Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Enn eitt haustið stefnir í metsölu á áskriftarkortum hjá hinum ýmsu menningarstofnunum landsins. Þannig berast fréttir af því að nú þegar hafi fleiri áskriftarkort verið seld hjá Þjóðleikhúsinu en á sama tíma í fyrra sem þá var metár. Hjá Borgarleikhúsinu fengust þær upp- lýsingar að nú þegar væri kortasal- an rúmlega 25% meiri en á sama tíma í fyrra, en þá voru kortagestir yfir 11 þúsund og höfðu aldrei ver- ið fleiri í sögu leikhússins. Rífandi kortasala hefur verið hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands, enda virðist mikil eftirvænting ríkja um fyrsta starfsár hennar í Hörpu. Breytt fyrirkomulag á kortasölu í Menn- ingarhúsinu Hofi virðist leggja vel í gesti, en breytingin felur í sér aukið val á viðburði, og fer korta- salan vel af stað að sögn fram- kvæmdastjóra hússins. „Við finnum mikinn meðbyr með leikhúsinu. Þrátt fyrir hækkað miðaverð og þá staðreynd að það þrengir að víða þá virðist fólk vera tilbúið að setja þetta í forgang hjá sér. Enda hefur menningin verið okkar haldreipi og það sem við skilgreinum okkur út frá,“ segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, mark- aðs- og kynningarstjóri Þjóðleik- hússins. Bendir hún á að spennandi leikár spilli heldur ekki fyrir. „Við erum stolt af frábæru leikári sem inniheldur mörg stórvirki og ein- staka listamenn,“ segir Sigurlaug og tekur fram að vinsældir séu bara bónus því aðalmarkmiðið sé að vinna metnaðarfullt listrænt starf. Góð upplyfting fyrir andann Að sögn Hildar Harðardóttur, markaðsstjóra Borgarleikhússins, eru menn þar á bæ í skýjunum yfir góðum viðtökum í kortasölunni. „Það er vissulega óvenjulegt að þetta gerist þegar þjóðfélagið er í svona mikilli lægð,“ segir Hildur og bendir á að hugsanlegt sé að margir líti á leikhúsferð sem góða upplyftingu fyrir andann á þreng- ingartímum. „Núna þegar margir eru orðnir varkárari í fjármálum og skipulagðari í innkaupum sjá margir hversu góðan afslátt fá má með því að kaupa sér áskrift- arkort,“ segir Hildur og tekur fram að hugsanlega hjálpi líka til að boðið sé upp á raðgreiðslu. Hildur segir ljóst að leikárið virðist vekja hrifningu hjá fólki. „Þetta er mikið tilfinningaleikár með stórar sögur um manneskjuna bæði í okkar nánasta umhverfi en einnig á alþjóðavettvangi,“ segir Hildur. Bendir hún á að færst hafi í aukana að fólk eigi hreinlega í vandræðum með að takmarka sig við þær fjórar sýningar sem eitt áskriftarkort veitir aðgang að og því séu fleiri dæmi þess að fólk kaupi sér tvö kort. Nýr salur vekur forvitni Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur salan á áskriftakortum á tónleika Sinfón- íuhljómsveit Íslands (SÍ) gengið af- ar vel. Þannig hafi nú þegar hafi verið seld tæplega 26 þúsund sæti í áskrift, sem sé 57% heildaraukning í kortasölu á milli ára. Að sögn Margrétar Ragnarsdóttur, mark- aðs- og kynningarstjóra SÍ, hefur áskrifendum fjölgað jafnt og þétt sl. þrjú ár, en ljóst megi vera að al- gjör sprenging hafi orðið í áskrift- arsölu í tengslum við nýju heim- kynni hljómsveitarinnar í Hörpunni. „Nýtt hús og nýr salur vekur forvitni og því margir að skila sér í áskrift sem hafa ekki áð- ur verið með áskrift þrátt fyrir áhuga.“ Menningin blífur á þrengingartímum  Sala áskriftarkorta eykst milli ára hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu  Rífandi kortasala hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, 57% heildaraukning í kortasölu á milli ára Oz Kynningarmynd fyrir söngleikinn Galdrakarlinn í Oz sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu nú í septembermánuði. Morgunblaðið/Ómar Harpa Sinfóníuhlómsveit Íslands á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Hið nýja hús á eflaust stóran þátt í því hversu vel selst á tónleika hennar. Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Baggalúti.is: „Vefsetur Baggalúts, baggalútur.is (í öllum föllum eintölu), verður opnað eftir langt og nokkuð leiðinlegt sumarfrí mánudaginn 5. september. Má segja að verkefni komandi vetrar séu ærin og aðkallandi: Yfirvofandi innrás ofurgreindra þykkblöðunga utan úr geimnum sem ásælast gómsætan og megr- andi íslenskan mat, sársaukafullur nið- urskurður í framlögum hins opinbera til sjálf- bærrar nýtingar á skófum, bygging ríkis og borgar á tónlistarhúsi sem ætlað er að brjóta á bak aftur einokun Hörpu á tónlistar- húsamarkaði, innrás ofurríkra Kínverja á fullkomlega ónothæft fjalllendi, sanda og mýrar og svo framvegis og svo framvegis. Baggalútur 10 ára! Útgáfufélagið Baggalútur fagnar 10 ára afmæli í ár en vefurinn baggalutur.com fór í loftið haustið 2001. Fimm þúsund þrjú hundr- uð áttatíu og einni frétt, ógrynni pistla, ljóða, hugrenninga, smáauglýsinga, þrífara, sér- vefja, djammmyndasíða, útgáfubóka, skrípa- mynda, þjóðblogga og maður veit ekki hvað og hvað síðar heilsar baggalútur.is á nýjan leik, til í slaginn einn ganginn enn. Baggalút- ur mun fagna afmælinu í vetur með upp- lestrum, skyggnilýsingarfundum, pulsugrill- veislum og ýmsu tilfallandi. Hann óskar sjálfum sér til hamingju með að vera enn í fremstu víglínu íslenskra fréttamiðla. Eftir tíu ár í eldlínunni gnæfir Baggalútur upp úr ólgusjó íslenskrar fjölmiðlunar – eins og klettur í hafinu. Fánaberi sannleikans Tónleikar og útgáfa. Hljómsveitin Bagga- lútur vinnur nú að gerð hljómplötu með óút- gefnum lögum sem sveitin hefur barið saman af ýmsu tilefni undanfarin ár. Sum þeirra eru þekkt. Önnur óþekkt. Nægir að nefna hið ódauðlega Áfram Ísland, Gjöf (til Vigdísar Finnbogadóttur 80 ára) og Lesbískar ninja- vampírur á flótta auk fáeinna glæ- og flunku- nýrra laga. Í desember heldur sveitin svo sína árlegu jólatónleika í Háskólabíói og Menning- arhúsinu Hofi, landsmönnum og sjálfum sér til ómældrar gleði – en miðasala á þá viðburði hefst í dag. Auk þess mun sveitin taka í notk- un spánnýtt jólaslagorð, ’Baggalútur – bestur í jólum.’ Ýmislegt fleira, vænt og óvænt, er svo á dagskrá Baggalúts í vetur – bæði skrif- að og sungið. Lifi sannleikurinn! Baggalútur,“ Baggalútur opnaður eftir sumarfrí Morgunblaðið/Kristinn Hugarfóður Baggalútsliðar sitja að hughvetj- andi snæðingi í útvarpshúsi allra landsmanna. Zombíljóðin – frumsýnd á föstudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.