Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011
✝ Jón IngiÁgústsson raf-
vélavirki lést á
líknardeild Land-
spítalans 25. ágúst
sl. Hann fæddist 23.
júní 1925 í Bjólu í
Holtum í Rang-
árvallasýslu.
Foreldrar hans
voru Ágúst Krist-
inn Einarsson
bóndi, f. í Rifs-
halakoti í Holtum 1888, d. 1967,
og Ingveldur Jóna Jónsdóttir
húsfreyja, f. á Stokkseyri 1901,
d. 1999. Systkini Jóns eru Einar,
f. 1926, Arnþór, f. 1928, d. 2001,
Svava, f. 1933, d. 1999, Guð-
bjartur, f. 1936; Ingvar, f. 1939,
Sæmundur Birgir, f. 1941, og
Brumaru, b) Arnar Emil, f.
1986. 3) Ingimar Emil tölv-
unarfræðingur, f. 1966, maki:
Helga Jóhannsdóttir, f. 1967,
börn þeirra: Anton Emil, f. 1991,
Katrín Ósk, f. 1992, Gyða Björk,
f. 1996. Ragnhildur, kona Jóns,
lést árið 1985. Síðari kona Jóns
er Erla Svafarsdóttir. Börn
hennar eru Börkur, f. 1954, Sig-
urlaug, f. 1956, Erpur Snær, f.
1966, og Broddi Reyr, f. 1970.
Faðir þeirra var Haukur Han-
sen flugvélstjóri. Hann lést af
slysförum 1971.
Jón flutti ungur til Reykjavík-
ur og lærði rafvélavirkjun í Iðn-
skólanum og vann hjá Bræðr-
unum Ormsson. Árið 1955
stofnaði hann ásamt fleirum fyr-
irtækið Rafver hf. og starfaði
við það fram á efri ár.
Útför Jóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 5. september
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Eyjólfur, f. 1943, d.
1981. Jón gekk að
eiga konu sína
Ragnhildi Krist-
ófersdóttur frá
Litluborg í Víðidal í
Vestur-Húnavatns-
sýslu árið 1958.
Foreldrar hennar
voru Kristófer
Pjetursson, silf-
ursmiður og bóndi
f. 1887, d. 1977, og
Emilía Helgadóttir f. 1888, d.
1954. Börn þeirra eru: 1) Pétur
Hafþór tónmenntarkennari, f.
1953. 2) Bergdís Þóra snyrti-
fræðingur, f. 1962, maki Hjörtur
Arnar Óskarsson, f. 1961, börn
þeirra eru: a) Elín Heiða, f.
1981, hennar maki: Gabriel
Jón Ágústsson, faðir okkar,
kom sem sveitapiltur til Reykja-
víkur í því skyni að læra eitthvað
hagnýtt eins og margir af hans
kynslóð. Starf hjá Bræðrunum
Ormsson opnaði síðar dyr til
náms og starfs í Þýskalandi. Það
kom honum til nokkurs þroska og
varð þýsk tunga upp frá því lykill
hans að umheiminum. Eftir
heimkomuna stofnaði hann fyrir-
tækið Rafver hf. ásamt Einari
bróður sínum og fleiri vöskum
rafvirkjum. Það var um miðjan
sjötta áratug síðustu aldar.
Bræðurnir létu ekki þar við
sitja heldur byggðu ásamt konum
sínum hús á Bugðulæk. Þau voru
ekki ein um það. Á gömlum tún-
um í Laugarnesi vann dugmikil
kynslóð ungra Íslendinga hörð-
um höndum að því að eignast þak
yfir höfuðið. Þá var vor í lofti og
dagurinn langur. Hægt og bít-
andi tóku húsin á sig mynd. Fólk
flutti inn. Malarbornar götur og
nýbyggð hús urðu að grónu
hverfi, hraustlegir bændasynir
og rjóðar heimasætur að borg-
arbúum. Garðar og vellir fylltust
af börnum að leik. Þarna bjó Jón
Ágústsson í rúma hálfa öld uns
yfir lauk. Þeim sem eftir lifa af
frumbyggjum götunnar eru
færðar kveðjur og þakkir fyrir
samfylgdina.
Auk starfa hjá Rafveri vann
Jón mikið fyrir sjúkrahúsin í
borginni, einkum Landakotsspít-
ala. Hann var duglegur og ósér-
hlífinn, laghentur og úrræðagóð-
ur við öll verk. Þegar mikið lá við
mættu bræðurnir báðir á staðinn.
Þar sem þeir þóttu afar líkir í út-
liti áttaði fólk sig ekki alltaf á því
að þar væru tveir menn á ferð og
undraðist yfirferðin á rafvirkjan-
um. Spunnust af því mörg
spaugileg atvik.
Þegar leið á áttunda áratuginn
veiktist Ragnhildur, móðir okkar
illa. Þá dró fyrir sólu í lífi föður
okkar, en hann annaðist hana af
einstakri alúð og dugnaði uns yfir
lauk árið 1985. Seinni kona hans
er Erla Svafarsdóttir. Börn
hennar eru fjögur og gekk hann
þeim yngstu í föðurstað. Það birti
aftur í lífi hans.
Börnum sínum og barnabörn-
um var Jón raungóður, sjaldan
orðmargur en lét verkin tala.
Hann átti erfitt með að sitja að-
gerðarlaus á kvöldin og dundaði
sér við útskurð og fleira í bíl-
skúrnum. Eftir hann liggja ýmsir
fagrir munir. Hann fór iðulega í
sundlaugarnar enda stutt að fara,
hafði gaman af að renna sér á
skíðum og tók mikið af myndum.
Hann hafði yndi af ferðalögum og
fór víða. Í amstri hversdagsins
þótti hann fljótur í förum og dró
ekki hlutina á langinn. Honum
fannst ekki ástæða til að fresta
því til morguns sem hægt var að
ljúka samdægurs.
Jón var hraustur fram á síð-
ustu ár og ungur í anda. En undir
lokin hrakaði heilsu hans mjög.
Banalegan var snörp en stutt
enda ekki í anda hans að láta bíða
eftir sér. Hann kvaddi þennan
heim á fögrum síðsumardegi hinn
25. ágúst. Sól skein á Sundin en
undir kvöld kulaði af hausti.
Tölum við um tryggð og ást,
tíma löngu farna.
Unun sanna er aldrei brást,
eilífa von guðs barna.
Fagra haust, þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þínum.
Bleikra laufa láttu beð
að legstað verða mínum.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Blessuð sé minning hans.
Pétur Hafþór Jónsson,
Bergdís Þóra Jónsdóttir,
Ingimar Emil Jónsson.
Ég kynntist Jóni fyrir um ald-
arfjórðungi þegar hann og móðir
mín fóru að búa saman. Það voru
góð kynni. Þau voru á miðjum
aldri þegar þetta var og áttu börn
úr fyrri samböndum. Tókst þeim
að tengja afkomendahópinn sam-
an þannig að sterk bönd mynd-
uðust.
Samband móður minnar og
Jóns var einlægt og gott og áttu
þau saman góðar stundir. Þau
ferðuðust um heiminn og kynnt-
ust menningu annarra þjóða auk
þess að verja sumrum í sumarbú-
stað sem móðir mín átti. Þar var
þeirra sælureitur. Jón lagði mikið
á sig við að græða upp gróður-
snauðan mel svo úr varð aldin-
garður með fjölbreyttu úrvali
trjáa, runna og skrautblóma.
Hann ræktaði auk þess kartöflur,
kál og jarðarber í miklum mæli.
Það var gaman að koma til þeirra
í bústaðinn og sjá hve vel þau
nutu þess að sýsla við móður jörð
og rækta upp af melnum það sem
engan óraði fyrir að væri hægt.
Jón var maður mikilla mann-
kosta. Hann bjó yfir jafnaðar-
geði, lagði einatt gott til mála og
var ávallt boðinn og búinn að
hjálpa öllum í kringum sig. Naut
ég góðs af þessum eiginleikum
hans eins og margir fleiri. Einu
sinni gafst ég upp á að setja hurð
á gamla þvottavél og hringdi í
Jón til að leita ráða. Að vörmu
spori var hann kominn og festi
hurðina ásamt tilheyrandi
gúmmíhulsum. Þetta tók nokkrar
mínútur. Ég hafði reynt lengi og
gefist upp. Það gerði Jón aldrei;
hann gekk í þau verk sem þurfti
að vinna og leysti þau vandamál
sem upp komu.
Síðustu árin hafði Jón útskurð
sem tómstundagaman. Hann var
vandvirkur og mikilvirkur á því
sviði og eiga margir í fjölskyld-
unni fallega gripi eftir hann. Á
mínu heimili eru til slíkir kosta-
gripir. Jón undi sér langdvölum í
bílskúrnum sínum við útskurðinn
og var einkar gaman að spjalla
við hann við þær aðstæður.
Hönnunar- og framkvæmdagleð-
in skein úr augum hans og auð-
velt var að fá hann til segja sögur
af mönnum og málefnum frá upp-
vaxtarárunum. Hann ólst upp á
bænum Bjólu í Rangárvallar-
sýslu og átti þaðan góðar minn-
ingar enda hafa þar löngum riðið
hetjur um héruð sem hafa haft
frá mörgu að segja.
Jón var heilsuhraustur alla
sína ævi en greindist fyrir
nokkru með sjúkdóm sem dró
hann til dauða allt of fljótt. Jóns
verður sárt saknað af öllum þeim
sem urðu þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast honum. Blessuð
sé minning hans.
Börkur Hansen.
Elsku Jón.
Þegar þú féllst frá bærðust
margvíslegar tilfinningar í
brjósti. Léttir því þá losnaðirðu
við illskeyttan vágest. Söknuður
vegna þess hve stórt hlutverk þú
lékst í lífi fjölskyldunnar. Stolt
yfir að hafa fengið að kynnast og
umgangast eins einstakan mann
og þú varst.
Ég kynntist þér fyrir 28 árum
þegar þið mamma voruð nýtekin
saman og komuð í heimsókn til
Noregs að kíkja á frumburðinn.
Ég sá strax að mikill öðlingur
hafði bæst í fjölskylduna. Við
fluttum til landsins svo börnin
nytu betur góðra tengsla og sett-
umst að í nágrenni við ykkur. Við
höfum því getað umgengist eins
og stórfjölskylda í 23 ár og ynd-
islegri afa, stjúp- og tengdapabba
hefðum við aldrei getað eignast.
Mannkostir þínir voru marg-
víslegir, þá mátti m.a. sjá í fyr-
irtækinu Rafver og í húsinu sem
þið Einar byggðuð fyrir fjöl-
skyldur ykkar. Kraftar þínir virt-
ust óþrjótandi, þú varst ætíð til
staðar reiðubúinn að aðstoða
aðra. Í þeim efnum var óþarfi að
bíða morgundagsins, þitt lífs-
mottó virtist vera að hlúa vel að
öllu og öllum í umhverfi þínu og
ekki spara til neitt í þeim efnum.
Það var einmitt hinn mannlegi
þáttur sem ég kunni best að meta
við þig. Honum kynntist ég fyrst í
tengslum við hana móður mína.
Yndislegri manni held að kona
hafi sjaldan kynnst. Þú varst svo
hlýr, nærgætinn og umhyggju-
samur. Móðir mín sagði ömmu
einhvern tímann hvaða eiginleika
mögulegur eiginmaður þyrfti að
hafa og sagði amma svo fullkom-
inn mann ekki fyrirfinnast.
Amma viðurkenndi síðar að hún
hefði aldrei kynnst jafn heil-
steyptum og góðum manni og
Jóni. Í raun hafði móður mín sjálf
ekki trúað að slíkur maður væri
til. Þú varst líka fljótur að vinna
hug litlu bræðra minna sem voru
unglingar þegar þið tókuð saman.
Þú kveiktir m.a. í þeim með
áhugamálum þínum, t.d. ljós-
myndun og skíðum. Með þægi-
legu og jákvæðu viðmóti þínu lað-
aðir þú að þér fólk á öllum aldri.
Börnum mínum ert þú líka bú-
inn að vera mikils virði. Ég man
þegar ég kom með Ými litla í
heimsókn frá Noregi og þú helltir
á gólfið fullri skúffu af lyklum.
Þetta varð til þess að hann lék sér
ekki við annað næstu fimm árin,
þeir voru keyrðir um í dúkku-
vagni og þegar hann vaknaði voru
lyklaför á kinninni. Þú gast enda-
laust leikið, sett börnin á hestbak
og spjallað við þau. Þú sýndir
þeim jafn mikla virðingu og full-
orðna fólkinu, sem ég verð þér
ævinlega þakklát fyrir. Tengsl
fjölskyldunnar við ykkur mömmu
gerði svo sannarlega líf okkar rík-
ara eftir flutninginn heim.
Þú bjóst á heimili þínu í tvö ár
eftir að þú greindist með krabba-
mein. Það var aðdáunarvert hvað
þú tókst sjúkdómnum með miklu
æðruleysi og hvernig þú lést
skynsemina ráða ferðum sjálfum
þér og öllum til heilla. Þegar þú
upplifðir að stundin væri komin,
vildir þú að hana tæki fljótt af,
sem var í þínum anda. Þú lást að-
eins í fimm daga á spítala áður en
þú yfirgafst þennan heim. Megi
minning um óvenju vandaðan og
yndislegan mann vera í heiðri
höfð og treysta og styrkja alla þá
sem kynntust honum. Ég votta
mömmu og öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Sigurlaug Hauksdóttir.
Kynni okkar Jóns hófust er
hann varð stjúpfaðir minn og
yngri bróður míns árið 1984. Þeg-
ar litið er yfir farinn veg þá hef ég
sjaldan kynnst í einni persónu
svo miklum mannkostum sem
Jón hafði til að bera. Sérstaklega
var hann hjartahlýr og umburð-
arlyndur maður og gekk okkur
bræðrum í föðurstað sem eigin
börn væru.
Jón og móðir okkar áttu ham-
ingjuríka daga saman sem hefur
ávallt glatt mig í hjarta.
Ég mun sakna Jóns og er sér-
staklega þakklátur fyrir að hafa
ávallt fengið að njóta jákvæðrar
lífssýnar hans á minni lífsleið.
Megi skuggi þinn aldrei dofna.
Erpur Snær Hansen.
Það er erfitt til þess að hugsa
að Jón afi verði ekki lengur til
staðar í heimsóknum til ömmu
eða í sumarbústaðinn. Að hann
muni ekki lengur leika eins og
strákur við litlu krakkana sem
koma í heimsókn og passa upp á
að gefa öllum nóg af nammi og
kakói. Að hann muni ekki lengur
skera út undurfagrar gersemar
úr viði. Það þýðir samt ekki að þú
sért fallinn frá okkur, afi minn,
því þú ert ljóslifandi í hjörtum
okkar allra sem höfðu þau for-
réttindi að fá að kynnast þér og
ólýsanlegri manngæsku þinni. Þú
verður alltaf til staðar í huga okk-
ar og minningum. Það ljúfasta er
að það verður gaman að hafa þig
þar – að gantast, að hjálpa okkur
og að minna okkur á hvað sé í
raun og veru mikilvægt í lífinu.
Það var yndislegt að fá að vera
með þér á síðustu mánuðunum.
Mér hlýnaði um hjartarætur að
fá ykkur ömmu, krúttin tvö sem
þið eruð, í ykkar fínasta pússi í
hjónavígsluna okkar Becky þrátt
fyrir að það væri orðið erfitt að
komast á milli staða. Ég fékk líka
að kynnast brennandi ljóðaáhuga
þínum sem ég þekkti ekki til áð-
ur. Auðvitast varstu meistari í því
eins og öðru enda nenntirðu engu
hálfkáki. En það sem snart mig
dýpst var að vera hjá þér og
tengjast þér í kyrrðinni. Að eiga
samtal án orða. Að fá að kveðja
þig.
Ég sakna þess mest að fá ekki
að læra meira af þér og að kynn-
ast því betur hvernig þér tókst að
fylla tilveruna af hamingju, frið-
sæld og jafnvægi. En minningin
um þig mun lýsa mér veginn. Hvíl
í friði, afi minn. Hvíl í friði.
Við Krösos auðga sagði Sólon
er sá hann allt hans veldi, kólon:
Auður manns er eins og ryk
við endi lífsins, punktur, strik.
Ýmir Vigfússon.
Þegar við hugsum um Jón afa
þá koma jarðarber fyrst upp í
hugann. Afi ræktaði þau uppi í
sumarbústað og leyfði okkur að
tína sjálf eins mikið og við gátum.
Ef honum fannst ekki nógu mikið
í dollunum okkar þá bætti hann
við, alveg fullt. Líka þegar hann
gaf okkur heitt kakó. Þá bætti
hann alltaf við fullt af sykur-
púðum svo bollinn fylltist. Hann
var góður í svo mörgu hann afi,
eins og að skera út falleg lista-
verk. Svo var hann líka svo dug-
legur að færa okkur salat og gul-
rætur bæði fyrir okkur og
kanínuna okkar.
Afi var sérstaklega góður í að
elska okkur. Maður gat alveg
fundið hvað honum þótti vænt um
mann í gegnum hlýja knúsið
hans.
Afi skrollaði þegar hann talaði
og það gerði hann líka sérstakan
og gaman að heyra hann tala. Afi
er enn hjá okkur, þótt við sjáum
hann ekki, þá finnum við fyrir
honum í hjörtum okkar.
Við elskum þig afi og gleymum
þér aldrei.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Anton Emil, Katrín Ósk og
Gyða Björk.
Elsku afi. Ég vil þakka þér fyr-
ir þær góðu minningar sem þú
hefur gefið mér á þeim stundum
sem við áttum saman í gegnum
tíðina. Þær eru nú gull í hjarta
mínu.
Áhuginn sem þú sýndir mér á
því sem var að gerast í mínu lífi
er mér ómetanlegur. Og mér
fannst alltaf gaman þegar þú
spurðir mig um hvað ég væri að
mála eða föndra þessa dagana.
Þinn áhugi var og er mér hvati til
þess að vanda mig og gera betur í
öllu því sem ég tek mér fyrir
hendur.
Hvíl í friði elsku afi.
Þín dótturdóttir,
Elín Heiða.
Í dag kveð ég mág minn, Jón
Inga Ágústsson. Hann fæddist á
Bjólu, var elstur af átta börnum
hjónanna Ingveldar Jónsdóttur
og Ágústar Einarssonar. Hann
ólst upp á Bjólu hjá góðum for-
eldrum í stórum systkinahópi, við
leik og störf.
Jón lærði rafvélavirkjun og
stofnaði fyrirtækið Rafver ásamt
bróður sínum og fleiri aðilum.
Jón var léttur í spori og léttur í
lund, vinnusamur og sérlega
handlaginn. Ungur að árum lærði
hann tréútskurð. Hefur hann
gert marga fallega muni.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
þakka ég tryggð og vináttu á liðn-
um árum.
Erlu og börnunum öllum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði.
Guðríður Bjarnadóttir.
Þegar ég lít til baka þá er ég
nokkuð viss um að án kynna af
Jóni Inga og fjölskyldunni á
Bugðulæk 8 hefði ég farið á mis
við margvíslega reynslu og æv-
intýri. Ég á það honum að þakka
að strax á unga aldri ég fékk
tækifæri til að fara í ýmsar lengri
og skemmri ferðir ásamt leik-
félaga mínum Ingimari, yngri
syni Jóns.
Mér eru sérstaklega minnis-
stæðar skíðaferðirnar sem iðu-
lega hófust á því að strákunum
úr götunni var hóað saman, allir
settust inn í Volvoinn og síðan
var brunað af stað. Oft kom fyrir
að fleiri strákum var smalað inn í
bílinn á leiðinni, enda var Jóni
annt um að sem flestir fengju
tækifæri til að taka þátt í þessari
upplifun og það var alls ekki
sjálfsagt á þessum tíma að allir
hefðu tök á því að fara á skíði á
eigin vegum. Ég man sérstak-
lega vel eftir fyrstu skíðaferð-
inni. Ferðinni var heitið í Hvera-
dali og þótt leiðin þyki ekki löng í
dag var ferðalagið á þessum tíma
annað og meira, sérstaklega í
huga stráks í ævintýraferð. Í
skíðaferðunum lumaði Jón iðu-
lega á einhverju góðgæti handa
okkur. Þegar við strákarnir vor-
um búnir að renna okkur nokkr-
ar ferðir var því sest niður til að
fá sér hressingu. Þótt ekki hafi
ég orðið mikill skíðamaður í
framhaldinu voru þessar ferðir
mikil upplifun og afar skemmti-
legar.
Fyrir borgarstrákinn var það
einnig mikið ævintýri að fá að
fara í sveitina. Ferðirnar austur
að Bjólu eru ógleymanlegar, þar
sem borgarbarninu veittist inn-
sýn inn í lífið og störfin í sveitinni.
Það að fara í fjósið, fá að prófa að
handmjólka og sér í lagi að fá að
drekka spenvolga kúamjólk er
nokkuð sem ekki er sjálfsagt að
allir strákar fái að upplifa.
Sem heimagangur á Bugðulæk
8 var það ýmislegt sem við fé-
lagarnir tókum okkur fyrir hend-
ur. Sum þessara afreka voru síð-
an skilmerkilega skráð á 8 mm
filmu, enda átti Jón ýmis undra-
tæki. Það er honum að þakka að
nú, áratugum síðar, get ég horft á
sumar af þessum kvikmyndum,
sem yfirfærðar hafa verið á tölvu-
tækt form.
Fjölskyldunni sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Jóns Inga Ágústsson-
ar.
Jón Þrándur Stefánsson.
Góður maður hefur yfirgefið
okkur og er missir öllum þeim
sem til hans þekktu. Jón var alla
tíð mjög iðjusamur og hans innri
ró og öryggi smitaði út frá sér.
Hann gat talað við alla um ólík
málefni. Margar minningar og
sögur geymi ég um þig sem ég fer
yfir í huganum þegar ég læt hug-
ann reika.
Jón lét aldrei bíða eftir sér.
Fræg er sagan þegar farið var í
Bláfjöllin á skíði. Taldi Jón þau
vera tímanlega á ferð þegar bíll
tekur fram úr á frekar hæpnum
stað. Veðrið var frekar leiðinlegt,
skafrenningur og hálka. Jón seg-
ir þá: „Honum liggur á þessum.“
Þegar á skíðasvæðið var komið
kom í ljós að þetta hafði verið
lyftuvörðurinn.
Eitt af mörgum áhugamálum
Jóns var fóðrun fugla og voru
alltaf keyptir nokkrir sekkir fyrir
hvern vetur. Gerðum við bræð-
urnir áhugaverðar atferlistil-
raunir með fuglahópinn sem oft
taldi nokkur hundruð einstak-
linga. Þeir gerðu sér jafnan mat-
inn að góðu. Ef Jón gat ekki gefið
þá voru aðrir fjölskyldumeðlimir
sendir upp á skúrinn. Ég hef
smitast af þessari iðju Jóns því
árlega kaupi ég sekk af korni og
fóðra. Í dag er sonur minn farinn
að klæða sig í vetrarfatnað og
berst gegnum skaflana til að gefa
smáfuglunum.
Einnig minnist ég jólanna þeg-
ar Jón keypti brúsa af jólaöli og
kom með heim í Njarðvík. Hann
var kláraður sama dag eftir að við
bræðurnir höfðum gert honum
skil. Daginn eftir var kominn nýr
brúsi og sama sagan endurtók
sig, að kveldi var brúsinn tómur.
Svona gekk þetta uns fimmti
brúsinn kom í hús, þá vorum við
bræður alveg mettaðir af malti
og gátum ekki meir. Við lærðum
okkar lexíu.
Kæri Jón, ég þakka þér sam-
veruna, nú á ég tvo engla sem
gæta mín á minni lífsleið. Guð
geymi þig. Ég sendi öllum sem til
hans þekktu innilegar samúðar-
kveðjur.
Broddi Reyr Hansen.
Hér kveðjum við heiðurs-
manninn Jón Ágústsson raf-
virkjameistara. Hann fæddist á
bænum Bjólu í Rangárvallasýslu.
Hann fór til Reykjavíkur og lærði
þar rafvirkjun hjá fyrirtæki Ei-
ríks Ormssonar. Að því loknu fór
hann til Þýskalands til að læra
meira í faginu. Þaðan kom hann
svo heim til Íslands og þar stofn-
aði hann ásamt fyrri vinnufélög-
um sínum fyrirtækið Rafver. Jón
Ágústsson kvæntist Ragnhildi
Kristófersdóttur skrifstofu-
stúlku. Hún lést árið 1985.
Afkomendur eru: Pétur Haf-
þór sem er vinsæll tónlistarkenn-
ari í Austurbæjarskóla, Bergdís
snyrtifræðingur og Ingimar tölv-
unarfræðingur.
Þórður Kristófersson.
Jón Ingi Ágústsson