Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. J Ú L Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 175. tölublað 99. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
ALLT UM
HELSTU HÁTÍÐIR
HELGARINNAR
GAGNRÝNA
SÖLUMEÐ-
FERÐ ARION
FÉKK BÚTASAUMS-
DELLU OG SAUMAÐI
ÍSLANDSTEPPI
FINNUR.IS OG
VIÐSKIPTABLAÐ GERT ÚR 3.008 BÚTUM 10VIÐBURÐIR VÍÐA 14 OG 30
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Samfylkingin hefur ekki fallist á til-
lögur fjármálaráðuneytisins um
hækkun skatta á næsta ári. Margir
þingmenn flokksins krefjast þess að
gengið verði harðar fram í lækkun
ríkisútgjalda. Andstaða er innan VG
við sparnaðartillögur sem fela í sér
uppsagnir ríkisstarfsmanna.
Stjórnarflokkarnir skipuðu fyrr á
þessu ári fjárlagahóp sem í sitja þrír
þingmenn frá hvorum stjórnar-
flokki, auk fulltrúa úr efnahags- og
skattanefnd. Hópurinn er á nær dag-
legum fundum þessa dagana því
ljúka á vinnu við gerð fjárlagafrum-
varpsins í næstu viku.
Í febrúar 2009 samþykkti ríkis-
stjórnin áætlun í ríkisfjármálum fyr-
ir árin 2009–2013, en samkvæmt
henni skuldbinda stjórnvöld sig til að
skila jöfnuði á ríkissjóði 2013. Innan
fjármálahópsins hafa átt sér stað
umræður um hvort raunhæft sé að
standa við þetta markmið. Þingmenn
sem Morgunblaðið ræddi við eru þó
sammála um að áhættusamt sé að
hverfa frá þessu markmiði því það
kunni að hafa slæm áhrif á lánshæfi
Íslands. Samkvæmt áætluninni á að
skila ríkissjóði með jákvæðum frum-
jöfnuði á þessu og næsta ári (frum-
jöfnuður er munur á tekjum og
gjöldum að frádregnum fjármagns-
kostnaði).
Á móti skattahækkun
Átök eru á milli stjórnarflokkanna um gerð fjárlagafrumvarps næsta árs
Samfylkingin hefur ekki fallist á tillögur um skattahækkun og vill niðurskurð
MAndstaða »6
Ná ekki markmiðum
» Samkvæmt nýbirtum rík-
isreikningi fyrir árið 2010 var
84,4 milljarða neikvæður
frumjöfnuður. Samkvæmt fjár-
lögum 2010 átti hallinn að vera
39,2 milljarðar. Fjárlög í ár
gera ráð fyrir 17,1 milljarða já-
kvæðum frumjöfnuði.
Á níu ára tímabili hefur álagning
tekjuskatts allt að því tvöfaldast í
krónum og aurum talið. Álagning al-
menns tekjuskatts á einstaklinga
skilaði ríkissjóði ríflega 100 millj-
örðum í tekjur á síðasta ári. Árið
2002 skilaði sami liður um 52 millj-
örðum króna. Um er að ræða tölur á
verðlagi hvers árs. Verðlag hefur
hækkað um 63% á sama tímabili.
Raunaukning tekna ríkisins með
álagningu almennra tekjuskatta á
einstaklinga hefur því aukist um
tæpan þriðjung.
Á árunum 2004 til 2008 jukust
tekjur ríkisins af álagningu al-
mennra tekjuskatta hratt. Ástæða
þess er mikil aukning tekna skatt-
greiðenda, en tekjuskattar voru í
raun lækkaðir á tímabilinu. Laun
hafa hins vegar ekki hækkað að
neinu ráði síðastliðin þrjú ár, heldur
þvert á móti. Tekjuauki ríkisins á
síðastliðnum árum hefur því fyrst og
fremst náðst fram með skattahækk-
unum. »Viðskipti
Skatta-
met
slegið
Tekjur ríkissjóðs
vegna álagningar almenns
tekjuskatts síðustu 5 ár
Tölur í milljörðum króna
120
100
80
60
40
20
0
2006 2007 2008 2009 2010
72,6
81,9 86,3
92,8 100,6
Álagning tekjuskatts
aldrei skilað meira
Það var mikið kapp í Eyjamönnum þegar þeir fengu að
velja stæði fyrir hvítu þjóðhátíðartjöldin í Herjólfsdal í
gær. Fyrstir fengu að velja sér stæði sjálfboðaliðar sem
unnið hafa hörðum höndum við undirbúning þjóðhátíð-
arinnar en síðan var talið niður og mannfjöldinn þusti
af stað í kapphlaupi um bestu plássin.
Tjaldstæðakapphlaupið mikla
Morgunblaðið/Guðrún Lilja Guðmundsdóttir
Maður um sjötugt var fluttur á
slysadeild í gærmorgun með hand-
leggsbrot og fleiri áverka eftir
árás tveggja ungra manna sem
fæddir eru um 1990. Talið er að
þeir hafi barið manninn með hafn-
arboltakylfu. Árásin var gerð í
heimahúsi í Austurbænum í
Reykjavík. Tengsl eru á milli ann-
ars árásarmannanna og þess sem
ráðist var á. Tilefni árásarinnar er
ekki gefið upp að svo stöddu, að
sögn Friðriks Smára Björgvins-
sonar yfirlögregluþjóns.
Maðurinn var fluttur á slysadeild
til aðhlynningar. Árásarmennirnir
náðust skömmu síðar. Þeir voru yf-
irheyrðir og sleppt að því loknu.
Börðu mann með
hafnarboltakylfu
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Vel heppnaður múffubasar –
Mömmur og muffins – var haldinn í
Lystigarðinum á Akureyri í fyrra-
sumar. Um 1.000 kökur seldust og
rann ágóðinn, 400.000 krónur,
óskiptur til fæðingardeildar Sjúkra-
hússins á Akureyri.
Til stóð að endurtaka leikinn nú á
laugardag en aðstandendum
Mamma og muffins var tilkynnt af
heilbrigðisyfirvöldum að ekki væri
heimilt að selja heimabakaðar kökur
á slíkum basar. „Við sóttum ekki um
neitt leyfi í fyrra. Við höfðum ekki
hugmynd um að þetta mætti ekki
enda höfðum við margoft gefið kök-
ur í fjáröflun. Það hvarflaði ekki að
okkur að við værum að gera eitthvað
ólöglegt,“ segir Auður. Heilbrigðis-
yfirvöld segja að hreinlætissjónar-
mið ráði því að ekki megi selja mat
sem framleiddur er í heimahúsum.
„Það er dapurlegt, í þessum sparn-
aði, að fólk megi ekki leggja sig fram
sjálft,“ segir Auður. »4
Múffurnar lutu í lægra haldi
Ekki fékkst leyfi til að halda kökubasarinn Mömmur og
muffins í sumar Hreinlætissjónarmið ráða, segja yfirvöld
Morgunblaðið/Helga Haraldsdóttir
Krem Engar múffur til sölu í ár.
Ákveðið hefur
verið að skipa
óháða nefnd sem
á að rannsaka
hvernig brugðist
var við fjölda-
morðunum í Nor-
egi á föstudaginn
var og hvaða
lærdóma megi
draga af við-
brögðunum. Jens
Stoltenberg, forsætisráðherra Nor-
egs, tilkynnti þetta síðdegis í gær.
Norska lögreglan hefur verið
gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugð-
ist hraðar við skotárásinni í Útey.
Lögreglan hafði aðeins yfir einni
þyrlu að ráða, en hún var ekki ætl-
uð til liðsflutninga, auk þess sem
allir flugmenn hennar voru í
sumarfríi.
Aka þurfti því sérsveitarmönnum
lögreglunnar um 40 km að strönd-
inni þar sem lögreglubátur beið
þeirra. Svo illa vildi þá til að vélin í
bátnum bilaði og sérsveitin þurfti
að taka tvo báta traustataki til að
komast á staðinn. „Börnum var
slátrað í eina og hálfa klukkustund
og lögreglan hefði átt að stöðva
þetta miklu fyrr,“ sagði Mads And-
enas, lagaprófessor við Óslóarhá-
skóla. »16
Nefnd rannsakar
sein viðbrögð
lögreglunnar
Jens Stoltenberg