Morgunblaðið - 28.07.2011, Page 25

Morgunblaðið - 28.07.2011, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 hartnær tuttugu ár og verið nán- ar, bæði í gleði okkar og sorgum og deilt hugsunum og tilfinning- um okkar sem ekki áttu erindi til allra. Björk var mér sérstök vin- kona og við mig var hún ófeimin að láta í ljós það sem hún hafði gengið í gegnum í lífinu, hún gat tjáð sig um það allt; hvernig henni leið, hvernig hún vildi tak- ast á við það og hvað hún ætlaði sér. Björk var bæði hreinskiptin og heiðarleg í samskiptum og vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Björk tók sér ýmislegt fyrir hendur um ævina. Hún var mikill þjarkur til vinnu og verkefna og ef henni hugnaðist að vinna að einhverju þá gerði hún það af mikilli list, atorku og vandvirkni. Hún sótti fjölda námskeiða í gegnum tíðina, ekki síst í veik- indum sínum undanfarin ár. Tók hún sig til og gerði meðal annars silfurskartgripi sem hæfðu kóngafólki, bjó til leirmuni af öllu gerðum og stærðum sem og stór- kostleg glerlistaverk og allt sóm- ir þetta sér hjá vinum og ætt- ingjum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast eftir hana verk. Björk var ekki ein af þeim sem gerðu bara eitthvað smáveg- is, hún gerði alltaf mikið af öllu, var stórtæk og fór oft ótroðnar slóðir. Þó lífið hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um Björkina mína, þá var uppgjöf eitthvað sem ekki var til í hennar huga. Baráttuvilji og kærleiksríkt hjarta gerði Björk að sterkri manneskju og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af ein- stakri trú á möguleika sína. Sannaðist styrkur Bjarkar svo ekki var um villst í veikindum hennar, þá kom fram hinn sterki lífsvilji hennar og baráttuhugur- inn var mikill. Í veikindum sínum sýndi Björk ótakmarkaða þolin- mæði og æðruleysi, og hún var ávallt trú sannfæringu sinni um að gera alltaf betur í dag en í gær, að morgundagurinn fæli í sér ný tækifæri, betri líðan og vissu um bata. Björk hafði mikla trú á kærleika Guðs; að hann leiðbeindi henni og leiddi, þessi trú gaf henni mikinn styrk í veik- indum hennar. Það var ekki fyrr en á síðustu stundu lífsins sem Björk mín lét undan vilja sjúk- dómsins sem hafði heltekið hana alla, að hún gat ekki barist meira. Þakklát er ég fyrir það að Guð miskunnaði sig yfir þig, Björk mín, og gaf þér frið, leyfði þér að sofna svefninum langa. Andlát þitt var hægt og hljótt, fallegt og friðsælt án þrauta, hræðslu eða vanmáttar, nákvæmlega eins og þú óskaðir þér. Að þú hafir feng- ið þessar hinstu óskir þínar upp- fylltar er mér huggun þegar ég kveð þig, elsku Björk mín. Þakka þér fyrir samfylgdina, elsku vina mín, kærleikur þinn hefur gefið mikið af sér til mín og margra annarra og veit ég að þín verður minnst fyrir það um langan tíma. Ég geymi þig í bænum mínum og hjarta, elsku Björkin mín, um ókomna tíð og um leið og ég kveð þig með fallega ljóðinu um Lilj- una sem var þér svo kært, bið ég Guð um breiða gæsku sína yfir fjölskyldu þína og vini. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. (Þorsteinn Gíslason.) Þín vinkona, Anna Steinunn. Elsku Bjögga mín, mikið er skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um þig svona allt of snemma. Það eru svo ótal margar minningar sem fljúga um huga minn og þær verða aldrei teknar frá mér. Við vorum búnar að rifja upp ýmislegt gamalt og gott á síðustu misserum og var það ekki leiðinlegt. Þú varst allt- af svo hlý og umhyggjusöm, hugsaðir alltaf um það hvernig aðrir hefðu það, sama hversu veik þú varst sjálf þá gleymdir þú ekki að hugsa um aðra og gefa af þér, svo mikið var plásssið í hjarta þínu. Ómetanleg var síð- asta ferð mín suður, elsku Bjögga mín, þar sem við áttum dýrmætar stundir, vitandi að þær væru okkar síðustu saman í þessu lífi. Það var gott að vera bara ein með þér og tala við þig, bara við tvær eins og í gamla daga. Þessar minningar munu ylja mér þangað til við hittumst næst, elsku vinkona. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku Erla, Gurri, Iris, Andri Már, Þóra Kristín, Anna Halla, Þröstur og fjölskyldur, missir ykkar er mestur og megi guð vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allt, elsku Bjögga mín. Hittumst síðar. Þín æskuvinkona og vinkona að eilífu, Guðrún Víkings. Elsku Björk. Hjörtu okkar eru full af sorg og þakklæti. Sorg yfir því að þitt jarðneska líf varð ekki lengra og þakklæti fyrir þann magnaða tíma sem við fengum að eiga með þér. Í byrjun göngu okkar með þér gátum við engan veginn séð fyrir hvað tíminn með þér myndi hafa mikil áhrif á okkur. Sá tími breytti hugmyndum okkar og viðhorfum um ókomna tíð. Þú kallaðir fram það besta í okkur. Saman fundum við hug- rekki til að takast á við hluti sem við héldum að við megnuð- um ekki, viljann til að opna okk- ur meir en við höfðum áður þor- að og kraftinn til að gefa meira en við héldum að við gætum gef- ið. Þú gafst okkur hlutdeild í sálu þinni og hlutdeild í baráttu þinni fyrir lífinu. Þú gafst okkur nýja sýn á lífið og sýndir okkur mik- ilvægi þess að lifa einn dag í einu. Þú gafst orðum eins og æðru- leysi, kjarkur og trú nýja merk- ingu í hugum okkar. Takk fyrir allt sem þú kenndir okkur! Takk fyrir ógleymanlegar samverustundir sem færðu okk- ur allar einhvern veginn nær Guði og styrktu samband okkar við hann. Elsku hjartans Töffarinn okk- ar, við gleymum þér aldrei og munum gefa áfram það sem þú gafst okkur. Fyrir hönd Töffaradeildarinn- ar, María og Linda Mjöll. Þegar ég hugsa til vinkonu minnar, hennar Bjarkar, þá fyll- ist ég óendanlega miklu stolti. Mér finnst ég nefnilega svo heppin að hafa fengið það tæki- færi að fá að vera samferða henni á lífsleiðinni. Það er ótrúlega mikil gjöf að fá að kynnast manneskju eins og Björk. Orð eins og kjarkur, dugnaður, þrautseigja, æðru- leysi koma strax upp í hugann. Góður húmor og kaldhæðni fylgja fast á efir. Eftir þær stundir sem við áttum saman þá kom ég alltaf ríkari til baka, hvort sem var af gleði eða reynslu. Björk kenndi mér um æðri mátt og sýndi mér í verki hversu mikilvægt það er að teysta þegar erfiðleikarnir banka á dyr. Það er auðvelt að finna blóraböggul í þannig að- stæðum en Björk sýndi fram á að trúin á æðri mátt skiptir stóru máli á svoleiðis stundum. Ég sakna vinkonu minnar mikið, vinkonu minnar sem var flottasti töffari sem ég hef kynnst. Að lokum vill ég votta fjölskyldu Bjarkar mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öll- um. Kristín. Elsku besta Björkin okkar. Við mæðgurnar vorum ofsa- lega heppnar að fá að kynnast þér. Þú leist mikið upp til Þur- íðar minnar sem berst líka við þennan leiðinlega sjúkdóm, ég man hvað þú varst leið þegar hún greindist aftur fyrir ári síðan. Þið voruð ótrúlega flottar saman, þú sýndir henni mikla ástúð og varst dugleg að knúsa hana þeg- ar þið hittust. Ég mun varðveita vel fallega englahálsmenið sem þú gafst henni þegar þið hittust í fyrsta skipti, ég mun halda áfram að segja henni frá þér, flottasta „töffara“ sem við höfum kynnst. Ég vona að þér líði betur, elsku Björkin okkar, og sért laus við kvalir. Ég veit að þú átt eftir að sakna barnabarnanna þinna og að knúsa þá sem þú elskaðir meira en allt, talaðir ofsalega mikið og fallega um þau. Á svona degi erfitt er, líf okkar að skilja. Sorgin sára hjartað sker, og tárin hvarma hylja. Styrk og kærleik biðjum við, guð, þeim nánu að gefa. Svo þau fái sálarfrið og sorgina nái að sefa. (Steinunn Valdimarsdóttir) Vottum aðstandendum Bjark- ar samúð okkar. Áslaug Ósk og Þuríður Arna. Kæra vinkona. Nú ertu lögð upp í ferðina löngu og allar þján- ingar að baki. Þú varst mér inn- blástur til að hefja göngur mínar fyrir Ljósið og fyrir þann lífs- kraft sem þú bjóst yfir á meðan þú gekkst í gegnum þína þrauta- göngu varstu mér fyrirmynd um viðhorf mín til lífsins. Þú fórst sárþjáð með mér í ófáar fjall- göngur. Þú varst ljós og ljósberi sjálf á meðan þú hafðir krafta til og ég er ríkari maður fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst sannur vinur og varst ávallt reiðubúin til að gefa af þér til annarra hvort heldur var á vettvangi Ljóssins eða þess félagaskapar sem við heyrðum til bæði tvö. Ekki síst í þeim félasskap gastu gefið inn- blástur og styrk til þeirra sem þjáðust og gafst þeim von. Ég kveð þig, elsku Björk. Ég sakna þín mikið og það skarð er stórt sem þú skilur eftir. Eftir stöndum við hérna megin, full þakklætis og kærleika til þín. Guð blessi minningu þína. Þú tími eins og lækur áfram líður um lífsins kröppu bugður alltof fljótt markar okkur mjög svo undan svíður minnir á þig gengur títt og ótt. Þú tími sem að töf vilt enga gera við töltum þetta líf á eftir þér öllum stundum viljum hjá þér vera og vita meir um tilvist okkar hér. Samt linar þú og læknar hjartasárin og leggur við þau smyrsl þín sérhvern dag. Svo tínast eitt og eitt í burtu árin eins og dægrin björt um sólarlag. (Valgeir Skagfjörð) Þorsteinn Jakobsson. Fallinn er frá Sigurður Ingimund- arson, sonur Sissu, systur minn- ar. Hann var fósturbróðir minn. Í fórum mínum á ég gamla mynd af okkur Didda, eins og hann var kallaður. Myndin er tekin fyrir utan æskuheimili okk- ar, Sandgerði á Raufarhöfn, og á henni er ég tæplega fimm ára, hann eins og hálfs árs. Ég er mjög ábyrgðarfull á svipinn og held fast í hann með báðum hönd- um – ætla bersýnilega ekki að sleppa honum. Þegar ég skoða þessa litlu mynd skynja ég að í óeiginlegri merkingu höfum við alltaf haldist í hendur. Diddi og Magga, yngsta systir mín, eru í minningunni eins og tvíburar þótt hún sé sex mánuðum eldri. Sigurður Ingimundarson ✝ Sigurður Ingi-mundarson fæddist 25. janúar 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 18. júlí 2011. Útför Sigurðar fór fram frá Akra- neskirkju 22. júlí 2011. Hann var stór eftir aldri, hún smá og fíngerð. Ég hef það fyrir satt að mér hafi oft verið falið að gæta þeirra og stundum þótt nóg um. Þau voru litlu systkini mín. Í dagsins önn leið stundum dágóður tími milli samfunda en þegar við hitt- umst flæddi kærleikurinn á milli okkar eins og lind. Diddi átti til sérstaka mannlega hlýju sem hann sýndi ætíð vinum og ætt- ingjum, ekki síst börnum. Hann var prúður í fasi, hlédrægur og grandvar, lét ekki á sér bera í fjölmenni, en á rólegum stundum var gott að eiga hann að málvini. Afa sínum og ömmu, Arnþrúði og Sigurði, reyndist Diddi eins og besti sonur. Diddi var gæfumaður í einka- lífi. Hann eignaðist afar góða konu, Guðrúnu Þórarinsdóttur, þrjá mannvænlega syni, tengda- dætur og barnabörn. Á Akranesi bjuggu Guðrún og Diddi sér fal- legt heimili. Fjölskyldan öll var hamingja hans. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og sýndu gestum sínum gott viðmót og hlýhug. Ég er þeim þakklát fyrir þá elsku sem þau sýndu mér og mínum ávallt. Sérlega minn- isstæð er mér einstök umhyggja þeirra við mig þegar þau buðu mér að dveljast hjá sér eftir að ég gekkst undir aðgerð á Akranes- spítala. Þau báru mig sannarlega á höndum sér. Með gleði minnist ég skemmti- legrar heimsóknar Didda og fjöl- skyldu í Sandgerði síðastliðið sumar. Við rifjuðum upp margt frá uppvaxtarárum okkar í Sand- gerði. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en nóg af ástúð og hlýju. Öll munum við skilja við jarð- lífið fyrr en síðar, en það er erfitt fyrir þá sem eftir lifa að sætta sig við að röðin sé komin að nánum ástvinum. Ég kveð minn kæra fóstur- bróður. Minningin um góðan dreng mun lifa. Guðrúnu og allri fjölskyldunni votta ég dýpstu samúð mína og bið þeim bless- unar. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast æv- inlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Hólmfríður Sigurðardóttir. Nýlega er látin og til moldar borin heiðurskonan og læknirinn Alma Anna Þórarinsson. Ég kynntist Ölmu fyrst árið 1962 er ég var námskandidat á Alma Anna Þórarinsson ✝ Alma AnnaÞórarinsson f. Thorarensen fædd- ist á Akureyri 12. ágúst 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 9. júlí 2011. Alma var jarð- sungin frá Lang- holtskirkju 19. júlí 2011. Landakotsspítala, en hún starfaði þar þá sem svæfingar- læknir. Við ung- læknarnir áttum hauk í horni þar sem Alma var. Við gát- um leitað til hennar, jafnt á nótt sem degi, um holl ráð og leiðbeiningar, ef skyndilegan vanda bar að höndum. Alma var glæsileg kona, greind, hjálpsöm og einstaklega þægileg manneskja. Hún var vel menntuð og góður læknir. Kom víða við, fyrst sem svæfingar- læknir, krabbameinslæknir og loks sem geðlæknir. Vegir okkar lágu aftur saman þegar Alma stundaði nám í geð- lækningum. Hún hóf, að því námi loknu, störf við áfengis- og vímu- efnaskor geðdeildar Landspítal- ans. Þar störfuðum við aftur sam- an um árabil. Samstarfsfólk hennar og sjúklingar nutu góðs af víðtækri þekkingu hennar, ná- kvæmni, samviskusemi, trygg- lyndi og góðvild, enda var hún ákaflega vel liðin af öllum. Marg- ir munu sakna hennar nú, þegar komið er að leiðarlokum. Ég kveð Ölmu með djúpri virð- ingu og þökk fyrir samstarfið, hjálpsemi hennar, leiðsögn og tryggð. Börnum hennar og afkomend- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Jóhannes Bergsveinsson, læknir. Ég kynntist Hólmsteini á Rhodos. Hann var þar með strákana, þá Pétur heit- inn og Úlfar hans Loga, með sér og þeir ærsluðust eins og enginn væri morgundagurinn. Þjónar höfðu í nógu að snúast við að hafa ofan af fyrir þeim í vatnsbyssu- leik á göngum, bak við barborð og inni í eldhúsi svo fullorðna fólkið gæti snætt í friði. Þetta var bara ágæt ferð og við skemmtum okkur vel. Síðan lágu leiðir okkar aftur saman sumarið eftir en þá skemmtum við okkur við að gera við hús. Ég var þá í námi og vann með Steina fleiri sumur en mig í upphafi grunaði. Ég var áðan uppi á þaki hjá mér að nota gömlu borvélina hans pabba heit- ins og mundi þá að við höfðum fengið hana að láni fyrsta árið sem við unnum saman. Með henni skrúfuðum við allt sem Hólmsteinn Pjetursson ✝ HólmsteinnPjetursson fæddist 24. febrúar 1951. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 11. júlí 2011. Útför Hólm- steins fór fram frá Hallgrímskirkju 22. júlí 2011. skrúfa þurfti í Fiskifélaginu, Skúlagötu 4 og þetta borvélargrey fékk að kenna á því. Mér fannst ég tengjast Hólmsteini í gegnum þessa litlu, gömlu, svörtu borvél og var að hugsa um þetta á meðan borvélin snérist milli hand- anna á mér uppi á þaki. Hún snérist og snérist og virðist ódrepandi. Þegar Hólmsteinn veiktist trúði ég því að hann myndi hrista þetta af sér, snúast áfram rétt eins og borvélin góða. Ég vildi ekkert vera að heim- sækja hann í einhverju volæði upp á spítala, ætlaði bara að hitta hann seinna. Það verður eitthvað að bíða um sinn. Merkilegt hvað litlir hlutir eins og þessi borvél stugga við minningum. Okkur þótti ekkert hæfilegra en að rétta pabba viskíflösku fyrir lán- ið. Hólmsteinn vildi gera alla hluti vel, vanda sig og gerði við hús af heilindum. Verkfræðistof- ur og starfsmenn þeirra kunnu að meta þetta og leituðu til hans fyrir vikið. Hólmsteinn gaf sig 100% í þetta, fjárfesti í tækjum og verkfærum af útsjónarsemi og snilld. Það er víst að hann hefur mótað þessa starfsgrein á Íslandi meira en flestir, bætt aðferðir og skapað nýjar. Hólmsteinn hugs- aði í lausnum og hélt vel utan um fyrirtækið. Ég veit að oft eftir venjulegan vinnudag eyddi hann kvöldinu í að færa bókhald, reikna laun, skrá magntöku eða gera tilboð í eitthvert verkið. Ég hef unnið með bræðrum Steina, frændum, vinum, pabba hans, Diddu konu hans og síðan allskonar fuglum og oft mikið fjör og mikill hasar. Fyrstu sumrin kom fyrir að ég fór með Steina í hádegismat til foreldra hans á Bugðulækinn og hitti þá kannski einhverja bræðranna sem komu þar einnig í mat. Af- skaplega viðkunnanlegt fólk og gott heimili þar. Við vorum allt frá því að vera tveir, þrír til 30 þegar best lét, auk undirverk- taka. Það var stundum meira en nægur mannskapur í tvö fót- boltalið og Lýður bróðir Hólm- steins stóð fyrir keppni í hádeg- inu þegar þannig viðraði. Hólmsteinn var gegnheill vin- ur og gott að leita til hans þegar eitthvað þurfti að leysa. Hólm- steins verður sárt saknað af vin- um, vandamönnum og í bransan- um sem hann skapaði öðrum fremur af dugnaði. Hólmsteinn kunni líka að njóta lífsins og þau Didda ferðuðust þvers og kruss um heiminn milli anna. Takk fyrir að fá að kynnast þér, Hólmsteinn minn, vertu blessaður og hafðu það eins og þú vilt. Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.