Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 11
með kló sem lyftir bolunum upp, en áður fyrr þurftum við að lyfta öllu með höndunum upp á vagninn. Þá þurfti ég nú að reka írsku þrælana áfram með naglaspýtu,“ segir Einar og hlær, en hann hefur á hverju sumri fengið til starfa skógfræði- nema frá háskólanum í Dublin á Ír- landi. Opinn skógur fyrir jólin En þeir eru ekki aðeins og grisja skóginn, þeir þurfa líka að vinna efnið sem til fellur, saga bolina í borð og kurla tré. Og þeir þurfa líka að gróð- ursetja nýjar plöntur. „Það er mikil eftirspurn eftir kurlinu, en það er notað sem undirburður í hesthús og í göngustíga. Íslenski viðurinn er líka eftirsóttur efniviður, enda er hann sérlega góður því hann er seinsprott- inn og fyrir vikið grjótharður. Við er- um fleiri að vinna hér á sumrin því þá er meira að gera við gróðursetn- inguna og við þurfum að hafa undan að framleiða kurl til að anna eftir- spurn. En á veturna erum við bara þrír hérna. Þá eru aðstæður til skóg- arhöggs stundum erfiðar. Í mýrinni hérna eru til dæmis djúpar rásir sem gera okkur erfitt fyrir þegar klaki og snjór er yfir þeim. Það var einmitt þar sem einn af mínum mönnum slas- aðist þegar hann rann á svelli og datt. Sögin hans fór í gegnum öryggisbux- urnar og keðjusagarstígvélin, hún fór alveg inn að beini.“ En veturinn á líka sín góðu tímabil, jólin eru skemmti- legur tími, því fella þarf jólatré. „Og við hleypum á garðann, erum með op- inn skóg þar sem fólk getur komið og valið sér tré sem við fellum fyrir það og svo fær það ketilkaffi og kakó. Þá er mikil stemning og gaman.“ Draugagangur og dýrin smá Einar á fjölskyldu og heimili í Kópavogi, en hann gistir á virkum dögum í sveitinni í skóginum, í starfs- mannahúsi. „Á veturna er ég einn hér eftir að vinnudegi lýkur og þá sér Bergþór vinur minn hálftröll í Bláfelli mér fyrir félagsskap. Hann kíkir stundum á okkur skógarhöggsmenn- ina og hjálpar okkur, hann er öflugur og fer létt með að draga fyrir okkur þyngstu trén,“ segir Einar kíminn og bætir við að ekki sé draugagangurinn í húsinu síður kröftugur. „Við höfum allir orðið varir við hann, ég fann mest fyrir þessu fyrsta veturinn en nú er ég búinn að vera hér í fimm ár og draugurinn sáttur við mig og ég við hann. Hann er dálítið stríðinn og á það til að láta hluti hverfa og honum fylgir þó nokkur umgangur. Hann á það líka til að kveikja ljósin og taka raftæki úr sambandi og annað slíkt. Þeir sem voru hér á undan mér urðu líka mikið varir við þetta og töldu sig vita hver þessi draugur væri en ég skrifa allan umgang á Bergþór vin minn í Bláfelli,“ segir Einar sem einn- ig nýtur félagsskapar Dimmu, en það er labradortíkin hans sem hann kallar verkstjóra yfir þeim öllum. Rebbi og mýsnar eru heimalningar „Tófan er líka mikill vinur minn, hún kemur alltaf að húsinu á sama tíma, á miðnætti og klukkan sex á morgnana. Ég gauka stundum að henni einhverju góðgæti en Níels er ekki hrifinn af því að ég sé að ala tóf- una, því hann er refaskytta,“ segir Einar og skellihlær en Níels bætir við að refurinn í skóginum sé ekki gren- dýr heldur svokallað hlaupadýr. „Það var líka rosalegur músagangur í starfsmannahúsinu, en ég hef samið við þær, ég gef þeim að borða úti og þá fara þær ekkert inn. Þær dansa stundum fyrir utan á kvöldin og skemmta mér. Maríuerlan hefur líka verpt við útidyrahurðina þar sem ég setti upp fuglabúr. Ég er aldeilis ekki einn hér.“ Drauma gönguskíðabrautir Skógarhöggsmennirnir eru sí- fellt að búa til nýjar brautir og slóða inni í Haukadalsskógi og þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir og reiðstígar. Skógurinn er heilmikið notaður af útivistarfólki. „Til hvers að hafa skóg sem ekki er hægt að fara um?“ spyr Einar sem er mjög stoltur af afrakstrinum. „Við erum með nokkrar mjög breiðar og fínar brautir sem eru drauma gönguskíðabrautir. Íslenska landsliðið ætti að koma hingað til að æfa sig og Bergþór gæti lamið þá áfram.“ Braut Ein af breiðu brautunum milli himinhárra trjánna sem þeir hafa gert. Áður fyrr þurftum við að lyfta öllu með hönd- unum upp á vagninn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Stigahlíð 45-47 Lögg. fasteignasali: Guðrún Hulda Ólafsdóttir Sýnishorn úr söluskrá • Einkaumboð á innfl. og merkingu á fatnaði • Skemmtistaður í nágrenni Rvk • Smáhýsi og lóðir í nágr. Rvk • Netverslun með raftæki • Netfyrirtæki - möguleikar um allan heim • Söluturn með grilli og DVD leigu • Farfuglaheimili nálægt Rvk • Bílaverkstæði – réttingar og sprautun • Tvær þekktar fiskbúðir • Tveir grillturnar með mikla veltu Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu reynir@fyrirtaeki.is - www.fyrirtaeki.is 896 1810 Í Haukadalsskógi eru um 350 hektara af birki, 100 hektarar af greni, 100 hektarar af furu og 100 hektarar af lerki og eitthvað af ösp. Í Svartagilshvammi eru hæstu og elstu trén í skóginum, um 22 metrar á hæð. Danski hugsjónamaðurinn Kristjan Kirk keypti landið 1938 en gaf ríkinu það tveimur árum seinna, með þeim skilyrðum að Skógrækt ríkisins sæi um að halda áfram að gróðursetja. Þá var hann búinn að girða af jörð- ina og byggja upp kirkjuna. Há- kon Bjarnason var fyrsti skóg- ræktarstjórinn. Skógræktin í Haukadal hófst nokkrum árum seinna með því að Hákon Bjarnason og Páll Páls- son bóndi á Hjálmsstöðum sáðu þar Bæjarstaðabirkifræjum. Haukadalur ELSTU TRÉN 22 METRAR Notaður til meðmæla Vefurinn hefur nú verið prufu- keyrður í nokkrar vikur á svokall- Upplýsingavefurinn stjörnur.is fer formlega í loftið nú í september. Þar getur fólk sett inn umsagnir um ýmiss konar þjónustu undir nafni og gefið bæði stjörnur og um- sagnir. Vefurinn er því góð upplýs- ingaveita fyrir almenning en gerir fyrirtækjum einnig kleift að fylgj- ast með frammistöðu sinni og taka þátt í umræðunni. Notendavænn vefur „Hugmyndin varð til út frá þeirri breytingu sem átt hefur sér stað í notkun samskiptamiðla síðastliðin ár. Fólk vill geta deilt upplýsingum og það hefur breyst hvar það vill sækja sér þær. Við forritun á þess- um vef hefur verið notuð splunkuný tækni sem gerir hann alveg jafn notendavænan í gegnum farsíma, fartölvu eða borðtölvu. Marg- ir vilja t.d. geta sett inn upplýs- ingar meðan þeir eru enn á staðnum og þá er auðvelt að gera það í gegnum símann, “ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já upp- lýsingaveitna hf. sem sér um rekstur vefjarins. Með- al flokka á síðunni má nefna ferðalög, skemmtun og veitingastaði. Flokk- arnir eru byggðir á þjón- ustuaðilum og fyr- irtækjum en einnig er hægt að leita eftir leit- arorði eins og t.d. pitsa eða sushi. Flokkana segir Sigríður Margrét vera notaða til að benda á möguleika en þeir eru upp- settir samkvæmt rann- sóknum um það sem fólk vill helst geta skoðað á slíkum vefj- um. Ætlunin er síðan að birta lista yfir þau fimm fyrirtæki sem eru með flestar stjörnur hverju sinni. aðri beta-útgáfu. Sigríður Margrét segir viðtökurnar hafa verið góðar og þegar hafi mörghundruð umsagnir borist um alls konar fyr- irtæki. Allt frá aðilum í ferða- þjónustu yfir í pitsastaði og bókabúðir. „Umsagnirnar eru mjög fjöl- breyttar og stjörnugjöfin frá einni upp í fimm stjörnur. Það kemur skemmtilega á óvart því samfélags og bloggmiðlar hafa dálítið neikvæða ímynd á sér en stjörnurnar þarna eru frekar fleiri en hitt. Því virðist sem fólk sé frekar að nota vefinn til að mæla með og deila því sem sé gott. Það verður spennandi að sjá hvern- ig þetta þróast og við hlökkum til að sjá notendur þróa þennan vef áfram með okkur,“ segir Sigríður Margrét. Notendavæn vefsíða Stjörnugjöf Á vefnum getur fólk gefið ýmis konar þjónustu umsögn og stjörnur. Fólk deilir upplýsingum sín á milli og gefur stjörnur Stjörnugjöf Sigríður Margrét segir viðtökurnar við vefnum hafa verið góðar. Nú stendur yfir sýning á ljósmyndum Frakkans Marcs Rib- ouds, eins merkasta ljósmyndara samtímans, í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Sýningin kallast „Marc Riboud – ljósmyndir í 50 ár“. Sýningin er einn af afmælisviðburðum í tilefni af aldarafmæli Alliance Française í Reykjavík en hún mun standa út árið. Riboud fæddist árið 1923 í Lyon og tók fyrstu ljósmyndirnar sínar á Heimssýningunni í París 1937, með litlu kassavélinni sem pabbi hans gaf honum í 14 ára afmælisgjöf. Árið 1953 fékk hann birta ljósmynd í tímaritinu Life, en sú mynd sýnir málara uppi í Eiffel-turninum. Síðar varð hann þekktur fyrir frétta- ljósmyndir sínar og var meðal annars einn fárra ljósmynd- ara Víetnamstríðsins. Ljósmyndasýning Þekkt Mynd Marcs Ribouds Unga stúlkan og blómið. Yfirlitssýning á ljós- myndum Marcs Ribouds Nú er komið haust og tími til að gera eitthvað gott fyrir líkama og sál. Kabbalah er forn viska sem veitir þér hagnýt verkfæri til að skapa varanlega ánægju og lífs- fyllingu. Kabblah hefur verið mjög vinsælt síðastliðin ár og meðal annars hafa stjörnur eins og Ma- donna lagt stund á fræðin. Kabba- lah á Íslandi hefur nú opnað fyrstu Kabbalah-miðstöð Íslands á Lauga- veginum. Þar eru í boði fræðslu- fundir, fjölbreytileg námskeið og ráðstefnur bæði fyrir nýnema og þá sem lengra eru komnir í kabbalah- fræðunum. Endilega … … prófaðu kabbalah Iðkandi Madonna stundar kabbalah.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.