Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 » ASA Tríóið komfram á sumartón- leikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar sl. laug- ardag og fjölmennti fólk til að sjá og heyra þá Andrés Þór Gunnlaugs- son á gítar, Agnar Má Magnússon á Ham- mond-orgel og Scott McLemore á trommur. Þeir stóðu undir vænt- ingum. ASA Tríóið lék undir heiðum himni á sumartónleikaröð Jómfrúarinnar Morgunblaðið/Eggert Kát Luice Moar, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir og Kristín Lilja Björnsdóttir. Sól og blíða Fólk naut þess að sitja úti á Jómfrúartorginu og hlusta. Innlifun Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari dró ekkert af sér í gítarspili og söng og uppskar lófatak. ASA Tríó Þeir eru vel samstilltir félagarnir í tríóinu og vöktu lukku. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er að rifja upp plötuna EF með Maríu Baldursdóttur þessa dagana. Sú plata kom út árið 1992 og er dáldið skemmtileg. Þar er að finna gullmola eins og Eldhúsverkin og Ein í húmi nætur – bráð- skemmtileg plata. Síðan er það nýj- asta plata Pauls Simon – So beauti- ful or so what, fantagóð plata. Fyrsta plata Jóns Jónssonar, Wait for fate, fær líka að fljóta með … og Bjartmar og Bergrisarnir. Ég get ekki hætt að hlusta á þá plötu. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? The Wall kemur strax upp í hug- ann, áhrif hennar voru svo gríðarleg og hún er einhvern veginn svo tíma- laus og sönn. Joshua Tree með U2 kemur einnig fljótt upp í hugann. Ég fór líka á tónleikana, í St. Paul í Bandaríkj- unum, í litlum íþrótta- sal og stemningin var engu lík. Björk – Debut er samt best. Hver var fyrsta plat- an sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Þetta man ég ekki! En ég man hvaða plötu pabbi keypti fyrst handa mér. Það var Eagles – Greatest Hits II, og þetta var líklegast jólin 1976 – ég gleymi því aldrei þegar hann var að reyna að fela plötuumslagið fyrir mér þeg- ar við stóðum við búðakassann í Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum. Ég skildi ekki pukrið fyrr en ég opnaði pakkann á jólunum. Reyndar man ég fleiri plötukaup föður míns. Bridge over troubled water vakti mikla lukku á heimilinu, sem og The Muppet Show. Ekki má heldur gleyma plötum Deildarbungubræðra, sem pabbi kom með heim eftir ball með fyrr- nefndri hljómsveit á Vopnafirði! Ég man að mamma var ekkert sér- staklega ánægð með þau plötukaup, en við vinkonurnar sungum hástöf- um um Maríu tískudrós þetta sum- arið. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Utangarðsmenn – 45 rpm – Hún er töff, kom út í fáum eintökum og er hálfgerður forngripur í dag. Og ég hef þurft að fela hana – það er sleg- ist um hana í fjölskylduboðunum. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Einar Örn Benediktsson – því- líkur kraftur og þvílík sköpunargáfa – ég vil ekki humar – humar eða frægð! Hvað syngur þú í sturtunni? Ekkert, ég kann voðalega vel að meta þögnina og öll örhljóðin sem henni fylgja. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudags- kvöldum? Undanfarin föstudagskvöld: Friðrik Dór – lagið Hún er alveg með þetta, aftur og aftur!! Eina lagið sem ég nenni að dilla mér við þessa dagana. Svo er alltaf gott að vagga sér við hljómsveit- ina Hjálma. Og við Bagga- lút [innsk. Guðmundar Páls- sonar, samstarfsmanns míns]. En hvað yljar þér svo á sunnu- dagsmorgnum? Íslensk tónlist, mjög einfalt. Í mínum eyrum Erla Ragnarsdóttir Friðrik Dór Felur plötu Utangarðsmanna í fjölskylduboðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.