Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 11
bært fyrirbæri, en þá er prjónað eftir mynd þar sem hver lykkja á sinn kassa á myndinni. Þá er talið út – kannski 15 rauðar lykkjur og átta gular – og svo er snúið við. Það þarf semsagt að prjóna fram og til baka. Í minni hönnun á Kattomeni- um-peysunum teikna ég upp munst- ur eftir grafískum reglum sem ég gef mér sjálf.“ Vinkonur úr Borgarfirði Ingibjörg bað vinkonu sína Sig- rúnu Elíasdóttur að koma í lið með sér með peysuævintýrið. Hún leit- aði í heimabyggð, til Borgarfjarðar, þar sem þær Sigrún eru báðar ald- ar upp og hafa þekkst frá því þær voru stelpur. „Sigrún prjónaði nokkrar flíkur fyrir mig en sjálf er ég ekki flink prjónakona. Við þurft- um að vinna með stærðir og slíkt og núna erum við að prófa að setja þetta á markað, til að sjá hverjar viðtökurnar verða. Við erum báðar á þessum barneignaraldri og þess vegna hugsuðum við þetta sem barnavöru, en margir hafa viljað fá svona peysur í fullorðinsstærðum. Ef allt gengur vel stefnum við á að framleiða líka stærri peysur og jafnvel fylgihluti.“ Ullin þvegin, lituð og ofin á Íslandi Ingibjörg segir að Sigrún hafi umsjón með framleiðslu flíkanna og haldi utan um samvinnu við prjóna- fólkið heima á Íslandi. „Ég vil ekki láta fjöldaframleiða peysurnar í Kína eða einhverju öðru landi langt í burtu, eins og margir ís- lenskir hönnuðir gera. Ég vil styrkja Ísland sem framleiðslu- land. Ég vil ekki flytja íslensku ullina til útlanda til að láta vinna hana þar og láta prjóna flík- urnar þar. Ég vil vinna eftir því sem kallað er „slow fas- hion“ sem er ekki ósvipað og „slow food“. Áherslan hjá Katto- menium er því á íslenskt gæðahráefni sem er þvegið, litað og ofið heima á Íslandi og að nýta íslenska prjóna- hefð. Með því að hafa þetta allt í nærumhverfi getum við tryggt að vinnuumhverfi starfsfólksins okkar sé ásættanlegt. Fyrir vikið verður varan vissulega dýrari en þær ís- lensku vörur sem eru framleiddar í Asíu eða öðrum löndum. En margir vilja frekar styðja alíslenska fram- leiðslu, þótt hún sé eitthvað dýrari.“ Kattomeni- um Enn sem komið er barnavörur. Rúmteppi Flott og litrík. Fjör Það er gaman að klæðast flottri lopapeysu. Kattomenium-peysurnar fást í nýrri verslun, Nordic Store við Lækjartorg. Stefnt er á að opna vefverslun í samvinnu við Nordic Store í haust. www.kattomenium- .wordpress.com. Facebook: katto- menium. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 „Uppáhaldstjaldsvæðið mitt er við Apavatn. Þangað hef ég líka farið oftast í útilegu. Við Apavatn er allt til alls fyrir alla. Það er gott leik- svæði fyrir börn og góð almenn að- staða og snyrti- leg,“ segir Brynja Gunnarsdóttir dagmóðir í Reykjavík. Brynja hefur ekki komist að Apavatni í sumar en þó farið í tvær útilegur. „Ég er búin að fara í tvær útilegur í ár og þær voru báð- ar farnar í Gaulverjabæjarhrepp, sem nú er nefndur Flóahreppur. Þar tjaldaði ég við félagsheimilið Fé- lagslund í eitt skipti og æskuheimili mitt í Hólshúsum í hitt skiptið og það var bara núna um helgina. Við systkinin átta, aðrir ættingjar og vinir höfum gert það að sið að hitt- ast þar um verslunarmannahelgina og vorum við um áttatíu um helgina. Það er best að fara í útilegu á æsku- slóðir,“ segir Brynja ánægð eftir helgina. Hún og eiginmaðurinn hennar eru nýbúin að fjárfesta í gömlum tjald- vagni en voru áður í tjaldi. „Mér þykir mjög gaman í útilegum og ætl- ar að gera meira af því að fara í þær í framtíðinni, það er líka auðveldara að leggja í hann með tjaldvagn. Ég á hugsanlega eftir eina útilegu á þessu sumri,“ segir Brynja. Það er aldrei að vita nema farið verði að Apavatni í það skiptið. Brynja gefur hér lesendum eina góða uppskrift að hentugu úti- legunesti. Kaldar tortillavefjur 1 pakki tortilla vefjur 1 askja hreinn rjómaostur 1 dós salsasósa 1 rauðlaukur 1 paprika ½ gúrka – kjarninn tekinn úr Álegg eftir smekk t.d kjúklinga- skinka eða pepperoni. Allt saxað og hrært saman. Blönd- unni smurt inn í vefjurnar, þeim rúll- að upp og skornar í bita. Bitunum raðað í box eða dós og tekið með í útileguna. „Þetta verður bara betra eftir því sem líður á helgina.“ Uppáhaldstjaldsvæði Brynju Gunnarsdóttur Morgunblaðið/RAX Tjaldstæði Ferðamenn velja að tjalda á misjöfnum stöðum um landið. Þykir gaman að fara með fjöl- skylduna í útilegu á æskuslóðir Brynja Gunnarsdóttir hönnun. „Hann er í miklu samstarfi við þekkta framleiðendur og hefur verið með raunhæf verkefni fyrir marga af framleiðendunum, eins og Ferrari og BMW, og mér fannst það spennandi.“ Skólinn er einnig starfræktur á Spáni og í Brasilíu en Bjarni var ákveðinn í að fara til Ítalíu. „Ferrari og Lamborghini og þessir flottu bílar eru frá Ítalíu þannig að landið er svo- lítið mekka bílahönnunar.“ Grunn- námið er þrjú ár og því næst tekur við þriggja til sex mánaða starfsnám og eftir það ætlar Bjarni líklega í meistaranám sem tekur eitt til tvö ár. Hann ætlar að halda úti bloggsíðu meðan á náminu stendur og er áhugasömum bent á að kíkja á carde- signstudent.com. REUTERS Bílahönnun Hver veit nema Bjarni eigi eftir að hanna álíka framúrstefnu- legan bíl og þennan BMW i8 Concept? Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 Basel Aspen Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino Rín Roma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.