Morgunblaðið - 03.08.2011, Side 25

Morgunblaðið - 03.08.2011, Side 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 Fólk um allan heim leggur ýmislegt á sig til að fara á svona hátíð 28 » Í kvöld mun færeyskur karlakór halda tónleika í Langholtskirkju. Tónleikarnir eru þeir fyrstu af þrem- ur í ferð þeirra um landið sem lýkur á Dalvík á laugardaginn. Meðlimir kórsins sem ber nafnið tvöfaldi kvart- ettinn Vega, eru þeir Kristian Pet- ersen, Heini Beder, Hjalti Lunds- bjerg, Samson í Lambanum, Jógvan á Lakjuni, Jan Joensen, Páll Laksá- foss og Eyðun á Lakjuni. Þeir félagar koma frá Fuglafirði á Austurey þar sem íbúar eru um 1.500 manns. Sungið saman um árabil Kórinn hefur sungið saman í nokk- ur ár að mestu sér til skemmtunar. Í kringum jólahátíðina hafa þeir þó komið fram og sungið á samkomum sem hafa verið haldnar á dvalarheim- ilum fyrir aldraða bæði á Austurey og á Norðureyjum. Auk þess hefur kór- inn verið fenginn til að koma fram við ýmis önnur tilefni. Kórinn kemur hingað til lands til að syngja á Fiskideginum mikla sem haldinn verður á laugardaginn á Dal- vík. Ákveðið var að nýta ferðina og setja upp tónleika kvöldsins ásamt öðrum sem haldnir verða á Akureyri á fimmtudagskvöld. Á dagskrá kvöldsins verða einkum færeysk ætt- jarðarlög og sálmar, en einnig flytur kórinn nokkur norræn og léttari am- erísk lög. Aðgangur verður seldur við inn- ganginn og kostar 2.500 kr. inn.  Gömul færeysk ættjarðarlög og sálm- ar á efnisskránni Karlakór Tvöfaldi kvartettinn Vega heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld. Þar verða flutt færeysk ættjarðarlög. Færeyskur karlakór í Langholtskirkju Nú stendur yfir tónlistarhátíðin Bergmál sem haldin er á Dalvík í annað sinn. Í kvöld mun píanóleik- arinn Kristján Karl Bragason stíga á svið og flytja sónötur eftir Schu- bert, Prokofiev og Chopin á ein- leikstónleikum. Ungt tónlistarfólk stendur að hátíðinni en hún er hald- in í nýju og glæsilegu menningar- húsi þeirra Dalvíkinga. Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem eru undir 25 ára á hátíðina sem er sér- staklega miðuð að því að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Nánar verður fjallað um Bergmál í blaðinu á morgun en frekari upp- lýsingar má finna á dalvik.is. Tónar berg- mála á Dalvík Bergmál Það er ungt tónlistarfólk sem stendur að tónlistarhátíðinni. Í dag klukkan 12.00 verða haldnir hádegistónleikar í Kristskirkju í Landakoti þar sem Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnar- neskirkju, leikur á orgelið. Á efnisskránni eru orgelverk eft- ir þrjú barrokktónskáld sem öll byrja nafnið á B. Þau heita Buxte- hude, Bruhns og Bach. Í lokin verður leikið Festmusikk eftir Mons LeidvinTakle sem er nýlegt norskt verk í lírukassastíl eða polki. ,,Ég kalla þetta B-in þrjú og svo flugeldamúsík í lokin, segir Friðrik ,,Ég spila verk eftir Buxtehude, Bruhns og Bach, þannig að ég kalla þetta B-in þrjú. Svo ætla ég að enda á hálfgerðri flugelda- músík,“ segir Friðrik og bætir við að það sé frábært að spila í Krists- kirkju. Friðrik lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akranesi árið 1983 og kantors- og einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1987. Friðrik var á árunum 1998- 2005 organisti og kórstjóri Grunda- fjarðarkirkju sem og skólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar og er í dag sem fyrr segir organisti Seltjarnarneskirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Landakot Tónleikarnir fara fram í Kristskirkju í Landakoti. B-in þrjú og flugelda- músík Hádegistónleikar í Kristskirkju Hallgrímur Sveinsson hefur tekið saman í bók umfjöllun af ýmsu tagi um Jón Sigurðsson. Bókin ber nafnið Maðurinn sem láðist, en þar er fjallað um uppruna og helstu áfanga á æviferli Jóns. Umsagnir samtíðarmanna eru áberandi í bókinni og ýmislegt annað markvert og jafnvel smálegt, sem vel má rifja upp þessa dagana. Birtar eru allar þær ljósmyndir sem eru kunnar af Jóni og úrval blaðagreina sem höfundur hefur skrifað í nærri hálfa öld í Morgunblaðið, þar sem Jón kemur við sögu. Bókmenntir Rit um Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson Yfirlitssýning á ævistarfi Pét- urs J. Thorsteinsson (f. 1845, d. 1929) í Gallerie Dynjanda á Bíldudal hófst 23. júlí sl. Sýn- ingin drepur á nokkur atriði í ævistarfi Péturs þegar hann var á Bíldudal. Pétur var at- hafnamaður og einn auðugasti maður Íslands. Hann átti Bíldu- dalseignir frá 1880 og fram yfir aldamót. Pétur lagði fyrstu járnbrautina á Íslandi og var fyrstur til þess að leggja vatn á bryggjur. Hann átti verslun og stundaði þilskipaútgerð, en skipin voru 22 talsins þegar mest var. Sýningin stendur til 22. ágúst nk. og það er frítt inn. Yfirlitssýning Sýning um Pétur J. Thorsteinsson Pétur J. Thorsteinsson. Annað kvöld lýkur sýningu Örnu G. Valsdóttur myndlist- arkonu í Flóru í Listagilinu á Akureyri með listamanns- spjalli. Viðburðurinn er gott tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að sjá sýninguna eða langar til að fræðast frekar um verk Örnu. Arna hefur unnið margvísleg rýmisverk og gjörninga, bæði sem vídeóverk og innsetningar. Verkið sem hún sýnir að þessu sinni er hluti af sýningaröðinni Staðreynd og er sú fjórða í röðinni. Spjallið hefst klukkan 20.00, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Myndlist Listaspjall í Flóru á Akureyri Verk eftir Örnu Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Tónlistarhátíð unga fólksins hefst í dag og er þetta í fjórða sinn sem hún er haldin. Hátíðin sam- anstendur af námskeiðum, tónleikum og fyr- irlestrum sem allir eru velkomnir á. Hátíðin er hugmynd ungra tónlistarnema, Helga Jónssonar og Guðnýjar Þóru Guðmundsdóttur, en þau ákváðu að koma á fót tónlistarhátíð til að mæta þeim skorti á tónlistarnámskeiðum sem er á Ís- landi yfir sumartímann. Í ár verða 16 námskeið í boði fyrir ungt tónlist- arfólk, fyrirlestraröð með Árna Heimi Ingólfssyni og Nínu Margréti Grímsdóttur og svo tónleikaröð í Salnum. Hátíðin stendur frá 3.-13 ágúst. Aðal- áhersla er lögð á kammermúsík á hátíðinni og eru allir nemendur settir í kammerhópa. Einnig er lögð áhersla á að kynna alhliða tónlistarmenntun, en í ár verður m.a. boðið upp á námskeið í jóga, Al- exanderstækni, spuna og sviðsframkomu. Fjöldi nemendatónleika verður í Salnum meðan á hátíð- inni stendur þar sem þátttakendur sýna hvað þeir hafa lært á námskeiðunum. Að hátíðinni í ár standa þær Gunnhildur Daða- dóttir, Elín Ásta Ólafsdóttir og Guðný Þóra Guð- mundsdóttir. „Hátíðin hefur stækkað ótrúlega mikið og það bætist alltaf við fólk sem kemur að utan,“ segir Guðný Þóra. „Við höfum auglýst í erlendum tón- listarháskólum og það hefur borið mikinn árangur enda hefur fólk frá öllum heimsálfum komið á há- tíðina,“ segir Guðný og bætir við að stemningin sem myndast á hátíðinni einkennist af gleði í bland við kappsemi. Búist er við að um 100 nemendur taki þátt í há- tíðinni, flestir frá Íslandi en einnig frá Japan, Taív- an, Bandaríkjunum, Hollandi og Þýskalandi. Lögð er áhersla á að kynna alhliða tónlistarmenntun, en í ár verður m.a. boðið upp á námskeið í jóga, Alex- anderstækni, spuna og sviðsframkomu. Opnunartónleikarnir Í kvöld klukkan átta leikur strengjasveitin Skark á opununartónleikum hátíðarinnar í Salnum í Kópavogi. Skark var stofnuð árið 2008 af ungum strengjaleikurum og leikur sveitin árlega á milli þess sem meðlimir dvelja erlendis við framhalds- nám. Þessi 14 manna sveit hefur frá stofnun komið víða við og hlotið ljómandi dóma fyrir leik sinn, meðal annars fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins (RÖP 2009). Á tónleikunum í kvöld kennir ýmissa grasa. Sveitin leikur Serenöðu fyrir strengi op. 22 eftir Antonin Dvorák, Arouru eftir gríska tónskáldið Iannis Xenakis og Skúlptúr#2 eftir Þráin Hjálm- arsson. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðunni musicfest.is. Tónlistarhátíð unga fólksins haldin í fjórða sinn  „Stemningin á hátíð- inni einkennist af gleði í bland við kappsemi“ Tónleikar Opnunartónleikar Tónlistarhátíðar unga fólksins fara fram í kvöld, en þá mun Strengja- sveitin Skark leika ýmis verk. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 2.300 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.