Morgunblaðið - 28.07.2011, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
AF LEIKLIST
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
Það er fátt betra en að fylgjastmeð góðum leikara ískemmtilegu hlutverki, svo
lengi sem það hlutverk er í leikhúsi,
sjónvarpi eða í kvikmyndum. Leik-
listartilþrif leynast nefnilega víðar
en á sviðum leikhúsanna, sjónvarpi
eða í kvikmyndum, en við dettum í
ýmis hlutverk á degi hverjum. Sem
dæmi má nefna að þegar ég elda
fyrir konuna mína sýnir hún stór-
leik. Hún fer í hlutverk gríðarlega
svangrar konu sem er svo svaka-
lega ánægð með matinn sem borinn
er á borð fyrir hana, að hún lofar að
elda næst og þarnæst og jafnvel
þar-þarnæst.
Leiklistin er partur af svomörgu, eins og til dæmis
íþróttum. Knattspyrnumenn til-
heyra sennilega þeirri stétt sem
kemst næst því, fyrir utan leikara,
að hafa fullkomnað leiklist-
artilþrifin í þágu starfs síns. Hver
hefur annars ekki séð knattspyrnu-
mann henda sér í grasið, liggja þar
og emja og ríghalda í útlimi líkt og
þeir væru að detta af? Í kjölfarið
dæmir dómarinn á þetta vítaverða
brot, en svo kemur í ljós í hægri
endursýningu að þetta var ekki
neitt annað en leiklist á heims-
mælikvarða.
Það eru fleiri stéttir semtreysta á leiklistina að miklu
Leiklistartilþrif leynast víðar
en á sviðum leikhúsanna
Leiklistin Krakkarnir í Vesturporti eru gott dæmi um frábæra leikara.
leyti, eins og bílasalar. Ég fór á
bílasölu um daginn þar sem ég
spjallaði við bílasala í hálftíma um
bíl sem var til sölu hjá honum. Í
þessu hálftímalanga leikriti var
einn aðalleikari, eitt lítið auka-
hlutverk og svo nokkrir statistar.
Aðalhlutverkið var að sjálfsögðu í
höndum bílasalans, sem blaðraði
allan tímann um ágæti bílsins og
hvað ég gerði góð kaup ef ég
ákvæði að skella mér á hann. Aðal-
leikarinn fór með fleygar setningar
á borð við: ,,Það er svakalega gott í
þessum bílum,“ ,,Ertu ruglaður.
Þetta er stærri vélin sko!“ og ,,Þessi
bíll verður farinn á morgun“ og þar
fram eftir götunum. Mér var hins-
vegar úthlutað litlu aukahlutverki
sem beygður, fáfróður maður sem
sagði ekkert annað í leikritinu en:
,,Eru þessar Hondur ekki alltaf að
bila?“ Eftir frábæra frammistöðu
aðalleikarans var ég staðráðinn í
því að festa kaup á bílnum og
hringdi í félaga minn sem hefur
mikið vit á bílum og spurði hann
álits. Hann hló bara að mér og
spurði hvort ég væri eitthvað rugl-
aður – þetta væri gamla boddíið!
Á hverjum degi mætum viðfólki sem leikur missannfær-
andi hlutverk með missannfærandi
handrit. Við verðum því að hafa
augun opin fyrir leikaraskap í
kringum okkur og gæta okkar á því
að ráða okkur ekki óafvitandi í
launalaust hlutverk.
» ,,Það er svakalegagott í þessum bíl-
um,“ ,,Ertu ruglaður.
Þetta er stærri vélin
sko!“ og ,,Þessi bíll verð-
ur farinn á morgun“
Samkvæmt Tónlistanum, sem er
unninn af Félagi hljómplötufram-
leiðenda, seldust fleiri plötur á
fyrstu sex mánuðum ársins en á
sama tíma í fyrra. Tónlistarbrans-
inn er misjafn og fer eftir þeim titl-
um sem í boði eru hverju sinni. Í ár
stefna nýjar plötur Gus Gus, Bubba
og Sólskugganna og Helga Björns
og Reiðmanna vindanna í að ná
gullsölu, 5.000 eintökum, aðeins ör-
fáum vikum eftir útgáfu þeirra.
Vinsælastir Gus Gus, Bubbi og Helgi
Björns eru með þetta.
Sala tónlistar
á Íslandi eykst
Söngkonan Sheryl Crow vill hjálpa
þeim tíu skólum sem eyðilögðust í
hvirfilbylnum sem skall á Missouri í
maí sl. Crow ætlar að setja blæju-
bílinn sinn á uppboð, Mercedes-
Benz 190 SL Roadster árgerð ’59,
þann 22. ágúst og gefa uppbygging-
arstarfi skólanna peninginn.
Reuters
Hjálpsöm Crow er fædd í Missouri.
Sheryl Crow leggur
hönd á plóg
CAPTAIN AMERICA 3D kl. 2:30 - 5:30 - 8 - 10:45 12
HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 - 8 - 10:20 12
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 2:30 - 5 - 8 - 10:45 12
BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 2:30 - 5 L
TRANSFORMERS 3D kl. 8 - 11 12
KUNG FU PANDA 23D Með ísl. tali kl. 2:30 L
/ ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL
HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:15 12 HARRYPOTTER7-PART23D kl.2:45-5:20-8-10:40 12
HORRIBLE BOSSES kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:15 VIP HARRYPOTTER7-PART2 kl.2:45-5:20-8-10:40 12
BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L TRANSFORMERS 3 kl. 8 12
BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L THE HANGOVER 2 kl. 5:30 12
CARS 2 Með ensku tali kl. 8 - 10:30 L KUNG FU PANDA 2 Með ísl. tali kl. 3 L
SÝND Í KRINGLUNNI
á allar sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D
„THE BEST 3D
SINCE AVATAR“
- SCOTT MANTZ,
ACCESS HOLLYWOOD
H H H
-T.V. KVIKMYNDIR.IS/
- SÉÐ OG HEYRT
SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK, SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI
OG AKUREYRI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
ATHUGIÐ GLÆNÝ STUTTMYND
SÝND Á UNDAN CARS 2
FRÁ HÖFUNDUM
"SVALARI BÍLAR
OG MEIRI HASAR"
- T.D. -HOLLYWOOD
REPORTER
H H H H
- J.C. -VARIETY
H H H H
- P.T. -ROLLING STONES
H H H H
LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR,
BETRI EN NOKKURN TÍMANN