Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 ✝ Einar Friðrikfæddist í Varmholti á Húsa- vík 18. ágúst 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 29. ágúst 2011. Foreldrar hans voru María Ein- arsdóttir frá Reykjahlíð og Jó- hannes Jónsson frá Stöng í Mývatnssveit. Einar var yngstur fjögurra systkina, jánsdóttir, f. 20. mars 1962, þau eiga tvo syni:1) Einar, f. 4. sept. 1984, maki Sandra Theó- dóra Árnadóttir, f. 26. júní 1986. 2) Tómas, f. 29. maí 1988. Einar var einn úr hópi þeirra gagnfræðinga sem fyrstir brautskráðust frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1947. Hann lauk meistaraprófi í húsgagnasmíði frá Iðnskól- anum á Húsavík. Hann átti sæti í bæjarstjórn Húsavíkur 1962-1966 og aftur 1970-1974 fyrir Alþýðuflokkinn. Lengst af starfaði hann sem bygginga- fulltrúi í Þingeyjarsýslum utan Húsavíkur eða frá 1974 til starfsloka. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 5. september 2011 kl. 14. þau eru: Jón, f. 16. maí 1924, d. 22. des. 1994, Guðrún Sigríður, f. 27. okt. 1925, og Rakel, f. 4. okt. 1928. Hinn 28. ágúst 1954 giftist Einar Olene Jónsdóttur, f. 26. ágúst 1932. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru :1) María, f. 23. júní 1956. 2) Jón Friðrik, f. 1. des. 1961, maki Fríður Helga Krist- Með Einari frænda mínum er genginn sannkallaður heiðurs- maður, stórvinur fjölskyldunnar og höfðingi heim að sækja. Einar var mikill Mývetningur og Reykhlíðungur í bestu mein- ingu þeirra orða og hann bar nafn afa síns og ættarhöfðingja í Reykjahlíð, Einars Friðrikssonar, með miklu stolti og ábyrgð. Enda byggðu þau systkinin úr Varm- holti sér sumarbústað hér á ætt- aróðalinu í Reykjahlíð, sjálfsagt þann fyrsta sinnar tegundar í sveitinni og þann eina lengi vel. Bar það vott um framsýni og fram- kvæmdahug þeirra og jákvætt við- horf til okkar hér í háfjallasveit- inni. Þau fengu lóð undir hann í útjaðri Kirkjuhólsins hjá Jóni Pétri og Maríu Þorsteinsbörnum og urðu þeim í kjölfarið stoð og stytta í ellinni. Héðan gerðu þeir bræður, hann og Jón, út á Eilífs- vötn, ræktuðu kartöflur og nýttu sér þau hlunnindi sem í boði voru. Einar var maður framfara og framkvæmda. Hann vildi láta verkin tala og stuðla að því að hugmyndir kæmust í fram- kvæmd. Það var ekki hans stíll að slá hlutum á frest og bíða betri tíma. Það var mikill fengur fyrir Þingeyinga að fá að njóta krafta hans sem byggingafulltrúa um árabil, það er gott að hafa fram- kvæmdamenn í slíkum stöðum, menn sem stuðla að framkvæmd- um og rífa þröskulda. Við í Hótel Reynihlíð stöndum í alveg sérstakri þakkarskuld við Einar fyrir allt hans framlag til bygginga og breytinga á mann- virkjum í gegnum árin. Drífandi og jákvæður í öllum erindum er að honum sneru í því efni. Allt fram á síðustu ár hitti maður ekki svo á Einar að framkvæmdir af einhverjum toga væru ekki til umræðu. Byggingar og breyting- ar hvers konar svo ekki sé nú minnst á Jarðböðin við Mývatn meðan undirbúningur og fram- kvæmd þeirra stóðu yfir. Nú er ég að byggja hús sem gaman hefði verið að sýna gamla bygginga- fulltrúanum, en það verður að gera á öðrum vettvangi úr þessu. Gagnkvæmar heimsóknir milli þessara fjölskyldna voru algeng- ar og gleðiríkar. Einar og pabbi heimsóttust líka einir og þá var ekki talað af neinni sérstakri hóg- værð um menn og málefni, þó með virðingu og vönduðu orð- færi. Þeir höfðu gaman af því að fá sér í staupinu og greina þjóð- málin, Einar var mikill og virkur krati og hafði skoðanir á hlutun- um. Það var talað hátt, mikið og umbúðalaust, ókunnugum datt helst í hug að þeir ætluðu í hár saman, en það var fjarri lagi, því gagnkvæm virðing var milli þeirra og allir skildu alltaf sáttir með löngun eftir næsta fundi. Þegar ég bjó á Húsavík á ár- unum 1986-1989 tóku þau hjónin mér og fjölskyldu minni sem ein- um af þeim, það var notalegt og skal nú þakkað. Það var mér og mínum verðmætt. Nú eru þáttaskil þegar einn af stólpum samfélagsins og drif- kraftur til áratuga er borinn til grafar. Það er lífsins gangur og gleðilegt þegar hægt er að líta til baka á langa afrekaskrá með stolti. Göngulúnir afreksmenn verða hvíldinni fegnir við þær að- stæður. Far þú í friði, frændi sæll. Við Erna og dæturnar sem og foreldrar mínir sendum öllum að- standendum Einars okkar hug- heilu samúðarkveðjur. Pétur Snæbjörnsson. Hér er fögur fjallasýn fangar augað dásemd slík. Þegar sól úr suðri skín svíkur engan – Húsavík (Egill Jónasson.) Það voru sannarlega margir sólríkir sumardagar á bernsku- árum okkar Einars Friðriks á Húsavík er við lékum okkur með vörubíla og drógum þá í skurðum og köntum Ásgarðsvegarins, veiddum lontur við fossinn í Búð- ará og sprengdum þar snjóhengj- ur. Aflinn var síðan flattur, hert- ur og barinn og snæddur af einstakri nautn í fyllingu tímans. Leiðir okkar lágu saman frá því að ég man eftir mér. Heimili okkar Varmholt og Framnes stóðu á bakka Búðarár hlið við hlið. Feður okkar hétu sama nafni, við áttum báðir 3 systkini og nánast jafnaldra – og pólitísk sýn var hin sama. Krökkunum í þessum tveimur fjölskyldum var því stundum ruglað saman. Og svo hófst skólagangan og enn áttum við samleið í bekk næstu 9 árin í barna- og gagn- fræðaskóla. Einar var löngum í Mývatnssveit á sumrin hjá frændfólki sínu en þegar á barns- aldri störfuðum við í línuvinnu til að afla okkur vasapeninga og styðja heimili okkar. Seinna að- eins 14 ára gamall hóf Einar vinnu við gerð hafnargarðsins fram úr Höfðanum. Á þeim árum var oft gaman að lifa. Ég minnist skíðaferða í Húsavíkurfjallið og skautaferða um Botnsvatnið – ekki síst er við 13 og 14 ára gaml- ir brutumst upp í Krubb í svarta- myrkri og leiðindaveðri en allt blessaðist þetta og yndislegar eru minningarnar frá þeim árum. Á unglingsárunum breyttust aðstæður hjá okkur vinunum. Vegna sjúkleika þurfti ég mjög á aðstoð hans að halda og ekki brást hann frekar en endranær. Kom heilt vor flest kvöld og morgna í heimsókn og bar mig til og frá eftir aðstæðum. Einar var góður námsmaður sérlega athugull, glöggur og verk- hygginn og átti ýmissa kosta völ og ákvað að hefja trésmíðanám á Fjalar. Þá skildu leiðir að sinni. Eftir að báðir höfðu stofnað heim- ili hvor í sínum landsfjórðungi hélst sambandið og vináttan – ávallt miklir fagnaðarfundir er við og fjölskyldurnar hittust. – Ef til vill var enn sama munstrið hjá okkur því svo vildi til að við áttum báðir sæti í bæjarstjórnum á sama tíma fyrir Alþýðuflokkinn og átt- um því oft pólitískar samræður og sóttum gagnleg ráð hvor til ann- ars. Húsavík og Þingeyjarsýsla nutu starfskrafta hans og reynslu á mörgum mikilvægum sviðum. Og árin liðu – samfundir strjál- uðust en síðustu áratugina hringdum við ávallt á afmælis- dögum okkar hvor í annan og inntum frétta. Hann hringdi síð- ast til mín 2. nóv. sl. en 18. ágúst á afmælisdegi hans var heilsu hans svo komið að hann gat ekki svar- að. – Jólakortsins með myndum frá yndislegu Búðaránni verður saknað í ár. Einar var gæfumaður í einka- lífi og í veikindum hans stóð Lena konan hans eins og klettur við hlið hans og ávallt var gott að koma á þeirra fallega heimili. Að leiðarlokum eru Einari færðar al- úðarþakkir fyrir samfylgdina og trausta vináttu allt frá bernsku- dögum. Við Sæunn vottum Lenu, börn- um þeirra, barnabörnum, systr- um hans og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Ásgeir Jóhannesson. Tilviljanir í lífinu eru margar, ýmislegt kemur á óvart en annað á sér langan aðdraganda. Það var sannarleg óvænt þegar hann Ein- ar Fr. kom allt í einu inn í líf okk- ar. Hann kom í heimsókn með tengdaföður sínum Jóni Valde- marssyni til að leita ráða með austantjaldsísskáp sem hann átti. Þetta var í júníbyrjun 1960. Við vorum þá tvenn hjón, nýflutt til Húsavíkur, tveir rafvirkjar, einn kennari og einn málari. Jón var starfsmaður Rafveitu Húsavíkur, mikill úrvalsmaður, sem tók okk- ur strax upp á sína arma. Nokkru seinna lagði ég leið mína í Höfðabrekkuna í ný- byggða húsið þeirra Einars og Lenu. Það fór eins og mig grun- aði, ísskápurinn var ekki innlits- ins virði, en þessi heimsókn varð upphafið á langri og farsælli vin- áttu á milli Einars og Lenu og okkar Önnu. Það er ekki ofsögum sagt að við Einar höfðum brallað margt á þeim 25 árum sem við Anna bjuggum á Húsavík. Einnig átt fjölmagrar frábærar stundir saman síðan við fluttum suður. Það er margt sem kemur upp í hugann, þegar maður hugsar um þig, kæri vinur. Á þessum árum var oft æði snjóþungt á Húsavík og það var ekki alltaf verið að ryðja veginn upp á sjúkrahús. Eitt haustið átti Lena von á barni í desember og nú voru góð ráð dýr. Hvernig átti að koma henni upp á sjúkrahús, til dæmis að næturlagi og vegurinn ekki fær? Einar minn kom þá með snjalla hugmynd. „Við smíðum bara sleða og drögum Lenu á honum.“ Sleðinn var smíðaður en ekki þurfti á honum að halda þegar til kom. Trésmiðjan Fjalar byggði Túngötu 1, en þar var Einar einn af eigendunum og hann sá alfarið um viðbygginguna þegar þar að kom. Þá voru mörg handtökin sem hann rétti vini sínum. Einn veturinn ákváðum við að byggja hjólhýsi, sem þá voru ekki mjög þekkt fyrirbæri á Íslandi. Við höfðum farið í margar ógleymanlegar tjaldútilegur með fjölskyldurnar og nú hugsuðum við stærra. Þetta tókst, en grip- urinn varð of þungur, þannig að aldrei var smíðað nema þetta eina. Eitt árið byggðum við hús í Baldursbrekkunni og þannig mætti lengi telja. Einar Fr. starfaði um árabil sem byggingafulltrúi í Þingeyjar- sýslu. Ég heyrði marga kunn- ingja mína í sveitum, tala um þá heppni að fá hann í starfið, en Einar var einstaklega laginn við að leysa mál, þannig að allir væru sáttir. Nú horfi ég á eftir vini mínum til austursins eilífa og veit að honum mun vegna vel þar eins og hér. Lena mín, við Anna biðj- um almættið að halda vel í hönd- ina á þér og öllu þínu fólki. Grímur Leifsson. Einar Friðrik Jóhannesson ✝ Áslaug Haf-liðadóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1929. Hún lést 21. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Ei- ríksdóttir hús- móðir, f. 9. janúar 1896, d. 4. mars 1984, og Hafliði Jón Hafliðason skipa- smíðameistari, f. 3. lands 1951, verknám í Ingólfs Apóteki 1951-1954. Exam. pharm. október 1954. DfH. Cand. pharm. 1957. Lyfjafræð- ingur í Reykjavíkur Apóteki 1957-1973. Lyfjabúð Breiðholts 1973-1998. Prófdómari við Lyfjatækniskóla Íslands 1975- 1980. Gjaldkeri LFÍ 1959-1960 og 1969-1971, auk ýmissa nefnd- arstarfa fyrir það félag. Í stjórn Lyfjafræðisafnsins frá 1985. Í stjórn Esperantistafélagsins frá 1985. Í ritnefnd Lyfjafræð- ingatals er kom út 1982. Í rit- nefnd Lyfjafræðingatals 2002. Var sæmd gullmerki LFÍ 1992. Útför Áslaugar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. september 2011 kl. 13. október 1891, d. 14. febrúar 1977. Syst- ir Áslaugar var María, f. 19. sept- ember 1927, d. 22. október 1999. Áslaug varð stúdent frá mála- deild MR 1950, próf í stærðfræðigrein- um við MR 1951. Hóf nám við Lyfja- fræðingaskóla Ís- Elsku Áslaug „langamma“ Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst guðmóðir mín og hélst mér undir skírn, þegar ég var skírð í höfuðið á Maríu systur þinni. Þegar Ólafía langamma dó kom ég til þín og sagði að ég ætti ekki lengur langömmu, hvort þú værir ekki til í að verða langamma mín í staðinn. Þú samþykktir það strax mér til mikillar gleði. Það var alltaf svo gaman þegar við hittumst og tókum svanasporið okkar saman og grínuðumst. Mamma, pabbi, Ámundi og ég kveðjum þig með söknuði. Þín, María Lóa. Það er með mikilli sorg en einnig þakklæti sem ég kveð vinkonu mína í dag, hana Ás- laugu Hafliðadóttur. Leiðir okkar Áslaugar lágu fyrst saman í garðvinnu fyrir Reykjavíkurborg á unglingsár- um. Það sem ég tók strax eftir var hversu mikil félagsvera hún var, einstaklega hlý og falleg ut- an sem innan. Það leið ekki á löngu þar til ég var búin að kynnast foreldrum hennar, Sesselíu og Hafliða, og eldri systur, Maríu. Þessi samhenta fjölskylda bjó alla tíð á Bjark- argötunni í Reykjavík í fallegu húsi sem Hafliði hafði byggt. Að kynnast Áslaugu var stór örlagavaldur í lífi mínu því á Bjarkargötunni kynntist ég manninum mínum, Guðmundi Guðjónssyni, en hann og Áslaug voru systrabörn. Guðmundur bjó hjá þeim um hríð og þegar ljóst var að við Guðmundur vor- um að slá okkur upp lagði Sess- elía fyrir mig próf, að stoppa í sokk, sem ég leysti af hendi og hlaut samþykki fjölskyldunnar fyrir. María keypti sumarbústaðar- lóð í Grímsnesinu og við Guð- mundur keyptum lóðina við hliðina. Þar fylgdist ég með því þegar þær systur byggðu sum- arhús af mikilli natni undir handleiðslu föður síns og var ekkert til sparað. Áslaug og María voru hluti af fjölskyld- unni minni og áttum við margar ánægjulegar stundir saman í Grímsnesinu eða í leikhús- og bíóferðum. Eftir að María og Guðmund- ur féllu frá varð vinátta okkar Áslaugar ennþá nánari. Við komum okkur upp tilkynningar- skyldu og hringdum hvor í aðra á kvöldin til að ræða saman og einnig til að tryggja að allt væri í lagi. Áslaugu fannst gaman að spjalla um menn og málefni og sá jafnan spaugilegu hliðina á hlutunum. Undanfarin ár höfð- um við verið saman á gamlárs- kvöld og skipst á að sjá um mat- seldina, en Áslaug var góður kokkur og bakaði einstaklega gómsætar kökur. Áslaug var ferðafélagi okkar Óskars sonar míns undanfarin ár bæði innanlands og utan. Saman fórum hringinn í kring- um jarðarkringluna, sáum marga fallega staði og fórum í langar heimsóknir til Önnu Dóru dóttur minnar í Ameríku. Í vor fórum við í fertugsafmæl- isferð Óskars til Tenerife og eins og ætíð var Áslaug frábær ferðafélagi sem ég gat treyst á. Hún hafði góða nærveru, ætíð róleg og yfirveguð og náði svo vel til Óskars, enda stór hluti af okkar lífi. Áslaugu er ég óendanlega þakklát fyrir ljúfar stundir á undanförnum árum, hún reynd- ist mér traustur vinur sem ég gat leitað til og mun fráfall hennar hafa mikil áhrif á líf okk- ar Óskars. Svanhildur Magnúsdóttir. Þegar við systkinin vorum lít- il þá kölluðum við ykkur syst- urnar alltaf Áslaugu og Mæju. Það var ekki alltaf svo nákvæmt hver var hvor. En þið höfðu bara gaman af þessu, enda voru þið mjög samrýndar. Ég fór oft með pabba í spádómskaffi heima hjá ykkur. Þá helltir þú upp á kaffi í rólegheitum og hlustaðir vel áður en þú spáðir. Þetta urðu auðvitað alltaf góðir spádómar. Við systkinin löbbuðum oft úr okkar sumarbústað yfir í ykkar bústað. Það var alveg sama hversu oft við skruppum yfir til ykkar þann daginn, það var allt- af boðið upp á kaffi og meðlæti. Þú komst að heimsækja okk- ur Kidda í Bandaríkjunum þeg- ar Óskar fæddist. Þetta varð mikil happaferð því að síðan hefur þú komið reglulega í heimsókn til okkar með mömmu og Óskari bróður mínum. Það var svo gaman að fá ykk- ur í heimsókn, því þá var ým- islegt skoðað í borginni. Það var farið á margvísleg söfn, sýning- ar og tónleika. Svo var auðvitað farið á veitingastaði og borið saman hvar væri besti matur- inn. Þú varst alltaf sannfærð að þó maturinn væri góður þá væri soðin íslensk ýsa samt besti maturinn. Einu sinni fór ég með ykkur mömmu í virðulega kven- fataverslun og þið mátuðuð föt en leist ekki nógu vel á neina flíkina. Ykkur fannst þessi búð bara vera fyrir gamlar konur en ekki svona konur eins og ykkur, á besta aldri, rétt að nálgast átt- rætt. Þú varst svo létt á fæti að þú tókst að þér að vera fótbolta- þjálfari fyrir Óskar og svo seinna ballettkennari fyrir Mar- íu og kenndir henni „svanaspor- ið“. Hvað þú gast dundað með krökkunum að spila, þú áttir til endalausa þolinmæði þegar þú varst að spila Svarta Pétur við Maríu. Óskar á eftir að brosa lengi enn að glímu þinni við rjómasprautuna og hvernig þú skreyttir viðstadda með rjóma. Þú varst svo yndislega létt- lynd og það var gaman að ræða við þig um allt á milli himins og jarðar, því þú fylgdist vel með og varst vel lesin. Þú talaðir alltaf vel um lúxuslandið Ísland, enda hafðir þú farið víða um heim til að fá samanburð við Ís- land. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Bjarkargötuna og krakkarnir koma til með að sakna að fá ekki pönnukökur með sykri hjá þér og lesa brand- arabækur á færeysku. Krökk- unum fannst líka gaman að sjá gamla skífusímann þinn sem er enn í notkun, þó svo að farsímar og tölvur og séu líka í notkun „vestan við Læk“ eins og þú kallaðir Vesturbæinn. Þið Óskar voru búin að semja um það að hann ætlaði að koma og búa hjá þér á Bjarkargötunni þegar hann færi í nám við Háskóla Ís- lands eftir nokkur ár. Það var yndislegt að heimsækja þig í sumarbú- staðinn í sumar. Það voru farnar margar ferðir á rauða dregl- inum (rauðu mölinni) til að fara í kaffi á Berjaholtslækja- vinstribakkabrekkubæ. Það var svo erfitt að segja Óskari Guðmundi og Maríu að þú værir dáin og þú myndir ekki koma að heimsækja þau næsta vor eins og til stóð. Þau sakna þín mikið. Elsku Áslaug mín, takk fyrir allar yndislegu samverustund- irnar. Við eigum eftir að lifa á minn- ingunum um vandaða frænku í framtíðinni Anna Dóra Guðmundsdóttir. Kveðja frá Lyfjafræðisafninu Skammt er stórra högga á milli, Lyfjafræðisafnið hefur misst tvo máttarstólpa sína með þriggja mánaða millibili. Áslaug Hafliðadóttir, gjaldkeri safnsins frá upphafi, lést sunnudaginn 21. ágúst. Hún var ekki einungis gjald- keri safnsins frá stofnun þess árið 1985, heldur einnig gjald- keri Menningarsjóðs lyfjafræð- inga frá 1963 þar til hann var lagður niður eftir stofnun safns- ins og að auki gjaldkeri Lyfja- fræðingafélagsins tvö kjörtíma- bil. Gjaldkerastörfum gætti hún af stakri trúmennsku, ekki fór króna til spillis í hennar vörslu, hún nýtti alla hluti til hins ýtr- asta. Smá reikninga greiddi hún jafnvel úr eigin vasa og lagði fram dágóða upphæð til bygg- ingar Lyfjafræðisafnsins. En fjármál eða að safna eigin auði var ekki áhugamál hennar, heldur vann hún ótrúlegt starf í þágu sögu íslenskra lyfjafræð- inga án endurgjalds. Í mörg ár vann hún ásamt Ingibjörgu Böðvarsdóttur og Axel Sigurðssyni að útgáfu Lyfjafræðingatals, sem kom út Áslaug Hafliðadóttir SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.