Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011
að koma fénu inn fyrir fólki þótt
réttastjórinn skipi fólki að hætta að
draga og yfirgefa almenninginn. Á
móti kemur að fjármerkin í eyrum
kindanna gera það að verkum að allir
geta dregið fyrir alla svo réttastörfin
ganga vel. Ekki þarf að bíða eftir
bendingum bændanna eða annarra
fjárglöggra manna um hvað eigi að
draga til þeirra. Bræðurnir frá
Bjargi lyfta sínu bæjarnúmeri, 3 H
12, upp á skilti svo allir rati þangað.
Það hrífur því þótt fjölskyldan sé
dugleg að draga bætast við tugir
sjálfboðaliða auk erlendra ferða-
manna sem eru í réttinni á vegum
Ferðaþjónustu Arinbjarnar á
Brekkulæk. Ekki veitir af því
Bjargsbændur áttu von á 800 kind-
um af fjalli.
„Þetta gengur ekki Karl. Við get-
um látið rollurnar eiga sig smástund
og fengið okkur kaffi. Unga fólkið
getur séð um þetta,“ segir Loftur
Guðjónsson þegar hann lítur við hjá
Karli félaga sínum. Þeir stefna á
kaffiskúrinn en þau sem héldu
Bjargsmerkinu á lofti veltu því fyrir
sér hversu þunnt kaffið yrði hjá þeim
félögunum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hó, hó Erfiðlega getur gengið að koma fénu inn í almenninginn þegar hann er hálffullur af fólki. Réttastjóri segir svipaðan fjölda fjár hafi komið til réttar og undanfarin ár, líklega þó litlu fleira.
Smölun á afréttum Miðfirðinga gekk vel en þótt menn
viti ekki til þess að neitt hafi orðið eftir kemur alltaf
eitthvað fram í seinni leitum.
„Við erum hérna á sama tíma og venjulega,“ sagði
Jón Böðvarsson á Syðsta-Ósi, leitarstjóri á Tungunni á
Aðalbólsheiði, þegar hann hafði komið sínu safni sam-
an við féð af Kjálka, við heiðargirðinguna á Aðalbóls-
heiði upp úr hádegi á föstudag. Þegar söfnin eru komin
saman er gert hlé á rekstri og
menn fá sér langþráð kaffi og
brauð, áður en fjársafn og
stóð er rekið áfram niður
Austurárdal.
Miðfirðingar sluppu
að mestu við þokuna
sem tafði leitarmenn
Hrútfirðinga. Hún
helltist ekki yfir fyrr
en byrjað var að reka
fé til réttar á laug-
ardagsmorgni en
Jón segir að það
hafi sloppið til. Leitarmaður steyptist af baki reiðhests
síns á Aðalbólsheiði og var fluttur á sjúkrahús til skoð-
unar og aðhlynningar. Hann slapp vel frá þessu og var
mættur í réttirnar.
Eggert Pálsson á Bjargshóli var með fimm þýsku-
mælandi ferðamenn með sér í leitinni á Aðalbólsheiði
en fólkið var gagngert hingað komið til að fara í leitir.
Ferðaþjónusta Arinbjarnar á Brekkulæk skipuleggur
ferðirnar. Fleiri ferðamenn á hans vegum fóru ríðandi
til móts við safnið og hjálpuðu til við að reka stóðið til
réttar og fjórir fóru gangandi á Núpsheiði til að reka
safnið niður Núpsdal með leitarmönnum. Eggert segir
að þetta hafi verið langur dagur hjá þeim sem fóru ríð-
andi í göngurnar og það hafi tekið á þótt þetta hafi átt
að vera vant reiðfólk.
Jón hefur farið í leitir nærri því á hverju ári í fimmtíu
ár og fyrstu árin ávallt tvisvar á ári. Hann heldur þessu
áfram þótt þeir bræður hafi hætt fjárbúskap fyrir
fimmtán árum. Fjallskilin eru áfram kvöð á jörðinni og
þarf Jón að útvega tvo leitarmenn með sér. „Það er
bara gaman að þessu, fyrst og fremst félagsskapurinn
og að vera uppi á hálendinu,“ segir Jón.
Góður félagsskapur á hálendinu
LEITIR GENGU VEL HJÁ MIÐFIRÐINGUM
Annir Réttadagurinn er langur hjá Sigurði Ingva Björnssyni því um kvöldið
fer hann til Reykjavíkur til að syngja með hljómsveitinni í sextugsafmæli.
Jarmað Auðunn Logi lætur sér ekki bregða við jarmið. Sigríður Jónsdóttir
heldur á syni sínum og pabbinn, Valdimar Gunnarsson, lyftir lambinu.
Réttastörfin gengu vel í Miðfjarðarréttum um helgina Unga fólkið getur séð um þetta segja
bændur og fara saman í kaffiskúrinn Bændur ánægðir með vænleika fjárins eftir harðindin í vor
Allir draga fyrir alla
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Fé, meira fé,“ er kallað við Bjargs-
dilkinn, „opnaðu hliðið.“ Það mynd-
ast röð við Bjargsdilkinn eftir að féð
af Aðalbólsheiði er rekið inn í al-
menninginn og margir draga fé að.
Karl Sigurgeirsson hefur ekki undan
að opna til að hleypa inn fénu. „Það
væri nær að reka safnið inn í dilkinn
og draga svo fé annarra út,“ segir
Karl og veitir úr koníakspelanum.
Réttastörfin gengu vel í Miðfjarð-
arréttum á laugardag. Safnið kemur
af þremur heiðum. Náðist að draga
sundur féð af Húksheiði áður en
söfnin af Núpsheiði og Aðalbólsheiði
komu til réttar.
Helgi A. Pálsson réttastjóri segir
að svipaður fjöldi fjár hafi komið til
réttar og undanfarin ár, líklega þó
litlu fleira. Reiknað er með að um sex
þúsund fjár hafi komið af afrétti og
hafnað í sínum rétta dilk í Miðfjarð-
arréttum. Auk þess komu á þriðja
hundrað fullorðin hross auk folalda.
Hrossin voru rekin í sundur á laug-
ardagsmorgni, á meðan féð var rekið
úr dölunum til réttar, og gekk það vel
eins og annað þennan dag.
Bændur létu vel yfir vænleika
lambanna. Þrátt fyrir að rekið hafi
verið óvenju seint á afrétt vegna
kuldans í vor töldu menn lömbin síst
lakari en í fyrra. Kann það að skýrast
af því að ekki varð vart við lungna-
kregðu sem dró lömbin niður í fyrra.
Bæjamerkin hjálpa
Fjölmargir voru að fylgjast
með og draga. Fólk vitjar
gjarnan heimahaganna á
haustin til að hjálpa til
við smalamennskur og
úr verður fjöl-
skylduhátíð. Við
bætast aðrir héraðs-
menn og lengra að
komnir gestir. Mikill
atgangur er í almenn-
ingnum og varla hægt
Leitarmennirnir Jón Böðv-
arsson og Guðjón Loftsson.