Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9iNNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 Stærðir 40-60www.belladonna.is Skeifunni 8 108 Reykjavík sími 517 6460 Útsala 30-50% afsláttur af útsöluvörum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Meiri verðlækkun Útsala BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Árni Björn Pálsson og Aris frá Akur- eyri sigruðu í fimmgangskeppni Ís- landsmótsins í hestaíþróttum fullorð- inna sem haldið var á Selfossi um helgina. Hlaut Árni einkunnina 7,90. Í öðru sæti urðu Viðar Ingólfsson og Már frá Feti með 7,88 og Reynir Að- alsteinsson og Sikill frá Sigmundar- stöðum hlutu brons þriðja sætis og einkunnina 7,55. Þórarinn Eymunds- son og Þóra frá Prestsbæ, komu efst inn í úrslit, en þurftu að sætta sig við 5. sæti þar sem skeiðsprettir skeik- uðu. Þórarinn getur þó vel við unað þar sem hann varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum. Í A-úrslitum í fimmgangi sigruðu Hinrik Bragason og Sigur frá Hóla- baki með einkunnina 8,07. Olil Ambel og Kraflar frá Ketilsstöðum urðu í öðru sæti með 8,00 í einkunn. Í keppni í 1. flokki í fjórgangi sigr- aði Oil Ambel á áðurnefndum Krafl- ar með 7,63 í einkunn. 2. og 3. sætinu deilu með sér Eyjólfur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þinganesi Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkju- ferju með einkunnina 7,60. Þá sigraði Haukur Baldvinsson á Fal frá Þingeyrum í gæðingaskeiði með 8,25 í einkunn. Í öðru sæti varð Viðar Ingólfsson á Má frá Feti með 8,13 og Sigurbjörn Bárðarson á Flosa frá Keldudal með 8,00 í ein- kunn. „Við erum ofsalega ánægð með hvernig til tókst. Á mótinu voru eitt- hvað í kringum 200 skráningar og keppendur hafa verið í kringum 170 talsins. Til mótsins fóru margir af hæst og best dæmdu hestum lands- ins og ekki er ofsagt að þarna hafi rjómi allra bestu hesta verið saman kominn,“ segir Margrét Katrín Er- lingsdóttir, fjölmiðlafulltrúi mótsins. Hún segir alls um eitt þúsund gesti hafa komið á mótssvæðið sem gestir jafnt sem knapar lofuðu mjög – og sögðu að óvíða væri jafn góður keppnisvöllur hestaíþróttafólks sem á Selfossi. Rjómi bestu hesta landsins var á mótinu  Þórarinn varð Íslandsmeistari í fimmgangsgreinunum  Þúsund manns þótti aðstaðan á Selfossi vera afar góð Ljósmynd/aðsend Góðir Haukur Baldvinsson á Fal frá Þingeyrum sigraði í gæðingaskeiði. Ný áttatíu metra löng brú yfir Haf- fjarðará á Snæfellsnesi verður tekin í notkun á næstu vikum. Guðmundur Sigurðsson og brúarvinnuflokkur hans, sem gerður er út frá Hvamms- tanga, lauk smíði brúarinnar sjálfrar í þar síðustu viku og starfsmenn Borg- arverks eru nú að leggja lokahönd á gerð vegar og tenginga að brúnni. Með þessari framkvæmd eru allar brýr á sunnanverðu Snæfellsnesi á leiðinni vestur í Ólafsvík orðnar tví- breiðar en af því þykir mikil sam- göngubót og slysagildrum hefur verið útrýmt. sbs@mbl.is Ný brú yfir Haffjarðar- ána brátt í notkun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brú Ný brú yfir Haffjarðará er tví- breið og þykir mikil bót að því. BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Það hefur gengið afskaplega vel og hann er í meðferð í dag. Eftir því sem ég best veit líður honum afskaplega vel þar sem hann er,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður hjá KRST-lögmönnum, en í febrúar sl. varði hann karlmann sem dæmdur var til refsingar í Hér- aðsdómi Reykjavíkur en refsingin var bundin skilorði með þeim fyrirvara að hann gengist undir dvöl á „hæli“ í allt að eitt ár í því skyni að komast yfir áfengis- og vímuefnafíkn. Fyrir helgina fékk annar skjólstæðingur Stefáns sama dóm, og líkt og þá að tillögu Stefáns. Maðurinn sem dæmdur var fyrir helgi er 38 ára og á langan sakarferil að baki, eða allt frá árinu 1990. Hann hefur margsinnis verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, auk annarra brota, og var til að mynda dæmdur í átta mán- aða fangelsi fyrir þjófnað, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot í september 2008 og í tólf mánaða fangelsi í desember sama ár fyrir tilraun til ráns og brot gegn valdstjórninni. Í umræddu máli var hann sakfelldur fyrir þrettán þjófnaðarbrot og tilraun til þjófnaðar, auk annarra brota. Oftar en ekki var um að ræða matvörur, fatnað og áfengi úr Vínbúð- inni. Í dóminum yfir manninum segir að Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hafi unnið skýrslu um manninn, að beiðni Stefáns og með sam- þykki ákæruvaldsins. Í henni leggur Pétur til, í ljósi sjúkdómssögu mannsins, að honum verði gert að dvelja á hæli í tiltekinn tíma til að venja hann af neyslu áfengis eða deyfilyfja. Féllst Símon á það og skal hann hefja dvölina innan viku frá uppkvaðningu dómsins. Maðurinn slapp úr gæsluvarðhaldi eftir að dómurinn var kveðinn upp, um miðja síðustu viku, og ekki leið sólarhringur þar til hann var kærður fyrir bílþjófnað. Hann var handtekinn en færður á Landspítalann vegna kviðverkja, þaðan sem hann hringdi í Stefán sem ók hon- um á meðferðarstofnun. Sjaldan notað á liðnum árum Morgunblaðið fjallaði um umrætt úrræði í byrjun árs en því hefur afar sjaldan verið beitt á umliðnum árum. Brynjar Níelsson, for- maður lögmannafélags Íslands, sagði við það tækifæri, að refsingar væru of oft ofmetnar og hægt væri að beita öðrum úrræðum í meira mæli. „Að mínu mati eru mörg þessara mála beinlínis heilbrigðismál, í þeim skilningi að refsingar hafa enga þýðingu,“ sagði Brynjar og benti einnig á að í þessum tilvikum bryti fólkið ekki af sér ef það væri edrú. Síðan þá hefur úrræðinu tvívegis verið beitt og héraðsdómarinn Símon Sigvaldason haft með bæði mál að gera. Stefán segist ekki geta fullyrt með vissu hvort Símon hafi litið til reynslunnar af fyrra málinu „en það er ljóst og [Símon] sagði við bæði málin, að þessir menn vörðuðu veginn fyrir þetta úr- ræði“. „Varða veginn fyrir þetta úrræði“  Síbrotamaður dæmdur til dvalar á „hæli“ í því skyni að komast yfir áfengis- og vímuefnafíkn  Annað skiptið á árinu sem úrræðinu er beitt en á umliðnum árum hefur nær aldrei verið gripið til þess Morgunblaðið/Brynjar Gauti Klefi Maðurinn þarf ekki að afplána 2 ára fangelsisrefsingu sína gangi meðferðin vel. [Þyki það ljóst af málavöxtum, eftir að umsagnar læknis hefur verið leitað, að sakborningur, sem framið hefur brot undir áhrifum áfengis, geti ekki haft hemil á drykkjufýsn sinni, má ákveða í dómi, að hann skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar.] 1) Skal dómur þá hljóða um dvöl á hælinu allt að 18 mánuðum, eða, ef ítrekun á sér stað, allt að 3 árum. Dómsmálaráðherra ákveður, eftir tillögum stjórnar hælisins og hlutað- eigandi læknis, hvort leysa megi manninn af hælinu, áð- ur en ofangreindur hámarks- tími er liðinn, sökum þess að ætla megi að hann hafi læknast. Ráðherrans að taka ákvörðun 65. GREIN ALM. HEGNINGARLAGA „Mótið var afskaplega glæsilegt. Aðstaðan á Selfossi er eins og best getur orðið og gestrisni frá- bær. Og þarna sáum við líka fjöldann allan af afskaplega góð- um knöpum. Hestamennskan er í góðum gír um þessar mundir,“ segir Einar Öder Magnússon. Hann hefur við annan mann þann starfa að velja fulltrúa Íslendinga til þátt- töku í Heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins sem verður haldið í Austurríki nú í ágúst. Var Íslands- meistaramótið á Selfossi síðasti áfanginn í vali keppenda fyrir það. Þrír Íslendingar, sem áður hafa unnið heimsmeistaratitla, hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í Austurríki; þau Jóhann Skúla- son, Rúna Einars- dóttir og Bergþór Eggertsson, hvert á sínum klárnum. Það hafa einnig gert Viðar Ingólfsson, Hulda Gústafs- dóttir, Árni Björn Pálsson, Eyjólfur Þorsteinsson og í flokki ungmenna Teitur Árnason og Hekla Katharína Kristinsdóttir. Val þriggja fullorðinna og eins ungmennis til viðbótar í lands- liðhópinn verður kynnt á morgun, þriðjudag. Landsliðið kynnt á morgun HESTAMENNSKAN ER Í GÓÐUM GÍR, SEGIR EINAR ÖDER Einar Öder Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.