Morgunblaðið - 17.08.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.08.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Háskólinn í Reykjavík var settur í gærmorgun þegar tekið var á móti nýnemum skólans. Dagskrá ný- nemadaga stendur í tvo daga, en þá er komandi nám kynnt fyrir nem- endum, auk þess sem þjónusta og aðstaða skólans er kynnt. Að þessu sinni hefja um 1300 nemendur nám við Háskólann í Reykjavík. Flestir hefja nám við tækni- og verkfræðideild eða um 400. Tæplega 300 nemendur hefja nám við tölvunarfræðideild og við- skiptadeild og rúmlega 150 nem- endur hefja nám við lagadeild. HR tekur til starfa Bílstjórar Strætó bs. sigruðu á Norðurlandamóti í ökuleikni vagnstjóra, sem haldið var í Stokkhólmi í Svíþjóð nýlega. Sví- ar voru í öðru sæti og Finnar í því þriðja. Hörður Ingþór Tóm- asson, formaður Akstursklúbbs Starfsmannafélags Strætó, segir að sigurinn megi fyrst og fremst þakka mikilli reynslu og iðni við æfingar. Sex keppendur eru í hverju liði á Norðurlandamótinu í ökuleikni. Hver keppandi ekur braut með ákveðnum þrautum tvisvar sinn- um. Mælt er hversu fljótir kepp- endur eru að aka í gegnum þrautirnar og jafnframt hve margar villur þeir gera í akstr- inum. Auk keppni á milli landa er sérstök einstaklingskeppni vagn- stjóra. Finnskur vagnstjóri, Timo Kettunen, sigraði en Þórarinn Söebech náði bestum árangri meðal íslensku keppendanna og varð þriðji. Aðrir í íslenska liðinu voru Sigurjón Guðnason, Andrés Bergsson, Steindór Steinþórsson, Elías Viggó Bíldal Guðmundsson og Björg Guðmundsdóttir. Íslenskir vagnstjórar tekið þátt frá árinu 1983 og hafa alls farið með sigur af hólmi átta sinnum. Vagnstjórar Strætó báru af á Norðurlanda- mótinu í ökuleikni – meistarar í 8. skipti Tæplega 7.000 hlauparar höfðu í gær skráð sig til þátttöku í Reykja- víkurmaraþon Íslandsbanka. Þetta eru nokkru fleiri skráningar en á síðasta ári en vaninn er að skráning taki verulegan kipp dagana fyrir hlaupið. Nú þegar hafa fleiri skráð sig í hálft og heilt maraþon en tóku þátt í fyrra auk þess sem fleiri boð- hlaupslið hafa skráð sig til þátt- töku. Frestur til að skrá sig á netinu rennur út í dag klukkan fjögur en hægt verður að skrá sig í hlaupið í Laugardalshöllinni á föstudag. Enn á ný verður hlaupið til styrktar góðum málefnum í Reykja- víkurmaraþoni Íslandsbanka. Áheitasöfnunin fer fram á hlaup- astyrkur.is og gengur hún einnig vonum framar. Nú þegar hafa safn- ast rúmar 16 milljónir króna en á sama degi í fyrra höfðu safnast 11,2 milljónir króna. Því er um að ræða 43% aukningu milli ára. Um 2.800 hlauparar hafa skráð sig á hlaupa- styrk en á síðasta ári hlupu tæplega 2.000 manns til góðs. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.marathon.is Morgunblaðið/Eggert Hlaupið Þúsundir hlaupara verða á götum Reykjavíkur á laugardag. Þúsundir ætla að taka þátt í maraþoni Borgarskákmótið fer fram fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráð- húsi Reykjavíkur og standa Reykjavík- urfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Tafl- félagið Hellir, að mótinu, eins og og síð- ustu ár. Mótið fór fyrst fram árið 1986 á 200 ára afmæli borgarinnar. Núna er það haldið í 26. sinn á 225 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taki þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Mótið er öllum op- ið og er þátttaka ókeypis en skráning fer fram á Skák.is. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigraði Guðmundur Gísla- son, sem þá tefldi fyrir Tapas barinn. Borgarskákmótið fer fram á morgun Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Mið- borgar þann 9. ágúst sl. var lýst yfir ánægju með lokun Laugavegar fyr- ir bílaumferð nú í sumar og jafn- framt hvetur stjórnin til þess að haldið verði áfram á sömu braut sem fyrst. Eigi að síður minnir stjórnin á mikilvægi þess að metinn sé árang- ur aðgerðarinnar þannig að kostir og gallar komi skýrt fram. Meðal annars verði metin áhrif á umferð um nálægar götur, áhrif á verslun og líðan íbúa og vegfarenda eins og Íbúasamtökin bentu á í bréfi sem þau sendu borgaryfirvöldum hinn 25. maí síðastliðinn. Ánægja með lokun STUTT Andri Karl andri@mbl.is Nokkuð hefur borið á gaskútaþjófn- uðum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið og sá lögregla í gær ástæðu til að vara gaskútaeigendur sérstak- lega við. Ekki er þó talið að um sé að ræða menn sem leggi gasið sér til nefs heldur reyni að að skila kút- unum til þjónustustöðva olíufélag- anna, s.s. til að fá andvirði þeirra greitt út. Eftir töluverðum upphæðum er að slægjast fyrir óprúttna því á milli fjögur og tólf þúsund krónur eru greiddar út fyrir tóma gaskúta. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlög- regluþjóns hjá lögreglu höfuðborg- arsvæðisins, ættu þeir sem eiga gas- kúta að gera ráðstafanir, ekki síst þeir sem eru með gaskúta á fellihýs- um sínum og svo gasgrillum sem standa úti við. Tilkynnt var um fjóra stolna gaskúta á síðastliðinn föstu- dag og laugardag en víst er talið að þeir séu töluvert fleiri. Samkvæmt upplýsingum frá olíufélögunum N1 og Olís er vinnureglan sú að óska eftir kvittun frá viðskiptavini sem hyggst skila gaskút og fá andvirðið greitt. Það sé hins vegar fremur sjaldgæft þar sem langflestir komi til að fá áfyllingu á kút sinn. Þá sé starfsfólk mjög vakandi fyrir stoln- um gaskútum og hefur gaskútaþjóf- um verið vísað frá og hringt á lög- reglu. Forsvarsmenn beggja félaga tóku skýrt fram að reynt sé að hafa gott samstarf við lögreglu í þessum málum. Meðal annars er stuðst við eftirlitsmyndavélar á þjónustustöðv- unum til að upplýsa gaskútaþjófnaði. Þó svo vinnureglan sé að fara fram á kvittun þegar gaskútum er skilað viðurkenna forsvarsmenn olíufélaganna, að oft sé það í höndum starfsmanna þjónustustöðvanna að taka ákvörðun um hvort viðkomandi fær að skila kút eða kútum án kvitt- unar. Til að mynda sé oft um fasta- kúnna að ræða á þeirra hverfisstöð, hjólhýsa- og fellhýsaeigendur sem vilji losa sig við kúta fyrir veturinn, og vart þurfi að véfengja hvað liggi þar að baki. Stela gaskútum og skila til olíufélaga  Starfsmenn með vakandi auga vegna gaskútaþjófnaða Morgunblaðið/Sverrir Gaskútar Töluvert fé fæst fyrir að skila gaskút til olíufélaganna. Samtök atvinnulífsins hafa sent bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra og Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra þar sem þau mótmæla áformum um skattahækk- anir á stóriðju, sjávarútveg og banka vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2012. „Þau áform sem kynnt hafa verið um skattahækkanir bera þess merki að ákveðin uppgjöf hafi orðið við að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Ekki virðist vilji til að fylgja eftir markmiðum um auknar fjárfesting- ar, minna atvinnuleysi og meiri hag- vöxt sem gæti skilað ríkissjóði sjálf- krafa auknum skatttekjum. Aðeins virðist nást samstaða um vanhugs- aðar aðgerðir gegn stóriðju, sjávar- útvegi og bönkum,“ segir í bréfinu sem er undirritað af formanni og framkvæmdastjóra SA. Þeir minna á að í desember 2009 hafi fjármálaráðherra og iðnaðar- ráðherra undirritað sameiginlega yfirlýsingu með SA og stóriðjufyr- irtækjum þar sem gert var sam- komulag um fyrirkomulag skatt- lagningar á þessi fyrirtæki á árunum 2010-2012. „Með því samkomulagi voru aðrar hugmyndir um skattlagn- ingu á fyrirtæki lagðar á hilluna en sammælst um að frá og með árinu 2013 þegar stóriðjan verður hluti af ETS yrðu fyrirtækjum búin sam- bærileg samkeppnisskilyrði og stór- iðjufyrirtækjum í sama iðnaði í Evr- ópusambandinu. Áform um nýja skatta á stóriðju á árinu 2012 eru al- gjörlega á skjön við þetta samkomu- lag.“ Í bréfinu kemur fram að SA telji skynsamlegt að frekari áform um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða verði lögð á hilluna og leggja til að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarn- ir friðmælist þess í stað við sjávar- útveginn en fari ekki sífellt gegn þessari atvinnugrein með ófriði. Þá vara samtökin við frekari skattlagn- ingu á íslensk fjármálafyrirtæki. Mótmæla áformum um skattahækkanir  Bera merki um uppgjöf við að ná endum saman Morgunblaðið/Ómar Straumsvík SA mótmæla skatta- hækkunum á stóriðju. Með minningarorðum um Evu Lynn Fogg sem birtist í Morgunblaðinu 15. ágúst sl. fylgdi ljóð sem á vantaði síðustu ljóðlínu. Greinin er eftir Kötlu frænku, Ástvald og fjölskyldu. Höfundi ljóðsins urðu þessi leiðu mistök á við innsendingu greinar- innar og ljóðið er því birt hér aftur: Ljósið mitt skæra perlan mín kæra ljósgullnir lokkar á höfðinu skarta brosin þín blíðu ylja um hjarta gullið mitt bjarta. (Katla Margét Ólafsdóttir) LEIÐRÉTT Vantaði síðustu ljóðlínu - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.