Morgunblaðið - 03.08.2011, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
Þann 19. ágúst kemur út
glæsilegt sérblað um skóla
og námskeið sem mun
fylgja Morgunblaðinu
þann dag
MEÐAL EFNIS:
Endurmenntun.
Símenntun.
Iðnnám.
Tómstundarnámskeið.
Tölvunám.
Háskólanám.
Framhaldsskólanám.
Tónlistarnám.
Skólavörur.
Skólatölvur.
Ásamt full af spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 15. ágúst
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu
flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á
frekara nám í haust.
Skólar & námskeið
SÉRBLAÐ
Skólar & námske
ið
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Það er algjört skil-
yrði að ef við eigum að
ná landinu upp úr þess-
um forarpytti óstjórnar,
þarf ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttir
og hennar meðreið-
arsveinar (kommar) að
fara frá völdum nú þeg-
ar.
Ríkisstjórnin er svo
djúpt sokkin í sínar eig-
in blekkingar að hún er farin að trúa
því að hún hafi gert eitthvað fyrir
landann. Nei, það er svo sannarlega
öfugmæli að svo sé.
Hún hefur setið og þvælst fyrir öll-
um málum sem þjóðin er að vonast
eftir að fari af stað til að stöðva mesta
höggið. En þjóðin er hætt að taka eft-
ir þessu.
Ég vil segja við lítilmagnann, ver-
um róleg, munum vel eftir þessum ár-
um, það koma kosningar, þá fær
stjórnin að sjá það svart á hvítu
hvernig hún hefur sagst stjórna, hún
hefur níðst á þeim er síst skyldi með
því að blóðmjólka þá með sköttum.
Verðbólgan æðir áfram, ekkert er
gert, fjöldi fólks er fluttur úr landi í
leit að vinnu.
Þriðjungur lækna er
fluttur úr landi, lækn-
ingaforstjóri Landspít-
alans segir að heilsu-
gæslan nálgist hrun,
hún þoli ekki meira,
hún standi á brauðfót-
um. Þrátt fyrir alla
undirmönnun í heil-
brigðisgeiranum óttast
ríkisstjórnin ekkert.
Það er enn tími til kosn-
inga. Það eina sem hún
hræðist eru einmitt
kosningar. Sjúklingar liggja allt að
átta til tíu á göngum sem er ekki það
versta, nema þeir gleymist. Ég hef
talsvert verið á sjúkrahúsi und-
anfarið, ég veit að starfsfólk þar gerir
allt til að sjúklingum líði sem best.
Það er kaldhæðni að Steingrímur
launar þessu fólki dvölina eftir bíl-
slysið með því að svelta það af launum
og með sköttum. Sjálfur er hann gift-
ur lækni og ætti að fá bestu fréttir, þó
þagnarskylda sé á sjúkrahúsum.
Fara verður tuttugu til þrjátíu ár
aftur til að finna svipað ástand í heil-
brigðisgeiranum, en þó aldrei annað
eins kaupsvelti, þetta er alveg eins-
dæmi.
Lækningaforstjórinn bendir á að
tapast muni heil kynslóð lækna héðan
ef fer sem horfir.
Þeir, sem verst fara út úr skatt-
píningu ríkisstjórnar Jóhönnu, eru að
sjálfsögðu lítilmagnarnir: Öryrkjar,
sjúklingar, aldraðir, atvinnulausir.
Bókstaflega allir sem eiga erfiðast
með að koma sér áfram í lífinu. Svo
vogar hún sér að guma af ímynduðum
afrekum sínum (þvílík hræsni).
Nýlega voru undirritaðir svokall-
aðir kjarasamningar sem búið er að
svíkja árum saman. Svo kemur að
sjálfsögðu það sem flestir vissu að allt
verðlag hækkar og það meira en hinir
fyrirhuguðu samningar áttu að gefa.
Verðbólgan komin í fimm prósent. Þó
hafði ríkisstjórnin ein svikist um að
koma að þessum samningum með
sinn hlut. Það sjá orðið allir hvers-
konar herfileg svik kommastjórnin er
að fremja.
Með inngöngu í ESB eru komm-
arnir að svíkja þjóðina, afsala sjálf-
stæði okkar til Brussel, ef þetta eru
ekki landráð þá veit ég ekki hvað
landráð eru.
Ég skora á fólk að lesa og hlusta
betur á það sem fjölmiðlar birta okk-
ur, það eru allir sem eitthvað fylgjast
með þeim sem segja það sama.
Ef við förum í þetta ríkjabandalag
blasir gjaldþrot við okkar litlu þjóð. Í
írsku landhelginni eru 88% afla veidd
af þjóðum ESB. Þarf meira til að fólk
trúi.
Ríkisstjórnin verður
að fara frá völdum
Eftir Karl Jóhann
Ormsson » Þeir, sem verst fara
út úr skattpíningu
ríkisstjórnar Jóhönnu,
eru að sjálfsögðu lít-
ilmagnarnir.
Karl Jóhann Ormsson
Höfundur er fv. deildarstjóri.
Þótt andlitið kunni
að gleðjast um stund,
getur hjartað grátið.
Því missir þeirra sem
elska er gjarnan mik-
ill. Það vita þeir best
sem reynt hafa. Því
þeir missa mest sem
mikið elska.
Margir ganga nú
dofnir með helsært
hjarta um djúpan og
dimman dal tilfinninga eftir voðaat-
burðina í Noregi sem enginn getur
útskýrt og því síður afsakað svo
fjarstæðukenndir, óraunverulegir
og fáránlegir sem þeir eru.
Sorgin er ólýsanleg. Spurningar
þyrlast upp í hugann á meðan svör-
unum fækkar og angist nagar nær
óbærilegt tómarúmið.
Það er gott að gráta
Það er svo þungt að missa. Til-
veran er skekin á svo yfirþyrmandi
hátt. Angist fyllir hugann, örvænt-
ingin og umkomuleysið er algjört.
Tómarúmið hellist yfir og tilgangs-
leysið virðist blasa svo áþreifanlega
við.
Það er svo sárt að sakna en það er
jafnframt gott að geta grátið. Því að
tárin eru dýrmætar daggir, perlur
úr lind minninganna. Minninga sem
tjá kærleika og ást, væntumþykju
og þakklæti fyrir liðna tíma. Minn-
inga sem þú einn átt og enginn og
ekkert getur afmáð eða frá þér tek-
ið.
Tárin mýkja og tárin styrkja. Í
þeim speglast fegurð minninganna.
Gráttu því að sælir eru sorgbitnir
því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru þeir sem eiga von á hinn
upprisna og lifandi frelsara, Jesú
Krist, í hjarta, hann sem segir: Ég
lifi og þér munuð lifa, því að þeir
munu lífið erfa og eignast framtíð
bjarta.
Minningarnar ylja
Leyfðu sorginni bara
að hafa sinn tíma og
fara sinn eðlilega far-
veg. Svo mun það ger-
ast, smátt og smátt að
þú gefst upp fyrir henni
og minningarnar björtu
og góðu komast að,
taka við og munu búa
með þér. Ómetanlegar
minningar sem enginn
getur frá þér tekið.
Að harðasta vetrinum loknum fer
svo að vora og yljandi vindar taka
aftur um þig að leika og litskrúðug
ólýsanlega fögur blóm gera vart við
sig, hvert af öðru. Þau taka að
spretta umhverfis lind minning-
anna.
Forðumst ekki sorgbitna
Forðastu ekki þá sem sorgin hef-
ur bitið. En mundu að spakmæli,
reynslusögur, viðmið eða of mörg
orð yfirleitt eiga ekki við í húsum
sem sorgin hefur sótt heim. Hlust-
aðu bara, faðmaðu og vertu, í þol-
inmæði. Því að þegar þú vitjar
sjúkra, sorgbitinna eða þeirra sem
ellin þjakar er ekki endilega málið
að staldra svo lengi við. Vertu hins
vegar á meðan þú ert án þess að
vera sífellt að líta á klukkuna.
Já, blessaðir séu þeir sem gefa
sér tíma til að strjúka vanga og
þerra tár af kinn, bara með því að
faðma og vera.
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Blessaðir séu þeir
sem gefa sér tíma til
að strjúka vanga og
þerra tár af kinn, bara
með því að faðma og
vera.
Höfundur er rithöfundur.
Missir
Eitt af því fyrsta sem Íslendingar
gerðu eftir lýðveldisstofnunina var
að færa út landhelgislínuna. Var
það vorið 1952. Í lok sjötta áratug-
arins var farið að ræða það hvernig
hægt væri að nýta hin gjöfulu kola-
mið í Faxaflóa. Sett var reglugerð
sem heimilaði bátum undir 40 tonn-
um að veiða með dragnót. Dragnót-
in er á erlendu máli kölluð dönsk
nót vegna uppruna síns. Veiðarnar
ganga þannig fyrir sig að fyrst er
kastað út dufli, sem fest er við ann-
að „tógið“, tógið sem getur verið
2.000 metra langt er slakað út í
hálfhring sem er rúmur kílómetri í
þvermál. Þegar fyrra tógið er kom-
ið út er nótinni kastað, og svo
seinna tóginu í annan hálfhring.
Þegar fyrra tógið hefir verið fest í
bátinn er byrja að draga og tekur
það ca. hálfa klukkustund, eiga tóg-
in, sem hafa afmarkað flöt sem er
ca. 80 hektarar að smala fiskinum
að nótarkjaftinum. Enginn veit
hverig það gengur því fiskurinn
getur synt upp eða kramist undir
tógunum.
Sumarið 1960 veiddu Reykjavík-
urbátarnir 2.986 tonn af slægðum
fiski með haus í sínar dragnætur,
frá miðjum júní til loka október.
Nú eru tveir bátar eftir sem veiða
samtals ca. 500 tonn og eru að allt
árið.
Fyrir nokkrum árum heimsótti
ég Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
sá þar líkanprófanatank fyrir veið-
arfæri. Í þeim tanki er hægt að
hanna nýtt veiðarfæri sem getur
nýtt þessi gjöfulu fiskimið hér í
Faxaflóa. Þetta nýja veiðarfæri
gæti t.d. verið eins konar bómutroll
sem æki á hjólum eftir botninum.
Bóman uppblásin brunaslanga sem
fengi loft úr litlum kút með þrýsti-
jafnara sem héldi ákveðnu trukki
yfir umhverfisþrýstingnum. Slang-
an myndi öðrum þræði virka sem
höfuðlínuflot. Þegar trollið er tekið
um borð er loftinu hleypt úr höf-
uðlínunni. Eitt hal í dragnót sem
tekur hálfa klukkustund rótar upp
ca. tveim milljónum fermetra af
botni. Reynslan af friðuninni 1952
sýndi að héðan frá Reykjavík má
hæglega veiða 1.500 tonn af flat-
fiski í rétt veiðarfæri.
GESTUR GUNNARSSON
tæknifræðingur.
Veiðarfæri
Frá Gesti Gunnarssyni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna
greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni eða í
bréfum til blaðsins. Blaðið birtir
ekki greinar, sem eru skrifaðar
fyrst og fremst til að kynna
starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Móttaka aðsendra greina