Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  179. tölublað  99. árgangur  RAFMÖGNUÐ RAFTÓNLISTARHÁTÍÐ UNDIR JÖKLI DRAGGKEPPNI HINSEGIN DAGA Í HÖRPUNNI PRJÓNAR ULLAR- BARNAPEYSUR OG UNGBARNATEPPI BIÐLISTI EFTIR ÞÁTTTÖKU 26 KONAN Á BAK VIÐ KATTOMENIUM 10EXTREME CHILL FESTIVAL 28 Mikið annríki hefur verið í skála Ferðafélags Íslands í Land- mannalaugum í sumar en að jafnaði hafa á milli 80 og 100 manns lagt þaðan af stað Laugaveginn á degi hverjum. Helga Haraldsdóttir skálavörður segir að þokkalega hafi viðrað á svæðinu, sumarið hafi gengið vel og áfallalaust og umgengnin um náttúruna hafi verið góð og fari batnandi ár frá ári. Fjöldi göngufólks á öllum aldri komi til að njóta umhverfisins sem Helga segir þó dálítið kaldranalegt. „Landmannalaugar eru dásamlegur staður og náttúran ótrúlega falleg en ekki kannski það sem við myndum kalla kósý,“ segir Helga. „En hér er gönguparadís og ágæt aðstaða og við leggjum mikið upp úr því að hafa allt hreint og fínt.“ Dásamlegur staður en ekki beinlínis notalegur Morgunblaðið/RAX  Ásmundur Friðriksson, bæj- arstjóri í Garði, segir að það fjár- magn sem kom inn í HS orku þegar lífeyr- issjóðir keyptu 25% hlut í fyr- irtækinu hafi að hluta farið í að greiða lán til Ross Beaty, eins aðal- eiganda fyrirtækisins. Hann hafi keypt hlut sinn í HS orku fyrir af- landskrónur og nú hafi hann hagn- ast margfalt með leyfi fjármála- ráðherra. »2 Segir peninga lífeyrissjóða renna í vasa Ross Beaty  Hægt er að hefja útboð nýrra jarðganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar með stuttum fyrirvara. „Fyrir tveimur árum var reiknað með að framkvæmdirnar færu í gang upp úr miðju ári 2012 en það þarf að taka nýja ákvörðun, það verður gert í haust í tengslum við afgreiðslu samgönguáætlunar,“ segir Hreinn Haraldsson vega- málastjóri. „Það er forgangsverk- efni að ráðist verði í gerð Norð- fjarðarganga,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarða- byggðar. Rúman hálftíma tók að greiða úr umferðaröngþveiti í göngunum á sunnudag. »9 Ný Norðfjarðargöng eru forgangsverkefni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það kom starfsmönnum Heklu á óvart hversu dræm viðbrögðin voru þegar auglýst var eftir starfskröft- um á verkstæði bílaumboðsins. Einn sótti um starf sem auglýst hafði ver- ið þrivar en hætti við þegar laun á gamla vinnustaðnum voru hækkuð vegna umsóknarinnar. „Við höfum verið að eltast við fólk en það hefur ekki gengið. Ég er bú- inn að vera í þessum viðgerðabransa síðan 1977 og hef því séð ýmislegt. Þetta er hins vegar mjög áberandi núna. Það er erfitt að ná í gott fólk,“ segir Ólafur B. Jónsson, deildar- stjóri þjónustuumboða hjá Heklu, um framboðið á starfskröftum. Fjöldi skráður atvinnulaus Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, bendir á gögn Vinnumálastofnunar síðan í vor um að hundrað bifvélavirkjar hafi þá verið skráðir atvinnulausir. Guðmundur Ingi Skúlason, fram- kvæmdastjóri Kistufells, segir skýr merki um að svarta hagkerfið sé að stækka. „Skattlagning spilar hér inn í. Hún er glórulaus … Með lægri sköttum kæmi meira upp á yfirborð- ið,“ segir hann og bætir því við að stjórnvöld hafi tekið dræmt í hug- myndir um að endurgreiða virðis- aukaskatt af bílaviðgerðum, líkt og boðið er upp á vegna viðhalds á hús- næði í átakinu „Allir vinna“. Ein umsókn eftir þrjár auglýsingar  Hekla þurfti bifvélavirkja  Atvinnuleysi er í stéttinni  Framkvæmdastjóri Kistufells segir skattbyrðina mikla Morgunblaðið/Arnaldur Viðhald Skipt um loftsíu. MFá ekki menn til starfa »4 Benedikt Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Bílabúðar Benna, varar við þeirri þróun að svartar bílaviðgerðir séu að færast í vöxt. „Þessu fylgir alltof mikil áhætta. Fúsk í viðgerðum er tif- andi tímasprengja.“ Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, tekur undir þetta og segir þró- unina koma niður á örygginu. Má í því samhengi benda á að síðustu áramót voru 204.736 fólksbílar skráðir á Íslandi. Meðalaldur þeirra er 11,7 ár og hækkar stöðugt. Eykst því eftirspurnin eftir viðgerðum. „Alltof mikil áhætta“ VIÐHALD BÍLA Hlutabréfavísitölur í Bandaríkj- unum hafa lækkað átta síðustu við- skiptadaga. Það er lengsta lækk- unartímabil á Wall Street frá því í október 2008. Óvissa um skulda- stöðu ríkisins ræður þar mestu en fjárfestar óttast mögulega lækkun á lánshæfiseinkunn ríkisins. Moody’s og Fitch staðfestu þó í gær AAA- einkunn Bandaríkjanna. En horfur eru enn neikvæðar svo lækkun er ekki útilokuð. Þá hefur minnkandi einkaneysla einnig áhrif á fjárfesta en einkaneysla dróst saman í BNA í júní í fyrsta sinn í tvö ár. Nasdaq og S&P 500-vísitölurnar eru nú lægri en þær voru í upphafi árs og Dow Jones-vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan mars. Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu lækkuðu einnig í gær en það er m.a. rakið til efnahagsóvissu Ítalíu og Grikklands. Reuters Erfitt Hlutabréf hafa lækkað mjög. Mikil lækkun  Óvissa á Wall Street

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.