Morgunblaðið - 03.08.2011, Side 19

Morgunblaðið - 03.08.2011, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 ✝ Ásta Karls-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 29. nóvember 1933. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 24. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru Karl Björnsson tollvarð- stjóri, f. 28.7. 1903, d. 1.10. 1977 og Rósa Þorleifsdóttir bókbands- meistari, f. 18.12. 1906, d. 2.2. 1985. Þau bjuggu í Reykjavík og þar ólst Ásta upp. Systur Ástu eru Helga og María. Hinn 28.5. 1955 giftist Ásta eftirlifandi eiginmanni sínum, Hauki Bergssyni, vélvirkja, f. 29.7. 1931. Foreldrar Hauks voru Bergur Guðmundsson, kennari og tollvörður, f. 25.9. 1900, d. 5.5. 1988 og Ólína Krist- björg Kristinsdóttir vinnukona, f. 28.10. 1907, d. 15.4. 1936. Ásta og Haukur hófu búskap í Höfn- unn í sambúð með Birni Svavari Jónssyni, c) Hrönn. 3) Bergur, lögmaður og viðskiptafræð- ingur, f. 28. 9. 1962 kvæntur Auði Harðardóttur viðskipta- fræðingi, f. 4.12. 1958. Börn þeirra eru a) Haukur, d. 1993, b) Ásta, c) Birna. 4) Eva, kennari, f. 13.7. 1973, gift Viðari Frey Sveinbjörnssyni tölvufræðingi, f. 28.6. 1974. Synir þeirra eru a) Andri Freyr, b) Bjarki Steinar. Sem barn og unglingur dvaldi Ásta öll sumur í sveit á Gróu- stöðum í Gilsfirði hjá föð- ursystur sinni við gott atlæti og hafði sú dvöl áhrif á hana allt hennar líf. Eftir að skólagöngu lauk starfaði Ásta í Tóbaks- verslun ríkisins þar til hún sneri sér að heimili og barnauppeldi. Með húsmóðurstörfum vann hún við heimilishjálp og á leikskóla í nokkur ár. Þegar börnin voru komin á legg hóf hún sjúkralið- anám og starfaði síðan sem sjúkraliði á Landspítalanum til ársins 2001 en þá fór hún á eft- irlaun. Ásta verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 3. ágúst 2011, athöfnin hefst kl. 13. um á Reykjanesi en bjuggu þar stuttan tíma. Þaðan fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu alla tíð, fyrst á Víði- mel 21, síðan á Ósa- bakka 9 og loks í Árskógum 6. Ásta og Haukur eignuðust fjögur börn: 1) Sigurður tölvunarfræðingur, f. 3.3. 1954, kvæntur Kristínu Axelsdóttur sérkennara, f. 27.7. 1957. Synir þeirra eru a) Daði, í sambúð með Ingunni Tangen og eiga þau soninn Gunnar, b) Helgi, c) Axel, í sambúð með Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur. 2) Ólafur Steinar verkfræð- ingur, f. 17.6. 1958, kvæntur Bergþóru Hafsteinsdóttur sjúkraliða, f. 23.7. 1961. Dætur þeirra eru a) Guðbjörg, gift Bæring Jóhanni Björgvinssyni, börn þeirra eru Ólafur Björgvin og Bergþóra Guðrún, b) Stein- Mín kæra tengdamóðir er fall- in frá. Í dag kveðju við Ástu og vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Ástu kynntist ég þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Evu, óhætt er að segja að hún hafi tekið mér opnum örmum, enda var ég fljótlega fluttur inn í kjallarann á Ósabakka. Sambúð- in á Ósabakka gekk vonum fram- ar enda ekki við öðru að búast þar sem Ásta var einstakt ljúf- menni, alltaf boðin og búin til að aðstoða hvern sem var og ætl- aðist aldrei til neins af neinum. Ásta var hörkukvendi, aldrei heyrði ég hana kvarta yfir einu eða neinu. Mér eru minnisstæðar sund- ferðir Ástu, er ég bjó á Ósa- bakka. Þegar ég var að koma mér á fætur þá var hún að koma heim úr sundi enda hafði ég það á orði að það gerðist allt fyrir hádegi á Ósabakka. Sundið stundaði Ásta allt þar til hún veiktist. Eins er mér minnisstætt þegar við fórum öll saman til Óslóar og Bjarki fór loks að ganga. Svo fór að lokum að Ásta tapaði veikindastríðinu en aldrei gafst hún upp. Hvíl í friði. Þinn besti tendasonur, Viðar. Í dag verður borin til grafar Ásta tengdamóðir mín sem ég kveð með söknuði og trega því hún var mér einstaklega góð tengdamóðir, sem alltaf var til staðar þegar á þurfti að halda. Ásta var orkumikil kona og hafði eitthvað fyrir stafni frá því hún vaknaði eldsnemma á morgnana og þar til hún lagðist til hvílu seint á kvöldin, mér fannst hún bókstaflega aldrei þurfa að hvíla sig. Það að eiga svona orkumikla tengdamóður var himnasending fyrir unga þreytta tvíburamóður, sem gat verið hjá tengdamömmu öllum stundum og hvílt sig í sóf- anum á meðan stjanað var við hana og passað upp á börnin. Þegar dætur okkar Bergs urðu eldri breyttust samverustundirn- ar og fóru þau hjónin að koma með okkur í ferðir erlendis sem allar voru skemmtilegar og geyma fallegar minningar. Annað sem einkenndi Ástu var mikil samviskusemi, nákvæmni og stundvísi. Hún var svo stund- vís að börnin hennar gerðu stundum grín að því að hún mætti alltaf í vinnuna hálftíma áður en hún átti að mæta, ef ske kynni að það spryngi á leiðinni, þá gat hún skipt um dekkið og samt mætt á réttum tíma. Eitt er víst að stundvísina náði hún að kenna börnunum sínum fjórum af því þau eru öll með eindæmum stundvís. Ásta var mjög tengd systrum sínum Helgu og Maríu en þær ásamt Fanneyju vinkonu þeirra komu á þeirri skemmti- legu venju að skiptast á að vera með morgunkaffi á sunnudags- morgnum þar sem mættir voru makar þeirra og svo börn þess sem var með kaffið. Þessi sunnu- dagskaffiboð hafa alltaf verið mjög skemmtileg og hafa gert það að verkum að fjölskyldurnar hittast oftar en ella og tengslin orðið meiri. Elsku Ásta, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Auður. Elsku besta amma okkar. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Takk fyrir allt, þú varst alltaf svo góð við okkur. Þínir ömmustrákar, Andri og Bjarki. Elsku amma, nú ert þú farin til hinstu hvíldar og eigum við eftir að sakna þín mikið, en við eigum fallegar og góðar minningar um þig sem munu ilja okkur í fram- tíðinni. Við systurnar vorum mörgum stundum hjá afa og ömmu ann- aðhvort í heimsókn eða í pössun, en það var ekkert sjaldan sem þau pössuðu okkur. Þegar við vorum litlar fengum við ekkert val um hver ætti að passa okkur og vorum bara sendar í pössun til ömmu og afa á Ósabakka, en þeg- ar við urðum stærri gáfu mamma og pabbi okkur alltaf val en leiðin hélt áfram að liggja til ömmu og afa á Ósabakka, þar sem var allt- af rólegt og þægilegt. Amma átti alltaf nóg að spilum og dóti en það var ekki nóg fyrir okkur syst- urnar að spila saman, við þurft- um alltaf að hafa ömmu með og amma spilaði ávallt við okkur með glöðu geði, einu skilyrðin sem hún setti var að það væri stranglega bannað að svindla. Svo fluttu amma og afi í Ár- skóga og við stækkuðum og hættum að þurfa á pössun að halda, en héldum samt áfram að koma í heimsókn eins oft og við gátum. Amma var með morgunkaffi einn sunnudag í mánuði og einu undantekningarnar fyrir því að við mættum ekki var ef við vor- um staddar erlendis. Það var allt- af mikil tilhlökkun að fara í morg- unkaffi til ömmu og voru þetta uppáhaldssunnudagarnir. Við fjölskyldan, amma og afi fórum í ófáar utanlandsferðir saman og eigum við margar góð- ar minningar af ömmu úr þeim ferðum. Í þessum ferðum okkar fóru amma og afi mikið í búðir á meðan við fjölskyldan vorum á ströndinni eða að leika okkur og svo komum við alltaf heim í há- deginu og þá var búið að elda og leggja á borð. Amma var mikið í því að þjónusta alla sem komu til hennar og hafði aldrei tíma til þess að setjast niður og slappa af því hún hafði svo miklar áhyggj- ur af að gestina vantaði eitthvað. Við teljum það mikil forrétt- indi að hafa átt svona ömmu, hún var alltaf svo hress, skemmtileg og jákvæð, hún vaknaði snemma á morgnana og fór í sund og var á fullu allan daginn og fór svo ekki að sofa fyrr en seint og síðar meir, þrátt fyrir að hafa verið veik síðustu mánuðina var hún alltaf jákvæð og sterk. Það segja margir að við höfum margt í fari okkar frá henni og þá sérstak- lega nafna hennar Ásta og vonum við að það sé rétt og að það eigi eftir að halda áfram þegar við eldumst. Takk fyrir alla umhyggjusem- ina og samveruna, elsku amma. Ásta og Birna. Elsku systir mín Ásta er látin. Hún sem átti að verða allra kerl- inga elst. Var alla tíð svo hraust. En enginn má sköpum renna. Veikindi tóku völdin fyrir tæpum tveimur árum og sigruðu að lok- um. Sigurinn var samt hennar. Alltaf jákvæð og best leið henni þegar sem flestir komu í heim- sókn. Þrátt fyrir að veikindin ágerðust sagði hún oft: „Ég er betri í dag en í gær.“ Við erum þrjár systurnar, ég elst, Ásta tæpum tveimur árum yngri og María síðan 11 árum yngri en hún. Ásta var feimin og lítil í sér sem barn. Ég hafði oft áhyggjur af henni. Vel man ég þegar hún fór í fyrsta skipti í tímakennslu sem þá var kallað og hvað mér létti þegar hún kom valhoppandi heim úr fyrsta tímanum. Um þetta leyti fórum við báðar í sveit. Ásta fór til Gróustaða í Gilsfirði þar sem Signý systir pabba bjó ásamt manni sínum Sumarliða, en ég var send í Hóla í Hornafirði þar sem Anna systir mömmu bjó og hennar maður Hjalti. Þar var líka afi okkar Þor- leifur. Ég held ég að þessi svei- tadvöl hafi mótað okkur mikið. Tengsl Ástu við fólkið á Gróu- stöðum voru alla tíð mikil og góð. Sama má segja og um mig og fólkið í Hólum. Dugnaður var Ástu áskapaður og allt sem hún tók sér fyrir hendur var vel gert. Þegar börn- in voru komin á legg dreif hún sig í nám og varð sjúkraliði. Þrátt fyrir að hún þyrfti að eyða einum vetri í að endurtaka gagnfræða- próf lét hún það ekki aftra sér. Ásta var ung þegar hún kynntist Hauki og þau stofnuðu heimili saman. Fyrst bjuggu þau eitt ár í Höfnum og síðan fluttu þau á Víðimel 21. Á þessum árum fæddust synirnir þrír, Siggi, Óli og Bergur. Seinna flutti fjöl- skyldan á Ósabakka 9 í Breiðholti og dóttirin Eva kom í heiminn. Ásta var stolt af börnum sínum sem öll hafa staðið sig vel í lífinu. Síðast áttu þau Haukur fallegt heimili að Skógarbæ 6. Tengsl okkar systranna þriggja hafa alla tíð verið góð. Þegar börnin voru farin að heim- an hittumst við á sunnudags- morgnum í kaffi ásamt Fanneyju ekkju Ásgeirs frá Gróustöðum. María átti uppástunguna að þess- um sunnudagsmorgnum sem urðu mjög vinsælir. Unga fólkið kom þegar það gat og þannig héldust góð tengsl við stórfjöl- skylduna. Ég kveð Ástu systur mína með söknuði og sendi Hauki og fjölskyldu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Helga. Ásta frænka er dáin. Margar minningar koma upp í hugann. Ég minnist þess tíma þegar hún og fjölskylda bjuggu á Víðimeln- um og hvað alltaf var gaman að koma þangað. Ég man eftir gaml- árskvöldum þegar við vorum hjá þeim. Ég man eftir að við tókum strætó vestur í bæ til að horfa á sjónvarp á Víðimelnum því Ásta og Haukur eignuðust sjónvarp löngu áður en slíkt tæki var keypt á okkar heimili. Ásta var hávaxin og tíguleg. Ég man hvað mér fannst skrýtið að hún væri litla systir mömmu, hún sem var stærri. Ég man eftir því hvað ég dáðist að síða dökka hárinu henn- ar. Ásta var sérlega heiðarleg og hreinskilin manneskja. Hún var líka höfðingleg og hjálpleg. Þeg- ar ég var orðin fullorðin og flutti milli íbúða kom Ásta alltaf og hjálpaði mér að þrífa, seinast þegar við fluttum á Laugarás- veginn fyrir rúmum 5 árum. Í veikindum sínum sýndi Ásta vel hversu æðrulaus og jákvæð persóna hún var. Þrátt fyrir veik- indin og stuttar heimferðir af spítala var hún alltaf til í að mæta í morgunkaffi og hitta fjölskyld- una. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan hún kom til mín á sunndagsmorgni og ég man að hún var svo glöð yfir því að hafa komist. Systurnar þrjár, Helga mamma mín, Ásta og María, hafa alltaf verið miklar vinkonur og mikil samskipti á milli þeirra. Ég, sem á bara bræður, hef alltaf saknað þess að eiga ekki systur sem væru líka vinkonur mínar, eins og mamma, Ásta og María hafa verið hvor fyrir aðra. Nú er Ásta farin. Missirinn er mikill fyrir Hauk, Sigga, Óla, Berg, Evu og fjölskyldur þeirra. Missirinn er líka mikill fyrir mömmu, Maríu og alla sem þekktu Ástu. Ég sendi þeim öll- um innilegar samúðarkveður. María Knudsen. Ásta Karlsdóttir                          ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, AUÐBJÖRG HANNESDÓTTIR, Gaukshólum 2, Reykjavík, sem lést 27. júlí, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Ómar Guðmundsson, Berglind M. Njálsdóttir, Tómas Árni Ómarsson, Auður Ómarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JASON ÓLAFSSON, Hæðargarði 35, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. ágúst kl. 13.00. Inga S. Ingólfsdóttir, Björg Jónsdóttir, Gestur Pálsson, Hjördís Jónsdóttir, Jörgen Moestrup, Ásta Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, HALLGRÍMUR RAFN PÉTURSSON, Háaleitisbraut 16, Reykjavík, lést sunnudaginn 24. júlí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 15.00 að hætti Ásatrúarmanna. Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Björg Pjetursdóttir, Magnús Pétursson, Júlíanna H Friðjónsdóttir, Guðfinna Pjetursdóttir, Guðmann Bjarnason og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, MAGNÚS RÍKARÐSSON OWEN flugstjóri, lést á heimili sínu í Fort Lauderdale, USA, sunnudaginn 31. júlí. Dorothy Butler Owen, Róbert Leó Magnússon Owen, John Magnusson Owen, Jacob Magnusson Owen, Magnus Liam Magnusson Owen, Ríkarður Owen, Alda S. Björnsdóttir, Hulda Cathinca Guðmundsdóttir, Stefán H. Finnbogason og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, SÓLVEIG MARÍA JÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 26. júlí. Útförin fer fram í Fossvogskapellu fimmtu- daginn 4. ágúst kl. 11.00. Hreinn Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir SÆBJÖRG ERLA FRIÐGEIRSDÓTTIR, frá Patreksfirði Fífumóa 1b, Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 9. ágúst kl. 14.00. Smári Tómasson, Valgerður Kristín Harðardóttir, Hólmsteinn Eiríksson, Elín Oddrún Jónsdóttir, barnabörn og systkyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.