Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Eggert Hollusta Þórunn Steinsdóttir er áhugakona um matargerð og hollt líferni. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þórunn Steinsdóttir, meist-aranemi í lögfræði við Há-skólann í Reykjavík, ermikil áhugamanneskja um matargerð, holla lifnaðarhætti og forvarnir gegn krabbameini. Hún heldur úti vefsíðunni matturmat- arins.com þar sem hún miðlar af þeirri þekkingu sem hún hefur viðað að sér um tengsl matar og krabba- meins. „Ég hef alltaf haft áhuga á mat og matargerð og hvaða áhrif mat- urinn hefur á okkar andlegu og lík- amlegu heilsu. Krabbamein er eitt- hvað sem snertir okkur eiginlega öll og allir sem þekkja einhvern sem hefur greinst með krabbamein og hafa upplifað þetta varnarleysi þeg- ar það greinist. Ég þekki kannski fleiri heldur en margir og þess vegna hefur þetta efni verið mér sér- staklega hugleikið,“ segir Þórunn. Meðvituð um heilsuna Fyrir tveimur árum flutti Þór- unn til Vancouver með manninum sínum sem var í meistaranámi. Á meðan var hún heima í árslöngu fæðingarorlofi og nýtti tímann vel til að lesa sér til. Þórunn segir Vancou- ver vera ótrúlega græna borg og fólk sé mjög meðvitað um heilsu og umhverfi og hafi mikinn áhuga á öllu sem tengist því. Þannig fór hún smám saman að velta mikið fyrir sér hvaða efni væru í matnum og hvaða áhrif þau hafa á okkur. Í kjölfarið las hún bókina Bragð í baráttunni, mat- ur sem vinnur gegn krabbameini. En höfundur hennar er kanadíski prófessorinn Richard Béliveau. „Það var margt í þeirri bók sem opnaði augu mín og mörg atriði sem ég vissi ekki um og fannst spenn- andi. Það varð til þess að ég fór að lesa mér mjög mikið til um þetta. Í Vancouver er mikið af bókabúðum og ég hafði góðan aðgang að lesefni. Eftir að hafa viðað að mér frekar miklum upplýsingum langaði mig að deila þeim með almenningi og setti þá upp vefsíðuna,“ segir Þórunn. Bólguhamlandi fitusýrur Í slíkum fræðum er mikil um- fjöllun um virk plöntuefni sem finn- ast yfirleitt í litríkum ávöxtum og grænmeti. Er fólk því hvatt til að borða mikið af slíkum efnum. Þá er einnig mælt með trefjaríkum fæðu- tegundum og ýmsu kryddi. Eins er mikilvægt að jafnvægi sé á milli ómega-3 fitusýra og ómega-6 fitu- sýra í líkamanum. En þær fyrr- nefndu eru bólguhamlandi á meðan hinar eru bólguhvetjandi. Ójafnvægi á þessum tveimur fitusýrum veldur því að bólgur myndast en nýjustu Plöntuefni reynast vel sem forvörn Í litríku grænmeti og ávöxtum finnst mikið af virkum plöntuefnum sem draga úr bólgum í líkamanum. Nýjustu rannsóknir sýna að krabbamein myndast mjög oft í slíkum bólgum. Þórunn Steinsdóttir, áhugakona um matargerð og holla lifn- aðarhætti, hefur kynnt sér slíkar rannsóknir. 10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Nauðsynlegt er að rækta bæði lík- ama og sál. Mörgum þykir gott að stunda hugleiðslu í erli dagsins og slíkt má auðveldlega gera heima hjá sér í ró og næði. Á vefsíðunni orku- lind.is má finna undir krækjunni hugleiðsla upptökur af hugleiðslum. Tilvalið að spila þegar fólk kemur útkeyrt heim úr vinnu eða skóla og vantar hugarró. Á vefsíðunni er einnig að finna góð ráð um hugleiðslu og þar segir að auðveldasta leiðin fyrir byrjendur sé að stunda leidda hugleiðslu. En þetta er t.d. gert með því að láta einhvern lesa fyrir sig textann eða lesa inn á spólu textann og nota hann svo til að hugleiða eftir. Þá er nauðsynlegt fyrir byrjendur að koma í veg fyrir truflun og aðgæta að allt sé hljótt í kringum mann og slökkt á símum. Einnig er mikilvægt að vera ekki í tímaþröng því það getur komið í veg fyrir að þú náir fullkom- inni ró. Til að hjálpa til við að koma sér í hugleiðsluástand er gott að brenna reykelsi, t.d. er sandalviður mjög góður og/eða spila milda hug- leiðslutónlist í bakgrunninum. Vefsíðan www.orkulind.is Morgunblaðið/Ómar Slökun Þessi virðist nota tímann til að hugleiða í góða veðrinu. Hugleiðsla fyrir byrjendur Nú fara margir af stað út í haustið með loforð um að taka sig á og fara að hreyfa sig meira. Zumba er sniðugur kostur fyrir þá sem hafa gam- an af því að læra einföld spor og hreyfa sig við hressa tón- list. Í zumba-tímum er notuð suður-amerísk tónlist í bland við ýmsilegt annað. En tónlist- in fer dálítið eftir því sem kennarinn velur hverju sinni. Zumba er skemmtilegur suðu- pottur af Salsa, Merenge, Cumbia og Reggaeton og ættu allir að fara dansandi glaðir út í haustið. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið er hægt að kíkja á youtube og sjá þar myndbönd frá zumba- námskeiðum víðs vegar um heim. Á Íslandi eru zumba- námskeið haldin víða á höf- uðborgarsvæðinu og víðar. Endilega … … prófið að fara í zumba Morgunblaðið/Ernir Stuð Danssporin í zumba eru einföld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Farðu alla leið með Eirvík Hannað af alúð og framleitt af þýskri nákvæmni. Ráðgjöf, hönnun og uppsetning allt á einum stað. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur. Innréttingar og eldhústæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.