Morgunblaðið - 05.09.2011, Side 13

Morgunblaðið - 05.09.2011, Side 13
Ákafir umhverfissinnar í Bandaríkj- unum studdu Barack Obama af miklum dugnaði í forsetakosning- unum 2008 en nú eru komnar á þá vöflur, að sögn New York Times. Mörgum þeirra finnst að forsetinn hafi verið deigur í baráttunni fyrir áherslum þeirra. Bent er á að ef þeir missi trú á Obama muni þeir varla taka mikinn þátt í að aðstoða hann við að ná endurkjöri á næsta ári. Stjórn Obama sagði nýlega að hún væri að hverfa frá þeirri stefnu sinni að herða reglur um losun ózons í andrúmsloftið. John D. Walke, tals- maður Varnarráðs náttúrauðlind- anna, samtaka í NewYork, líkti þess- ari ákvörðun við „sprengju“. Þetta væri ósvífin tilslökun gagnvart re- públikönum og hagsmunum fyr- irtækja sem álitu lög um nátt- úruvernd grafa undan störfum og stöðva endurrreisn efnahagslífsins. Nú er beðið eftir því hvort rík- isstjórnin leyfi að lögð verði olíu- leiðsla sem flytja á olíu úr tjörusandi frá Kanada en vinnsla slíkrar olíu er sögð menga mikið. Sagt er að um þúsund andstæðingar leiðslunnar hafi verið handteknir eftir mótmæli undanfarna daga, í hópnum hafi m.a. verið liðsmenn yfirstjórnar kosningabaráttu Obama 2008. kjon@mbl.is Vonsviknir umhverfis- sinnar Bandaríkin Fagnað Obama forseti heimsótti í gær flóðasvæðin í New Jersey. Reuters Sigurviss Uppreisnarmaður í varð- stöð við borgina Bani Wadi í gær. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Yfirmenn herliðs nýju stjórnarinnar í Líbíu reyndu í gær að fá liðsmenn Muammars Gaddafis í borginni Bani Walid til að gefast upp án bardaga en samningaviðræður fóru út um þúfur. Var búist við að gerð yrði árás á borgina í dag. Um 150 þúsund manns búa í Bani Walid sem er um 150 km suðaustan við höfuðstaðinn Trípólí. Warfalla-ættbálkurinn, sem yfirleitt styður Gaddafi, er öflugur í borginni en samt er talið að þar séu margir á bandi uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn höfðu í gær um- kringt borgina en þeir hikuðu við að gera árás. Óttuðust menn að herlið Gaddafis myndi nota óbreytta borg- ara sem „mannlega skildi“. Ekkert er vitað um dvalarstað Gaddafis en margir álíta að hann hafi flúið til suðlægari héraða þar sem hann gæti notið stuðnings. Frétta- maður BBC hafði eftir heimildar- mönnum sínum að einn sona Gaddaf- is, Saif al-Islam, hefði yfirgefið Bani Walid á laugardag. Sagt er að ætt- bálkahöfðingjar í borginni hafi tjáð fulltrúum nýju stjórnarinnar að þeir gætu ekki svikið gesti sína, liðsmenn Gaddafis. Fornar hefðir krefðust þess að þeir nytu verndar. Fangar grafnir lifandi Lífið í Trípólí er óðum að færast í samt horf, eldsneyti hefir borist þangað og þegar eru lögreglumenn farnir að stjórna umferð, einnig hef- ur sorphirða hafist á ný. Reynt er nú að fá vopnaðar sveitir frá öðrum borgum og svæðum til að hverfa á brott. Enn er leitað tugþúsunda stjórnarandstæðinga sem stjórn Gaddafis lét handtaka á undanförn- um mánuðum. Lík margra hafa fundist en heimildarmenn Aften- posten í Noregi segja fundist hafi fangar á fjölmörgum stöðum, í gám- um og kjöllurum. Nýlega hafi fundist um 400 manns í kjallara háskólans, flestir enn á lífi. En margir hafi verið grafnir lifandi í neðanjarðarklefum sem langan tíma taki að finna þrátt fyrir ábendingar almennings. Bani Walid sögð umkringd  Tugþúsunda fanga Gaddafis leitað Unnu með Gaddafi » Lengi hefur verið vitað um samstarf vestrænna ríkja við Gaddafi í baráttunni við hryðjuverkamenn. » Skjöl sem fundust í Trípólí eru sögð sýna að Bretar hafi afhent liðsmönnum Gaddafis upplýsingar um andófsmenn. » Einnig að Bandaríkin hafi af- hent Líbíumönnum fanga sem síðan hafi verið pyntaðir þar. FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt 3. desember nk. þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðra og einu samfélagi fyrir alla. Verðlaun eru veitt í flokki: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar/kynninga Þekkir þú einhvern sem er verðugur verðlaunahafi? Sendu okkur tilnefningu fyrir 12. september nk. á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á www.obi.is. Tilnefningar óskast! Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011 Bentu á þann ... - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Kristján Jónsson kjon@mbl.is Talsmenn alþjóðlegra hjálp- arsamtaka og fjölmiðlar hafa villt um fyrir fólki með því að viðurkenna ekki að sennilega sé útilokað að veita stórum hluta sómölsku þjóðarinnar aðstoð í neyð hennar, að sögn for- manns Lækna án landamæra (MSF), dr. Unni Marunakara. Haft er eftir honum í breska blaðinu Gu- ardian að átökin í Sómalíu hindri nánast allt hjálparstarf í landinu sjálfu. Vandinn verði ekki leystur með því að segja Vesturlandabúum að nóg sé að gefa peninga til að kaupa mat. „Við verðum ef til vill að læra að lifa með þeim veruleika að við mun- um aldrei geta náð að hjálpa fólki í héruðum sem þurfa mest á aðstoð að halda,“ sagði Karunakara. Vissulega hefði tekist að veita tugþúsundum sómalskra flóttamanna í Kenýu og Eþíópíu matar- og læknisaðstoð. En mjög erfitt væri að ná til þeirra sem væru í miðju átakanna sjálfra. Hörmungar af mannavöldum Styrjöld hefur geisað í landinu í tvo áratugi, víða eru íbúar eins og í gildru milli hópa sem stugga við öll- um alþjóðasamtökum og krefjast skilyrðislausrar hollustu við ætt- flokkinn. Fólkið fær því af pólitísk- um ástæðum enga hjálp. Karunakara lýsti bráðabirgða- hreysum sem hann sá í höfuðborg- inni Mogadishu, þar hefðist við sveltandi fólk sem hefði komist þangað fótgangandi frá verst leiknu héruðunum í suður- og miðhluta landsins. Þegar notuð væru hugtök eins og „verstu þurrkar á svæðinu í 60 ár“ væri horft fram hjá því að neyðin stafaði af gerðum manna. Hann sagði að MSF hefðu starfað í Sómalíu í tvo áratugi og liðsmenn samtakanna ættu samt erfitt með að gera nokkuð. Þeir yrðu stöðugt að taka snúnar ákvarðanir eins og um það hvort hverfa ætti frá ströngu hlutleysi gagnvart stríðandi fylk- ingum og væru oft í lífshættu. Stöð- ugt yrði að útskýra fyrir þeim hvað mannúðarhjálp væri og semja við stríðandi fylkingar til að fá leyfi til að liðsinna nauðstöddum. Sómalar á köldum klaka  Útilokað að aðstoða þá verst stöddu vegna átakanna Reuters Náðust Sómalskir flóttamenn sem handteknir voru í Trípólí í Líbíu fyrir nokkrum dögum þegar þeir reyndu að komast í skip á leið til Evrópu. Þeir voru í hópi 57 landa sinna og verða nú sendir í bráðabirgðabúðir fyrir flóttafólk. Máttvana stjórn » Stjórn Sómalíu, sem nýtur stuðnings Vesturveldanna, ræð- ur aðeins yfir Mogadishu. » Íslamistasamtökin al-Shahab og fleiri slíkir hópar berjast við hana um yfirráðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.