Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 varðar aðsókn og einnig viðtökur gagnrýnenda en hún þótti ljúf og fyndin. Dýrasta mynd Íslandssögunnar Sú mynd sem beðið er eftir með hvað mestum spenningi er án nokk- urs vafa dýrasta mynd Íslandssög- unnar, Hetjur Valhalla, Thor. Myndin kostaði yfir milljarð í fram- leiðslu og hefur verið unnið að henni í sjö ár. Caoz framleiðir þessa teiknimynd og er hún að mestu kostuð með erlendu fjármagni og verður frumsýnd í haust. Hilmar Sigurðsson og Arnar Þórisson fram- leiddu myndina og er nú þegar búið að selja hana víða um heim. Þá mun önnur mynd eftir Poppóla verða frumsýnd í haust, en hún nefnist Borgríki og er spennumynd. Eldfjallið eftir Rúnar Rúnarsson verður frumsýnd í haust en beðið er eftir þessari fyrstu mynd Rúnars með nokkurri eftirvæntingu. Hann er næmur leikstjóri og hefur gert mjög fallegar stuttmyndir fram að þessu sem hafa hlotið yfir hundrað verðlaun úti um allan heim. Þá er möguleiki á því að Svartur á leik verði frumsýnd á árinu en hún er eftir Óskar Þór Axelsson. Ný sveppamynd verður í haust að venju, en þeir strákar hafa náð að gera ódýrar en skemmtilegar barnamyndir sínar að árlegum við- burði. L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra, nefnist unglingamynd eftir Helga Sverrisson og Eyrúnu Ósk Jónsdóttur sem verður frumsýnd í haust og fjallar um þrettán ára stúlku sem berst við ill öfl. Þá mun Hafsteinn Sigurðsson koma með sína fyrstu bíómynd á árinu en hann vakti mikla athygli með stuttmynd- inni sinni, Skröltormar. Bíómyndin hans nefnist Á annan veg og var tekin upp í fyrra á Vestfjörðum. Svo mun bíómyndin Þetta reddast með Birni Thors í aðalhlutverki vænt- anlega vera frumsýnd á árinu. Framboð og eftirspurn En þótt framboðið sé mikið hefur verið talað um að aðsóknin hafi dott- ið niður. Ásgrímur Sverrisson vill ekki taka undir það. „Nei, ég held það nú ekki. Meðaltalið á hverja ís- lenska mynd síðastliðin 12 ár hefur verið um 18 þúsund manns. Sem er ágætt. Það kemur upp einhver svartsýni hjá kvikmyndagerðar- mönnum þegar það koma nokkrar íslenskar myndir í röð sem fá ekki marga áhorfendur, en svo kemur þetta aftur upp. Þegar litið er yfir heildina hefur aðsóknin verið góð,“ segir Ásgrímur. Dýrasta mynd Íslands- sögunnar frumsýnd í haust  Í ár verður hugsanlega slegið met í frumsýningu nýrra íslenskra bíómynda  En útlit er fyrir að framboðið á íslenskum myndum muni hrynja  Um 18 þúsund manns sjá hverja íslenska mynd KVIKMYNDIR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þrátt fyrir efnahagshrun og niður- skurð til íslensku kvikmynda- miðstöðvarinnar hefur framboð á ís- lenskum bíómyndum bara aukist. Árið 2009 og 2010 voru metár hvað varðar frumsýningar á nýjum ís- lenskum bíómyndum en það met verður líklega slegið í ár, því 2011 stefnir í að 11 nýjar íslenskar bíó- myndir verði frumsýndar. Aftur á móti virðist sem hápunktinum sé náð og framundan séu mögur ár. Því á meðan verið er að frumsýna mikið af myndum í ár eru nánast engar nýjar myndir í tökum. Á þessu ári hefur aðeins verið farið í tökur á bíómyndinni Svartur á leik og ekki er víst með neina aðra mynd. Hluti af ástæðunni fyrir hinum góðu árum íslenskra bíómynda er sá að enn var verið að taka upp myndir fyrir fé sem safnaðist fyrir hrun allt fram til ársins í ár. Til dæmis er stærsta frumsýning þessa árs, Hetjur Valhalla, Thor, gerð fyrir fé sem var búið að safna fyrir hrun og niðurskurð til sjóðsins. „Já, þetta hefur tekið lengri tíma til að tjúnast niður heldur en ég bjóst við,“ segir Ásgrímur Sverris- son, leikstjóri og kvikmyndafræð- ingur. „Að hluta til er ástæðan sú að 2008 er það ár þar sem er til nógur peningur hjá Kvikmyndamiðstöð- inni. Það er ekki fyrr en árið 2009 sem þetta er skorið niður. Myndir sem voru teknar upp 2008, einsog The Good Heart og Brim voru síðan ekki sýndar fyrr en 2010. Þetta er bara eins og flugvélamóðuskip sem tekur tíma til að snúa við,“ segir Ás- grímur. Gæðin hafa verið misjöfn á mynd- unum eins og gengur en aldrei hefur komið ár að ekki hafi verið einhver góð íslensk mynd í gangi. Í fyrra voru fínar myndir einsog Brim, Sumarlandið og Inhale. Í ár hafa þegar verið frumsýndar myndirnar Rokland eftir Martein Þórsson, Okkar eigin Osló eftir Reyni Lyngdal og Kurteist fólk eftir Poppóla. Okkar eigin Osló gekk best af þessum myndum, bæði hvað Borgríki Spennumyndin Borgríki eftir leikstjórann Poppóla verður frumsýnd í haust en hún er önnur mynd hans. Hér má sjá tvo aðalleikara myndarinnar Björn Hlyn og Ingvar E. Sig. Cannes Eldfjallið verður frumsýnt í haust, en á myndinni sjást leikstjórinn Rúnar Rúnarsson og leikararnir góðkunnu Theodór Júlíusson og Margrét Jóhannsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Teymið Vilhelm Anton Jónsson, Guðjón Karlsson, Bragi Þór Hinriksson og Sverrir Þór Sverrisson hafa þrjú ár í röð frumsýnt barnamynd á haustin. Krakkar geta hlakkað til því ný Sveppamynd verður frumsýnd í haust. Thor Dýrasta mynd Íslandssögunnar verður frumsýnd í haust en það er teiknimynd sem verður sýnd í þrívídd. Morgunblaðið/Sigurjón Guðjó Einn Óskar Þór Axelsson er eini leikstjórinn sem farið hefur í tökur á árinu, en hann tók upp Svartur á leik fyrr í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.