Morgunblaðið - 28.07.2011, Page 22
✝ Ása Líney Sig-urðardóttir
fæddist í Kópavogi
1. júní 1959. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 20. júlí
2011.
Foreldrar henn-
ar: Pálína Jóhann-
esdóttir, húsmóðir
frá Ham-
arshjáleigu, Gaul-
verjabæjarhreppi, f. 2. apríl
1925 og Sigurður Magnús Jóns-
son, húsgagnasmiður frá Hnífs-
dal, f. 23. september 1923, d. 13.
ágúst 1988. Systkini Ásu: 1) Jón
Haukur, f. 12. nóvember 1949,
m. Luz Stella Triana. 2) Bene-
dikt Tryggvi, f. 27. janúar 1951,
m. Ásta Kristín Níelsdóttir. 3)
Elín Stella, f. 29. apríl 1952, m.
Helgi Hauksson. 4) Erla Sig-
urlín, f. 3. maí 1955, d. 8. janúar
1957. 5) Jóhannes Ómar, f. 1.
október 1956, m. Soffía Krist-
jánsdóttir. 6) Sölvi Ellert, f. 21.
mars 1958, m. Sigurveig Guð-
mundsdóttir. 7) Helgi Guð-
mundur, f. 6. ágúst 1960, m.
Guðrún Magnúsdóttir. 8) Einar
Már, f. 14. janúar 1965, m. Ellen
Baer. 9) Guðrún Fanney, f. 30.
maí 1966, m. Laurent Nicolas
Bonthonneau.
tölvunarfræðingur. Börn þeirra:
Kristófer, f. 21. október 2003 og
Tómas, f. 18. janúar 2008. Börn
Ásu og Þorgríms Óla: 1) Sigrún
Hanna, meistaranemi í þjóð-
fræði, f. 6. október 1984, m. Ant-
on Scheel Birgisson, hár-
snyrtimeistari. Barn þeirra er
Líney Hekla, f. 18. apríl 2011.
Fyrir á Anton son, Dag Gísla. 2)
Sigurður Ingi, margmiðl-
unarhönnuður, f. 21. desember
1987, m. Særós Ester Leifs-
dóttir, nemi.
Ása Líney lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
og námi í opinberri stjórnun og
stjórnsýslu frá Endurmenntun
Háskóla Íslands. Vorið 2010
lauk Ása BS-gráðu í við-
skiptafræði frá Háskólanum á
Akureyri.
Ása var aðalbókari sýslu-
mannsins á Selfossi síðustu ár.
Hún stofnaði og rak, ásamt Lilju
Guðmundsdóttir, gjafa-
vöruverslunina Í tilefni dagsins
á Selfossi frá 1990-96. Áður
starfaði hún m.a. hjá Lands-
virkjun og Selfosskaupstað. Ása
tók virkan þátt í félagsstörfum,
var einn af stofnfélögum ITC
Selja og var um tíma forseti
deildarinnar. Hún var formaður
Framsóknarfélags Selfoss, vara-
bæjarfulltrúi um tíma og sat í
ýmsum nefndum á vegum sveit-
arfélagsins. Helstu áhugamál
Ásu voru fjölskyldan, handa-
vinna, ferðalög og garðrækt.
Útför Ásu Líneyjar fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 28. júlí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Ása Líney fædd-
ist í Víðihvammi 3 í
Kópavogi, þar ólst
hún upp og gekk í
Kópavogsskóla til
12 ára aldurs er
fjölskyldan fluttist
á Bragagötu 30 í
Reykjavík. Ása
lauk landsprófi frá
Kvennaskólanum í
Reykjavík 1976.
Þann 14. nóv-
ember 1981 giftist Ása Þorgrími
Óla Sigurðssyni, aðstoðaryf-
irlögregluþjóni, f. 24. júlí 1952.
Foreldrar hans: Ingibjörg Þor-
grímsdóttir, húsmóðir, f. 20.
ágúst 1926 og Sigurður Jónsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn, f.
18. mars 1929, d. 8. september
1986. Bræður Þorgríms Óla: 1)
Jón Arnar, m. Anna Halldórs-
dóttir. 2) Þór, m. Ingveldur Guð-
jónsdóttir. 3) Sigurður Rúnar. 4)
Gunnlaugur Valgarð, m. Anna
Steinþórsdóttir. Öll sín búskap-
arár bjuggu Ása og Óli á Sel-
fossi þar sem þau bjuggu fjöl-
skyldu sinni fallegt og gott
heimili.
Dóttir Ásu og Páls I. Blöndals
Sigurbjörnssonar, f. 15. apríl
1955, er Linda Rós, hjúkr-
unarfræðingur, f. 22. september
1977, m. Dagur Gunnarsson,
Aðfaranótt miðvikudagsins 20.
júlí síðastliðins vaknaði ég upp
við símhringinguna sem ég hafði
átt von á en þó ekki svona
snemma. Yndislega móðir mín,
Ása Líney Sigurðardóttir, var
látin. Eins mikið og maður hafði
reynt að undirbúa sig fyrir þetta
símtal gat maður ekki ímyndað
sér hversu sárt og erfitt það væri
að fá þessar fregnir.
Vorið 2009 hóf mamma stríðið
við krabbameinið. Ekki er annað
hægt að segja en að sú barátta
hafi verið aðdáunarverð og ein-
staklega hetjuleg. Aldrei hafði
mig órað fyrir hversu sterk þessi
manneskja gat verið. Aldrei sá
maður það á henni að hún væri
kvalin og ótrúlegt var að sjá
hversu brosmild og glaðleg svona
veik manneskja gat verið. Alltaf
hugsaði hún um aðra fram yfir
sig sjálfa. Í miðri baráttu lauk
hún námi sem hún hafði hafið áð-
ur en hún greindist og ekki nóg
með það heldur útskrifaðist hún
með hæstu einkunn.
Mamma var alltaf einstaklega
ráðagóð og gat maður alltaf leit-
að til hennar með sín vandamál
hver sem þau voru og aldrei
dæmdi hún. Alltaf hringdi maður
í mömmu ef maður var ekki viss
með hlutina og er óhætt að segja
eins og oft er sagt að mamma
manns viti nú alltaf best. Hún
kom jafnt fram við alla og aldrei
heyrði ég slæm orð um nokkurn
mann koma frá henni.
Mamma mín var alltaf einstak-
lega lagin í höndunum og eru þau
ófá sauma- og föndurverkin sem
hún skilur eftir sig fyrir okkur
hin til að njóta. Það er og verður
mér alltaf minnisstætt þegar ég
bað hana um að prjóna á mig
lopapeysu og ég gat ekki valið
hvort ég vildi rennda eða lokaða
peysu svo að hún prjónaði bara
tvær.
Hún kvaddi þennan heim af
mikilli yfirvegun og alltaf var
stutt í grínið og gamanið hjá
henni allt fram að seinustu
stundu. Eitt er þó ljóst að þessi
frábæra manneskja, einstaka
kona, mín ástkæra móðir skilur
eftir sig djúpt skarð í huga og
hjarta mér og allra sem nærri
henni komu.
Takk mamma mín
Takk fyrir að bera mig undir belti.
Takk fyrir að ala mig upp.
Takk fyrir öll ráðin sem þú gafst mér.
Takk fyrir að kenna mér að taka réttar
ákvarðanir.
Takk fyrir að banna mér að gera hluti
sem átti ekki að gera.
Takk fyrir að segja mér að gera hluti
sem ég átti að gera.
Takk fyrir að styðja mig í öllu.
Takk fyrir að vera alltaf til staðar.
Takk fyrir tímann sem við áttum sam-
an.
Takk fyrir allt mamma mín.
Þinn sonur,
Sigurður Ingi Þorgrímsson.
Elsku yndislega mamma mín.
Mikið vildi ég óska þess að þú
værir hér enn hjá okkur. Ég
hefði viljað hafa þig hjá mér svo
miklu, miklu lengur. Söknuður-
inn og sorgin er ólýsanlega mikil.
Eins og lífið getur nú verið ynd-
islegt þá er svo sárt og ósann-
gjarnt þegar fólk fellur frá í
blóma lífsins, þú varðst bara 52
ára. Svona hlutir minna mann á
hvað lífið er stutt og dýrmætt, og
hversu mikilvægt það er að njóta
líðandi stundar.
Þú varst ekki bara frábær
mamma sem ég gat alltaf leitað
til, heldur líka besta vinkona mín.
Þú varst einstaklega jákvæð og
góðhjörtuð manneskja, gáfuð og
dugleg og gædd svo ótal mörgum
kostum. Alltaf svo styðjandi og
skilningsrík. Þú hafðir líka yndi
af ömmuhlutverkinu og sýndir
barnabörnunum þínum þremur
mikinn áhuga, ást og hlýju. Ég er
svo þakklát fyrir að drengirnir
mínir hafi kynnst þér og veit
hvað þér fannst dýrmætt að ná
að sjá nýjasta barnabarnið ykk-
ar, dóttur Sigrúnar, fæðast í apríl
síðastliðnum, og að fá að fylgjast
með henni vaxa og dafna síðast-
liðna 3 mánuði.
Þú varst sátt við það sem þú
áorkaðir í lífinu og talaðir mikið
um hvað þú værir stolt af okkur
börnunum þínum. Þú notaðir
tímann vel eftir að þú veiktist,
varst ákveðin í að ljúka viðskipta-
fræðinni, og gerðir það með
glæsibrag og hélst stóra veislu.
Við þrjár mæðgurnar áttum
ómetanlega góðar stundir í ynd-
islegri ferð til Frakklands á síð-
asta ári. Ég á svo margar góðar
minningar um þig, elsku mamma
mín, við höfum átt svo góð samtöl
og margar samverustundir í
gegnum allt mitt líf. Þú áttir góð-
an tíma með Óla pabba og góðum
vinum í utanlandsferð í vor þar
sem þið nutuð lífsins saman. Þar
fékkst þú stund milli stríða í
veikindum þínum.
Fyrir rúmum 2 árum greindist
þú með krabbamein. Síðasta
hálfa árið fóru veikindin að áger-
ast og taka æ meiri toll af þér.
Alltaf héldum við þó í vonina um
að þú myndir sigra eða ná að
halda sjúkdómnum niðri og að
við fengjum lengri tíma með þér.
Síðustu vikurnar voru þér mjög
erfiðar og tæpum tveimur vikum
áður en þú kvaddir okkur var
orðið ljóst að baráttan myndi
senn tapast. Þú tókst því með
ótrúlegri yfirvegun og æðruleysi
og varst fyrst og fremst að hugsa
um okkur hin og gerðir þitt besta
í að undirbúa okkur fyrir það
sem í vændum var. Svo lagðir þú
af stað í þína síðustu langferð,
frjáls og laus undan öllum þján-
ingum. Nú ert þú komin á fal-
legan stað þar sem friðsæld og
fegurð ríkja þar sem þú verndar
og vakir yfir okkur hinum.
Þú varst svo stór hluti af lífi
mínu að það er mjög óraunveru-
legt að hugsa til framtíðarinnar
án þess að þú sért þar með okk-
ur. Saman munum við fjölskylda
þín og ástvinir styrkja hvert ann-
að í sorginni, og reyna að brosa í
gegnum tárin. Við munum ylja
okkur við góðar minningar með
þakklæti í hjarta og segja börn-
unum okkar frá þér.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Elska þig að eilífu.
Þín dóttir,
Linda Rós.
Elsku mamma mín. Tilveran
er undarleg. Stundum undur-
samleg. Stundum óskiljanleg. Þú
varst komin aftur á byrjunarreit,
tilbúin til brottfarar. Kvaddir
þennan heim nánast á sama stað
og þú komst í hann, þá var líka
sumar og í hjarta þínu var alltaf
sumar.
Takk, elsku besta mamma
mín, þú gafst mér svo margt,
kenndir mér svo margt. Þú sáðir
fræjum kærleika, umhyggju, um-
burðarlyndis og heiðarleika, þú
varst regnið sem vökvaði og sólin
sem vermdi. Nú er það okkar
sem eftir stöndum að hlúa að
græðlingnum og tileinka okkur
allt það sem þú kenndir okkur.
Þannig lifir þú með okkur áfram,
alltaf. Elsku yndislega mamma
mín, alltaf svo jákvæð og bjart-
sýn.
Þú sást sólina setjast að kvöldi
þíns hinsta dags en þegar hún
reis upp aftur hafðir þú kvatt.
Vogurinn var svo fallegur í morg-
unskímunni. Um stund sá ég ekki
fegurðina, fannst tíminn standa í
stað og sem allt væri frosið. En
svo var mér litið í augu litlu
nöfnu þinnar og sá að þar skein
sól þín svo skært, þar og í hjarta
mínu og allra sem unnu þér. Ég
horfði yfir hafið, á sólina, á him-
ininn sem var svo fagur og aftur í
augu litlu nöfnunnar. Þar ert þú,
yfir og allt um kring og þú segir
okkur svo vonandi síðar hvað er
bak við ystu sjónarrönd.
Þín elskandi dóttir,
Sigrún Hanna.
Elsku Ása, á þessari stundu
streyma minningarnar til mín
um samverustundir okkar, upp-
vaxtarárin í Kópavogi, unglings-
árin í Reykjavík, sveitina í
Skriðu, börnin, afmælin …
Það bera ekki allir gæfu til að
fæðast inn í góða fjölskyldu en
við systkinin höfðum heppnina
með okkur. Við nutum þess að
eiga yndislega foreldra og alast
upp í stórum systkinahópi við
umhyggju og ást. Þó ég væri að-
eins árinu yngri en þú þá fórstu
fljótlega að hafa vit fyrir mér og
ég lærði svo margt af þér.
Frá fyrstu tíð var þér lagið að
fara vel með það sem að þér var
rétt. Strax í æsku þegar við feng-
um pening fyrir bíó og nammi þá
var ég ekki fyrr kominn inn í
kvikmyndahúsið en ég hafði eytt
hverri krónu. Þú aftur á móti
sparaðir peninginn og lagðir
hann til hliðar þegar heim var
komið.
Á unglingsárunum varstu mér
hjálpleg, straujaðir skyrtuna
mína og burstaðir skóna fyrir
ballferðir okkar. Við brölluðum
margt. Ég mun aldrei gleyma
þegar við ætluðum út á lífið og þú
gerðir tilraun á mér með hár-
greiðslu og snyrtingu. Perm-
anentið misheppnaðist svo rosa-
lega að mér hefði aðeins verið
hleypt inn á grímuball það kvöld.
Næstu vikur voru kvöl og pína.
Með tíð og tíma náði þó hárið aft-
ur eðlilegum blæ og ég gat tekið
gleði mína að nýju. Síðar gátum
við alltaf hlegið að þessu atviki og
eftir á að hyggja hefði ég ekki
vilja missa af þessari reynslu.
Þú kynntir mig fyrir Guðrúnu
sem varð síðar eiginkona mín og
barnsmóðir. Vinátta ykkar var
alla tíð einstök.
Eitt af því sem einkenndi þig
var hversu létt þú fórst með að
læra og hvað námið sóttist vel.
Þegar pabbi var að reyna að
koma mér áfram á þeirri braut
tók hann auðvitað nærtækasta
Ása Líney
Sigurðardóttir
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR,
Furugrund 60,
Kópavogi,
lést á Landakotsspítala sunnudaginn 24. júlí.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Óskar Jónsson, Halla Eysteinsdóttir,
Bjarni Dagur Jónsson, Sólveig Magnúsdóttir,
Dagur Jónsson, Valdís Þórðardótir,
Rúnar Jónsson, Elsa Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÍRIS SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Sólhlíð 19,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðju-
daginn 26. júlí.
Hafsteinn Ágústsson,
Aðalheiður Hafsteinsdóttir, Sigurður Ingi Ólafsson,
Ágústa Hafsteinsdóttir, Ástþór Jónsson,
Lára Hafsteinsdóttir, Einar Birgisson,
Örn Hafsteinsson, Sólveig Jónsdóttir,
Árni Hafsteinsson,
Sara Hafsteinsdóttir, Þórólfur Guðnason,
Svava Hafsteinsdóttir, Ólafur H. Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
SÆVAR MARINÓ CIESIELSKI,
lést föstudaginn 12. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.00.
Júlía Marinósdóttir, Steinar M. Skúlason,
Hafþór Sævarsson,
Sigurþór Sævarsson,
Victor Blær Jensen,
Lilja Rún Jensen,
afabörn og systkini hins látna.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BALDVIN SIGURÐSSON
frá Eyvindarhólum,
A-Eyjafjöllum,
lést á hjúkrunar og dvalarheimilinu Klaustur-
hólum laugardaginn 9. júlí.
Útför hans fór fram í kyrrþey 23. júlí.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJARNEY SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hælavík,
sem lést á Droplaugarstöðum að kvöldi
föstudagsins 15. júlí, verður jarðsungin frá
Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 2. ágúst.
Athöfnin hefst kl. 13.00.
Kristján Á. Ögmundsson, Elín Þórjónsdóttir,
Lúðvík B. Ögmundsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Sigurbjörg G. Ögmundsdóttir, Snæbjörn Ó. Ágústsson,
Jóhann S. Ögmundsson,
Kristinn B. Ögmundsson, Auður Hreinsdóttir,
Þorteinn H . Ögmundsson, Sigríður E. Hafsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SVÖVU SÍMONARDÓTTUR,
Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir
góða umönnun og Rb. st. nr. 5, Ásgerðar fyrir ómetanlega
aðstoð vegna útfararinnar.
Guð blessi ykkur öll.
Þórir Sigurðsson, Ingibjörg Elísabet Þóroddsdóttir,
Tómas Ævar Sigurðsson, Kristjana Ragnarsdóttir,
Viktor Grímar Sigurðsson, Anna Steingerður Björnsdóttir,
Sigríður Selma Sigurðardóttir, Ólafur Ágúst Símonarson,
Sigrún Sigurðardóttir, Hinrik Helgi Hallgrímsson,
Sesselja Magnúsdóttir,
Tómas Friðjónsson
og ömmubörn.