bæði á mjólk og nautakjöti. Þessa er þörf meðal annars til að mæta hækkunum á aðföngum til bú- rekstrar og eins vegna þess að launa- liðar hefur nánast staðið í stað síðustu misseri,“ segir Sigurður Loftsson í Steinsholti í Hreppum, formaður Landssambands kúabænda. Sauðfjárbændur kynntu fyrir helgi nýtt viðmiðunarverð á lamba- og kindakjöti til bænda. Hækkar gjald- skráin um fjórðung. Rökstuðningur er sá að útflutningur á kjöti hafi auk- ist og verð hækkað. Verð til bænda hins vegar ekki endurspeglað þessa þróun og því hækki þeir verð „í ljósi góðri aðstæðna,“ eins og segir í til- kynningu. Ákvörðun sauðfjárbænda hefur mælst misjafnlega fyrir. Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, hvatti til þess um helgina að neytendur sniðgengju lambakjöt í mótmælaskyni. Það segja sauðfjárbændur firru. Sindri Sigur- geirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur hækkun tíma- bæra enda hafi rekstrarkostnaður sauðfjárbúa hækkað um 170% frá 2005. Spurning hvað markaður þolir Sigurður Loftsson segir eftirspurn eftir nautakjöt mikla þessi misserin. Upplýsingar um ásetning kálfa til kjötframleiðslu bendi hins vegar ekki til aukinnar framleiðslu næstu miss- erin. „Hækkunin á kjötverði til bænda síðasta árið er 20 til 25% en þarf að vera meiri. Sama má segja um mjólk- ina, Mjólkurverð hækkaði um 4,37% núna í júlíbyrjun, sem gera um 3,25 kr. á lítra til bænda. Í vetur fengum við aðra hækkun viðlíka og vissulega var þetta í áttina en þarf að vera meira. Allur kostnaður, til dæmis verð á áburði, fóðurbæti og fleiru, hefur hækkað sl. tvö til þrjú ár og því hafa hvorki verðhækkanir né gengisbreyt- ingar mætt. Verð þarf að hækka en allt er þetta spurning um hvað mark- aðurinn þolir,“ segir Sigurður. Kúabændur vilja hækkun  Lambakjötið dýrara og nú vilja nautgripabændur fá meira fyrir mjólk og kjöt  Nautakjötsverð hækkað síðasta árið um 25% en bændurnir segja þörf á meiru Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tæknimenn Vegagerðarinnar hefja á næstu dögum vinnu við hönnun nýrrar og varanlegrar brúar yfir Múlakvísl. Er horft til þess að hægt verði að bjóða verkið út snemma hausts, svo hægt verði að smíða brúna sjálfa í vetur þannig að hún verði tilbúin á vordögum. Horfa menn til þess að hentugt verði að reisa brúna á vetrarmánuðum þegar lítið vatn er í jökulfljótinu. Allar forsendur við hönnun brúar- innar taka mið af því að ný brú þoli mikla áraun jökulhlaupa og verður hún því öllu rammgerðari en sú brú sem fyrir var og tók af í hlaupinu um næstsíðustu helgi. Áætlað er að kostnaður við byggingu nýrrar brú- ar verði um 300 millj. kr. Verður rammgerðari „Við gerum ráð fyrir því að ný brú verði á því sem næst sama stað og sú fyrri. Gætum þá hugsanlega notað stöpla brúarinnar sem tók af, að ein- hverju leyti, þótt rammgerðari verði, jafnframt því sem brúin nýja verður væntanlega tveimur til þrem- ur metrum hærri og öll steinsteypt. Núna bíðum við hins vegar eftir að fá niðurstöður útreikninga Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands og vatnamælinga Veður- stofunnar á rúmmáli og umfangi hlaupsins á dögunum, enda tekur öll hönnun mið af því,“ sagði Hreinn Har- aldsson vega- málastjóri. Áætlaður kostnaður við byggingu bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl er rúmar 30 milljónir króna. Þá bætist við annað eins, kostnaður vegna veg- tenginga, vatnsveitu, fólksflutninga og annars sem gera þurfti. Tókst að halda öllum kostnaði í lágmarki með því að nýta efni sem Vegagerðin átti; til dæmis tré og stálbita úr brúm sem teknar hafa verið ofan á undan- förnum árum. Ekki er ofmælt að aðdáun hafi vakið að aðeins tók fjóra daga að koma nýju brúnni upp. Allir starfs- menn Vegagerðarinnar, sem kunna til brúarsmíði og í náðist, voru ræst- ir út og hófst vinnudagur þeirra að jafnaði klukkan sjö að morgni og stóð til klukkan tvö að nóttu. Þá voru vinnuvélar keyrðar allan sólarhring- inn og með þessu tókst að ljúka verkinu jafn fljótt og raun ber vitni, en í upphafi var talið að brúarsmíðin gæti tekið tvær til þrjár vikur. Sýnir hvers þjóðin er megnug „Þetta áhlaupsverk sýnir hvers þjóðin er megnug þegar allir leggj- ast á árar,“ segir Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra. „Þarna voru sannir og góðir Íslendingar að verki. Brúarvinnuflokkar, verkfræð- ingar hönnuðir og aðrir unnu fum- laust frá fyrstu mínútu og vega- málastjóri sagði mér eftir að hlaupið tók brúna, að við mættum treysta að Vegagerðin legði nótt við dag. Það stóðst og gott betur. Þá komu að málum starfsmenn verktaka og eins björgunarsveitirnar okkar sem enn einu sinni sýndu hve frábært starf þær vinna rétt eins og lögreglan og almannavarnir sem stóðu sína vakt með prýði.“ Hönnun nýrrar brú- ar hefst næstu daga  Þarna voru sannir Íslendingar að verki, segir ráðherrann „Þó að brúna á Múlakvísl tæki af og aðeins væri fært yfir fljótið þannig að bílar og fólk væri selflutt, voru áhrifin minni en ég óttaðist. Hér hefur hvert gistirými verið fullskipað. Áhrifin hafa helst verið þau að bíða hefur þurft lengur en ella fram á kvöld eftir hópum sem von hefur verið á. Og ég tek fram að þetta eru að langmestu leyti erlendir ferðamenn. Íslend- ingar eru mjög lítið á ferðinni í sumar og þar hefur hátt bensínverð sín áhrif,“ segir Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi á Smyrlabjörgum í Suðursveit. Ríki Vatnajökuls, samstarfsvettvangur ferðaþjónustu, matvæla- framleiðenda og menningar á Suðausturlandi sendi í gær frá sér pistil þar sem því er fagnað að búið sé að opna hringveginn með bráða- birgðabrú. Starfsmenn Vegagerðar, lögregla, björgunarsveitir og aðrir eigi mikið hrós skilið fyrir sín störf. Hvert gistirými verið fullskipað FERÐAÞJÓNUSTAN FAGNAR NÝRRI BRÚ Laufey Helgadóttir Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fjölskyldufjör Brúin vekur athygli og ferðamönnum þykir gaman að taka myndir við mannvirki reist á mettíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.