Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
Frjáls félagasamtök á Íslandi sem
starfa að alþjóðlegri þróunarsam-
vinnu standa að kynningu á þróun-
armálum í samstarfi við Þróun-
arsamvinnustofnun Íslands dagana
5.-7. september. Markmiðið er að
auka skilning og þekkingu almenn-
ings á málefnum þróunarlanda og
vekja Íslendinga til vitundar um
skyldur þjóðarinnar í baráttunni
gegn fátækt í heiminum.
Til að vekja athygli á mála-
flokknum munu félagasamtökin
dreifa eplum á fjölförnum stöðum á
höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri
miðvikudaginn 7. september undir
yfirskriftinni: Þróunarsamvinna
ber ávöxt. Auk ávaxtarins fær fólk í
hendur upplýsingar í stuttu máli
um árangur sem náðst hefur.
Dreifa eplum til að
kynna þróunarhjálp
Hjörtur Ágústsson heldur erindi
á Félagsvísindatorgi Háskólans á
Akureyri á morgun kl. 12. Hann
kynnir Evrópu unga fólksins,
þann árangur sem náðst hefur
með áætluninni og hluta þeirra
verkefna sem styrkt hafa verið á
Íslandi. Evrópa unga fólksins er
íslenska heitið á Ungmennaáætl-
un Evrópusambandsins og er
samstarfsverkefni ESB, mennta-
og menningarmálaráðuneytisins
og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki
fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30
ára.
Styrkir ungt fólk
Sigríður Þóra Valgeirs-
dóttir, prófessor, varð
bráðkvödd á heimili
sínu að Klapparstíg, 3.
september sl., 91 árs að
aldri. Hún var fædd 15.
nóvember 1919. Sigríð-
ur starfaði sem kennari
við Kennaraskólann frá
1948 og síðar sem pró-
fessor í uppeldis- og
kennslufræði við Kenn-
araháskólann um hálfr-
ar aldar skeið. Hún lauk
tveimur meist-
araprófum og kennsluréttindanámi
frá State University í NY og frá Kali-
forníuháskóla í Berkeley. Síðar lauk
hún doktorsnámi í menntasálfræði.
Sigríður varð fyrsti forstöðumaður
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála árið 1981. Sigríður veitti
m.a. forstöðu fyrstu alþjóðlegu Pisa-
rannsókninni sem gerð var á Íslandi í
læsi barna og ungmenna. Sigríður
fékk fálkaorðu forseta Íslands árið
1990 fyrir störf að uppeldis- og
kennslumálum.
Að loknum störfum sínum fyrir
Kennaraháskólann hóf hún að sinna
af fullum krafti starfi
sínu við söfnun og
skráningu á dönsum og
söngleikjum. Hún beitti
sér m.a. fyrir stofnun
Þjóðdansafélags
Reykjavíkur og kenndi
dansa og setti upp dans-
sýningar í marga ára-
tugi. Árið 1994 kom út
bókin Gömlu dansarnir í
tvær aldir og bókin Ís-
lenskir söngdansar í
þúsund ár – Andblær
aldanna kom út í byrjun
2011. Sigríður var að vinna við handrit
að næstu bók sinni þegar hún lést.
Sigríður sinnti margskonar fé-
lagsstörfum, m.a. innan Soroptimsta-
klúbbs Reykjavíkur og Delta Kappa
Gamma, félags kvenna í fræðastörf-
um.
Sigríður var gift Hjörleifi Baldvins-
syni en varð ekkja árið 1963 og ól upp
börn sín þrjú þau Dagmar Völu Hjör-
leifsdóttur, dýralækni, Sigríði Hjör-
leifsdóttur, PhD í líftækni og Ingólf
Hjörleifsson verkfræðing. Hún eign-
aðist sex barnabörn og fimm barna-
barnabörn.
Sigríður Þ. Valgeirsdóttir
Andlát
Nafnaruglingur
Í vikuspegli um nýja bók þýska
knattspyrnumannsins Philipps
Lahms í Sunnudagsmogganum um
helgina var farið rangt með nafn
knattspyrnumannsins Justins
Fashanus og honum ruglað saman
við bróður sinn, John. Beðist er vel-
virðingar á því.
LEIÐRÉTT
STUTT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Bænalaust aldrei byrjuð sé, burtför
frá þínu heimile. Mér finnst gott að
hafa þessi orð séra Hallgríms sem
mottó þegar hafið er nýtt starf,“ segir
séra Kristján Valur Ingólfsson sem
kjörinn hefur verið vígslubiskup í
Skálholti. Biskupsvígslan verður í
Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 18.
september.
Niðurstöður í síðari umferð vígslu-
biskupskjörs var kynnt sl. laugardag
en kjörið er í embættið nú vegna and-
láts Sigurðar Sigurðarsonar. Kristján
Valur fékk 80 atkvæði en séra Sigrún
Óskardóttir 61 atkvæði. Í fyrri um-
ferðinni höfðu Kristján Valur og
Agnes Sigurðardóttir fengið jafn-
mörg atkvæði, en Kristján komst
áfram á hlutkesti og stóð valið á milli
hans og Sigrúnar sem fékk tveimur
atkvæðum meira en þau tvö í fyrri
umferðinni. Kjörið á sér raunar lengri
sögu því í apríl var fyrst kosið og þá
fengu Sigrún og Jón Dalbú Hró-
bjartsson flest atkvæði og Agnes varð
í þriðja sæti en það kjör var úrskurð-
að ógilt vegna rangrar meðferðar á
atkvæðum.
„Ég er vanari því að falla en standa
í slíku kjöri og ég kann betur við að
standa,“ segir Kristján Valur og rifjar
upp að hann hafi tvisvar verið í kjöri
til vígslubiskups í Hólaumdæmi en
fallið í bæði skiptin, í það síðara á jöfn-
um atkvæðum.
„Það má alltaf búast við sárindum
þegar velja þarf einn úr hópi en ég tel
að þegar munur er mikill eins og nú
varð séu minni líkur á því,“ segir
Kristján.
„Ég vil vita hvað er áður en ég fer
að bera fram tillögu um breytingar,“
segir Kristján Valur um áherslur sín-
ar. Hann segist byrja á því að hitta
presta og safnaðarfólk heima í héraði
og sjá hvað brennur mest á því.
Hann segir að vígslubiskupsemb-
ættið hafi marga góða kosti og leggur
áherslu á að það sé á trúarlegu sviði
meira en efnahagslegu. „Biskup Ís-
land ber mesta ábyrgð á kirkjunni
sem stofnun og rekstri hennar. Hlut-
verk vígslubiskups er að styðja við
kirkjuna sem trúfélag og presta og
söfnuði í grunnþjónustu. Það finnst
mér áhugavert starf,“ segir hann.
Aftur í Tungurnar
Kristján Valur segir að starfið í
Skálholti sé í góðum farvegi. Þar sé til
dæmis daglegt helgihald í dómkirkj-
unni, bæði kvölds og morgna, sem
hann hafi sjálfur átt þátt í að koma á.
Gaman verði að koma inn í það á nýj-
an leik.
Kristján bjó í Skálholti í sjö ár þeg-
ar hann var rektor Skálholtsskóla.
„Við eigum marga vini í Tungunum
sem gaman verður að endurnýja
kynni við.“
Vil vita hvað er áður en
ég legg til breytingar
Kristján Valur Ingólfsson
Kristján Valur
kosinn vígslu-
biskup í Skálholti
Starfsferill
» Kristján Valur er að verða 64
ára. Hann var prestur á Rauf-
arhöfn og Grenjaðarstað, rekt-
or Skálholtsskóla og kennari
við guðfræðideild HÍ.
» Hann er nú verkefnisstjóri
hjá Biskupsstofu og þjónar
jafnframt sem sóknarprestur á
Þingvöllum.
» Kona hans er Margrét Bóas-
dóttir söngvari og söngstjóri.
Arges PRO
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Rafhlöðuborvél,
HDA2544, 18v
17.900,-
SDS Rafmagnshöggbor-
vél, HDA 310, 850W
11.990,-
VEGLEG
VERKFÆRI
Haust 2011
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Mussur og kjólar
Mörg snið - margir litir
GALLABUXUR FRÁ 14,900,-
SVARTAR KLASSÍSKAR FRÁ 16,900,-
NÝ SENDIN
G
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður
Kynningarfundur 8. september
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Athugið!
Umsóknarfre
stur er til
15. septembe
r 2011
Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins,
Borgartúni 35, fimmtudaginn 8. september kl. 8:30 - 10:00
í tengslum við umsóknarfrest 15. september nk.
Starfsmenn Rannís fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins og svara
fyrirspurnum. Einnig verður kynnt markáætlun á orku- og umhverfissviði, menntasviði
og heilbrigðissviði, með umsóknarfrest 1. nóvember nk.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, stýrir fundinum.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar skv. lögum um opinberan stuðning
við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr 75/2007. Sjóðurinn, sem er í vörslu Rannís, fjármagnar
nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur
geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar.
Samtök frumkvöðlakvenna halda
alþjóðlega ráðstefnu, EUWIIN
2011, í tónlistar- og ráðstefnuhús-
inu Hörpu dagana 7. og 8. sept-
ember næstkomandi. Gert er ráð
fyrir að minnsta kosti 300 manns
víðsvegar að úr heiminum. Ráð-
stefnan átti að vera í maí en frest-
aðist vegna eldgoss í Grímsvötnum.
Tilgangur ráðstefnunnar er að
vekja athygli á uppfinninga- og
frumkvöðlastarfsemi kvenna, m.a.
til að stuðla að betri tækifærum
kvenna og auknum áhuga á málefn-
inu. Karlar eru sérstaklega hvattir
til þess að taka þátt og kynna sér
hvað konur eru að finna upp, víðs
vegar í heiminum.
Um 300 taka þátt í
ráðstefnu um
frumkvæði kvenna
Morgunblaðið/Eggert
Frumkvöðlar Kraftur í konum.