Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.2011, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 hún er í fremstu röð í dag en sett þeirra var óaðfinnanlegt; liðsmenn stóðu á sviðinu eins og stríðsmenn og hreinlega völtuðu yfir áhorfendur með byljandi þéttu rokki sínu. Okk- ar eini og sanni Mugison lék þá á fimmtudaginn, Jón Atli Helgason og Gísli Galdur spiluðu saman á hátíð- inni sem Humanwoman (og Jón Atli tróð líka upp sem Sexy Lazer). Skálmöld stóð sig með eindæmum vel á laugardeginum og á eftir að rúlla Wacken-hátíðinni upp í sumar, svo og hausttúrnum sínum. Það er mikill og góður andi í þessu bandi. Þá eru ótalin öll þau færeysku atriði sem boðið er upp á, hvort sem það eru gamlar og gegnar þjóðlaga/ djasssveitir eins og Spælimenninir, nýtt blóð á borð við Guðriði Hans- dóttur, Benjamin og Hamferð eða þá sigldari listamenn eins og ORKU eða Týr sem luku laugardagskvöld- inu. Pannukakuhúsið Á svona hátíð er tónlistin þó ekki endilega aðalatriðið, þó hún sé vissu- lega mikilvæg. Heildarstemningin er málið. Að labba í Pannukakuhúsið og fá sér að borða, skella sér í sjóinn og svo í heita trépotta sem eru á ströndinni, rölta um göturnar og heilsa upp á liðið sem fylgist með há- tíðinni út um gluggann hjá sér (en hátíðin er bókstaflega í miðju þorp- inu, líkt og þegar Formúla 1 fer fram í Mónakó). En látum heimamann um að slíta þessari grein: „G! hátíðin hefur verið mjög mik- ilvæg fyrir færeyskt tónlistarlíf,“ tjáði Sunneva Eysturstein blaða- manni en hún er einn af starfs- mönnum hátíðarinnar og hefur og verið að reka skemmtistaðinn Sirkus í Þórshöfn. „Tilkoma hennar kom mörgum hlutum á hreyfingu hérna í eyjunum, hún hefur bæði verið hvatning fyrir tónlistarfólkið okkar og um leið hefur hún opnað augu og eyru alþjóðasamfélagsins fyrir því að það er ýmislegt á seyði hérna hjá okkur.“ Stjarna Hin danska Fallulah lék á fimmtudaginn. Hún er rísandi stjarna þar í landi. Okkar Mugison, okkar maður í Færeyjum, lét gítarinn - og ýmislegt annað - væla. Hin guðdómlega Gata  Tónlistarhátíðin G! Festival fór fram í Götu, Færeyjum, í tíunda sinn nú um helgina  Einstök há- tíð sem hefur reynst færeysku tónlistarlífi mikil lyftistöng  Samfélagið snýst skemmtilega á hvolf Ljósmyndir/G! Festival Ungstirni Benjamin, einn efnilegasti tónlistarmaður Færeyja , kemur frá Götu. G! Gestir vanda sig gjarnan við að merkja sig hátíðinni. Fjaran Þúsundir manna hópast saman í fjörunni góðu í Götu. Fjör Gleðin á það til verða hamslaus í fjörunni. www.gfestival.com Olsen Gamall og góður Íslandvinur, sjálfur James Olsen, fór mikinn á hátíðarsviðinu. Hopp og hí Gleðin er mikil hjá þessum brosmildu hnátum. G! FESTIVAL Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það rigndi og rigndi – og rigndi – þegar við Morgunblaðsmenn lentum á flugvellinum í Vágum hér í Fær- eyjum í föstudagshádeginu. Og þannig á það líka að vera þegar mað- ur er kominn til Færeyja. Vætusemi er eitt náttúrueinkenna þessa yndis- lega lands og samfélags sem tók sér bólstað djúpt í hjarta greinarhöf- undar fyrir átta árum eða svo og hef- ur setið þar sem fastast allar götur síðan. Ég og Sighvatur, samverkamaður minn í Tónlistarstundinni (sem sýnd er á mbl.is), vorum hingað komnir til að safna vefinnslögum, sem var dúndrað inn um þessa helgi (sjá mbl.is) og voru lítil vandkvæði með það, enda eltu ævintýrin okkur á röndum svo gott sem. Vinklar Þegar rætt er um G! Festival sem einstaka hátíð er ekki um holt orð- skrúð að ræða. Staðsetning hennar, dagskráruppbygging og sérlegur færeyskur „vinkill“ gera það að verkum að hátíðin þykir með for- vitnilegustu tónlistarhátíðum Evr- ópu. Hátíðin keppir eðilega ekki við risahátíðir eins og Hróarskeldu eða Glastonbury en að sama skapi eiga þær ekki séns í G! þegar kemur að sjarma og alúð hins smáa og nálæga, þegar maður sér að það var amma tónlistarhátíðarhaldarans sem bak- aði súkkulaðikökuna sem blaðamenn og tónlistarmenn gæddu sér á bak- sviðs. Gata er þrískipt byggðarlag, stærsti byggðakjarninn er Nyrðri Gata, svo er það Syðri Gata þar sem hátíðin fer fram en þar á milli er síð- an Götugjógv. Syðri Gata er fallegt þorp, það liggur við fjöru og hlykkj- ast svo upp í hæð og einkennandi eru þröngar, litlar götur. Það er nett portúgölsk stemning hérna mætti segja. Íbúar í Götuþorpunum þrem- ur eru ekki nema þúsund og því snýst samfélagið skemmtilega á hvolf þegar brestur á með 10.000 manna tónlistarhátíð. Fjölskrúðug Eitt af skemmtilegri einkennum G! er efnisskráin sem er æði fjöl- skrúðug. Það eru líkast til fáar hátíð- ir sem bjóða upp á skosku slag- arapopparana í Travis og sænsku tæknitröllin í Meshuggah sama kvöldið. Meshuggah er eitt helsta þungarokksband samtímans og stór- kostlegt – og eiginlega furðulegt – að berja þá augum í Götufjörunni. Sveitin sýndi og sannaði af hverju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.