Morgunblaðið - 28.07.2011, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
Alltaf ódýrast
á netinu
Þú færð alltaf
hagstæðara verð
á flugfelag.is
Á ferð um Austurland kíkja flestir á
Hallormsstað og rölta innan um
stærstu tré landsins. Þar eftir er
upplagt að kíkja á Skriðuklaustur,
óðal Gunnars Gunnarssonar rithöf-
undar. Í leiðinni má rölta upp að
Hengifossi, þriðja hæsta fossi
landsins. Hann ber nafn með rentu,
enda steypist hann fram af hengi-
flugi og fellur 128 metra. Nokkru
neðan við Hengifoss er annar foss,
Litlanesfoss, umlukinn óvenju fal-
legri stuðlabergsumgjörð.
Hengifoss falin
perla á Fljótsdal
Á Borgarfirði eystra verður hin vin-
sæla fjölskylduhátíð Álfaborgar-
sjens. Hátíðin hefst formlega klukk-
an 16 á morgun, föstudag, þegar
sveitarstjórnamenn baka pönnukök-
ur fyrir gesti. Um kvöldið tekur við
hagyrðingamót í Fjarðarborg og
stendur gleðin að venju fram eftir
nóttu. Um helgina verður mikil
skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa með lifandi tónlist og allskyns uppá-
komum. Geta börnin m.a. brugðið á leik í ævintýraferð. Hátíðinni lýkur á
sunnudeginum með fjölskyldugrilli og tónleikum Harðar Torfasonar.
Fjölbreytt fjölskylduskemmtun í boði
Harmonikuhátíðin á Héraði hefur
orðið rótgróinn viðburður undan-
farin ár. Verður hátíðin formlega
sett með harmonikuballi á föstu-
dagskvöld klukkan tíu sem stendur
fram eftir nóttu. Á laugardeginum
verður skemmtidagskrá fyrir alla
fjölskylduna þar sem áhorfendur
geta m.a. skemmt sér yfir leiksýn-
ingu og hlýtt á frásögur sögu-
manns. Kvenfélagið mun einnig
standa fyrir veglegri kaffisölu um
helgina.
Harmonikur og
kvenfélagskruðirí
Ferðaþjónustan á Mjóeyri við Eski-
fjörð rekur Randulfs sjóhús, byggt
um 1890, lengst af notað sem síld-
arsjóhús. Þar er bátaleiga. Lang-
borð eru þar fyrir allt að áttatíu
manns auk grillaðstöðu. Á efri hæð-
inni er verbúð í upprunalegri
mynd. Meðal annars er boðið upp á
hákarl og harðfisk frá Eskifirði.
Bátaleiga og verbúð
í Randulfs sjóhúsi
Göngufólki er sérstaklega bent á
hina einstöku náttúruperlu Austur-
lands, Stórurð. Er um að ræða mjög
vinsæla og fallega gönguleið vestan
Dyrfjalla. Þeir sem ganga Stórurð
verða varir við mikla grjótruðn-
inga, slétta grasbala og einstakar
tjarnir, svo eitthvað sé nefnt. Gang-
an tekur um tvær og hálfa klukku-
stund.
Gönguleið í stór-
brotinni náttúru
Kirkjan Á Möðrudal á Fjöllum.
Á Möðrudal, hæsta byggða bóli
landsins, í 470 metra hæð yfir sjáv-
armáli, er rómað tjaldstæði og
ferðaþjónusta. Tjaldstæðið hefur
alla aðstöðu fyrir hjólhýsi og felli-
hýsi og eldunaraðstöðu innanhúss.
Þar er hægt að skella sér í göngu-
tengdar jeppaferðir, til dæmis í
Kverkfjöll, Herðubreiðarlindir og
Jökulsárgljúfur. Klukkustund-
arakstur er þangað frá Egils-
stöðum og 40 mínútur frá Mývatni.
Stutt í fjalladýrðina
frá Egilsstöðum
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Fjölskylduhátíðin Neistaflug í Neskaupstað verður
haldin í 19. skipti nú í ár. Líkt og undanfarin ár er lögð
mikil áhersla á að fjölskyldan skemmti sér með besta
móti á hátíðinni. Að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar
er búist við talsverðum fjölda fólks, enda um glæsilega
skemmti- og hátíðardagskrá að ræða. Vert er að minn-
ast á að endurgjaldslaust verður á tjaldsvæðum bæj-
arins og skemmtidagskrána að degi til.
Segja má að hátíðin hefjist óformlega í kvöld þegar
bærinn verður skreyttur hátt og lágt og hverfum skipt
eftir litum. „Bænum er skipt í liti og allt skreytt og síð-
an fær dreifbýlið einnig sinn eigin lit,“ segir Jón Björn
Hákonarson, einn forsvarsmanna hátíðarinnar.
Eftir að bærinn hefur verið skreyttur til undirbún-
ings fyrir hátíðina sjálfa, mun fólk safnast saman á
föstudagskvöld þar sem haldið verður hverfagrill. Að
því loknu tekur við mikil skrúðganga í átt að miðbæ
Neskaupstaðar þar sem hátíðin verður formlega sett
og efnt verður til söngvakeppni milli bæjarbúa.
Hið sívinsæla Barðsneshlaup
Skemmtidagskráin er ekki af verri endanum að
þessu sinni en hún mun standa yfir frá föstudegi og
fram á sunnudag. Að deginum til verður um að ræða
dagskrá fyrir fjölskyldufólk en á kvöldin taka við dans-
leikir með ýmsum tónlistarmönnum.
Meðal dagskrárliða eru dorgveiðikeppni, þrauta-
keppni á reiðhjólum, brunaslöngubolti og hið sívinsæla
Barðsneshlaup. Þar er um að ræða 27 kílómetra langt
fjöru- og fjallahlaup um stórbrotna náttúru Austfjarða
sem hefst á miðju Barðsnesinu. Hlaupaleiðin liggur um
þrjá firði og endar í hjarta Neskaupstaðar. „Þessu er
skipt upp í tvennt. Fólk getur valið um að taka Barð-
sneshlaupið, sem er allt hlaupið, eða styttri vegalengd
þar sem hlaupið er frá Hellisfirði sem er næstur Norð-
firði,“ segir Jón og reiknar með að ríflega fjórir tugir
hlaupara taki þátt í ár.
Mikil skemmtidagskrá
Skemmtikraftarnir Gunni og Felix sjá um að halda
uppi fjörinu í ellefta skipti. „Þeir verða kynnar alla
helgina, stjórna dagskránni hér niðri í bæ og verða í
söngnum ásamt Hlyni Benediktssyni og hljómsveitinni
Mono sem stjórnar brekkusöngnum með þeim,“ segir
Jón. Að auki munu Eiríkur Hauksson, Ari Eldjárn og
hljómsveitirnar Ingó og veðurguðirnir og Í svörtum
fötum sjá um að skemmta fólki yfir hátíðina. Hátíðinni
lýkur svo með veglegri flugeldasýningu og stórdans-
leik á sunnudagskvöld.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Gaman Líf og fjör er á Neistaflugi í Neskaupstað þegar fólk kemur saman til að njóta lífs og náttúru í faðmi vina.
Íbúar í Neskaupstað
búa sig undir mikla hátíð
Fjölbreytt og góð fjölskylduskemmtun verður í boði
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Í sundi Búast má við fjölda fólks í sundlaugina.
Á laugardaginn fer fram Barðs-
neshlaupið, 27 kílómetra langt
víðavangshlaup um fjölbreytt land,
móa, mýrar, fjörur og tún. Varla
er til sá Íslendingur sem ekki nýtur
þess að spranga um mýrarfláka og
því ættu sem flestir að taka þátt.
Á vef hlaupsins segir að fyrstu
sjö kílómetrana sé hlaupinn gamall
traktorsruðningur, þá kinda- og
hestagötur en síðustu 4,5 kílómetr-
ana sé þjóðvegur. Hlaupaleiðin er
merkt stikum og símastaurum. Því
ætti enginn að villast, en þeim mun
mikilvægara er að hlaupa ekki á
svo rammgerðar leiðarmerkingar.
Rásmark er við bæinn Barðsnes
á Barðsnesi, en þangað eru hlaup-
arar ferjaðir frá Neskaupstað.
Marklínan er svo á torginu neðan
við sundlaugina í Neskaupstað, en
frítt er í sund fyrir þátttakendur
eftir hlaupið. Sömuleiðis er báts-
ferðin yfir fjörðinn klukkan níu um
morguninn innifalin í þátttöku-
gjaldinu, sem er 4.500 krónur.
Hlaupið verður með ströndinni
inn fyrir Viðfjörð, þá inn fyrir
Hellisfjörð, út fyrir Hellisfjarð-
armúla yfir Götuhjallann í 197
metra hæð yfir sjó. Þaðan sér vítt
yfir og m.a. endamarkið sjálft
handan fjarðarins. Þá er farið inn í
Norðfjarðarsveit, yfir Norðfjarð-
ará á vaði við Grænanes og út í
kaupstað. Vaða þarf ána.
Sé fólk ekki hrifið af sjálfspín-
ingu má engu að síður hafa
skemmtun af hlaupinu, tylla sér í
sólstól við þjóðveginn í Norðfirði,
með sérríglas í hönd og góða
skáldsögu og hvetja afreksfólkið
áfram þegar svo ber undir. Skjóta
má að tilvitnun í leikarann Peter
O’Toole sem sagði í hárri elli: „Fé-
lagslíf mitt snýst núorðið aðallega
um að mæta í jarðarfarir vina
minna sem stunduðu sífellt líkams-
rækt.“
onundur@mbl.is
Þriggja fjarða útihlaup
Barðsneshlaupið sívinsæla er ómissandi fyrir hlaupafólk
Einnig er hægt að njóta kyrrsetu rétt við hlaupaleiðina
Morgunblaðið/Ómar
Hlaup Góð skemmtun en ekki fyrir
hvern sem er að fara svona langt.