Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VARAÐU ÞIG KISI! FISKAR AF MÍNU KYNI ERU EITRAÐIR OG GETA GERT ÞIG ALVARLEGA VEIKANN ÞAÐ ER ÚTI UM MIG MAGAR AF MÍNU KYNI GETA BORÐAÐ 12 BURRITOS Á STÆRÐ VIÐ HAUSINN Á MÉR ÉG ER EKKERT MJÖG SPENNTUR FYRIR ÞVÍ AÐ BORÐA HEIMA Í KVÖLD KONAN MÍN ÆTLAR BARA AÐ HAFA AFGANGA Í MATINN HVAÐ ERU AFGANGAR? SLEPPTU HAUS- KÚPUNNI EÐA ÉG... EKKI! ÞÚ SKEMMIR HAUSKÚPUNA! VERTU RÓLEGUR, ÉG SKAL FARA VEL MEÐ HANA... Á MEÐAN ÞIÐ ÚTVEGIÐ PENINGANA FINNST ÞÉR VANTA RÓMANTÍK Í SAM- BANDIÐ OKKAR? JÁ, VIÐ ERUM SVO UPPTEKIN AÐ VIÐ GLEYMUM AÐ SINNA HVORT ÖÐRU HÉRNA ÁÐUR FYRR GERÐUM VIÐ ÝMISLEGT TIL AÐ TJÁ HVORT ÖÐRU ÁST OKKAR, TIL DÆMIS SKILDIR ÞÚ REGLULEGA EFTIR SÚKKULAÐI Á KODDANUM MÍNUM ÞANGAÐ TIL AÐ VIÐ KOMUMST AÐ ÞVÍ AÐ KÖTTURINN OKKAR VAR AÐ BORÐ ÞAÐ OG FÁ Í MAGANN ÞAÐ VAR SAMT YNDISLEGT HUNDA- ATHVARF ÞETTA ER Í HUNDRAÐASTA SKIPTI SEM ÞÚ KEMUR TIL OKKAR Í ALVÖRUNNI? FÆ ÉG EINHVERSKONAR VERÐLAUN? NEI, ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ ÞÚ MISSIR HUNDALEYFIÐ ÞITT MISSI? ÞÚ ÞARFT AÐ SÆKJA AFTUR UM LEYFIÐ OG TAKA ÖLL VERKLEGU PRÓFIN AFTUR HÉRNA ER KENNSLUBÓKIN ÞÍN „HVERNIG Á AÐ LÆRA AÐ VERÐA HUNDUR AÐ NÝJU” HLUSTAÐU Á ÞETTA HÉRNA STENDUR AÐ ÞAÐ SÉU YFIR SEX HUNDRUÐ OG SJÖTÍU ÞÚSUND MISMUNANDI TEGUNDIR SKORDÝRA VÁ! ÞÚ ERT ÞÁ ALLAVEGANA EKKI EINMANA, KALLINN MINN Fjólur fjöl- miðlamanna Til gamans langar mig að minnast á tvennt sem ég fann í blaðinu þegar ég kom aftur heim eftir nokkra fjarveru. Í blaðinu 25. ágúst sl. var fjallað um áhuga- verða norðlenska staði. Á bls. 19 er fyr- irsögn á stuttri grein: Afmælishátíð að Reykjum í Hrútadal. Með var mynd af að- alhúsi Reykjaskóla. En hvar er Hrútadal- ur? Það örnefni er hvergi til á land- inu, en það er til í Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Líklega hefur slegið svona ótrúlega saman hjá blaða- manni eða þeim sem gerði fyr- irsögnina, þetta hefur áreiðanlega ekki átt að vera fyndni eða út- úrsnúningur. Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði átti hinsvegar 80 ára afmæli 28. ágúst sl. og hefur sennilega verið átt við þann stað. Vonandi hafa engir lent í vandræð- um þegar stefnan var tekin á stað sem hvergi er til. Annað var á bak- síðu 27. ágúst þar sem sagt er frá að landsliðið í brids sé á leið til heims- meistaramóts, og segir: þar sem ís- lenska landsliðið freistast til þess að endurheimta Bermúdaskálina. Ég hélt að freistast til væri að gera eitt- hvað hálfnauðugur. Ég freistaðist til að kaupa þetta þegar ég sá auglýsinguna. Vin- ur minn talaði svo mikið um samkomuna að ég freistaðist til að fara. Ég freistaðist til að spila brids þegar ég sá hvað það var gam- an. En á heimsmeist- aramót fer ég til að freista þess að vinna. Ég ætla að freista þess að ná sambandi í kvöld o.s.frv. Það er svo algengt að sjá rangt farið í fjöl- miðlum með orða- tiltæki eða málshætti eða algera vanþekkingu á staðháttum að æra mætti óstöðugan. En úr því að Hrútafjörður kom til tals var í sum- ar sagt frá bílslysi sem varð á Hrútafjarðarhálsi á Holtavörðu- heiði. Eru það mestu jarðvegstil- færslur sem ég hef heyrt um í seinni tíð. Þótt pressan geti verið mikil er það ekki afsökun fyrir slæ- legum vinnubrögðum. Það er jafn fljótlegt að gera hlutina illa og vel. Svo má benda á blogg Eiðs Guðna- sonar þar sem hann tekur á fjólum fjölmiðlamanna. Guðmundur Ást er… … þegar einn plús einn eru þrír. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, vatns- leikf. kl. 10.50, útsk./myndmennt kl. 13. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Mynd- list kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handa- vinna, leikfimi kl. 12.45, sögustund kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist FEBK er spiluð í Félagsheimilinu Gullsmára á mán. kl. 20.30 og Félags- heimilinu Gjábakka á mið. kl. 13 og fös. kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa FEBK í Gullsmára 9, Kópavogi er op- in mán. og mið. kl. 10-11.30 og í Gjábakka á miðvikudögum kl. 15-16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna, leiðb. til hádegis, botsía kl. 9.30, gler og postulín kl. 9.30/13, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15. Dagskrá Gjábakka liggur frammi. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi hefst í dag kl. 9.15 og 10 í Sjálandi, kl. 11 í Ásgarði. Vatnsleikfimi hefst í dag kl. 12.15 og 14.15, skilyrði fyrir þátttöku er innritun og að vikomandi eigi lögheimili í Garðabæ. Fræðslufundur FEBG í Jónshúsi kl. 13, Eirberg kynnir hjálp- artæki. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Leir á Skólabraut kl. 9. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Íþrottahús/hreyfing kl. 11.20. Handavinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, handavinna og tréútskurður. Frá hádegi er spilasalur opinn. Á morgun kl. 13 hefst postulínsnámskeið, kennari Sigurbjörg Sigurjónsd. Unnið er að gerð haust- og vetrardagskrár, ábendingar óskast. S. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leik- fimi kl. 9.15. Bænastund kl. 10.15. Mynd- list kl. 13. Tímap. hjá Helgu fótafr. í s. 698- 4938, tímap. á hárgreiðslustofu í s. 894- 6856. Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl. 10, félagsvist kl. 13.30, kórinn æfir mán. kl. 10.30 og miðvikud. kl. 16. Æfingar byrja 12. sept., nýir félagar velkomnir. Hvassaleiti 56-58 | Opnað kl. 8. Hádeg- isverður kl. 11.30. Brids kl. 13. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smáranum kl. 13.30. Ný námskeið í zumba og pílates að byrja. Uppl. í s. 554-2780. Vesturgata 7 | Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík, Söngfuglarnir, hóf vetrarstarfið 1. sept. kl. 13 undir stjórn Gróu Hreins- dóttur. Getum bætt við okkur öllum rödd- um. Upplýsingar og skráning í síma 535- 2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band og postulínsmálun kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framhalds- saga kl. 12.30, handavinnustofa kl. 13, spil og stóladans kl. 13, hárgreiðslu- og fóta- aðgerðarstofur opnar. Sigrún Haraldsdóttir orti vísu á Leirinn, póstlista hagyrðinga: Sumarsins óðum skrælnar skraut og skuggarnir læðast inn, gatan er bæði grýtt og blaut og götóttur skórinn minn. Kristján Eiríksson var ekki seinn til svars: Þótt sumarið líði, sölni blóm, og sæki að nóttin dimm, og blákaldar tær í blautum skóm bíti nú frostin grimm, þá kemur aftur sælust sól, með seiðandi björtum róm svo tærnar sem fyrr í frosti kól fagna í sumarskóm. Hjálmar Freysteinsson bætti við í léttum dúr: Í fæturna er frúin rök í frosti tærnar brunnar. Ég hygg það ekki haustsins sök heldur skótískunnar. Ágúst Marinósson lagði orð í belg: Þó sumar kveðji og kólni tíð og kálbeð frjósi um nætur. Má fótum stinga í stígvél víð og standa þurr í fætur. Sigrún sagði þetta rétt, maður ætti ekki að fara í göngutúra á hælaháum bandaskóm – það væri endemis pjattrófuháttur. Og kerl- ingin á Skólavörðuholti vorkenndi Sigrúnu ekkert, heldur sjálfri sér og orti: Mér er illa kalt á klóm, klökk og meidd á fæti, einmana á skældum skóm skakklappast um stræti. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af skuggum og skóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.