Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 19
✝ Reynir Ólafs-son fæddist í Reykjavík 6. mars 1934. Hann lést á Droplaugarstöðum 19. ágúst síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Mar- grétar Guðmunds- dóttur, f. 6.2. 1899, d. 12.3. 1961, og Ólafs Þorbjarnar Ólafssonar, f. 31.8. 1892, d. 28.2. 1941. Systkini Reynis voru: Guð- rún, f. 25.7. 1924, d. 5.4. 1992, gift Sverri Jónssyni, f. 1924, d. 1992. Ólafur Björn, f. 22.6. 1926, d. 7.10. 1950. Hulda Hafdís, f. 26.9. 1927, d. 29.4. 1992, gift Sigurjóni Steindórssyni, f. 1924, d. 1950. Erla Margrét, f. 14.10. 1930, d. 15.6. 2009, gift Sveini Bjarna- syni, f. 1931. Helga Ásta, f. 5.6. 1932, d. 23.2. 1997, gift Sigurði Heiðari Þorsteinssyni, f. 1934. Reynir gekk að eiga Margréti Hallgrímsdóttur, f. 18.2. 1947, þann 4.9. 1986. Börn Reynis og Ingileifar M. Halldórsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, eru: 2000, og Orri Thor, f. 15.2. 2006. Reynir nam vélsmíði hjá JB Blikk og vann við þá iðngrein meginþorra starfsferils síns. Hann vann t.a.m. hjá Breiðholti hf. og starfaði fyrir það fyrirtæki í Vestmannaeyjum eftir gosið og í Nígeríu. Hann vann t.d. hjá Vél- smiðju Péturs Auðunssonar, Ál- verinu í Straumsvík, Ísbirninum, Landsbanka Íslands og hjá Vinnueftirliti ríkisins þar til hann veiktist árið 2001. Allt frá unga aldri stundaði Reynir íþróttir og er að unglingsárunum kom átti handboltinn hug hans allan. Hann var KR-ingur í húð og hár og lék með handboltalið- inu auk þess sem hann þjálfaði það síðar meir. Jafnframt var hann í landsliðinu og keppti úti um víðan völl. Reynir þjálfaði handknattleikslið Vals, er undir hans stjórn fékk viðurnefnið Mulningsvélin og Reynir nafnið Patton. Valur vann á þessum tíma alla þá titla er hægt var að vinna. Sama gerðist er hann þjálfaði FH. Reynir fékk réttindi milliríkjadómara árið 1968 og dæmdi hann handboltaleiki víða um Evrópu í áratug. Útför Reynis fer fram í Dóm- kirkjunni í dag, mánudaginn 5. september 2011, kl. 15. 1) Auður Ósk f. 23.3. 1954, gift Ira Katt- an f. 7.10. 1951, d. 25.1. 1988. Börn þeirra eru David Reynir, f. 26.2. 1981, og Talianna Naomi, f. 22.8. 1983. 2) Verna, f. 5.9. 1957. Dóttir hennar og fyrrum eig- inmanns hennar William A. Nuss- baumerer Rakel Inga, f. 7.3. 1982. Börn hennar eru Hanna Rakel, f. 7.11. 2002, og Cade Ja- cob John, f. 6.11. 2007. 3) Björk, f. 15.12. 1968. Dætur hennar og fyrrum eiginmanns hennar Elías- ar Fells Elíassonar eru: 1) Eva Lind Fells, f. 5.5. 1992, og Sara Líf Fells, f. 11.2. 1997. Uppeld- isbörn Reynis, börn Margrétar eiginkonu hans, eru: 1) Guðný, f. 5.6. 1969. 2) Hallgrímur, f. 15.7. 1970. 3) Auður, f. 1.3. 1973. Eig- inmaður hennar er Örn Orri Ingvason, f. 4.9. 1959. Börn Auð- ar og Orra eru: Birgir Hans, f. 2.6. 1994, Reynir Máni, f. 24.12. 1997, Dagmar Isabel, f. 18.9. Elsku pabbi, núna ertu kom- inn í faðm foreldra þinna og systkina. Þrátt fyrir erfið veik- indi sl. 10 ár er rosalega erfitt að kveðja og ekkert okkar undirbúið undir kveðjustund. Þú, þessi stóri sterki maður, sættir þig aldrei við að vera svona veikur og í öll þessi ár varstu svo ákveðinn í að ná upp fyrri krafti í löppina og handlegginn. Það var eflaust keppnisskapið og fjölskyldu- þrjóskan sem hélt þér gangandi, elsku pabbi. Það er búið að vera svo erfitt að horfa upp á þig svona veikan og sjá þér hraka smátt og smátt. En það hefur án efa verið erfiðara fyrir þig að vera upp á aðra kominn með að gera hluti sem þú gerðir alltaf sjálfur áður. Mér þótti svo vænt um að þú komst í ferminguna hjá Söru minni uppi á Bifröst í júní sl. Þú varst jú farinn að veikjast aftur en í sveitina vildir þú fara og þangað fórstu. Ég hef verið að rifja upp í dag allar góðu minningarnar um veiðiferðirnar í Selá sem við fór- um oft tvö saman í, ásamt veiði- félögunum þínum. Þessar ferðir eru mér ógleymanlegar, það var svo yndislegt að vera með þér á árbakkanum og fylgjast með þér fá’ann. Það var frábært að hlusta á lýsingarnar hjá ykkur veiði- mönnunum á kvöldin og sérstak- lega þegar þú talaðir um að hafa misst þann stóra og sagðir: „Það var svona langt á milli augnanna á honum“ og réttir hendurnar út með ca. metra á milli þeirra, síð- an var hlegið og hlegið. Það var svo gaman að koma í heimsókn til ykkar Möggu í Vest- urbergið. Við sátum svo oft við eldhúsborðið og ræddum alla heima og geima á meðan Magga þín galdraði fram stórveislu fyrir okkur börnin og barnabörnin. Þú varst fæddur prakkari og stríðn- ispúki og það breyttist ekki þrátt fyrir veikindin. Ég man þegar ég var lítil, þá hlustaði ég á þig með aðdáun segja frá prakkarastrikum sem þú og félagar þínir stunduðuð í Vesturbænum, ég er ekkert viss um að ég myndi hlæja ef búið væri að mála alla glugga í húsinu mínu með svartri málningu eina nóttina og allir fjölskyldumeðlimir kæmu of seint til vinnu og skóla þann daginn. Ég man þegar þú varst að segja frá þessu, þá hlóstu svo mik- ið, þú hreinlega grést úr hlátri. Það er erfitt til þess að hugsa að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur, mér finnst það svo óraunverulegt en ég verð að sætta mig við að fá ekki að sjá þig eða heyra í þér aft- ur, allavega ekki í þessu lífi. Þú varst svo heppinn að eiga hana Möggu þína, hún hugsaði svo vel um þig og bar alltaf hag þinn fyrir brjósti. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Þín dóttir, Björk. Það var komið að ævikvöldi þínu þegar við sáumst síðast. Ég fann það, og þú vissir það. Viku síðar var ég komin aftur við rúm- gaflinn þinn, hélt í hönd þína síð- ustu metrana. Í huga mínum birt- ust myndir frá því er við kynntumst fyrst; ég sá það ekki fyrir þá að þú ættir eftir að hafa þau áhrif á líf mitt sem þú hafðir. Sá það ekki fyrir að sitja í sátt við dánarbeð þinn 27 árum síðar, sá ekki fyrir að fyllast þakklæti fyrir kynni okkar, fyllast heiðri yfir að upplifa með þér þína ögurstund. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá okkar fyrstu kynnum, við höfum ekki alltaf verið á eitt sátt, en inn á milli höfum við upp- lifað ógleymanlegar stundir. Það eru þessar stundir sem ég tek með mér inn í framtíðina, fyrir mig og mína fjölskyldu. Það er einkennilegt hvað felst mikill raunveruleiki í dauðanum, óútskýranlegur heilagleiki sem einungis fylgir fæðingu og dauða. Þú skilur hismið frá kjarnanum, finnur breyskleika sálarinnar og fyrirgefur náunga þínum af heil- um hug. Þannig upplifði ég kveðj- una við þig kæri Reynir. Þú varst mér sá faðir sem þú gast verið, og ég er þér þakklát fyrir það. Með ást minni allri sendi ég nú styrk og bænir blíðar Ég er ég og Þú ert þú Við sjáumst síðar (Auður Hansen) Megi góður guð umvefja þig kærleik sínum og gæða góðu minningarnar ykkar mömmu lífi. Auður. Hann Reynir Ólafsson vinur minn lést föstudaginn 19. ágúst sl. á hjúkrunarheimilinu Drop- laugarstöðum eftir langa og erf- iða sjúkralegu. Við ólumst báðir upp í stein- húsinu á Bræðraborgarstíg 4 og lékum okkur með öðrum félögum á svipuðum aldri, lögðum undir okkur sumar götur, stunduðum veiðar við höfnina og úti á Örfir- isey, vorum dálitlir prakkarar og ekki allt of vel liðnir af sumum. Og við vorum allir KR-ingar. Lékum okkur á auðri lóð milli Bræðraborgarstígs 4 og Ránar- götu 44. Og svo fórum við að æfa hjá KR í Frostaskjólinu. Sumir æfðu handknattleik en aðrir knattspyrnu og sumir hvort tveggja. Reynir var frábær línumaður í handknattleik og síðar framúr- skarandi þjálfari. Hann var lærð- ur vélvirki, var með sjálfstæðan rekstur um skeið og vann fyrir ýmsa aðila bæði hérlendis og er- lendis. Milli okkar Reynis var alla tíð strengur, sem aldrei brast, og fyrir það vil ég þakka. En lífið er ekki alltaf leikur. Reynir var yngstur sex systkina, fjögurra systra og tveggja bræðra. Þau eru öll látin. Við Kolbrún minnumst hans með þakklæti og virðingu um leið og við sendum ástvinum hans og Margréti eiginkonu samúðar- kveðjur. Hörður. „Þið takið fast á þeim í vörn- inni; látið þá finna fyrir ykkur. Síðan einfaldan og hraðan sókn- arleik, þar sem þið sækið linnu- laust á vörn andstæðinganna. Og ég vil sjá einbeitingu og kraft frá fyrstu til síðustu mínútu. Það gerir þetta enginn fyrir ykkur – þið eruð á eigin ábyrgð.“ Þannig hljómuðu samandregnar höfuð- línur þjálfarans okkar, Reynis Ólafssonar, þegar hann undirbjó okkur FH-inga í handboltanum fyrir leiki á árunum 1976 til 1977. Og þessi einföldu skilaboð leiddu til góðra sigra; Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitla þessi sömu ár. Því rifja ég þetta upp, að þessi ágæti sómamaður er nú fallinn frá, 77 ára gamall. Og þessar skýru línur sem hann dró upp fyrir okkur strákana í handbolt- anum forðum daga, segja einnig mikið um afstöðu Reynis til lífs- ins og hvernig hann sjálfur lifði því. Hann var ekki maður margra orða, en vildi láta verkin tala. Gerði miklar kröfur til sjálfs sín og gafst aldrei upp, þótt á móti blési. Reynir var kraftakarl; hávax- inn og nautsterkur langt fram Reynir Ólafsson eftir aldri. Hafði gaman af því aðtuska til í léttum leik sér miklu yngri menn; bara svona til að láta þá vita úr hverju þeir væru gerð- ir. Enda var hann atgervismaður; í fremstu röð íslenskra hand- boltamanna á sínum unga aldri. Sneri sér síðan að þjálfun og náði framúrskarandi árangri með lið á borð við KR, Val og FH. Við Reynir bundumst vina- böndum á árunum, þegar hann þjálfaði okkur FH-inga. Það var gott að eiga Reyni að vini, enda traust og heiðarleiki hans aðals- merki. Og hann var svo sannar- lega vinur vina sinna. Þess fékk ég að njóta ríkulega á ólíkum víg- stöðvum. Hann var tryggðatröll. Reynir var jafnaðarmaður; krati af gamla skólanum og vildi að allir hefðu jafna möguleika í lífinu, en jafnframt að fólk hefði frelsi til athafna og bæri þá ábyrgð á orðum sínum og gjörð- um. En hann vildi sjá hlutina gerða, ekki aðeins að um þá yrði talað. Hann var athafnamaður. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá mínum góða vini. Síðasta rúma áratuginn átti hann við heilsubrest að stríða, en hélt áfram sínu striki eins og heilsan frekast leyfði. Ástkær eiginkona, Margrét Hallgrímsdóttir kennari, sem hefur verið stoð og stytta Reynis, sér á eftir ástkærum eiginmanni. Henni og börnum Reynis og upp- eldisbörnum og öðrum ættingj- um og vinum þeirra hjóna sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur á kveðjustundu. Undir þær tekur kona mín, Jóna Dóra. Einnig þykist ég vita að fjöl- margir félagar í FH hugsi á sama veg. Guð blessi minningu Reynis Ólafssonar. Guðmundur Árni Stefánsson. Reynir er með litríkari og skemmtilegri samferðamönnum, sem ég hefi kynnst, sem og ég get einnig kallað vin minn. Það var ekki fyrr en á seinni árum að fundum okkar bar saman. Það mun hafa verið í ársbyrjun 1995 að Reynir sótti um laust starf, sem eftirlitsmaður við Reykja- víkurumdæmi Vinnueftirlitsins, en í því starfi felst m.a. að hafa eftirlit með og framfylgja lögum um hollustu og öryggi á vinnu- stöðum. Það tilheyrði mínu starfi sem umdæmisstjóri að fjalla að hluta til um umsóknir um eftir- litsstörf ásamt forstjóra stofnun- arinnar. Yfirleitt er leitast við að ráða fólk á „góðum aldri“ eins og stundum er sagt í eftirlitsstörf. Reynir var kominn rétt yfir þau viðmið. Í umsóknarviðtali kom strax í ljós hinn sterki persónu- leiki Reynis og höfðinglegt fas. Maðurinn var hár vexti og bar sig vel og var með góða iðn- menntun og mikla reynslu úr at- vinnulífinu sem nýtast myndi í starfi. Reynir var mikill íþrótta- maður á yngri árum og síðar landskunnur íþróttaþjálfari. Hver man ekki eftir „Mulnings- vél“ handknattleiksdeildar Vals? – en þar var Reynir höfundurinn að sigurgöngu liðsins. Góður þjálfari hlýtur að búa yfir stjórn- unarhæfileikum og aga til að mynda sterka liðsheild. Þetta er ekki öllum gefið, slíkt hlaut að geta nýst á víðari vettvangi. Það var eitthvað ómótstæðilegt í fari Reynis. Það er skemmst frá því að segja að Reynir var ráðinn og þar hlotnaðist Vinnueftirlitinu frá- bær starfsmaður. Reynir reynd- ist ákveðinn, sanngjarn og far- sæll eftirlitsmaður. Þeir sem hann átti viðskipti við báru mikla virðingu fyrir myndugleika hans við framsetningu fyrirmæla um öryggi og hollustu og bætta vinnuvernd skv. gildandi lögum. Skýrslur hans voru hnitmiðaðar og greinargóðar án óþarfa mála- lenginga. Reyni tókst nær alltaf að leysa mál, sem jafnvel aðrir höfðu lagt til hliðar. Nú mætti ætla af framansögðu að Reynir hafi verið hinn strangi embættismaður, en svo var ekki. Reynir hafði góða nærveru og var „húmoristi“ mikill þegar að við átti. Hann var greiðvikinn svo af bar, fjölhæfur með afbrigðum og úrræðagóðar og nutum við starfsfélagar hans oft á tíðum handlagni hans utan vinnu. Ég átti þess einnig kost að kynnast Reyni utan vinnutíma. Við höfðum báðir áhuga á stanga- veiði og ferðalögum og var Reyn- ir sérstaklega fróður um jarð- sögu Íslands. Þar var svo sannarlega ekki komið að tómum kofunum. Árið 2001 veiktist Reynir skyndilega sem olli alvar- legri hreyfihömlun. Þótt hann næði sér að nokkru og héldi and- legu atgervi og héldi ökuleyfi átti hann því miður ekki afturkvæmt til starfa og sagði starfi sínu lausu árið 2001. Góður vinur og fyrrum starfs- félagi er genginn. Ég sakna Reynis og vona að það séu ár og vötn með spriklandi lífi þarna hinum megin. Góða ferð á guðs vegum. Guðmundur Elvar Eiríksson. Vinur okkar og frændi, Reynir Ólafsson, er fallinn frá eftir lang- varandi veikindi og erfiða sjúkra- legu. Nánustu ættingjar og vinir vissu að hverju stefndi en þegar kallið kom var það sárt. Það er nokkur huggun harmi gegn að tveimur dögum fyrir andlátið nutum við þess að vera hjá hon- um, ásamt fleiri vinum og skyld- mennum, þar sem hann dvaldi á Droplaugarstöðum. Var augljóst að hann naut þeirrar samveru- stundar vel. Reynir var góður maður, dug- legur og ósérhlífinn og hann reyndist okkur ávallt vel. Við munum sakna hans en vitum að hvíldin var honum kærkomin. Margréti eiginkonu hans, dætrum hans og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kolbrún og Arnar. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR, elliheimilinu Grund, Reykjavík, áður til heimilis að Langholtsvegi 143, sem lést fimmtudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 9. september kl. 11.00. Aðstandendur þakka starfsfólki á deild V2 á Grund fyrir kærleiksríka umönnun. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Grundar. Beinteinn Ásgeirsson, Einar Gunnar Ásgeirsson, Sigrún Hjaltested, Ólafur Már Ásgeirsson, Camilla Hallgrímsson, Valgeir Ásgeirsson, Þórunn J. Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR ÓLAFSSON, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, sem lést föstudaginn 19. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, mánu- daginn 5. september, kl. 15.00. Margrét Hallgrímsdóttir, Auður Ósk Kattan Reynisdóttir, Verna Nussbaumer Reynisdóttir, Björk Reynisdóttir, Guðný Hansen, Hallgrímur Hansen, Auður Hansen, Örn Orri Ingvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELVAR ÞÓR VALDIMARSSON stýrimaður, sem lést mánudaginn 29. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 13.00. Ásdís Elvarsdóttir, Erlendur Þór Elvarsson, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Tómas Bjarki Tryggvason Hubner, Edda Margrét Erlendsdóttir, Arnór Erlendsson, Elísa Ýr Erlendsdóttir, Magnea Rut Gunnarsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SIGURBJÖRG HANSA JÓNSDÓTTIR Tjarnási 11, Stykkishólmi lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 2. september sl. Högni Bæringsson, Ragnheiður Högnadóttir, Páll Ágústsson, Helga Kristín Högnadóttir, Benjamín Ölversson, Högni Friðrik Högnason, Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.