Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
BAKSVIÐ
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Nokkrar konur, áhugasamar um
bakstur, ætluðu sér að selja heima-
bakaðar múffu-smákökur í Lysti-
garðinum á Akureyri næstkomandi
laugardag og gefa ágóðann til góð-
gerðamála. Þeim var hins vegar
tilkynnt af heilbrigðisyfirvöldum
að ekki væri leyfilegt að selja mat-
væli sem framleidd væru í heima-
húsum og ekkert verður því úr
múffu-hátíðinni á laugardag.
Kökubasarinn Mömmur og muff-
ins var haldinn í fyrsta skipti í
fyrra. Um 1.000 kökur seldust og
rann ágóðinn, 400.000 krónur,
óskiptur til fæðingardeildar
Sjúkrahússins á Akureyri. Auður
Skúladóttir segir að mömmunum
hafi ekki komið til hugar í fyrra að
bannað væri að selja kökur og því
hafi þær ekki sett sig í samband
við heilbrigðiseftirlitið. „Okkur
finnst alveg rosalega leiðinlegt að
við getum ekki haldið muffins-
daginn aftur. Við fengum ekki
neitt leyfi til að gera þetta í fyrra
enda höfðum við ekki hugmynd um
að þetta mætti ekki. Við höfðum
margoft gefið kökur í fjáraflanir
og það hvarflaði ekki að okkur að
við værum að gera eitthvað ólög-
legt. Heilbrigðisyfirvöld reyndu að
aðstoða okkur en að lokum var nið-
urstaðan að salan mætti ekki fara
fram.“
Hreinlætissjónarmið ráða för
Alfreð Schiöth, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Norður-
lands eystra, segir að heilbrigðis-
fulltrúar um allt land reyni að
beina matvælaframleiðslu inn í við-
urkennd eldhús. „Það segir í lög-
um og reglugerðum um matvæli að
framleiðsla á matvælum eða starf-
semi til dreifingar á matvælum
megi ekki vera í beinu sam-
bandi við óskyldan rekstur.
Það eru hreinlætissjónar-
mið sem ráða þessu,“
segir Alfreð. Hann seg-
ir jafnframt að kven-
félög, sem taki að
sér veitingaþjón-
ustu, notist nú í
auknum mæli við
viðurkennd eldhús
við matvælafram-
leiðslu. „Fólk hefur
tekið þessu vel og unn-
ið meira sem hópur frekar en ein-
staklingar, hver í sínu horni.“
Ekta grasrótarstemning í fyrra
Auður segir að aðstandendum
Mamma og muffins hafi ekki kom-
ið til hugar að notast við eldhús
sem hlotið hafi opinbert samþykki.
„Við erum bara nokkrar sem
stöndum að þessu og höfum hvorki
tök á því né áhuga að leita króka-
leiða að þessu. Það var ekta gras-
rótarstemning í þessu í fyrra. Við
erum alltof fáar til að ætla að
skipuleggja einhverja maraþon-
bakstra í eldhúsum – þá yrðu kök-
urnar líka bara einsleitar.“
Auður segir ennfremur að fjár-
hæðin sem safnaðist í fyrra hafi
komið að góðum notum á fæðing-
ardeild Sjúkrahússins á Akureyri.
„Það safnaðist líka mikið á upp-
boðinu sem við héldum. Þar voru
fimm kökur á rosalega flottu köku-
fati sem Margrét Jónsdóttir, lista-
kona, hannaði seldar á 100.000
krónur.“
Mjög hættulegar múffur?
Múffulaus helgi framundan á Akureyri eftir að heilbrigðisyfirvöld bönnuðu
mömmum að selja kökur 400.000 krónur söfnuðust í góðgerðarmál í fyrra
Morgunblaðið/ Helga Haraldsdóttir
Múffa Múffurnar voru margvíslegar að gerð og lit á basarnum sem var haldinn í Lystigarðinum á Akureyri í fyrra.
„Það hefur verið bakað í heimahúsum í tugi ára og selt, t.d. í fjáröflun
fyrir íþróttafélög, kvenfélög og kóra [...] hvers vegna er þetta allt í einu
orðið svona hættulegt? Það er alltaf verið að eyðileggja það sem er
skemmtilegt,“ segir Lilja Pétursdóttir, ein fjölmargra sem hafa tjáð sig
um bannið á facebooksíðu Mamma og muffins. Flestir sem tjá sig á síð-
unni lýsa yfir furðu sinni gagnvart því að ekki sé leyfilegt að selja kökur
til styrktar góðu málefni.
Auður Skúladóttir segir að Mömmur og muffins-dagurinn hafi
heppnast ákaflega vel í fyrra. „Kökurnar sem við fengum voru
hálfgerð listaverk. Þær voru svo fallega skreyttar. Við höfðum
vonast til að geta selt um 4-500 stykki en það fóru 1.000. Mig
minnir að það hafi orðið sjö kökur afgangs.“ Hún segir jafn-
framt að fjöldi kvenna hafi haft samband við sig og hafi vilj-
að taka þátt í ár. „Við vorum með lifandi músík og svona í
fyrra en við sáum fyrir okkur að þetta yrði miklu stærra í ár
en í fyrra,“ segir Auður og bætir við að það sé dálítið leið-
inlegt að þegar sparnaður blasi hvarvetna við í samfélaginu
megi fólk ekki sjálft leggja sig fram við að gera eitthvað til að
hjálpa til.
Skemmtilegt er bannað
ENGINN KÖKUBASAR Á AKUREYRI Í SUMAR
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Skipta má þeim sem fremja fjölda-
morð eins og þau sem framin voru í
Noregi síðastliðinn föstudag í tvo
hópa að sögn Gísla H. Guðjónssonar,
réttarsálfræðings og prófessors við
King’s College í London. Annars
vegar þá sem vilja gera sjálfa sig að
fórnarlömbum, drepa aðra og drepa
síðan sig sjálfa eða láta lögreglu
drepa sig. Gísli segir að það sem vaki
fyrir slíkum einstaklingum sé yfir-
leitt það að þeir séu ósáttir við lífið
og ósáttir við aðra. Þeir vilji hefna
sín á öðrum og síðan deyja sjálfir.
„Svo eru það þeir sem skipa hinn
hópinn sem líta á sig sem bjargvætti
og vilja fá athygli. Þeir vilja ekki
deyja. Þeir vilja lifa til þess að sjá ár-
angurinn af því sem þeir gerðu,“ seg-
ir Gísli. Hann segir að Anders Beh-
ring Breivik, sem
framdi voðaverk-
in í Noregi, falli
inn í þennan hóp.
Hann hafi ákveð-
in brengluð við-
horf um heiminn.
Telji sig vera ein-
hvers konar
bjargvætt Evr-
ópu gegn ógn sem
stafi af múslimum og að norski
Verkamannaflokkurinn hafi brugð-
ist í þeim efnum.
Vildi sem mesta athygli
„Þessar skoðanir hans eru mjög
ákveðnar og þær taka eiginlega yfir
hans persónuleika. Það er ekkert
annað sem skiptir máli. Það sem síð-
an kemur inn í þetta er narsisismi
[sjálfsupphafningar-persónuleika-
röskun]. Hann telur sig vita hvað sé
fyrir bestu, hann hafi völd til að gera
það og hafi einhvern veginn betri yf-
irsýn en aðrir,“ segir Gísli. Það sé þó
ekki nóg heldur vilji hann vekja at-
hygli á sér og fá einhvers konar heið-
ur fyrir það sem hann gerði. Þá telji
hann sig hafa gert það eina rétta í
stöðunni.
„Það er ekki nóg að fá bara athygli
heldur mikla athygli. Hann vildi
greinilega gera sem mest, drepa sem
flesta til þess að fá sem mesta at-
hygli,“ segir Gísli. Þá snúist slík mál
yfirleitt um ákveðin völd, þeir sem
um ræðir geti ákveðið hverjir fái að
lifa og hverjir skuli deyja.
Haft hefur verið eftir Breivik að
hann hafi meðal annars verið búinn
að reyna að vinna sjónarmiðum sín-
um fylgis innan stjórnmálahreyfing-
ar, þá líklega átt við norska Fram-
faraflokkinn, en án árangurs. Gísli
segir að gjarnan sé reynt að réttlæta
og um leið afsaka slíkar gerðir með
því að allt annað hafi verið fullreynt.
Með því sé reynt að réttlæta gerð-
irnar bæði fyrir viðkomandi sjálfum
og öðrum.
Vissi hvað hann var að gera
„Nú hef ég ekki skoðað þennan
mann en miðað við þær upplýsingar
sem komið hafa fram er ekkert sem
bendir til þess að um geðveiki sé að
ræða. Þessi maður hefur fulla stjórn
á sér, hann veit hvað hann er að gera
og hvað hann ætlar sér og er mjög
ánægður með afleiðingarnar. Þetta
eru brenglaðar hugsanir og ákveðin
persónuleikaröskun,“segir Gísli.
Hann segir að inn í þetta spili
sjálfsupphafningin. Breivik trúi því
að hann hafi verið að bjarga Evrópu
og í því fái hann ákveðna umbun líkt
og sjálfsmorðssprengjufólk sem trú-
ir því að það fari til himna.
Telur Breivik ekki vera geðveikan
Réttarsálfræðingur telur norska fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik haldinn persónuleika-
röskun byggðri á sjálfsupphafningu Segir hann hafa viljað lifa og sjá árangurinn af eigin gerðum
Reuters
Morðingi Anders Behring Breivik.
Gísli H. Guðjónsson
„Þessi skafl er í
rauninni mjög
merkilegur mæli-
kvarði á lofts-
lagið,“ segir Páll
Bergþórsson veð-
urfræðingur um
snjóskaflinn í
Gunnlaugsskarði
í Esjunni en af-
skaplega náið
samhengi sé á milli tíðarfarsins og
þess hvort skaflinn hverfi yfir sum-
armánuðina eða í kjölfar þeirra.
Páll segir að enn sé óvíst hver ör-
lög skaflsins verði í sumar en hann
hafi enn ekki horfið. Fram kemur
hins vegar í grein eftir hann á vef-
síðu Veðurstofu Íslands að á síðasta
ári hafi skaflinn horfið tíunda árið í
röð. Það hafi ekki gerst svo lengi
samfellt síðan farið var að fylgjast
nokkuð reglulega með honum 1909.
Þá segir í grein Páls að heimildir
séu fyrir því að umræddur snjór hafi
ekki horfið í áratugi fyrir árið 1929
eða a.m.k. síðan 1863.
Horfið í september
Af grein Páls má sjá að nokkuð
breytilegt hefur verið hvenær snjó-
skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur
horfið þau ár sem það hefur gerst.
Undanfarin ár hefur það jafnvel ekki
gerst fyrr en í september líkt og árin
2008 og 2009. Í fyrra hvarf hann hins
vegar 15. júlí og því ljóst að hann er
eitthvað seigari í ár.
hjorturjg@mbl.is
Örlög
skaflsins
enn óljós
Hefur horfið
undanfarin 10 ár
Páll Bergþórsson
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stef-
ánsson hefur verið á miklu skriði á
alþjóðlegu skákmóti sem fram fer í
Pardubice í Tékklandi. Hannes er
efstur 279 skákmanna frá 31 landi.
Hannes er með 5,5 vinninga í 6
skákum, eftir 3 sigurskákir í röð.
Í gær vann hann indverska stór-
meistarann Magesh Chandran
Panchanathan. Mótið er sterkt en
meðal keppenda eru 50 stórmeist-
arar og 58 alþjóðlegir meistarar.
Í sjöundu umferð sem fram fer í
dag teflir Hannes við rússneska
stórmeistarann Konstantin Cherny-
shov. Á www.skak.is geta skák-
áhugamenn fylgst með skákunum í
beinni útsendingu.
Hannes Hlífar
í efsta sæti