Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fontana Laugarvatn Heilsulindin Fontana Laugarvatn opnaði nýlega en þar er búist við um 80 til 100 þúsund ferðamönnum á næsta ári. Upphaflega stóð til að opna það árið 2008.
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
Á Laugarvatni var nýlega opnuð heilsulind,
Laugarvatn Fontana, sem er byggð á hver
sem er þar við vatnsborð Laugavatns. Þar
kannast eflaust margir Íslendingar við að
hafa farið í gufu en fyrst var byggt þar
gufubað árið 1930. Gamla gufabaðið var rifið
árið 2007 og átti að opna það nýja árið 2008.
Töluverðar tafir urðu því á verkinu.
Nýja heilsulaugin var opnuð 3. júlí og
samanstendur af tveimur laugum, Sælu og
Laugu, ásamt einum heitum potti, Visku, og
að sjálfsögðu nýju gufubaði. Í Sælu er að
finna listaverk og gosbrunn eftir íslensku
listakonuna Erlu Þórarinsdóttur. Arkitekt-
inn var Sigríður Ólafsdóttir og landslags-
arkitekt var Oddur Hermannsson.
Upplifun, slökun og endurnæring
Helsta heilsulindin við Laugavatn Fontana
er gufubaðið. Að sögn Önnu G. Sverris-
dóttur, framkvæmdastjóra Laugavatns
Fontana, hefur það jákvæð áhrif á húðina og
öndun. „Í gufunni er bæði brennisteinn og
flúor sem er talið hollt að anda að sér í litlu
magni auk þess sem það hreinsar húðina.
Eins er gufan góð fyrir þá sem finna fyrir
stoðkerfisvandamálum.“ Þó segir Anna að
þau líti „mest á þetta sem heilsulaug og
gufu til auknar almennrar vellíðunar og heil-
brigðis auk þess að vera upplifun, slökun og
endurnæring.“ Hún bætir við að Íslendingar
viti best að baðmenning þjóðarinnar hefur
haft jákvæð áhrif á langlífi og almenna vel-
líðan.
Nýr viðkomustaður í Gullna
hringnum
Gestir í Fontana sem rætt var við í gær
voru ánægðir með nýju mannvirkin og Anna
segir að flestir gestir hafi lýst yfir ánægju
sinni. Þeir sem áður sóttu í gamla gufubaðið
hafi sumir orðið daglegir gestir í því nýja.
Gufa ehf., sem á Laugavatn Fontana, vinnur
í samstarfi við innlendar og erlendar ferða-
skrifstofur og fleiri ferðaþjónustuaðila við
það að bæta þessari heilsulind við sem við-
komustað í Gullna hringnum. Að sögn Önnu
áætla þau að um 80 til 100 þúsund gestir
muni baða sig í heilsulindunum á næsta ári.
Hveralyktin og gufan rís upp úr
nýrri heilsulind við Laugarvatn
Erlendir og íslenskir ferðamenn láta líða úr sér í nýrri heilsulind við Laugavatn
Útsýni og hönnun lofuð Jákvæð áhrif á húð og öndun Nýr viðkomustaður í Gullna hringnum
Buslað Krakkarnir hafa gaman af listaverkum Erlu í Sælu. Gamalt Gamla gufubaðið var reist árið 1930.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
Erlendir baðgestir heilsulaugarinnar Laugarvatn
Fontana sem rætt var við í gær voru allir ánægðir
með nýju laugina. Erika Kroenke frá Þýskalandi
sagði útsýnið og aðstöðuna vera til fyrirmyndar
en smávegis vonbrigði að ekki væri hægt að synda
í lauginni þar sem hún væri of grunn. Andrea
Ivaldi, sem buslaði í lauginni ásamt fjölskyldu
sinni, sagði heimsókn í hvera- og jarðböð eins og
Fontana, Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn vera
einstaka upplifun þar sem ekkert slíkt væri að
finna á Ítalíu, heimalandi þeirra. Spurður um
hveralyktina segir hann hana „síður en svo trufla,
hún er hluti af upplifuninni“.
Íslenskir baðgestir voru einnig á staðnum og
þau Gréta Björgvinsdóttir og Jón Agnar Gunn-
laugsson, sem höfðu oftar en einu sinni lagt leið
sína í gömlu gufuna, hrósuðu einnig útsýninu og
hönnuninni.
Einstök upplifun fyrir
erlenda ferðamenn
Ánægð Ivaldi fjölskyldunni frá Ítalíu fannst hveralyktin vera hluti af upplifuninni.