Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Íslenska raftónlistarhátíðin Ext-
reme Chill Festival 2011, Undir
Jökli, er haldin nú um helgina,
5.-7. ágúst. Hátíðin fer fram í
annað sinn á Hellissandi við ræt-
ur Snæfellsjökuls en hún var
haldin í fyrsta sinn í fyrra við
góðar undirtektir. Í ár spila um
30 íslenskir listamenn en að auki
koma þar fram tveir erlendir tón-
listarmenn, Biosphere og Solar
Fields.
„Við vorum með útgáfutónleika
þarna árið 2009, sem voru bara
lítið venue (vettvangur), en þá
kviknaði hugmyndin að þessu
öllu,“ segir Pan Thorarensen,
einn skipuleggjandi hátíðarinnar
sem spilar einnig undir nafninu
Beatmakin Troopa. Faðir hans,
Óskar Thorarensen eða Stereo
Hypnosis, hafði þá gefið út plötu.
Teygir enda sína erlendis
Tónlistin sem spiluð verður á
hátíðinni teygir sig í ýmsar áttir
innan raftónlistargeirans. „Þarna
verður ágætis bland af hipphoppi,
reggae, dup step og bara blanda
af öllu rafdóti. Svo það geta
örugglega allir fundið eitthvað
við sitt hæfi“. Nú er bara að bíða
og vona að veðurguðir haldi sig á
mottunni og gefi gott veður. Pan
segir að það sé nóg að vonast eft-
ir að þurrt verði í veðri en sólin
væri að sjálfsögðu óskandi.
Hátíðin sem haldin var í fyrra
á sama tíma virðist hafa hitt á
réttar taugar hjá fólki þar sem
sögur af henni hafa farið eins og
eldur um sinu um heiminn. „Við
vorum einmitt að hlæja að því
um daginn hvað það vita ótrú-
lega margir af þessu. Fólk um
allan heim er að leggja ýmislegt
á sig til að fara á svona hátíð,“
segir Pan en mikið af erlendum
gestum sækir hátíðina, þá sér-
staklega frá Kanada og Banda-
ríkjunum. Extreme Chill Festi-
val hefur því stækkað ört á
þessu eina ári. Um 300 miðar eru
í boði á hátíðina og hafa þeir
rokið út og fáir eftir.
Hægt er að nálgast miða á
midi.is og í verslunum Brims á
Laugavegi og í Kringlunni en
sölu lýkur á föstudaginn kl. 12 á
hádegi.
Til heiðurs Biogen
Hátíðin í ár er tileinkuð ís-
lenskum frumkvöðli í raftónlist,
Sigurbirni Þorgrímssyni, betur
þekktum undir nafninu Bjössi
Biogen, en hann lést í byrjun árs
langt fyrir aldur fram. „Hann
spilaði með okkur í fyrra og þetta
er fyrsta hátíðin eftir að hann
deyr. Það er svolítið skrítið,“ seg-
ir Pan. „Þetta er alveg hans hátíð
í ár, það má alveg segja“.
Rafmögnuð músík undir Jökli
Extreme Chill Festival-hátíðin orðin þekkt erlendis Hátíðin tileinkuð frumkvöðli raftónlistar,
Biogen Um 30 íslenskir tónlistarmenn koma fram ásamt tveimur erlendum
Stemning Extreme Chill Festival vakti mikla lukku í fyrra og fyrir vikið er hátíðin aðeins stærri í sniðum í ár. Um
30 íslenskir listamenn koma til með að spila en einnig tveir erlendir, Biosphere og Solar Fields.
Þrír Andri Már Arnlaugsson, Óskar Thorarensen og Pan Thorarensen
standa fyrir hátíð raftónlistar á Íslandi en hún fer fram á Snæfellsnesi.
Frábærar tæknibrellurnar frá WETA þeim sömu og gerðu Avatar!
BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 2:30 - 5 L
BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 L
GREEN LANTERN 3D kl. 2:30 - 5 - 8 - 10:30 12
RISE OF THE PLANET OF THE APES kl. 5 - 8 - 10:30 12
CAPTAIN AMERICA 3D kl. 8 - 10:45 12
HORRIBLE BOSSES kl. 2:30 - 5 - 10:45 12
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 8 12
/ ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL
GREEN LANTERN kl. 5:30 - 8 3D - 10:30 3D 12 CARS 2 Með ensku tali kl.11 L
GREEN LANTERN kl. 8 - 10:30 VIP CARS 2 Með ensku tali kl.5:30 VIP
HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 - 8 - 10:30 - 10:40 12 HARRYPOTTER7-PART23D kl. 8 12
BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 5:30 L HARRYPOTTER7-PART2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:30 L TRANSFORMERS 3 kl. 8 12
SJÁÐU
LOKAKAFLANN
Í 3D
HHHHH
- T.M - THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHHH
- L.S - ENTERTAINMENT
WEEKLY
HHHHH
- R.C - TIME HHHH
- J.T - VARIETY
HHHH
"MÖGNUÐ ENDALOK"
- KA, FBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA , EGILSHÖLL OG AKUREYRI
SÝND Í EGILSHÖLL
á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
“NÁNAST FULLKOMINN
LOKASPRETTUR„
- KVIKMYNDIR.IS
HHHH
RYAN REYNOLDS
BLAKE LIVELY
MARK STRONG
GEOFFREY RUSH
„ÞAÐ ER SVO SANNARLEGA NÓG
UM AÐ VERATIL AÐ HALDA
3D-GLERAUGUM ÁHORFENDA
LÍMDUM Á ALLA MYNDINA.“
70/100 HOLLYWOOD REPORTER
Heimsfrumsýning á magnaðri stórmynd!
Þróun sem verður
að byltingu
Agzilla, Andre, Árni Vector,
Beatmakin Troopa, Bix, Captain
Fufanu, Crackers, Epic Rain,
Futuregrapher, Inferno 5, Intro-
Beats, Jafet Melge, Jóhann Ei-
ríksson, Krummi, Murya, Orang
Volante, Plasmabell, Plat, PLX,
Prins Valium, Quadruplos, Ra-
dio Karlsson, Ruxpin, Skurken,
Stereo Hypnosis, Steve Sam-
pling, Subminimal, ThizOne, To-
nik, Trouble og Yagya. Auk
Biosphere og Solar Fields.
Meðal þeirra
sem koma fram: