Morgunblaðið - 05.09.2011, Page 9

Morgunblaðið - 05.09.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Ljósanótt var haldin um helgina í Reykjanesbæ en hún hófst á fimmtudaginn þegar um 2.000 gasblöðrum var sleppt til himins framan við Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Á laugardaginn var farið í svo- kallaða Árgangagöngu en þá rað- aði fólk sér upp á Hafnargötunni við það húsnúmer sem samsvaraði aldri þess og gekk síðan fylktu liði niður að aðalsvæði hátíð- arinnar. Síðar sama dag var tón- leikasyrpa í Duushúsum og uppúr tíu um kvöldið var síðan flug- eldasýning. Lokadagurinn var í gær, sunnu- dag, en þá var haldið golfmót um morguninn og Gospelkrakkar héldu fjölskyldutónleika í Kefla- víkurkirkju. Um kvöldið lauk þessu síðan með hátíðartón- leikum. Mörg þúsund manns sóttu hátíðina í ár. borkur@mbl.is Mörg þús- und manns á Ljósanótt Gott veður var yfir hátíðina um helgina Morgunblaðið/Jim Smart Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Viðræður Hafnarfjarðarbæjar við innlenda lífeyrissjóði, innlendar fjármálastofnanir og lánasjóð sveitarfélaga vegna endurfjár- mögnunar á ríflega 13-14 milljörð- um sem teknar voru að láni hjá Depfa-bankanum eru á lokametr- unum, að sögn Guðmundar Rúnars Árnasonar, bæjarstjóra. Hann býst við að þeim ljúki í þessum mánuði. Upphaflega var það áætlun bæj- arins að semja við Depfa-bankann um að framlengja lánin en bankinn var ekki tilbúinn til þess. Því var leitað á innlend mið eftir endur- fjármögnun. Árshlutareikningur Hafnarfjarð- ar var lagður fram í vikunni og þar kemur fram að tap á A- og B- hluta bæjarsjóðs nam 751 milljón króna, þ.e.a.s. eftir fjármagnsliði. Guðmundur Rúnar segir að ástæð- an sé óhagstæð gengis- og verð- lagsþróun á fyrri hluta ársins. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta fyrir fjármagnsliði var já- kvæð um 886 milljónir og Guð- mundur Rúnar bendir á að það sé viðsnúningur upp á um 800 millj- ónir. Aðspurður segir hann að ekki þurfi að skera niður í rekstri bæj- arins vegna tapsins. Þetta séu reiknaðar stærðir og komi ekki til útgjalda á þessu ári. Hærri erlend- ar skuldir vegna slakari stöðu krónunnar muni vissulega hækka greiðslubyrði bæjarfélagsins til langs tíma. Það sem skipti máli gagnvart rekstri bæjarins séu þættir eins og veltufé frá rekstri og framlegð en í A- og B- hluta stefni veltufé frá rekstri í að verða um tveir millj- arðar á þessu ári. Það fé megi nýta til að greiða af skuldum og muni það nýtast í viðræðum um endurfjármögnun. „Uppgjörið sýn- ir getu okkar til að standa undir þessu til framtíðar,“ segir hann. Á hinn bóginn þurfi að endur- skoða fjárhagsáætlun bæjarins vegna kjarasamninga en samning- ar auki bæði útgjöld og tekjur. Tekjur af útsvari hafi raunar verið hærri en ráð var fyrir gert. Viðræðum um endurfjármögnun að ljúka Morgunblaðið/Eggert Hafnarfjörður Ekki þarf að skera niður í rekstri vegna tapsins. Starfsemi ljós- myndafélagsins og viðburðir vetrarins verða kynntir á opnum kynningarfundi sem Fókus, fé- lag áhuga- ljósmyndara, býður til annað kvöld, þriðjudag. Fundurinn verð- ur í húsnæði Skákfélags Reykja- víkur að Faxafeni 12 og hefst klukkan 20. Fókus heldur félags- og fræðslufundi hálfsmánaðarlega yf- ir vetrartímann. Félagsmenn sýna myndir og fagmenn og félagsmenn halda fræðslufyrirlestra. Félagið heldur ljósmyndasýningar og ljós- myndakeppnir, efnir til ljós- myndaferða og heldur úti upplýs- inga- og fræðsluvef. Fókus með opinn félagsfund Úr ljósmyndaferð við Jökulsárlón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.