Morgunblaðið - 17.08.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Leiðtogar Þýskalands og Frakk-
lands, Angela Merkel og Nicolas
Sarkozy, hittust í gær á fundi í París
til að ræða lausnir á vanda evru-
svæðisins sem fer enn vaxandi þrátt
fyrir ýmsar björgunartilraunir. Ekki
bætir úr skák að nýjar tölur sýna að
hagvöxtur var mun minni í Evrópu á
öðrum ársfjórðungi en áður hafði
verið talið og reyndar enginn í
Frakklandi. Mest voru vonbrigðin
með vaxtartölurnar frá Þýskalandi
sem hefur virst ætla að sleppa
óskaddað út úr kreppunni en þar
minnkaði einkaneysla óvænt.
Á blaðamannafundi sögðu þau
Merkel og Sarkozy brýnt að sam-
hæfa betur fjármálastjórn evruland-
anna til að kljást við skuldavandann.
Frjálslyndir demókratar, samstarfs-
flokkur Merkel kanslara, hafa hótað
að yfirgefa stjórnarsamstarfið fallist
hún á að gefin verði út svonefnd
evruskuldabréf til þess að bjarga
evrunni eða koma á einni fjármála-
stjórn fyrir öll 17 ríki evrunnar.
Stjórnarandstaðan styður hins veg-
ar hugmyndirnar.
Ef gefin verða út skuldabréf af
þessu tagi munu öll ríki á evrusvæð-
inu ábyrgjast þau en margir fjár-
málasérfræðingar vestan hafs sem
austan segja nú að þessi aðgerð sé sú
eina sem geti bjargað myntsamstarf-
inu frá algeru hruni.
En Merkel hefur margoft hafnað
þessari lausn enda mikil andstaða
við hana í Þýskalandi. Telegraph í
Bretlandi segir að í skoðanakönnun
YouGov komi fram að 59% Þjóðverja
hafni öllum björgunaraðgerðum fyr-
ir önnur evruríki.
Nær enginn vöxtur í ESB
Hótað stjórnarslitum fallist Merkel á kröfur um evruskuldabandalag
Meðalhagvöxtur 0,2%
» Hagvöxtur á evru-svæðinu
var að meðaltali 0,2% á öðrum
ársfjórðungi en var 0,8% á
fyrstu þremur mánuðum árs-
ins.
» Í stærsta hagkerfi Evrópu,
Þýskalandi, var aðeins 0,1%
hagvöxtur og í Frakklandi var
hann enginn.
Belgíski rækjuveiðimaðurinn Eddy D’Hulster dregur
net sín með aðstoð reiðskjóta í gær en D’Hulster, sem
er 68 ára, hefur stundað rækjuveiðar í fjörunni við
borgina Oostduinkerke í 47 ár. Aðferðin er um 500 ára
gömul. Netin eru lögð á háfjöru og aflinn eftir nóttina
kemst vafalaust fyrir í tágakörfunum á hestinum.
Reuters
500 ára gömul fjöruveiðiaðferð enn notuð á strönd Norðursjávarins
Rækjuveiðihestur að störfum
Norska ríkisolíu-
félagið Statoil
hefur fundið nýj-
ar og geysilega
auðugar olíu-
lindir á botni
Norðursjávar og
er um stærsta
olíufund félags-
ins í meira en 20
ár að ræða. Talið
er að þar megi
vinna 500-1200 milljónir olíufata,
að sögn Nettavisen.
Nýju svæðin eru kennd við
Avaldsnes og Aldous og munu vera
tengd. „Þetta sýnir að það eru
meiri möguleikar í Norðursjónum
en nokkurn hafði órað fyrir,“ sagði
Daniel Raavik, greinandi hjá Hand-
elsbanken.
Nokkur önnur félög, þ. á m.
Lundin Petroleum, tóku þátt í leit-
inni á svæðinu með Statoil sem á þó
stærsta hlutann af olíunni. Félagið
hefur einnig fundið mikið af lindum
við norðanverðan Noreg á síðustu
árum. Hlutabréf í Lundin hækkuðu
um 7% við tíðindin en bréf Statoil
um 0,5%. kjon@mbl.is
Geysimikill olíu-
fundur á svæði
Statoil í Norðursjó
Olíuborpallur á
Norðursjó.
Hörð framsals-
deila er komin
upp milli stjórn-
valda í Dan-
mörku og Ind-
landi og reyna
hin síðarnefndu
að beita efna-
hagslegum
þrýstingi í mál-
inu, segir í Jyl-
landsposten.
Daninn Niels Holck er sakaður
um ýmis brot í Indlandi árið 1995,
meðal annars er hann sagður hafa
skipulagt vopnaflutninga til upp-
reisnarmanna í Vestur-Bengal.
Holck andmælti framsali með þeim
rökum að hann ætti á hættu að
verða pyntaður eða sæta annarri
niðurlægjandi meðferð. Málið fór
fyrir dómstóla og endaði með því að
hæstiréttur úrskurðaði lok júní að
Holck skyldi ekki framseldur.
kjon@mbl.is
Neita að framselja
Dana til Indlands
Niels Holck
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Forsætisráðherra Bretlands, David
Cameron, vildi í kjölfar óeirðanna
gera Bandaríkjamanninn William
Bratton að næsta yfirmanni Lund-
únalögreglunnar. En Theresa May
innanríkisráðherra var á móti hug-
myndinni, yfirmaðurinn yrði að vera
Breti. Svo fór að Bratton var gerður
að ráðgjafa Camerons varðandi
glæpagengi.
En hver er þessi 63 ára gamla „of-
urlögga“ eins og bresku blöðin kalla
Bratton? Hann gat sér frægð vestra
þegar hann var lögreglustjóri í Bost-
on og síðar New York og Los Angel-
es, glæpatíðni snarminnkaði á
nokkrum árum.
Bratton lagði áherslu á að lög-
reglumenn yrðu sýnilegir og blönd-
uðu geði við borgarana en það sem
mestu skipti var að taka hart á öllum
afbrotum, sýna af sér „lágmarks
umburðarlyndi“. Unglingar voru
jafnvel hirtir fyrir að krota á veggi. Í
Los Angeles var helsta viðfangsefni
hans að kveða niður glæpagengi en
Bratton tókst að fækka glæpum í
borginni um 40% á þrem árum.
Hann taldi að hækka yrði þrösk-
uldinn, ef menn sættu sig við að rúða
væri brotin átölu-
laust yrði afleið-
ingin að sífellt
fleiri gengju á
lagið, teldu sig
mega skemma
hluti annarra,
stela og ræna. Í
stuttu máli:
brjóta lögin.
Enginn efast
um að Bratton er afburðasnjall, ein
af nýjungum hans var að beita svo-
nefndum GIS-tölvukerfum til að
kortleggja glæpatíðni. Þá var hægt
að gera baráttunna markvissari,
nýta betur en ella mannskap og bún-
að.
Margar ástæður nefndar
Oft hefur verið bent á að Bratton
hafi fengið að fjölga lögreglumönn-
um í New York um 5.000 sem hafi
gert löggæsluna mun skilvirkari.
Enginn veit með vissu hvers
vegna alvarlegum glæpum hefur
fækkað svo mikið síðustu árin í flest-
um bandarískum stórborgum,
ástæðurnar eru vafalaust margar.
Hlutfallslega fleiri afbrotamenn eru
í fangelsi en áður, þá hlýtur af-
brotum að fækka og fleira hefur ver-
ið tínt til.
Ofurlögga gefur ráð
William Bratton tókst að snarlækka glæpatíðni í þrem
bandarískum stórborgum og aðstoðar nú Breta
William Bratton
Mikið tjón varð af flóðum í kjölfar
mikilla rigninga í Þrændalögum
og víðar í sunnan- og vest-
anverðum Noregi í gær og síðdeg-
is voru enn átta hús algerlega ein-
angruð, að sögn Aftenposten.
Sums staðar varð að nota þyrlur
til að bjarga fólki í neyð af hús-
þökum.
Litlir lækir breyttust þegar á
mánudagskvöld á örfáum klukku-
stundum í vatnsveggi sem rifu og
tættu allt í sundur í Aalen, að
sögn sjónarvotta. Aftenposten
sagði að sjá mætti hús sem bók-
staflega virtust hanga í lausu lofti
eftir að vatnsflaumurinn ruddi
burt jarðvegi undir þeim.
Lénsmaðurinn í Stange, Nils
Ringnes, sagði að fyrst og fremst
hefði orðið tjón á vegum og húsum
í grennd við Strandlykkja. „Það
mun óhjákvæmilega taka nokkurn
tíma að laga til en við höfum til
allrar hamingju ekki fengið neinar
tilkynningar um að fólk hafi slas-
ast,“ sagði Ringnes. kjon@mbl.is
Mikið tjón í
vatnsflóðum
í Noregi
Fólki víða bjargað
með þyrlum
Þekktasti baráttumaður gegn spill-
ingu í Indlandi, Anna Hazare, var í
gær handtekinn er hann hugðist
hefja hungurverkfall til að fylgja
kröfum sínum eftir. Minnst 1300
manns voru teknir höndum í Nýju-
Delí fyrir að styðja aðgerðir Hazare.
Hann er 74 ára og mælir ávallt með
friðsamlegum andmælum í anda
sjálfstæðishetjunnar Mahatma
Gandhis.
Fólkið hafði áður fengið leyfi til að
halda 5.000 manna mótmælafund í
almenningsgarði en var síðar sakað
um að hafa brotið lög. Ríkisstjórnin
ráðfærði sig nýlega við Hazare og
samdi lagafrumvarp um rannsókn á
spillingu. En þar er tekið fram að
ekki skuli rannsaka störf forsætis-
ráðherra, dómara, þingmanna og
helstu embættismanna stjórnkerfis-
ins og sættir Hazare sig ekki við
þessar undanþágur. Manmohan
Singh forsætisráðherra, sem er í
Kongressflokknum, er grunaður um
aðild að máli ráðherra er varð uppvís
að mútuþægni.
kjon@mbl.is
Reuters
Átök Lögreglan handtekur einn af stuðningsmönnum Hazare er hann
reyndi að stöðva bíl sem flutti leiðtogann í fangelsi í Nýju Delí gær.
Indverjar mót-
mæla spillingu
Minnst 1300 handteknir í Nýju Delí
Ein af hugsanlegum skýringum
á lækkandi glæpatíðni í Banda-
ríkjunum eftir 1990 er að eftir
að fóstureyðingar voru leyfðar
upp úr 1970 með niðurstöðu
hins þekkta máls Roe gegn
Wade hafi mun færri ógiftar
unglingsstúlkur úr röðum
blökkumanna eignast börn.
Gögn sýna óneitanlega að mjög
stór hluti allra afbrota er fram-
inn af ungum sonum einstæðra,
svartra mæðra. Bent er á að
glæpatíðnin hafi einmitt farið
að lækka vestra upp úr 1990 en
þá hefðu ófæddu strákarnir ella
verið komnir á kreik.
Ekki er eining um þessa kenn-
ingu sem m.a. var rakin í bók-
inni Freakonomics. Mörgum óar
auk þess við henni og finnst
þetta hljóma eins og hrottaleg
vörn fyrir fóstureyðingar.
Tengsl við
glæpatíðni?
FÓSTUREYÐINGAR