Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
„Svæðið er ekki í eigu Hafnar-
fjarðarbæjar heldur í einkalandi að
mestu leyti í nágrenni við gamla
efnisnámu sem var þarna. Þetta var
skotæfingasvæði á sínum tíma en bú-
ið er að færa það og því eru ein-
hverjir að nýta sér það í óleyfi,“ segir
Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri
umhverfis- og framkvæmdaráðs
Hafnarfjarðarbæjar, en Morgun-
blaðið fjallaði í fyrradag um yfir-
gengilegan sóðaskap í hrauni vestur
af bænum. Sigurður segir að brugð-
ist hafi verið við strax og farið yfir
svæðið með starfsmanni heilbrigðis-
eftirlitsins.
Hann segir að reynt verði að hafa
samband við landeigendur, bæði til
að tryggja að gripið verði til aðgerða
um hreinsun og eins til að koma í veg
fyrir að fólk sé að losa sig þar við
rusl. Tveir gamlir malarslóðar liggi
að svæðinu og verið sé að íhuga hvort
það megi ekki loka þeim.
Þegar spurt er hvað eigi að gera
varðandi skotsvæðið segir Sigurður
að svo virðist sem enn sé verið að
skjóta þar í leyfisleyfi enda sé það
ekki inni á skipulagi sem slíkt svæði.
Það verði væntanlega rætt við land-
eigendur um aðgerðir til að lágmarka
notkun þess; það þýði að vel þurfi að
fylgjast með svæðinu. Næsta skref
sé að taka frumkvæði og fá landeig-
andann til að bregðast við og hreinsa
svæðið. sigrunrosa@mbl.is
Landeigandi hreinsi svæðið
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Sóðar Fólk virðist af einhverjum ástæðum nýta hraunið sem ruslahaug.
Sóðaskapur í hrauninu ekki í landi Hafnarfjarðarbæjar
Bærinn íhugar að loka tveimur vegarslóðum að svæðinu
Þrjár kannabis-
ræktanir voru
stöðvaðar í Hafn-
arfirði á föstudag
og laugardag.
Lagt var hald á
bæði kannabis-
plöntur og græð-
linga auk ýmiss
búnaðar sem
fylgir svona starf-
semi. Lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu handtók
nokkra karla og yfirheyrði í
tengslum við málin.
Á einum staðnum var einnig lagt
hald á töluvert af peningum sem
grunur leikur á að séu tilkomnir
vegna fíkniefnasölu. Á sunnudag var
einnig framkvæmd húsleit í Hafn-
arfirði og þá fundust nokkrir tugir
gramma af marijúana.
Að auki voru þrír karlmenn um
tvítugt handteknir í Hafnarfirði á
föstudaginn grunaðir um fíkniefna-
sölu. Í fórum þeirra fundust samtals
nokkrir tugir gramma af marijúana
og viðurkenndu þeir allir að fíkniefn-
in hefðu verið ætluð til sölu.
Fjöldi fíkni-
efnamála í
Hafnarfirði
Magn Lagt var
hald á kannabis.
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
HJÓLUM
HJÓLADEILDIN ER Í HOLTAGÖRÐUM.
30%
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
„Samkvæmt lýsingum vitna er
grunur um að tveir bílar hafi spyrnt
frá gatnamótum Kalkofnsvegar og
þetta hafi verið annar þeirra. Það
er verið að reyna að ná í aðra sem
voru á ferðinni, alla sem gætu skýrt
hvað gerðist,“ segir Geir Jón Þór-
isson yfirlögregluþjónn um slysið
sem átti sér stað á Geirsgötu á
föstudaginn þegar bíll hafnaði á
húsvegg með þeim afleiðingum að
farþegi lést. Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu óskar eftir að ná
tali af tveimur ökumönnum í
tengslum við rannsókn hennar á
slysinu sem varð um hálftíuleytið
síðastliðið föstudagskvöld. „Öku-
tæki þeirra voru staðsett á gatna-
mótum Geirsgötu og Tryggvagötu
þegar slysið varð. Um er að ræða
gráa Suzuki-fólksbifreið á hægri ak-
rein (á vesturleið) en talið er að
karlmaður hafi ekið bílnum.
Hinn bíllinn kom úr gagnstæðri
átt og var á vinstri akrein (á aust-
urleið). Hvorki er vitað hvort karl
eða kona ók þeim bíl né heldur
hverrar tegundar hann er. Öku-
mennirnir eru vinsamlegast beðnir
um að hafa samband við lögregluna
í síma 444-1000.
Geir Jón segir að töluvert sé um
hraðakstur og spyrnur á þessum
slóðum en tæknirannsókn og lýs-
ingar vitna eigi vonandi eftir að
leiða endanlega í ljós hvað þarna
gerðist.
Grunur um
spyrnu
tveggja bíla
Leita vitna að umferð-
arslysi við Geirsgötu