Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Golli Bannað Ekki má reiða á rafmagns- vespum þótt sæti sé fyrir farþega. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Umferðarstofa hefur sent frá sér leið- beiningar um notkun vél- eða rafknú- inna hjóla sem eru hönnuð fyrir allt að 25 km hraða. Þessi hjól eru margs- konar, allt frá venjulegum reiðhjólum með rafmótor til rafmagnsvespa sem svipar mjög til hefðbundinna bens- ínvespa. Þrátt fyrir það flokkast vél- eða rafknúin hjól sem ein tegund reiðhjóla og gilda um þau flestar sömu reglur og reiðhjól. Einar Magnús Magnússon, upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þótt rafmagnsvespur séu skil- greindar sem reiðhjól sé sá munur á að vespurnar eða mótorknúnu reið- hjólin megi ekki vera úti í almennri umferð. „Þessi tæki mega einungis vera á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. En við teljum að mjög víða á gangstígum eigi þetta alls ekki erindi,“ segir Einar Magn- ús. „Reglurnar voru settar árið 2004 og tóku þá fyrst og fremst tillit til þeirra tækja sem voru þá á markaði. Þá voru þetta létt og fremur lítil tæki en nú er þetta orðið stærra og meira um sig. Þess vegna er verið að skoða það í innanríkisráðuneytinu hvort það þurfi að greina þessi tæki frekar í sundur og þá með hvaða hætti. Allt er það gert fyrst og fremst til að tryggja öryggi vegfarenda,“ segir Einar Magnús. Ekkert aldurstakmark Umferðarstofa mælir ekki með því að börn yngri en 13 ára séu á vél- eða rafdrifnum hjólum sem komast upp í 25 km hraða. „Það er ekkert aldurs- takmark á þetta frekar en á reiðhjól. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að það eru börn að keyra þessi tæki og meira að segja brjótandi þær reglur sem almennt gilda um hjól- reiðar. Almenn skynsemi segir manni að það þurfi að skerpa á reglunum. Það er ótækt að smábörn geti verið að keyra velflest þessara tækja.“ Spurður hvernig reglur gildi um þessi hjól í nágrannalöndunum segir Einar Magnús að það sé til Evróputil- skipun frá árinu 2002 sem ekki sé skylt að innleiða. „Í henni eru þessi tæki greind í tvo flokka. Annars veg- ar fótstigin tæki sem flokkast sem reiðhjól, það er ef þau eru með inn- gjöfina í pedölum eða fótstigum. Hins vegar ef inngjöfin er með öðrum hætti, eins og í stýrishandfangi, flokkast þetta sem skráningarskylt ökutæki og lýtur reglum slíkra tækja. Það er verið að skoða hvort þörf sé á að innleiða fleiri atriði úr þessari til- skipun hér.“ Hafa áhyggjur af börnum  Sömu reglur gilda um rafmagnsvespur og reiðhjól  Ekkert aldurstakmark er á ökumenn vél- eða rafknúinna hjóla  Verið er að skoða reglurnar 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Evrópuvaktin segir frá því aðWolfgang Schäuble, fjár- málaráðherra Þýskalands, vilji ná fram svo víðtækum breytingum á valdi Evrópusambandsins til þess að stjórna efnahagsmálum aðildarríkj- anna, að það mundi leiða til þess að gera yrði nýjan ESB-sáttmála. Schäuble mun hafa sagt þetta á fundi þingmanna flokks síns sl. fimmtudag, þar sem hann hafi lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt væri að færa meira vald yfir efnahagsmálum til Brussel.    ÁEvrópuvaktinnikemur fram að Schäuble hafi við- urkennt á fundinum að slíkur sáttmáli mundi auka bilið á milli þeirra 17 ríkja sem hafa tekið upp evruna og hinna 10 sem hafa ekki gert það.    Annar ráðherra í þýsku rík-isstjórninni, Ursula von der Leyen, vinnumálaráðherra, vill ganga enn lengra. Þýska vikuritið Spiegel greinir frá því að hún hafi haft eftirfarandi að segja um fram- tíð Evrópusambandsins: „Markmið mitt er Bandaríki Evrópu.“    Umræðan um þróun Evrópusam-bandsins er á fleygiferð innan þess. Sumir vilja gera það að skulda- bandalagi með því að láta ríkin ábyrgjast skuldir hvert annars. Aðr- ir vilja samhæfa efnahagsstjórnina og setja hana undir vald Brussel. Enn aðrir viðurkenna að þeir vilji ganga enn lengra, líkt og vinnu- málaráðherra Þýskalands, og segja markmiðið vera Bandaríki Evrópu.    Og hér á landi reyna VG og Sam-fylking að gera Ísland að þátt- takanda í þessari óvissuferð. Wolfgang Schäuble Markmiðið er Bandaríki Evrópu STAKSTEINAR Ursula von der Leyen Veður víða um heim 4.9., kl. 18.00 Reykjavík 16 léttskýjað Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 skúrir Vestmannaeyjar 13 skýjað Nuuk 6 súld Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 skúrir Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 20 skýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 15 léttskýjað Glasgow 16 skýjað London 17 léttskýjað París 22 skúrir Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 23 skýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 12 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 12 skýjað Montreal 23 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 19 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:22 20:32 ÍSAFJÖRÐUR 6:21 20:43 SIGLUFJÖRÐUR 6:03 20:26 DJÚPIVOGUR 5:50 20:03 Birgir Björnsson lést á heimili sínu í Hafnarfirði 2. september sl., 76 ára að aldri. Hann var fædd- ur 22. febrúar 1935. Birgir er þekktastur fyrir þátttöku sína í íþróttum en hann byrj- aði ungur að æfa fim- leika með FH, og sneri sér síðar alfarið að hand- knattleik. Hann var leik- maður 2. flokks karla í FH sem vann fyrsta Ís- landsmeistaratitil fé- lagsins í handknattleik karla 1954. Síðan hefur Birgir unnið marga titla með meist- araflokki, sem var flaggskip FH til margra ára. Hann lék fimm hundruð meistaraflokksleiki með FH á 20 ára ferli. Þá þjálfaði hann liðið í mörg ár. Birgir lék auk þess 29 landsleiki fyrir Ísland, var m.a. fyrirliði landsliðsins þegar Ís- land tók í fyrsta sinn þátt í heimsmeistara- keppni í handbolta. Þá þjálfaði Birgir lands- liðið um tíma og átti sæti í landsliðsnefnd HSÍ. Birgir varð for- stöðumaður íþrótta- húss FH í Kaplakrika 1989 og starfaði þar til 67 ára aldurs. Hann er heiðursfélagi FH. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Inga Magnúsdóttir, börn þeirra eru Magnús, Sólveig og Laufey. Barna- börnin eru sjö, barnabarnabörnin fjögur. Andlát Birgir Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.