Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 23
5. september 1896 Suðurlandsskjálfti hinn síðari reið yfir um kl. 10.30 að kvöldi. Fjöldi bæja í Árnessýslu hrundi til grunna. Hjón á Selfossi lét- ust. Fyrri stóri skjálftinn var tíu dögum áður. „Mesta land- skjálftaáfall frá því er land byggðist,“ sagði Ísafold. 5. september 1942 Þýsk sprengjuflugvél af gerð- inni Focke Wulf gerði loftárás á Seyðisfjörð. Sprengja lenti skammt frá fjórum drengjum sem voru að leik og slösuðust þeir allir, einn þó mest. Þeir voru sjö og átta ára. 5. september 1972 Varðskipið Ægir beitti tog- víraklippum á breskan land- helgisbrjót í fyrsta sinn. Þetta gerðist innan 50 sjómílna markanna norður af Horni, nokkrum dögum eftir útfærslu landhelginnar. Á rúmu ári tókst í 82 skipti að klippa á víra togara. 5. september 2010 Birgir Leifur Hafþórsson kylf- ingur lék átján holur á Garða- velli á Akranesi á 58 höggum eða 14 höggum undir pari vall- arins. „Einn besti golfhringur sögunnar,“ sagði Morg- unblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist ... DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Sudoku Frumstig 2 9 1 6 3 9 4 4 7 1 6 5 2 5 9 9 3 5 9 4 6 1 6 5 3 3 1 7 8 5 3 9 6 8 7 3 1 9 9 5 3 4 8 1 4 7 6 5 1 6 4 7 1 5 5 9 4 3 1 9 4 5 3 6 9 2 3 4 2 8 5 5 6 7 2 4 6 7 2 1 3 4 7 6 9 5 8 8 9 4 2 5 3 6 1 7 6 5 7 9 8 1 2 4 3 7 3 8 6 1 5 4 2 9 4 2 1 7 9 8 3 6 5 9 6 5 3 2 4 8 7 1 3 8 6 1 4 7 5 9 2 1 4 2 5 3 9 7 8 6 5 7 9 8 6 2 1 3 4 8 5 9 4 6 3 7 2 1 2 1 6 7 5 8 9 4 3 7 4 3 2 1 9 6 8 5 9 7 2 1 3 4 5 6 8 4 3 8 5 7 6 1 9 2 1 6 5 8 9 2 3 7 4 5 9 4 6 2 1 8 3 7 6 2 7 3 8 5 4 1 9 3 8 1 9 4 7 2 5 6 4 1 3 7 2 8 6 9 5 9 7 5 6 4 1 3 8 2 8 6 2 9 3 5 4 1 7 6 2 7 8 1 4 5 3 9 1 3 4 5 6 9 7 2 8 5 8 9 3 7 2 1 4 6 3 9 8 1 5 7 2 6 4 2 5 1 4 8 6 9 7 3 7 4 6 2 9 3 8 5 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 5. september, 248. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því að þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh. 20.29) Stundum veltir Víkverji dagsinsþví fyrir sér hvort sumum stjórnmálamönnum (og öðrum) finn- ist orð vera svo ódýr að engu skipti hvernig þeir noti þau. Og ofnoti þau þangað til þau verði merkingarlaus eins og blótsyrði sem stagast er á. Auðvitað má deila um viðbrögð Ögmundar Jónassonar innanrík- isráðherra við beiðni kínverska auð- kýfingsins sem vill fá að kaupa Grímsstaði. En að saka ráðherrann um rasisma er svo mikill aulaháttur að Víkverja fallast hendur. Hvað er að þessu fólki? Heldur það að ásak- anir af þessu tagi séu bara eins og segja um einhvern að hann sé með lélegan fatasmekk eða hafi ekki vit á fótbolta? x x x Þeir sem nota orðið rasismi ásvona kæruleysislegan hátt meina vafalaust ekkert með þessu en ekki veit Víkverji hvaða orð þeir nota um raunverulegan rasisma. Fárán- leg andstaða Ögmundar og flokks- félaga hans við umsvif Kan- adamannsins Ross Beatys hérlendis stafaði ekki af því að ráðherrann væri haldinn rasisma gagnvart hvít- um Kanadamönnum. Það er ekki heldur þjóðerni Huangs sem er vandinn heldur ríkið sem hann kem- ur frá. Allir Kínverjar, líka auðkýfingar landsins, eru undirlagðir stefnu æðstu valdamanna í Peking, ganga erinda þeirra ef þess er krafist. Þetta er harðstjórnarríki sem hikar ekki við að traðka á minni grannþjóðum og hefur í meira en hálfa öld kúgað Tíbeta með andstyggilegum hætti. x x x Norðmenn dirfðust að veita kín-verskum andófsmanni frið- arverðlaun Nóbels. Nú súpa þeir seyðið af því. Kína hefur dregið snar- lega úr viðskiptum við Norðmenn sem þola reyndar þannig kúg- unartilraunir betur en flestar þjóðir. En Víkverji veltir fyrir sér hvenær umsvif Kínverja verði orðin svo mikil hér að við þorum ekki að styggja þá með því að bjóða Dalai Lama eða arf- taka hans að koma hingað. víkver- ji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skapillur, 8 gull- litað, 9 bleyða, 10 muldur, 11 hreinir, 13 deila, 15 hæg- fara, 18 eldstæðið, 21 stefna, 22 borgi, 23 treg, 24 sann- leikurinn. Lóðrétt | 2 styrkir, 3 blaut- ur, 4 tölustafs, 5 snúin, 6 gá- leysi, 7 kunna ekki, 12 starfsgrein, 14 bókstafur, 15 hamingja, 16 svelginn, 17 nákominn, 18 eyktamörkin, 19 var á hreyfingu, 20 ró. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 meiða, 4 getur, 7 tukta, 8 monts, 9 lús, 11 akra, 13 grín, 14 ráfar, 15 fant, 17 álar, 20 aða, 22 rokan, 23 putti, 24 týnir, 25 ranga. Lóðrétt 1 motta, 2 iðkar, 3 aðal, 4 gums, 5 tínir, 6 rósin, 10 úlf- úð, 12 art, 13 grá, 15 fyrst, 16 nakin, 18 lotan, 19 reisa, 20 anar, 21 apar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Margir möguleikar. Norður ♠K54 ♥D7 ♦Á642 ♣ÁK64 Vestur Austur ♠G9 ♠10863 ♥863 ♥95 ♦KD10753 ♦G98 ♣82 ♣D1095 Suður ♠ÁD72 ♥ÁKG1042 ♦– ♣G/3 Suður spilar 7♥. Tólf slagir blasa við og sá þrettándi liggur í loftinu – fyrr eða síðar hlýtur eitthvað að ganga upp. En hvernig á að nýta möguleikana og í hvaða röð? Út- spilið er tígulkóngur. Réttu vinnubrögðin eru þessi: Út- spilið er trompað, hjörtun tekin í þrem- ur umferðum og spaða hent úr borði. Laufi spilað á ás, tígull aftur stunginn og laufkóngur tekinn. Úr því að ♣D skilar sér ekki í tvo efstu er næsta verk að henda ♣G í ♦Á og trompa lauf. Ekki fellur laufið, en nokkrir möguleikar eru enn lifandi: spaðinn gæti fallið, eða upp gæti komið þvingun í spaða og öðrum lit. Sagnhafi klárar trompin og skilur eftir ♠Kx í borði, tígul og lauf. Hér á austur spaðalengdina með laufinu og neyðist til að leggja niður skottið. Umræðan um hugsanleg jarðakaup kínversks at- hafnamanns á hálendinu hefur ruglað marga í ríminu, en staðreyndin er sú að Mið-Ísland snýst ekki um jarðir heldur sjónvarpsþætti sem sam- nefndur handritahópur vinnur að fyrir Stöð 2. Ari Eldjárn textahöfundur vinnur við upptökur í dag og að loknum leik ætlar hann út að borða með konunni í kvöld í tilefni dagsins. „Við tökum upp á virkum dögum og svo er ég að skemmta um helg- ar,“ segir 30 ára afmælisbarn dagsins. Hann var líka upptekinn í vinnu á afmælinu í fyrra og kann því ágætlega. „Það er þá bara kaka í rútunni.“ Ari hefur slegið í gegn sem uppistandari og er mjög eftirsóttur sem slíkur. Hann er mikill KR-ingur, fer á alla heimaleiki karlaliðs félags- ins í fótbolta, einstaka útileiki og vonar auðvitað að KR verði tvöfald- ur meistari í ár. „Það er hræðilegt að Óskar Örn er meiddur því hann er uppáhaldsleikmaðurinn minn, alveg frábær,“ segir Ari og setur traust sitt á breiddina og ungu leikmennina, sem hafa komið sterkir inn. En hann spriklar ekki mikið sjálfur. „Það vantar heilmikinn grunn,“ segir hann og bendir á að aðalatriðið sé að sofa vel og borða vel. „Þá getur maður talað endalaust.“ steinthor@mbl.is Ari Eldjárn uppistandari 30 ára í dag Bara kaka í rútunni Hlutavelta  Lydia Líf, Guð- rún Árný, Fanney Sara og Guðrún Rós héldu tombólu fyrir utan Bónus í Hveragerði. Af- rakstur þess var 4.000 krónur sem þær afhentu Rauða krossinum. Flóðogfjara 5. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.31 1,1 12.05 3,3 18.27 1,3 6.22 20.32 Ísafjörður 1.18 1,8 7.33 0,7 14.15 1,9 20.49 0,8 6.21 20.43 Siglufjörður 4.02 1,2 9.54 0,6 16.29 1,3 22.44 0,5 6.03 20.26 Djúpivogur 2.21 0,6 8.56 1,9 15.22 0,8 21.11 1,6 5.50 20.03 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Vandamálin eru til að leysa þau. Skelltu nesti í poka og farðu í berjamó við fyrsta tækifæri. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft bara að nefna það að þú eigir í vanda og sérfræðingar skjóta upp kollinum. Njóttu furðulegrar uppákomu sem bíður þín í kvöld. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Valdamikið fólk í vinnunni er ekki sammála þér í dag. Leitaðu uppi skemmtileg- heit því gleðin hressir, bætir og kætir. Vertu örlát/ur og þú munt uppskera ríkulega. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ekki búast við kraftaverkum, en erfiði ástvinurinn virðist svo sannarlega vera að skána. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vinur lumar á safaríku leyndarmáli og blóðlangar til þess að kjafta af sér. Láttu undrun annarra ekki spilla fyrir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það væri rangt af þér að svara ekki beiðni gamals vinar um aðstoð. Ekki liggja á liði þínu, heldur kastaðu þér í hringiðuna. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft að venja þig af þessum stöðugu áhyggjum sem þú hefur af öllum sköpuðum hlutum. Sannleikurinn er alltaf sagna bestur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Láttu ekki minni háttar vand- ræði eyðileggja gleði þína yfir stórum sigri. Þú ert óvenju árrisul/l þessa dagana en mættir fara fyrr í bólið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert svo heillandi og sannfær- andi þessa dagana að þú getur selt næstum hverjum sem er hvað sem er. Losaðu um og þú munt sjá, að lífið er þess virði að lifa því. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur enn ekki fundið hinn full- komna áheyranda sem er uppnuminn af hverju orði sem hrynur af vörum þér. Notaðu gáfurnar til að hjálpa öðrum að bæta sig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fátt annað en skemmtun kemst að hjá þér í dag. Göngutúr daglega er málið. Þú vekur kátínu hvar sem þú kemur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þær aðstæður koma upp að þú neyð- ist til þess að segja hvar í flokki þú stendur. Láttu ekki einhver smáatriði verða til þess að draga úr þér kjarkinn – brettu upp ermarnar. Stjörnuspá  Sólveig Jó- hanna Jón- asdóttir er 85 ára í dag, 5. sept- ember. 85 ára 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 Rf6 5. Db3 c5 6. dxc5 Rc6 7. cxd5 exd5 8. Bd2 0-0 9. e3 d4 10. exd4 He8+ 11. Be2 Bg4 12. Kf1 Bxf3 13. Bxf3 Rxd4 14. Dxb4 Rxf3 15. gxf3 Dxd2 16. Hd1 Dc2 17. Hg1 Df5 18. Kg2 He6 19. Dxb7 Hae8 20. c6 Rd5 21. Re4 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu í kvennaflokki sem lauk fyr- ir skömmu í Caen. Pauline Guichard (2.305) hafði svart gegn Nino Mais- uradze (2.329). 21. … Hxe4! 22. Dd7 hvítur hefði einnig tapað eftir 22. fxe4 Dg4+ 23. Kh1 Df3+. 22. … Rf4+ 23. Kh1 H4e6 24. c7 Dh3 25. Hxg7+ Kxg7 26. Dd4+ Kg8 27. Hg1+ Hg6 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.