Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fór tvisvar í gegnum 110% leiðina 2. Andlát: Birgir Björnsson 3. Gunnar las yfir Guðjóni Þórðar 4. Alvarlegt slys í Kópavogi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sænska leikkonan og leikstjórinn Pernilla August verður viðstödd sýn- ingu á kvikmynd sinni Svínastíunni í Bíó Paradís á morgun en þá hefjast sýningar á þeim fimm kvikmyndum sem tilnefndar eru til Kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs í ár. Pernilla August í Bíó Paradís  Bókmenntahá- tíðin í Reykjavík verður sett í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 15 og mun Nóbelsverð- launahafinn í bók- menntum árið 2009, Herta Müll- er, flytja ávarp við opnunina en Müller er einn af gestum hátíðarinnar. Setningin verður í beinni útsendingu á Rás 1. Hátíðinni lýkur 11. september. Müller við opnun Bókmenntahátíðar  Bandaríski grínistinn DeAnne Smith verður með uppistand á Só- dómu annað kvöld kl. 21. Smith mun vera einn vinsælasti grín- isti Montréal í Kanada og hefur farið víða um heim með uppistand sitt. Auk Smith kemur fram uppistandarinn Rökkvi Vésteins- son en þau hafa komið fram saman áður. DeAnne Smith með uppistand á Sódómu Á miðvikudag Norðan 10-18 m/s, hvassast við NA- og A-ströndina. Þurrt á S- og SV-landi, annars rigning. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast S-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg austlæg átt, en norðlægari en í gær. Skúrir, einkum síðdegis. Þokubakkar á annesjum N- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig. VEÐUR Eiður Smári Guðjohnsen tók við fyrirliðabandinu í lands- liðinu í knattspyrnu á nýjan leik í Ósló og leikur í kvöld sinn 67. landsleik þegar Ís- land mætir Kýpur á Laug- ardalsvelli. Með sigri getur Ísland lyft sér af botni rið- ilsins og Eiður sagði við Morgunblaðið að það gæfi landsliðsmönnunum smá- aukakraft í leiknum. Hann sagði úrslitin á móti Noregi vera mjög svekkjandi. »1 Vilja komast úr botnsætinu ÍÞRÓTTIR Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Náttúrufræðitíminn var ekki með hefðbundnu sniði hjá krökkunum í 7. Gleym-mér-ei í Vatnsendaskóla í gær. Þá heimsóttu bekkinn þau Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, og Jón Torfi Jón- asson, forseti menntavísindasviðs háskólans, en heimsóknin markar upphaf heimsókna kennara við menntavísindasvið í skóla og stofn- anir tengdar sviðinu í september. Efni úr þara í súkkulaði Kristín, sem er með doktorspróf í lyfjafræði, sagði krökkunum frá því hvað það væri sem nemendur í lyfja- fræði lærðu, t.a.m. hvernig ætti að búa til lyf og hvernig þau virkuðu á líkamann. Því næst sýndi hún þeim nokkrar gerðir af þörungum. Kristín spurði hversu margir hefðu fengið ís eða súkkulaði um helgina og hversu margir hefðu burstað í sér tenn- urnar um morguninn. „Það þýðir að allir sem réttu upp hönd hafa fengið í sig efni sem er unnið úr þara,“ sagði hún og urðu krakkarnir mjög undrandi á svipinn. Kristín útskýrði að efnið algínat, sem er unnið úr þör- ungum, væri nýtt í ýmsa fram- leiðslu. T.d. væri það notað í skepnu- fóður og blómaáburð og í ísgerðinni væri það notað sem bindiefni, til að fá ólík efni til að bland- ast saman. „Efnið er líka notað í lyfjagerð,“ sagði hún krökkunum. „Til þess að sum lyf virki rétt verða þau að leysast upp í maganum og algínat er sett t.d. í verkjatöflur til að tryggja að þegar þær eru komnar ofan í magann bólgni þær út og lyfið sem á að losa okkur við verkinn kemst út í magann og þaðan í blóðið.“ Skemmtilegt að kenna grunnskólanemum Kristín hefur mikla reynslu af því að kenna háskólanemum og segir hún það hafa verið mjög gaman að fá að líta inn í kennslustund hjá grunn- skólanemendum. „Ég hef aldrei kennt í grunnskóla þannig að mér fannst þetta mjög skemmtileg upp- lifun. Sérstaklega fannst mér gaman hvað krakkarnir voru móttækilegir og hve mikill áhugi skein úr augum þeirra.“ Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Ís- lands hefur hverju hinna fimm fræðasviða skólans verið úthlutað einum mánuði til að kynna starf- semi sína út á við og er sept- embermánuður menntavís- indasviðsins. Heimsækja á skóla á yngri skólastigum til að leggja áherslu á hversu mikilvægt það er fyrir háskólann að vera í samskiptum og samstarfi við þá. „Það er stefnt að því að allir kenn- arar sviðsins heimsæki leik-, grunn- og framhaldsskóla, og svo erum við með íþróttafræðinga, þroskaþjálfa og tómstundafræðinga sem heim- sækja sínar stofnanir,“ segir Jón Torfi Jónasson, forseti mennta- vísindasviðs HÍ. „Þá verðum við með örnámskeið fyrir foreldra á miðvikudagskvöldum í september, þar sem fjallað verður um uppeldi og heilsu.“ Heimsóknir og örnámskeið HVERT SVIÐ FÆR EINN MÁNUÐ TIL AÐ KYNNA STARFSEMI SÍNA Rektor kenndi grunnskóla- nemendum náttúrufræði  Sýndi þeim þör- unga og ræddi um nytsemi þeirra Morgunblaðið/Kristinn Þörungur Kristín sýndi nokkrar gerðir þörunga og sagði krökkunum frá því að efnið alkínat, sem unnið er úr þeim, væri m.a. notað í ísgerð. Það var mikið hlegið þegar Kristín sýndi þeim þann hluta þöngulsins sem kallast þöngulhaus. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að menn væru opnir fyrir því að ráða erlendan þjálfara fyrir íslenska lands- liðið í knattspyrnu en Ólafur Jó- hannsson lætur sem kunnugt er af störfum í næsta mánuði. Margir hafa sett sig í samband við KSÍ sem hyggst ganga frá þjálfaramálunum á næstu vikum. »1 Margir vilja stýra íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu tekur á móti Kýpur á Laug- ardalsvellinum í kvöld en um er að ræða síðasta heimaleik liðsins í und- ankeppni EM að þessu sinni. Óvíst er um þátttöku þeirra Indriða Sigurðs- sonar og Sölva Geirs Ottesens. Indr- iði er með flensu og Sölvi glímir við bakmeiðsli. »2 Síðasti heimaleikurinn í undankeppni EM Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.