Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Frændur vorir Finnar eiga
meira sameiginlegt með okkur en
drykkjusiðina. Tónlistarsköpun
þar í landi er og með eindæmu
m skemmtileg, er iðulega á skakk
og skjön við þau varlegheit sem
tíðkast of oft hjá Dönum, Nors-
urum og Svíum. Þessar jaðar-
þjóðir Norðurlanda standa oft og
iðulega utan við þá skandinavísku
samstarfshringiðu sem hin löndin
þrjú eru aftur á móti á bólakafi í.
Þessi einvera hefur í gegnum árin
hrundið af stað misskilningi um
það hvernig beri að haga sér þeg-
ar kemur að framreiðslu ærlegs
popps og rokks en á því utan-
gáttaviðhorfi höfum við tónlistar-
unnendur hins vegar grætt á ríku-
lega.
Ótrúlegur háttur
Um það leyti sem Sykurmolar-
nir voru að brugga sinn einstæða
poppseyð voru þrír finnskir lands-
byggðarmenn að gera sinn kláran.
Bræðurnir P-K og Asko Keränen
og Espe Haverinen komu frá Ut-
ajärvi, litlu þorpi norðarlega í
Flippaðir Finnar … ó já
Hin undursamlega finnska sveit, 22 Pistepirkko, snaraði út nýrri plötu í vor
Lime Green Delorean er poppuð, draumkennd, skrítin …finnsk!
Ævintýramenn P-K Keränen, Espe Haverinen og Asko Keränen mynda hina merku sveit 22 Pistepirkko.
Finnlandi og áttu, líkt og Sykur-
molarnir, rætur að rekja til
finnskra pönksveita. Fyrsta plata
sveitarinnar, Piano, Rumpu &
Kukka, kom út 1984, minimalískt
og nokk tilraunakennt verk.
Sveitin fluttist svo til höfuðborg-
arinnar, Helsinki, árið 1985 og þá
fór boltinn að rúlla fyrir alvöru.
Plötur eins og The Kings Of
Hong Kong (1987) og Bare Bone
Nest (1989) vöktu athygli á sveit-
inni út fyrir Finnland, einstök
tækling sveitarinnar á Bo Didd-
ley skotnum ameríkublús hitti
neðanjarðarrottur í hjartastað.
Söngrödd Asko gerði mikið fyrir
tónlistina; hátt uppi og hvell og
enskuframburðurinn setti enn
frekari sérkenni á framvinduna.
Auk þess var (og er enn) einhver
handanheimsbragur yfir öllu
saman, einhver furðulegheit sem
virka eins og undirleikur við eina
af myndum Kaurismäki. Upp úr
1990 kom í ljós að sveitar-
meðlimir voru svo sannarlega al-
vöru listamenn. Þeir voru nefni-
lega orðnir eirðarlausir, óviljugir
til að hjakka áfram í formúlu sem
þó hafði gefið góða raun. Því var
ákveðið að snúa skútunni harka-
lega við og stefna rakleitt á ný og
opin mið.
Hipp hopp og raftónlist var far-
in að heilla og öll þau tæki og tól
til að framkalla slíkt voru óðar
dregin inn í hljóðverið. Næstu
plötu báru merki þessa, en á ein-
hvern ótrúlegan hátt tókst bræðr-
unum og Espe að vefja þessum
þáttum í kringum Pistepirkko-
hljóminn á fullkomlega eðlilegan
hátt.
Samband þeirra bræðra
Árið 2002 héldu meðlimir
dramatískan fund þar sem það
var alvarlega rætt hvort halda
ætti áfram eða ekki. Slíkar bolla-
leggingar voru sem betur fer
slegnar út af borðinu og bandið er
hressara en nokkru sinni svo
klisjunum sé svipt upp. Endur-
útgáfa á eldra efni á vínyl er í
fullum gangi (í gegnum Bone Vo-
yage, merki sveitarinnar) og tón-
leikar víða um heim hafa verið
bókaðir. Áhugasamir geta enn-
fremur hlaðið niður heilli bók á
ensku í gegnum opinbert vefsvæði
sveitarinnar, sér að kostnaðar-
lausu, sem pdf-skrá. Heimildar-
myndin Sleep Good Rock Well
(2005) gefur líka mjög skemmti-
legt innsæi í samstarf sveitar-
innar, einkum samband þeirra
bræðra.
Bone Voyage Recording Comp-
any heitir það fullu nafni, út-
gáfufyrirtæki 22 Pistepirkko
sem var sett á stofn um miðjan
síðasta áratug. Markmiðið er að
halda utan um úitgáfur sveitar-
innar en einnig eru plötur ann-
arra gefnar út. M.a. er þar að
finna plötur The Others – sem
er 22 Pistepirkko í dulargervi,
rúllandi sér í gegnum þekkta og
óþekkta ósungna rokk-
gimsteina frá sjötta og sjöunda
áratugnum.
Sjá um
þetta sjálfir
EIGIN HERRAR
Gæðasveitin R.E.M. stendur um
þessar mundir í endurútgáfu mik-
illi. Tvær plötur, því brenndar,
komu út fyrir stuttu. Í dag,
mánudag, kemur út platan Songs
For A Green World sem inniheld-
ur tónleika frá apríl, 1989, en
upptökur fóru fram í Orlando
Arena, Flórída. Þá hefur plata
sveitarinnar frá 1986, Lifes Rich
Pageant, verið endurútgefin á
tvöföldum diski með gommu af
prufuupptökum og öðru góðgæti.
Lifes … er fyrsta platan þar sem
ýjað var að þeim heimsyfirráðum
sem sveitin átti eftir að ná á
næstu árum.
R.E.M veður
um í fortíðinni
Endurútgáfa Rem á fullri ferð, 1989.
Morrissey mun gefa út ævisögu
sína á næsta ári. Hann sparar ekki
stóru orðin frekar en vanalega og
segir bókina „tilfinningalegan há-
punkt síðustu 30 ára“. Morrissey
segir ágætt að það sé rúmlega eitt
og hálft ár í bókina. „Það gefur mér
ráðrúm til að pakka dótinu mínu
niður í tösku og hverfa inn í myrk-
viðu Brasilíu. Hinum saklausu er
ekki hlíft í bókinni en þeir seku
sleppa.“ Það verður því forvitnilegt
að lesa um fyrrverandi félaga hans
í Smiths og aðra en tunga Morr-
issey getur verið beittari en vel
brýndur hnífur.
Ævisaga Morrissey
í desember 2012
Morrissey Vefst ekki tunga um tönn .
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
- T.M - THE HOLLYWOOD
REPORTER
- L.S - ENTERTAINMENT
WEEKLY
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á
T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
STÆRSTA MYND ÁRSINS ! SJÁÐU LOKAKAFLAN Í 3DBARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN.
ZOOKEEPER KL. 6 - 8 L
BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12
ATTACK THE BLOCK KL. 10 16
HARRY POTTER 3D KL. 5.20 - 7 - 8 - 10 - 10.40 12
ZOOKEEPER KL. 5.45 - 8 - 10.15 L
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
ATTACK THE BLOCK KL. 8 - 10 16
ZOOKEEPER KL. 3.30 - 5.45 - 8 L
TRANSFORMERS 3 KL. 5 - 10.15 12
TRANSFORMERS 3 3D Í LÚXUS KL. 5 - 8 12
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 L
BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12
KUNG FU PANDA 2 ÍSL TAL 3D KL. 3.40 L
5%
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
HARRY POTTER - PART 2-3D Sýnd kl. 5 - 7:30 og 10 (Power)
ZOOKEEPER Sýnd kl. 4, 6 og 8
BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10
Stórskemmtileg grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
frá leikstjóra
The Wedding Singer.
Cher, Nick Nolte, Adam Sandler,
Sylvester Stallone og fleiri
stórstjörnur ljá dýrunum rödd
sína og fara á kostum.
BARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN
STÆRSTA MYND ÁRSINS!
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
HHHHH
- T.M - THE HOLLYWOOD REPORTER
HHHHH
- L.S - ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHHH
- R.C - TIME
Gagnrýnendur eru allir á einu máli.
Stórkostlegur endir á stærstu
kvikmyndaseríu allra tíma
SJÁÐU LOKAKAFLANN
Í 3D
HHHH
- H.O - EMPIRE
HHHH
„KRAFTMIKILL
LOKAHNYKKUR“
- HSS – MBL
HHHH
NÁNAST FULLKOMINN
LOKASPRETTUR!
- TV – KVIKMYNDIR.IS
HHHH
„MÖGNUÐ ENDALOK“
- K.A. - FBL
HHH
“Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á
árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt.
Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!”
T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt
„BETRI EN THE HANGOVER”
cosmopolitan
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is