Morgunblaðið - 28.07.2011, Qupperneq 10
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Ég hef alltaf haft áhuga á oggert einhverja handa-vinnu. En þegar ég byrj-aði á Íslandsteppinu þá
var ég búin að eiga mér dagdrauma
um kyrrð og ró yfir handavinnu,“
segir Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir,
fimm barna móðir á Selfossi. Kyrrðin
varð þó heldur minni en reiknað var
með í fyrstu enda liggur heilmikil
vinna að baki slíku stærðar teppi.
Vöruð við bútasaumsdellunni
„Fyrsta árið fór bara í að velta
þessu fyrir mér en það er nú eigin-
lega henni Guðrúnu Erlu Gísladóttur
að þakka að ég byrjaði. Hún kom
með bútasauminn á Selfoss, setti þar
upp vefverslun og verslun í kjölfarið
og þá kviknaði svona alvöru áhugi hjá
mér. Reyndar var búið að hræða mig
mjög mikið, að smitast ekki af þessari
bútasaumsdellu. Það væri það versta
sem hægt væri að fá í sambandi við
handavinnu því þá gæti maður ekki
hætt. En ég fór að lesa mér til um
bútasaum og skoða myndir af fal-
legum verkum. Einhvern tímann
þegar ég var að gramsa í handa-
vinnukassanum mínum fann ég síðan
úrklippu sem ég hafði klippt út sem
unglingur. Á henni var mynd af Ís-
landi með einhverjum hagfræðiupp-
lýsingum og ég hafði ætlað að sauma
krosssaum eftir þessari mynd. En
það kom náttúrulega ekki til greina
þegar ég var komin með bútasaums-
delluna. Þá fékk ég hugmynd að búa
til bútasaumsteppi eftir þessu og
leika mér að því að raða saman lit-
um,“ segir Jónína Hulda Gunnlaugs-
dóttir um tilurð teppsins en hún vann
í því á árunum 2003 til 2007.
Byrjaði á Vatnajökli
Jónína Hulda byrjaði á að skoða
hvað hún ætti af efnum. Hún hélt að
hún ætti helling en segir það ekki
hafa reynst neitt neitt í svo stórt
verkefni. Hún byrjaði að tína til það
sem hún átti og fór síðan að skoða
efni og byrja að skera í Vatnajökul-
inn. Hún skar niður fimm cm fern-
Smitaðist af búta-
saumsdellunni
Íslandsteppið er 215 x 270 cm bútasaumsteppi gert úr 3.008 bútum í 160 mis-
munandi litaafbrigðum. Teppið hannaði og saumaði Jónína Hulda Gunnlaugs-
dóttir sem vildi láta gott af sér leiða með afrakstrinum. Teppið verður því boðið
upp og selt hæstbjóðanda á komandi fjölskyldu- og bæjarhátíð – Sumar á Selfossi.
En allur ágóði mun renna óskiptur til styrktar Barnaheilla á Íslandi.
Teppið Saumað úr 3008 bútum í 160 mismunandi litaafbrigðum.
Til sýnis Teppið nýtur sín best á
stórum vegg eins og hér sést.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
Það má gleyma sér í marga tíma við
að skoða skemmtileg matarblogg.
Annaðhvort bara við að skoða girni-
lega myndir af mat eða til að fá góð-
ar hugmyndir og prófa sig áfram
sjálfur í eldhúsinu. Vefsíðunni
pinchmysalt.com er haldið úti af
bandarískri konu að nafni Nicole.
Hún er mikil áhugamanneskja um
mat en í kynningu um sjálfa sig á síð-
unni segir hún ástríðuna fyrst hafa
kviknað þegar hún bjó í fjögur ár á
Sikiley. Ef maður er að leita að ein-
hverju sérstöku er hægt að leita í
lista yfir uppskriftir. Þar má finna
ótal hugmyndir að girnilegum mat,
en nýjustu uppskriftirnar eru að
kaldri gúrku og avókadósúpu og
smoothie úr grískri jógúrt og ferskju.
Nicole mælir með að bera hvort
tveggja fram í sumarmatarboðinu. Á
síðunni má líka finna krækjur á ýmiss
konar önnur matarblogg.
Vefsíðan www.pinchmysalt.com
Innblástur frá Sikiley
Hversdagslegt umhverfi í miðbæ Reykja-
víkur öðlast nýtt líf í göngu sem Listasafn
Reykjavíkur hefur skipulagt með Framand-
verkaflokknum Kviss Búmm Bang í kvöld
kl. 20. Gangan er hluti af Kvosargöngum
sem menningarstofnanir Reykjavíkur-
borgar gangast fyrir öll fimmtudagskvöld
yfir sumartímann.
Kviss Búmm Bang-hópurinn hefur vakið
athygli fyrir fjölbreytileg leikverk, sem
varpa fersku ljósi á samfélagið oft með
þátttöku áhorfenda. Hópurinn saman-
stendur af þeim Evu Rún Snorradóttur, Evu
Björk Kaaber og Vilborgu Ólafsdóttur en
þær hafa bakgrunn í sviðslistum og -fræð-
um, myndlist og kynjafræði.
Gangan tekur um klukkustund, en lagt er
upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17.
Endilega …
… farðu í
kvöldgöngu
Morgunblaðið/ÞÖK
Kvöldganga Gaman að rölta um
borg með skemmtilegum konum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fjarðarkaup
Gildir 28. - 28. júlí verð nú áður mælie. verð
Grísahnakki úrb. (kjötb.)............. 998 1.398 998 kr. kg
Lúxus grísakótelettur (kjötb.)....... 1.498 1.898 1.498 kr. kg
Hamborgarar 2 stk. m/br., 115g. 396 480 396 kr. pk.
SS Mexíkó grísakótelettur ........... 1.582 1.978 1.582 kr. kg
Kostur
Gildir 28. - 31. júlí verð nú áður mælie. verð
Bauta rauðvíns grísakótelettur .... 1.259 2.098 1.259 kr. kg
Goði grísahnakki PiriPiri.............. 1.574 2.098 1.574 kr. kg
Goði lambalærisn. salt/pipar...... 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Goði hunangs grísakótelettur ...... 1.574 2.098 1.574 kr. kg
Kostur grísafille kryddað ............. 1.490 1.998 1.490 kr. kg
Dortitos, 4 teg. 65 g ................... 195 215 195 kr. stk.
Lay’s snakk, 2 teg., 200 g .......... 269 365 269 kr. stk.
Pepsi Max, Mix., 33 cl. dósir ....... 69 79 69 kr. stk.
Pepsi og pepsi Max, 2 ltr ............ 195 215 195 kr. stk.
Nettó
Gildir 28. - 31. júlí verð nú áður mælie. verð
Bautab. grillborg., 4 stk. m/brau. 558 698 558 kr. pk.
Ferskt lambalærissneiðar ........... 1.698 1.998 1.698 kr. kg
Ferskt lambalærissteik ............... 1.699 2.698 1.699 kr. kg
Nettó kjúklingaleggir .................. 718 798 718 kr. kg
Nettó kjúklingur 1/1 .................. 718 798 718 kr. kg
Nettó kjúklingabringur................ 1.999 2.295 1.999 kr. kg
Ferskvara svínalærissteik............ 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Ferskt svínahnakkasneiðar ......... 1.199 1.998 1.199 kr. kg
Kjötb. grísahn. úrb. mangó/chili.. 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Bökunarkartöflur ........................ 98 185 98 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 28. - 31. júlí verð nú áður mælie. verð
Goði hamborgari alvöru 2x120 g . 399 649 399 kr. pk.
Ísfugl kjúkl.borgarar forsteiktir ..... 1.099 1.998 1.099 kr. kg
Kjötsel grill svínahnakki úrb. ....... 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Kjötsel grill svínakótelettur reykt .. 1.159 1.449 1.159 kr. kg
Kjötsel grill svínabógsneiðar ....... 698 798 698 kr. kg
Kjötsel grill grísafille sneiðar ....... 1.499 1.798 1.499 kr. kg
Kjötborð lambagrillleggir ............ 989 1.149 989 kr. kg
Kjötborð lambaframpartssn. ....... 796 1.098 796 kr. kg
Kjötborð lambalærissn., 1 fl........ 1.499 1.989 1.499 kr. kg
Mangó ...................................... 199 429 199 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 28. - 31. júlí verð nú áður mælie. verð
Svínakótelettur úr kjötborði......... 1.198 1.854 1.198 kr. kg
Fjallalamb grillsneiðar þurrkr....... 1.679 2.098 1.679 kr. kg
Ísfugl Hot Wings ........................ 798 899 798 kr. kg
MS ostakaka súkkulaði, 800 g.... 975 1.093 1.219 kr. kg
Dala gráða- og fetaostur, 325g ... 459 498 1.412 kr. kg
Doritos Nacho osta snakk, 165 g 249 315 1.509 kr. kg
Coca Cola, 1 ltr ......................... 175 210 175 kr. ltr
Burtons Toffypops kex, 120 g...... 149 195 1.242 kr. kg
Haribo BBQ sykurpúðar, 175 g.... 335 449 1.914 kr. kg
Swiss Miss kakó, 284 g.............. 489 598 1.722 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Kristinn
Viðvarandi þreyta er heilsufars-
vandamál sem hrjáir margan nú-
tímamanninn. Á bresku síðunni
ivillage.co.uk má finna tíu góð ráð
til að forðast þreytu:
Forðist skyndilausnir: Ekki fá
sér kaffi eða nammi til að slá á
þreytu.
Svefn: Fara alltaf að sofa á
sama tíma og á fætur á sama tíma.
Og ekki sofa minna en í 7 tíma.
Mataræði: Borðið næringarríkan
mat í hvert mál. Staðgóður
morgunverður skiptir öllu.
Hreyfing: Regluleg líkamleg
hreyfing er nauðsynleg. Gönguferð
eða sundsprettur í 20 mínútur
dugar.
Drekkið vatn: Drekkið ekki
minna en 2,5 l af vatni yfir daginn.
Passið upp á vítamín- og stein-
efnabúskap líkamans: Án þeirra
starfar líkaminn ekki rétt.
Ekki sofna fram á borðið: Þegar
þreytan ætlar að yfirbuga fólk er
gott að krota um stund á blað, það
skerpir hugann og dregur úr syfju.
Taktu til: Hafðu allt á sínum
stað, þá hefurðu meiri tíma til að
gera það sem þig langar.
Þekktu streitumörkin og hafðu
stjórn á þeim: Gefðu þér tíma til
slökunar dag hvern.
Skipuleggðu fram í tímann: Til
að koma í veg fyrir álagið sem
fylgir því að vera á síðustu stundu.
Heilsa
Nokkur ráð til að forðast þreytu