Morgunblaðið - 28.07.2011, Side 28

Morgunblaðið - 28.07.2011, Side 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GLEÐILEG JÓL LÍSA VÁ! EN SÆT SPILADÓS SEM SPILAR „ÞÚ ERT LEDER- HOSEN KLÆDDA ÁSTIN MÍN” UH... OG SJÁÐU BALLERÍNAN ER MEÐ HARMONIKU ÉG Á VIN SEM GETUR GRAFIÐ ÞETTA FYRIR ÞIG 600 - 0 ÞAÐ ER ÞÉR AÐ KENNA AÐ VIÐ TÖPUÐUM! ÞEGAR LIÐ TAPAR ÞÁ ER ÞAÐ ALLTAF ÞJÁLFARANUM AÐ KENNA VIÐ TÖPUÐUM LEIKNUM MEÐ SEXHUNDRUÐ STIGUM AF HVERJU VARSTU EKKI EINU SINNI MEÐ LEIKKERFI!? ÆTLAR ÞÚ EKKI AÐ BORÐA MATINN SEM ÞÚ VARST AÐ ELDA? NEI, ÉG HEF ENGA ORKU TIL AÐ BORÐA ÉG MISSTI MATINN Í GÓLFIÐ OG ÞAÐ TÓK MIG HEILLANGAN TÍMA AÐ SKAFA HANN AF GÓLFINU OG SETJA HANN AFTUR Í FÖTUNA MANSTU ÞEGAR ÞÚ SAGÐIR AÐ ÞAÐ GERÐIST ALDREI NEITT SPENNANDI HÉRNA ÞAÐ AÐ FÁ BETRI MAT Í MÖTUNEYTIÐ ER GOTT VERKEFNI FYRIR OKKUR AÐ VINNA AÐ ÞESSA VIKUNA EN HVERNIG? VIÐ SKIPULEGGJUM MÓTMÆLI FYRIR UTAN SKÓLANN YKKAR ÞAÐ HLUSTAR ENGINN Á OKKUR VIÐ ERUM BARA BÖRN ÞIÐ HAFIÐ MEIRA VALD EN ÞIÐ HALDIÐ. ÞIÐ ÞURFIÐ BARA AÐ FINNA SLAGORÐ SEM FÆR AÐRA MEÐ YKKUR „LÆRUM EKKI HEIMA FYRR EN VIÐ FÁUM BETRI MAT!” JÁ! VIÐVERÐUM ÓSTÖÐV- ANDI HVAR FINN ÉG WOLVERINE ÞÓ ÉG VISSI ÞAÐ ÞÁ MYNDI ÉG EKKI SEGJA ÞÉR ÞAÐ ÉG KANN LEIÐIR TIL AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ TALA ÞETTA ER SÍÐASTA TÆKI- FÆRIÐ ÞITT! MIKIÐ ERTU SLÆMUR Í SKAPINU Sagnfræðinemar vandi orðaval sitt Góðan dag, kæru les- endur, ég vaknaði af værum blundi 18. júlí síðastliðinn. Opnaði útvarpið á Rás 1 að venju, náði í endann á þætti Ingveldar G. Ólafsdóttur. Vil ég þakka henni góðan þátt, valda tónlist og oft spjall við ýmsa af landsbyggðinni, nú nýlega við Þráin hót- elstjóra á Hallorms- stað og Sigfús bónda á Brekku í Mjóafirði. Ekki heyrist svo mikið af lands- byggðinni síðan svæðisútvarpið var lagt niður vegna sparnaðar, illu heilli. Það sem stakk mig þennan um- rædda morgun var orðaval ungra sagnfræðinema, þeirra Andreu Bjarkar og Ólafar. Þær sögðu frá áhugaverðri fræðslu sem þær væru að starfa við, þær sýndu fram á að sagan gæti verið fræðandi og skemmtileg, að ekki væru einungis sveitadurgar í torfkofum eins og þær virtust halda. Mér fannst mikil niðurlæging í framangreindum orð- um sem voru eflaust í hugsunarleysi sögð. Út úr þessu torfkofum, sem ég vil nefna bæi, komu oft sjálfmennt- aðir menn vel talandi á íslensku og fleiri tungumál, skrifuðu og ortu þó að sumir þeirra hafi ekki getað menntast í skólum sökum fátækt- ar. Að öðru jákvæðu. Ég er lengi búin að skrifa og þakka Ríkis- útvarpinu sérstakar ánægjustundir við hlustun ótal góðra þátta, sérstaklega Rás 1 sem er mín rás. Vil ég nefna þátt Lönu Kolbrúnar „Litlu flug- una“. Hún vinnur ómetanlegt starf, held- ur til haga eldri upp- tökum með frábærum flutningi söngvara, vönduðum textum og kynnir svo vel. Gamlar perlur sem mega ekki gleymast, t.d. frá dæg- urlagakeppninni sem var mikil hvatning fyrir þá sem sömdu. Óska- stundin hjá Gerði er ómetanleg. Þá á Jónas Jónasson þakklæti mitt, sá frábæri, fjölhæfi útvarpsmaður. K.K. fær alla mína hlustun, mætti vera meiri fjölbreytni, nóg er til af efni. Að lokum þakka ég Sigrúnu Stefánsdóttur fyrir einstakt framtak að sýna í sjónvarpinu í sumar ís- lenskar kvikmyndir sem margir eiga ekki kost á að sjá vegna fjarveru frá kvikmyndahúsum. Sveitadurgur úr torfkofa. Ást er… … að vona að þér líki við mig. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara, Reykjavík | Næstu ferðir FEB í ágúst verða farnar: 10. ág. kringum Snæfellsnes. 19. ág. Fljótshlíð, Fjallabak syðra, Skaftártunga. 15.-18. ág. Kjölur, Eyjafjörður, Fjalla- byggð. 20.-23. ág. Sprengisandur, Hvannalindir, Kverkfjöll. Skrifstofa FEB verður opnuð 8. ágúst eftir sumarleyfi. Uppl. og bókanir hjá Valgarði í síma 897- 7550. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9-16, ganga kl. 10. Félagsstarf eldri bæjarbúa, Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15, kaffispjall í Króknum, Skólabraut kl. 10.30, skemmtiganga frá Mýrarhúsaskóla kl. 13.30, listahópur verður með uppákomu á Skólabraut 3-5. kl. 14. Púttvöllur opinn. Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja frammi og púttvöllur er opinn alla daga. Tímapantanir hjá Helgu fótafræðingi eru í síma 698-4938. Hárgreiðslustofan er opin, sími 894-6856. Bónusbíll fer frá Hraunbænum alla þriðjudaga kl. 12.15. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16, botsía kl. 10, böðun fyrir hádegi, hádeg- isverður, félagsvist kl. 13.30, kaffisala í hléi. Íþróttafélagið Glóð | Pútt á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is. Vesturgata 7 | Höfum opnað aftur eftir sumarfrí. Á morgun 29. júlí verður sung- ið v/flygilinn við undirleik Sigurgeirs kl. 13.30, og dansað undir stjórn Sigvalda kl. 14.30, veislukaffi. Karl í Skuggahverfi var fasta-gestur í Vísnahorninu um skeið, en dró sig síðan í hlé. Hann stofnaði reyndar fésbókarsíðu í sínu nafni, en ekkert hefur hann æmt eða skræmt þar. Þar er ljós- mynd af honum, skeggjuðum og hvíthærðum, tönnum áfátt í bros- inu, en breitt er það. Kerlingin á Skólavörðuholtinu hefur reynt að vekja hann til lífs með særingum á borð við: Slitið er þitt fés og fægt feyskni drykkjuskrjóður. Í neyð þig væri naumast hægt að nota í hundafóður. Er ekkert svar barst, bætti hún við: Slompaður og slefandi, slæpingi og þrjótur, mikið ertu mannfjandi merkilega ljótur. Helgi Zimsen telur sig einnig til vina karlsins og hvatti hann til dáða: Þarna greini geitarskegg og gisnar tennur. Eflaust munar ekki segg um allskyns glennur. Enn barst ekki svar og Helgi orti: Geitarskeggja, gráum segg glamra í tennur fáar. Ekkert leggur inn á vegg, enda sennur smáar. …Æskan líður öllum frá sem eldast. Ellin gefur gumum þá að geldast. - - - Alkalís- sem ertu –veggur örum settur hrörum. Muntu ekki mosaskeggur mæla flím af vörum. Svo að ekkert andans hrím eyði þínum reitum. Óðar- máttu efla -flím æla beittum skeytum. Nú er spurning hvort karlinn rumskar við þetta? Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af karli í Skuggahverfi - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.